Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 JLlV ttir Skortur 1 múrarastéttinni undarifarin ár: Múrarar sóttir á elliheimili Að undanfórnu hefur verið mikil þensla í bygg- ingariðnaði á höfuðborg- arsvæðinu og hefur borið á skorti á múrurum. Vegna ástandsins hafa gamlir múrarar verið sóttir á elliheimili. Þeir hafa m.a. aðstoðað og leið- beint yngri múrurum við steiningu húsa. „Steining- in datt niður í aldarfjórð- ung en fagið er kennt á ný við Iðnskólann i Reykja- vík þar sem farið er að steina fleiri hús en áður með marmarasalla," segir Ásmundur Kristinsson, varaformaður Múrara- meistarafélagsins. „Þegar kreppan stóð yfir fyrir nokkrum árum fækkaði þeim mikið sem lærðu til múrara. Það hef- ur lika háð hvað launin hafa verið léleg í öllum iðngreinum og menn vinna ekki eins langan vinnudag og áður. Þetta þrennt, auk þenslunnar í byggingariðnaði á höfuð- borgarsvæðinu, skýrir skortinn á múrurum.“ Skýringuna má líka rekja til þess hvað menn hafa verið tregir við að fara í Iðnskólann. Þegar ástandið var sem verst voru um 5 nemendur í hverjum árgangi i skólan- um en venjulega eru þeir um 10. „Hingað til hafa ófaglærðir múrarar feng- ið ráðherrabréf eftir 10 ára starfsþjálfun en nú hefur þeim verið gefinn kostur á að taka sveins- stykki. í júní sl. tóku 30 ófaglærðir múrarar sveinsstykki." Ásmundur segir að áhugi manna á múraraiðninni sé áber- andi meiri en undanfarin ár. -SJ I þeirri þenslu sem nú er í byggingariðnaði hafa menn rekið sig harkalega á þá staðreynd að stétt múrara hefur dregist saman. Gripið hefur verið tii þess ráðs að sækja starfskrafta inn á elliheim- ilin. Tekið skal fram að sá múrari sem hér sést að störfum er á besta aldri og einn fárra sem und- anfarna áratugi hafa lært fagið. DV-mynd S Ný sérhönnuö spárit skapa nýjung í veðurþjónustu á íslandi: Góðar veðurspár á Vísi.is - hægt er að velja spár fyrir ellefu staði á landinu visir. Veóur & færó \ Pof»lð» | PréUlr I Iþróttlr | Vlðtklptl | Veður | SmáauQl.DV \ Vindur - Island | Veidu tpáteguna Htl Vkndur ÚfKoma SKv vsidu sveeði: tsiand LandQQmW >MHantshaf Fðstudagur 24. júmSSt Vlndstlg . 12 20 29 39 50 62 74 86 102U7 Spim íýnir vindstyik mefi hL Kvar&ma tým hv»6a vjndstyrkur i við hvaia hl i vindítigum og kítómetrum á klukkustund. Smtíltu mni bnng 4 kortinu U1 sji veðuripárit fyiir viikomandi ««4. TöJurmr wot hrinaunum íýna Vísir.is býður upp á vandaða og ítarlega veðurþjónustu í sam- vinnu við Haf- og lofthjúpsfræði- stofuna Halo. Allt frá þvi að Vís- ir.is var opnaöur i vor hefur veð- urvefurinn verið í þróun og er nú fyrsta áfanga í endurskoðun vefs- ins lokið. Hér er á ferðinni algjör nýjung í miðlun veðurupplýsinga á íslandi og þótt víðar væri leit- að. Reiknilíkön vinna þriggja daga veðurspár úr stöðugu flæði upplýsinga sem berast víða úr heiminum. Spárnar eru settar fram með spákortum og spárit- um sem almenningur á íslandi hefur ekki séð áður en er mjög fljótur að læra á. Sérstakur leið- beiningarvefur er til staðar til að auðvelda fólki fyrstu kynnin af þessum umfangsmikla veðurvef. Hverju sinni á sá sem skoöar vef- inn kost á nærri 1000 mismun- andi spákortum og nærri átta hundruð spáritum. Atriði úr söngleiknum Grease. Grease-hátíð á Kringlutorginu Borgarleikhúsið og Kringlan halda Grease-hátíð á Kringlutorg- inu og í Kringlunni í dag. Hátíö- in hefst kl. 13.30. Söngvarar og dansarar úr Grease koma fram. Úrslit verða í söngvarakeppni Kringlunnar og FM 95,7, leiktæki veröa á svæðinu og fleira verður til skemmtunar, auk þess sem boðið verður upp á veitingar. Samkeppni um veðurspár- þjónustu Veðurþjónusta Vísis er einkarek- inn. Aðstandendur hennar eru, eins og áður segir, Halo auk Vísis. Halo er sjáifstætt rannsóknar- og þróunarfyr- irtæki í einkaeign sem unnið hefur að fjölmörgum evrópskum rannsókn- arverkefnum auk verkefna í sam- vinnu við Háskóla íslands. Halo fæst einkum við framsetningu upplýs- inga á sviði veðurfræði og haffræði. Grunnupplýsingar fær Halo í gegn- um svokallað WAFS-verkefni sem er samstarfsverkefni bresku og banda- rísku veðurstofanna fyrir Alþjóðlega flugumferðarráðið, ICAO. Með til- komu Veðurvefs Vísis er því orðin til samkeppni hér á landi við Veður- stofu islands um veðurspáþjónustu. Veðurspár fyrir hverja klukkustund Á Veðurvef Vísis er notandinn virkur. Hann þarf að velja um þrennt: Það eru mikil umsvif hjá krökk- unum á Eskifirði þessa dagana. Þau halda sig mikið á bryggjunni og veiða grimmt. Mokveiði er og dag spátíma, spátegund og spásvæði. Not- andinn getur valið um veðurspá fyrir hveija einustu klukkustund næstu þrjá dagana. í dag er t.d. hægt að komast að því hvernig veðri er spáð um kaffileytið á morgun eða hvort eftir dag fást þar yfir 100 fiskar. Fullorðnir renna þar líka og fá þann gula og aðra fiska sem halda sig í firðinum. viðrar fyrir útigriE á mánudag. Sá sem skoðar Veðurvef Vísis vel- ur spátegund. Hann ákveður hvort hann vill athuga úrkomu, hita, skýjafar eða vind. Kortin sýna með mismunandi litum hversu hitinn er hár, vindur er mikill og þar ffam eft- ir götunum. Á spákorrimum eru auk þess upplýsingar um vindátt, loft- þrýsting og annað sem fólk þekkir. Síðast en ekki síst velur fólk spá- svæði en þau eru þrjú; ísland eitt, landið og miðin og þá einnig Norður- Atlantshaf. Til viðbótar er síðan hægt að velja spár fyrir ellefu staði á land- inu. Þær spár eru sýndar í sérhönn- uðum spáritum sem fólk um allt land mun kunna vel að meta. Þau sýna í einni svipan spátegimdirnar fjórar: hita, vind, úrkomu og skýjafar. Hreyfimyndir Spákortin er líka hægt að skoða sem hreyfimyndir. Með því að smella á sérstaka hnappa fyrir hreyfimyndir er hægt að skoða hreyfimyndir fyrir sex tíma spár í senn. Sé smellt á kl. 18 á morgun sprettur fram spáin fyrir annað kvöld allt til miðnættis. Hér er á ferðinni enn ein nýjungin í fram- setningu á tölvuunnum veðurspám. Þetta eru fyrstu skrefin en búast má við þróun framsetningar af þessu tagi á næstu misserum. Slóð Vísis.is er www.visir.is -rt Magnús Örn Hafdal, Georg Pétursson og Rebekka og Kolfinna Níelsdætur með ágætan þorsk sem þau veiddu, vel klædd og halda sig í skjólinu af afla- skipinu Jóni Kjartanssyni. DV-mynd Þórarinn Mokveiði af bryggjunni stuttar fréttir Skiljanlegt |! Andstaða við kvótakerfiö er skiljanleg, segir Einar K. Guð- finnsson, þing- maður Sjálf- stæðis-fiokks- f ins. Hann seg- ir mikla and- stöðu við kerf- ið meðal kjós- enda stjómar- | flokkanna heldur ekki koma á óvart og : vitnar þar tO skoðanakannanar 1 sem Gallup hefur gert fyrir RÚV. Skjálftar viö Hestvatn Jarðkjálftar, sem mældust 2,6 ;• og 2 á Richter, urðu rétt fyrir j klukkan eitt í dag. Þótt skjálft- : amir væru litlir varð þeirra vart í Grímsnesi og Biskupstungum. Samkvæmt upplýsingum Veður- | stofu voru upptök þeirra norð- i vestan við Hestvatn en skjálfta- j virkni á svæðinu mun ekki vera | mikO. j í hópum aö Hágöngum Skipulagðar ferðir em famar j að hverasvæðinu við Hágöngur j um helgina. Það er síðasta tæki- i færið til að skoða svæöið þvi eft- f ir helgi hverfur það undir miðl- i unarlón. I Óviöunandi eignarhald HaUdór J. Kristjánsson, j bankastjóri Landsbankans, sagði á fundi í morg- un að í kom- I andi breyting- um á fjármála- markaðinum j væri eignar- hald sparisjóð- anna algerlega óviðunandi. j Hann sagði að það gengi ekki að sparisjóðimir gætu keppt um að kaupa fjármálafyrirtæki, en önn- ur fjármálafyrirtæki gætu ekki S keypt í þeim. Tæknival hækkaöi í Lokagengi bréfa Tæknivals í I fyrradag var 5, lokaverðið í gær j var 5,75 og hefur því gengið hækkað um 15% mUli daga. Kringlan á markað Áformað er að gera Eignar- j haldsfelagið Kringluna hf að j þingskráðu almenningshlutafé- j lagi á næsta ári. Félagið mun eiga 66% í Kringlunni eftir * breytingar og eigiö fe þess nema | 1-500 milljónum króna en heild- j areignir 3.600 miUjónum. Milljónaviöskipti | Viðskipti á Verðbréfaþingi í | gær námu alls 348 miUjónum j króna. 150 miUjóna króna við- skipti vom með bankavíxla og 1 viðskipti með spariskírteini I námu 96 mUljónum króna. Við- j skipti á hlutabréfamarkaði námu 40 milijónum króna. Minna framleitt j Boðuð skerðing Landsvirkjun- ar á afgangsorku tU stóriðju hef- ur mikil tímabundin áhrif á af- komu og framleiöslu Áburðar- verksmiöjunnar en hún mun j þrátt fyrir það framleiða og út- vega nægan áburð fyrir næstu vertið. j Fengu skírteinin aftur Héraðsdómur Reykjavíkur feUdi úr gUdi í gær tvær bráða- 3 birgða öku- leyfissvipting- ar og I sömuleiðis '{ ákvörðun lög- reglustjórans í i Reykjavík og sýslumanns- ins á Akur- I eyri, annarsvegar vegna j hraðaksturs og hins vegar fyrir meintan ölvunarakstur. Vafi i þykir leika á því að reglugerð | dómsmálaráðherra um bráða- j birgðasviptingar standist lög. j -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.