Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 IjV 22 iiþigt fólk r „Ég var rokkari," viðurkennir hinn 19 ára gamli „tölvupoppari", Hugh Jazz, eða Ömólfur Thorlacius, ungur tónlistarmaður á hinum si- vaxandi og sjóðandi vettvangi tölvu- tónlistarinnar. „En tónlistin sem ég ólst upp við var ekki bara rokk, heldur líka Kraftwerk og ýmsar syntagrúppur auk þess sem hipphoppið komst síðar í mikið uppáhald. Mig langaði alltaf að vera í bíl- skúrshljómsveit. Vandinn var bara sá að ég lærði á píanó og átti því hvergi séns að komast inn því þetta var áður en hljómborðin fóru að koma svona sterkt inn eins og núna upp á síðkastið. Þannig að ég keypti mér plötuspilara og gerðist plötu- snúður. Síðar, þegar ég byrjaði í menntó, keypti ég mér ódýran sampler, skipti yfir í tölvutónlistina og fór að semja sjáifur." Örnólfur vinnur hjá Thule Records, útgáfu Þórhalls Skúlason- ar, sem kaUa mætti guðfoður tölvu- tónlistar á íslandi. Hann var m.a. í hinni frábæru hardcorehijómsveit Ajax en hún færði íslenska danstón- list á heimskortið í kringum ‘90 með lögum eins og Ruffige, sem náði miklum vinsældum í Bretlandi. Ömólfur viðurkennir þó að hann hafi ekki verið með í dansbylgjunni frá upphafi heldur hafi hann látið sópast með í kringum ‘93 þegar rokkið sveik hann. Hann ber þó engan kala í brjósti tU gítargrúpp- anna: „Alls ekki. Langt i frá. Rokk- arar em ágætis fólk. Ég var nú einu sinni rokkari sjálfur þannig að það væri hræsni. Það eina sem mér finnst, án þess að ég ætli að vera að nefna nöfn, er að sumir em svolítið staðnaðir. Fastir í svona Jet Black Joe-rokki sem er bara búið. Punkt- ur.“ Bara áhugamál Tölvutónlist er vítt hugtak sem felur margt í sér en Örnólfur sér- hæfir sig í dram’n’bass og tripphoppi: „Ég geri eiginlega aUt nema ambient. Það er eiginlega of rólegt fyrir mig þó svo að ég hafi að- eins fiktað við það einu sinni. Svo hef ég aðeins fiktað við poppaðri hluti, svona peningatónlist, en aðal- lega er ég í drum’n’bass og tripphoppi. Eins og er lifi ég hreinlega fyrir tónlist. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og ég ætla að halda því áfram eins lengi og ég get þó svo að ég passi mig rækUega á því að afla mér menntunar á meðan svo ég lendi ekki í því eins og aUt of marg- ir gera - að vakna allt í einu upp og kunna ekkert. Og vera ekkert. Ég geri mér fuUa grein fyrir því að eins og stendur er þetta ekkert annað en áhugamál." Össi hefur gefið út 6 tólftommur á liðnu ári auk þess sem hann hyggur á útgáfu breiðskífu í haust. Hefur hann efnast eitthvað á þessu brölti sínu: „Nó komment. Ég er í þessu ánægjunnar vegna en ekki út af peningunum. Ég hef aldrei fengið beinharða ávísun fyrir plötumar mínar en auðvitað hef ég fengið borgað fyrir hitt og þetta, t.d. tónlist fyrir heimasíður o.þ.h.“ LP plata Ömólfs kemur út hjá Thule í haust en litlu munaði að hún kæmi einnig út í Þýskalandi á einu af merkjum Sony: „Sony í Þýskalandi var á leiðinni að gefa út þessa plötu þegar triphopp-undir- merkinu þeirra þar var lokaö. Starfsfólkið gekk út. Þeir vora með pennann á ávísuninni og höfðu allt í einu ekkert merki til að gefa svona tónlist út á. Þetta er svona dæmi- gerð óheppni fyrir þennan iðnað og ekkert við því að gera.“ „íslensk dansmenning er enn þá að byggjast upp. Það er of mikið af fólki sem er alltaf að gagnrýna og rífa niður í stað þess að hlusta pinu- litið. Það er líka þekkt klisja og dag- sönn að íslenskar hljómsveitir þurfa oft að sláT gegn úti í löndum áður en þær fá séns hér.“ Mike Hunt og Hugh Jazz Allir plötusnúðar og tölvutónlist- armenn eiga sér listamannsnafn sem gegnir oft á tíðum því nauðsyn- lega hlutverki að undirstrika hversu últrasvalur og töff gæi eða geila viðkomandi sé. Örnólfur sækir í annan brann með nafni sínu, Hugh Jazz: „Ég elska tvíræð nöfn sem geta bæði virkað sem ofur- venjuleg listamannanöfn eða alger vitleysa eftir því hvemig horft er á málið, til dæmis Mike Hunt. Ég sá nafnið mitt, Hugh Jazz, í Simpson- þætti. Bart og Lisa eru oft að hringjá í Moe á kránni og láta hann kalla upp klúr nöfn á fólki. Þama báðu þau um mann sem héti Jazz, fomafniö Hugh og Moe sneri sér við og þrumaði yfir staðinn „Do I have a Huge Ass. Everybody, do I have a Huge Ass! Ég þurfti ekki að heyra meira. Ég var fæddur." En svo komu bakþankamir: „Ég fór svona aðeins að velta því fyrir mér hvort svona grín virkaði kannski fráhrindandi á fólk, t.d. þegar ég er að senda plötur út, og fólk héldi að hér væri bara einhver vitleysingur á ferðinni. Þannig að næsta Hugh Jazz-platan kemur út undir nafninu Cynical Trend sem mér finnst nafn við hæfi þar sem fólk tekur því kannski alvarlega." „Mér finnst hins vegar ekkert að því að heita nafni úr Simpson-þátt- unum og til dæmis hef ég aldrei orð- ið jafnfúll og þegar ég sá plötu með housetónlistarmanni sem kallaði sig Ned Flanders. Ég var alveg brjál- aður yfir að hafa ekki fattað það sjálfur. Ef ég héti Ned Flanders væri ég sáttur. Fullkomlega sáttur.“ -fin „Mig langaði alltaf að komast í bflskúrshljómsveit en svo gafst ég upp, keypti mér plötuspilara og gerðist plötusnúður," segir Örnólfur Thorlacius, eða Hugh Jazz. Dv-mynd Teitur. prófil Guðbjörg Guðmannsdóttir er nýkjörin Sumarstúlka Vestmannaeyja. Hún er í prófil Fullt nafn: Guðbjörg Guðmannsdóttir. Fæðingardagur og ár: Er fædd þann 15. maí 1980. Maki: Já, hann heitir Óskar Jósúason. Böm: Ja, ég stend nú bara á núlli þar. Starf: Núna er ég að vinna í Kránni og skóbúðinni Axel Ó. Skemmtilegast: Það er nú alltaf mjög gaman að breyta um umhverfi, ferðast eitthvað. En þó finnst mér langskemmtilegast að vera í góðum félagsskap og njóta lífsins. Leiðin- legast: Ætli það sé ekki bara þegar sólarhringurinn er of stuttur fyrir mann. Það er svo leiðinlegt að geta ekki sofið út. Uppáhaldsmatur: Ég er rosalega mikið fyrir pasta og svoleiðis dótarí en einnig eru ömmubollur alltaf í miklu uppáhaldi. Uppáhaldsdrykkur: fslenska vatnið er alltaf jafngott en þó finnst mér Trópí alltaf jafngóður. Fallegasti karlinn: Ja, er sá fallegasti yfirhöfuð til? Uppáhaldslíkamshluti: Já, þið spyrjið stórt. Ætli það séu ekki bara augun. Ertu hlynnt eða andvig ríkis- stjóminni? Ég er hlynnt henni. Með hvaða teiknimyndaper- sónu myndir þú helst vilja eyða nótt? Hann Hómer Simpson er rosasjarmerandi. Ég veit þó ekki með nótt með honum. Uppáhaldsleikari: Samuel L. Jackson, frábær leikari. Uppáhaldstónlistarmaður: Bono, söngvari U2. Sætasti stjórnmálamaðurinn: Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Eyjum, eða Gaui bæjó eins og flestir þekkja hann. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Mér finnst Vinir alveg frábærir en Simpsons eru nú ekki slæmir heldur. Leiðinlegasta kvikmynd: Ég reyni ekki sérlega mikið að leggja þær leiðinlegu á minnið. Sætasti sjónvarpsmaðurinn: Æ, hann Siggi Sveins er svoddan krútt. Uppáhaldsskemmtistaður: Auðvitað Herjólfsdalur Þjóðhátið! Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Mig langar að verða tískuljósmyndari en ég veit ekki alveg hvað verður úr þvi svo að það kemur bara vel til greina aö læra sjúkra- þjálfun. Eitthvað að lokum: Já. |Sjáumst á Þjóðhátíð í Eyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.