Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 19
DV LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 19 Wlönd Lífvörður Clintons Bandaríkjaforseta í klóm Kenneths Starrs: Mennirnir með sólgler- augun fram í sviðsljósið Kenneth Starr fékk sínu fram- gengt. Það tók sérlegan saksóknara í allrahanda hneykslismálum Hvíta hússins að vísu sex mánuði að fá dómsúrskurð um að hann mætti yf- ham Lincoln forseti. í fyrstu var henni aðeins ætlað að koma í veg fyrir peningafölsun. Lincoln var myrtur sama kvöld og sveitirnar voru stofnaðar og það þurfti tvö einhverrar óvissu gætir. Og stund- um er þeir í svo miklu návígi við forsetann að þeir væru hreinlega eins og „skyrtan á bakinu á honum“ ef þeir færu nær“, eins og einn fyrr- Maöurinn með sólgleraugun að baki Bill Clinton Bandaríkjaforseta er einn fjölmargra lífvarða sem fylgja honum hvert fótmál. Þeir verða að vera reiðubúnir að fórna eigin lífi til að vernda líf forsetans. irheyra lífverði Biils Clintons Bandaríkjaforseta um það sem þeir kynnu að hafa séð og heyrt sak- næmt á meðan þeir voru á vakt. William Rehnquist, forseti hæsta- réttar Bandaríkjanna, blés á aliar mótbárur lífvarðanna og kvað upp þann úrskurð á föstudag í síðustu viku að þeir yrðu að bera vitni fyr- ir ákærukviðdómi. Yfirheyrslurnar hófust í þessari viku fyrir luktum dyrum. Lögmenn lífvarðanna héldu þvi fram að öryggi forseta landsins í framtíðinni, sem og öryggi núver- andi forseta, væri stefnt í voða ef líf- verðirnir þyrftu að svara spurning- um um ferðir og samtöl við mann- anna sem þeim væri ætlað að vernda. Slíkt gæti eyðilagt traustið sem væri á milli þeirra. Rembist og rembist Starr rembist nú eins og rjúpan við staurinn að rannsaka hvort for- setinn hafi átt í ástarsambandi við Monicu Lewinsky, sem eitt sinn var lærlingur í Hvíta húsinu, hvort hann hafi logið til um það og jafn- vel hvatt aðra til að gera slíkt hið sama. Starr hefur þegar sankað að sér þúsundum blaðsíðna í málinu en hann þarf nauðsynlega á vitnis- burði lífvarðanna að halda til að fylla upp í þá brotakenndu mynd sem hann hefur af málavöxtum. Saksóknarinn segist hafa undir höndum „upplýsingar um að starfs- menn lífvarðar forsetans kunni að hafa að hafa séð vísbendingar um hugsanlega glæpi á meðan þeir voru að störfum í og við Hvíta húsið.“ Tímaritið Newsweek segir að Starr beini sjónum sínum aðallega að heimsókn Monicu Lewinsky í Hvíta húsið þann 28. desember 1997 og að hann voni að lífverðimir geti gefið þau svör sem hann vantar. Gegn peningafölsurum Lifvarðasveit Bandaríkjaforseta, eða Secret Service eins og hún hetir á amerísku, var stofnuð árið 1865. Aðalhvatamaðurinn að stofnun þessarár vösku sveitar var Abra- morð til, áður en þær fengu það hlutverk að gæta lífs og lima forset- ans. Það gerðist árið 1901. Liðsmenn forsetalífvarðarins eru rúmlega hálf fimmta þúsund og skiptast í tvo hópa. Annar er óein- kennisklæddur vemdar forsetann og varaforsetann og fjölskyldur þeirra, svo og ríkisstjórnina og er- lenda þjóðhöfðingja sem koma í heimsókn. Hinn hópurinn er í ein- kennisbúningi og hefur það hlut- verk að hafa eftirlit á göngum Hvita hússins og á lóð fosetabústaðarins, auk þess sem hann sér til þess að gestir hagi sér skikkanlega og kom- ist nú ekki með nein vopn og önnur hugsanleg morðtól inn fyrir dyrnar. Jafnvel á klósettið Lífverðir forsetans fylgja honum hvert fótmál, hann getur ekki einu sinni farið á klósettið í ókunnu húsi án þess að kannað sé fyrst hvort þar kunni að leynast einhverjar hættur. Það er því ekki undarlegt að lífverð- irnir hafi frá upphafi háft aðgang að leyndarmálum Hvíta hússins. Lífverðirnir gera sér mjög ljósa grein fyrir þörfmni á að standa vörð um einkalíf forsetans og íjölskyldu hans. Þeir eru hins vegar þjálfaðir í að vera enn meira vakandi fyrir því að tryggja öryggi þeirra. Lífvörðun- um er kennt að vera eins nálægt for- setanum og kostur er þegar hann er í hópi fólks, á bersvæði eða ein- hvers staðar annars staðar þar sem um lífvörður orðaði það í samtali við bandaríska dagblaðið Was- hington Post. Þegar forsetinn fer út á meðal fólksins era lífverðimir tilbúnir að grípa í beltiö hans og draga hann í burtu ef einhver ætlar að gera sig of heimakominn. Þegar raunverulegt hættuástand skapast eru þeir þjálfaðir í að kasta sér yfir forset- ann, svona eins og menn gera í am- erískum raðningi, og skýla honum, hvort sem það er fyrir byssukúlu eða einhverju öðru. Tortryggninni eytt Þegar Bill Clinton og liðsmenn hans tóku við valdataumunum í Washington í ársbyrjun 1993, voru þeir ekki allt of hrifnir af þessari uppáþrengjandi nærveru lífvarð- anna. Hillary forsetafrú treysti þeim hreinlega ekki og sagði einum aðstoðarmanna sinna að hún vildi fá fylgismenn forsetans í lífvarða- sveitina. Þegar dagblað skýrði svo frá því að hún hefði kastað lampa í eiginmanninn í einhverju rifrildinu kenndi hún mönnum úr lífverðin- um um að hafa lekið þeirri lygasögu í pressuna. Afstaða forsetans til lífvarðanna hafði hins vegar gjörbreyst við emb- ættistökuna 1997. Háttsettir yfir- menn lífvarðarins komu við á skrif- stofu forsetans dag nokkum, þess albúnir að þurfa að þrasa við hann um hvemig öryggi hans væri best tryggt þegar hann færi niður Penn- sylvaniubreiðstrætið í Washington. Þeim til mikillar furðu sagðist for- setinn ætla að fara í einu og öllu að þeirra ráðum um hvar hentaði best að hann færi út úr brynvarinni glæsikerrunni. „Þið hafið aldrei komið mér í vanda,“ sagði forsetinn við þá. „Ég skal gera það sem þið viljið." Spurningin er bara hvort sama hljóð verður í strokknum eftir vitnaleiðslumar. Byggt á Irish Times, AFP og Washington Post. # indesif Heimilistæki, sem aðstoða líka við fjármálin! lilboðsverð - sem er komið til að vera! ítölsk hönnun, ítölsk gæði. Ris1" Kæliskápur RG 1150 * Kælir 134 Itr. ' Orkunýtni C ? Mál hxbxd: 85x50x56 {j(r 26.900." stgrT) Kæliskápur RG2190 • Kælir 134 Itr. • Frystir 40 Itr. • Sjálfvirk afþýðing í kæli • Orkunýtni C • Mál hxbxd: 117x50x60 Kæliskápur RG 2250 ■ Kælir 184 Itr * Frystir 46 Itr • Sjálfvirk afþýðing í kæli * Orkunýtni C • Mál hxbxd: 139x55x59 I Kæliskápur RG 2290 • Kælir 211 Itr. • Frystir 63 Itr.imii • Sjálfvirk afþýöing I kæli » Orkunýtni C • Mál hxbxd: 164x55x60 Q(t. 37.900.-staQ Ctt». 39.900,-stgQ ■ m Kæliskápur CG 1275 • Kælir 172 Itr. • Frystir 56 ItrjaziB • Tvær grindur • Sjálfvirk afþýðing í kæli • Orkunýtni C Mál hxbxd: 150x55x60 Kæliskápur CG 1340 • Kælir 216 Itr.__ • Frystir 71 Itr.dU • Tvær grindur • Sjálfvirk afþýðing í kæli • Orkunýtni B Mál hxbxd: 165x60x60 ———----------v » Mai nxbxn: iðuxbaxbu «Mai nxoxd: íbbxbuxb C*1- s^oo.-suO C^59-900--^.!) o Vltta undir skáp Hl 160 • Tveir mólorar (385 m^/klst.) • Mál hxbxd: 15x60x48,5 Vegooln Fl M1WH * Undir og yfirhiti - Undir og yfirhiti með blæstri * Grill * Grill tvöfalt - Grill og blástur - Klukka Cttr. 5.900,- stgt. *) Helluborð P04WH • Venjulegt meö rolum - Tvær hraðsuöuhellur 18,0 cm 2,0 kW • Tvær hraðsuöuhellur 14,5cm 1,5 kW • Mál bxdxh: 58x50x3 cm Cítt 27.900.-«tgr.y % C<t. 15.900.-stgtO i) T % Q Þurrkari SCG600 • Með þéttibúnaði (þarf ekki barka) • Tekur 5,0 kg - Snvr tromlu í báðar áttir • Ryðfrl tromla Valhnappur fyrir venjulegt eða viðkvæmttau • Tvö þurrkkerfi • Aðvörunarljós fyrir . vatnslosun • Aðvörunarljós fyrir lósigtl • Rúmmál tromlu 106 Itr. • Stórt hurðarop40 cm • Hægt að breyta hurðaropnun • Mál: hxbxd: 85x60x60 cm Þvottavól WG 837 • Tekur 5,0 kg - Þvottakerfi 18 • Hitastillir stiglaus • Vinduhraði 800 - 500 sn/mín. • Sjálfvirk vatnsskömtun «Oryggislæsing • Belgur ryðfrír • Tromla ryðfri • Orkunotkun 1,1 kWh • Mál: hxbxd 85x60x60 r.m Ck». 56.900.-stgQ---O Ck». 43.900.-stgQ Uppþvottavél DG 5100 • Tekur 12 manna matarstell. • 6 kerti (65”). • Hljóðlát • Vatnsnotkun: 26 Itr. venjulegt kerli •Orkunotkun1,8kWh venjulegt kertl • Flæðiöryggi • Mál: hxbxd 65x60x60 cm CKf.46.900,-stgr. ------C3 Þurrkari SG 510 • Barki fylgir • Tekur 4,5 kg • Snýr tromlu I báðar áttir • Ryofrl tromla • Hnappur fyrir kaldan blástur • Tvö þurrkkerfi • Barki fylgir • Mál: hxbxd 85x60x54 cm O----------CKr.29.900.-stgQ Þú þarf ekki að bíða eftir næsta tilboði. Þú færð okkar lága INDESIT verð alla daga Lá g m úIa 8 533 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.