Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 41
TIV LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998
Óttvgsönn 49
Sonja Elídóttir opnar sýningu í Gall-
erí Stöðlakoti, Bókldöðustíg 6, i dag kl.
16. Sýnir hún rýmisverk, unnin í lím-
band og bökunarpappír. Sonja útskrif-
aðist frá skúlptúrdeild MHI 1994 og
leggur nú stund á framhaldsnám við
Det Fynske Kunstakademi í Óðinsvé-
um. Þetta er fýrsta einkasýning Sonju
en hún hefur tekið þátt í samsýning-
um. Sýningin er opin daglega kl. 14-18
og stendur til 9. ágúst.
Lifandi handverk
Sýningar
í dag kl. 14-17 verða handverkskon-
urnar Brynja Gestsdóttir og Rita
Freyja Bach að sýna vinnu sína í Gall-
erí Hönd í Borgamesi. Brynja prjónar
dúka og leiðbeinir þeim sem þess'óska.
Rita vinnur ull, spinnur, kembir og
þæfír ef veður leyfir. Þetta er í þriðja
sinn sem lifandi handverk er á laugar-
degi i Gallerí Hönd.
rranskir tíagar a raskruastiroi
Á Fáskrúðsfirði halda heimamenn
franska daga um helgina og er þetta
þriðja árið í röð sem slíkir dagar eru
haldnir og hefur áhugi heimamanna
fyrir menningartengslum við Frakk-
land eflst mjög á þessum tíma. Meðal
þess sem boðið er upp á er sýningin Á
slóð saltsins. Er hún í Templaranum
en í því húsi dönsuðu franskir duggu-
sjómenn forðum. Af öðru efni, sem í
boði er um helgina eru tónleikar
spænska gítarkvartettsins Mosaic frá
Barcelona sem nú er á ferð um landið.
Heldur kvartettinn tónleika í Fá-
skrúðsfjarðarkirkju á morgun kl. 16.
Samkomur
Götuleikhús Austurlands verður með
ljölmargar uppákomur um helgina,
meðal annars við komu fjörutíu
franskra hjólreiðamanna sem eru að
hjóla í kringum landið og koma til Fá-
skrúðsfjarðar í dag. Tveir dansleikir
verða þar sem hljómsveit Geirmundar
og Ringulreið spila fyrir dansi og
keppt verður í nokkrum óhefðbundn-
um íþróttagreinum eins og til dæmis
Tour de Fáskrúðsfjörður, sveskju-
steinaspýtingu og dorgveiði.
Gönguferðir á Þingvöllum
Um helgina bjóða staðarhaldari og
landverðir á Þingvöllum upp á göngu-
ferðir fyrir böm og fúllorðna. Dagskrá-
in hefst kl. 14 í dag með Lögbergs-
göngu þar sem gengið verður frá
hringsjá um hinn foma þingstað í
fylgd sr. Heimis Steinssonar og endað í
Þingvallakirkju. Kl. 15 verður gengið
rnn gjár og sprungur að Öxarárfossi. Á
sunnudag verður ganga fyrir böm kl.
11 og kl. 15 verður gengið frá Flosagjá
(Peningagjá) í Skógarkot og farið með
ljóð og sögur frá Þingvöllum.
Gönguferð í Skaftafelli
Skoðunarferð verður með landverði
i fyrramálið kl. 10 að Skaftafellssaur-
um. Gengin verður svokölluð Auraslóð
og rætt um plöntur, gróðurfar, dýralíf
og landmótun á leiðinni. Ferðin hefst
við þjónustumiðstöðina.
Utivera
Gönguferð um Viðey
Að venju er boðið upp á gönguferð
um Viðey á laugardögum. Farið verð-
ur í tveggja tíma gönguferð um Vestu-
reyna kl. 15.15. Gengið verður frá
kirkjunni, ffamhjá Klaustm-hól, um
Klifið, Eiðið og yfir á Vesturey. Þar er
margt að sjá, meðal annars verður lit-
ið á ból lundaveiðimanna á norður-
strönd eyjarinnar.
Hæglætisveður um allt land
í dag er spáð hægri austlægri eða
breytilegri átt á landinu og aldrei
þessu vant er veðrið nokkuð líkt á
miili landshluta. Skýjað verður að
Veðríð í dag
mestu suðaustanlands en úrkomu-
lítið, annars staðar skýjað með köfl-
um og að langmestu leyti þurrt. Alls
staðar á landinu ætti að sjást til sól-
ar einhvern tíma dagsins, mest á
Norðurlandi. Hitinn verður á bilinu
10-16 stig, hlýjast í innsveitum á
Austurlandi. Á höfuðborgarsvæðinu
gæti hitinn farið í fjórtán gráður um
miðjan daginn.
Sólarlag í Reykjavík: 22.55
Sólarupprás á morgun: 4.14
Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.25
Árdegisflóð á morgun: 8.10
Veðrið kl. 12 á hádegi í gær:
Akureyri
Akurnes
Bergstaðir
Bolungarvík
Egilsstaðir
Kirkjubœjarkl.
Keflavíkurflugvöllur
Raufarhöfn
Reykjavík
Stórhöfði
Bergen
Helsinki
Kaupmannahöfn
Osló
Stokkhólmur
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Dublin
Halifax
Frankfurt
Hamborg
Jan Mayen
London
Luxembourg
Mallorca
Montreal
New York
Nuuk
Orlando
París
Róm
Vín
Washington
Winnipeg
alskýjað 10
alskýjaö 10
alskýjað 7
rigning 5
11
rign. og súld 10
skýjað 10
skýjað 8
úrkoma í grennd 10
skýjaö 9
rigning 14
hálfskýjað 20
skýjað 19
alskýjað 16
15
heiðskírt 28
skýjað 20
mistur 29
skúr á síð.kls. 16
súld 19
skýjaó 24
skýjað 19
þoka i grennd 7
skýjað 20
skýjað 22
heiðskírt 31
léttskýjaó 16
hálfskýjað 24
þoka í grennd 5
heiöskírt 26
skýjað 24
heiðskírt 30
skýjaö 25
skýjað 23
heiðskírt 9
Hjörleifur Valsson og Harvard Öieroset leika tónlist í léttari kantinum i
Kaffileikhúsinu í kvöld.
Kaffileikhúsið:
Fluga
í kvöld efna fiðluleikarinn Hjör-
leifur Valsson og gítarleikarinn
ÍHavard Öieroset til tónleika í
Kafiileikhúsinu sem þeir kalla
Fluga. Á tónleikunum verður tón-
list í léttari kantinum, m.a. aust-
ur-evrópsk sígaunatónlist, austur-
lensk þjóðlagatónlist ásamt
þekktri popp-, rokk- og diskótón-
list. Efnisskráin spannar lög allt
frá Abba og Boney M. til Lenny
Kravitz og Van Morrison í nýstár-
legum útsetningum. Þá munu þeir
einnig leika frumsamið efni.
Skemmtanir
Undanfarin ár hefur Hjörleifur
stundað framhaldsnám erlendis,
m.a. i Ósló og Prag en siðastliðinn
‘ vetur bjó hann í Ósló þar sem
■ hann starfaði við fiðlukennslu og
kammertónlist. Havard Öieroset
lauk námi frá Tónlistarháskólan-
um í Osló og um þessar mundir er
Íhann að ljúka námi við The Liver-
pool Institute of Performing Arts.
Tónleikamir hefjast kl. 21.00.
Stuðmenn á Akureyri
Nú fer hljómleikaferð Stuð-
manna um landið senn að ljúka. í
kvöld eru Stuðmenn í Sjallanum
á Akureyri og svo er stefnan tek-
in á þjóðhátiö í Eyjum um næstu
helgi.
Sóldögg í Úthlíð
Hljómsveitin Sóldögg mun
skemmta á dansleik í Úthlíð í
Biskupstungum i kvöld og, eins
og Stuðmenn, taka þeir stefnuna
til Eyja um næstu helgi og leika á
þjóðhátíð.
Motocross
íslandsmótinu í Motocross verð-
ur framhaldið laugardaginn 25.
júlí 1998. Keppnin fer fram við
Sandskeið (ekiö 1 km upp Blá-
fjallaafleggjara) og hefst klukkan
14.00. Þetta er þriðja og síðasta
umferðin til íslandsmeistara og
ljóst er að barist verður allt til
enda. Meöal þátttakenda eru 5
fyrrverandi íslandsmeistarar og
sá núverandi. Allir eiga þeir
möguleika á titlinum.
Golf á Flúðum
Tvö opin mót verða haldin á golf-
vellinum á Flúðum um helgina. í
dag er það opna Búnaðarbanka-
mótið, sem er fjórleikur, og á morg-
un opna Flúðasveppamótið sem er
öldungamót fyrir 50 ára og eldri.
mmmmmmmmmmmsmmmmmmmmmmmmœmmm
Myndgátan
Lausn á gátu nr. 2161:
Fótafjöl
( MAN EKKl HVAÐ \
V f>errA EK J
Siguröur Flosason og félagar leika á
Jómfrúnni annaö kvöld.
Sigurður, Björn og Gunnar
Áttundu sumardjasstónleikamir
á Jómfrúnni verða á morgun og
hefjast þeir kl. 16. Að þessu sinni
leika hinir kunnu djassmenn, Sig-
urður Flosason, saxófónn, Björn
Thoroddsen, gítar og Gunnar
Hrafnsson, bassi. Tónleikarnir
verða á Jómfrúartorginu á milli
Lækjargötu, Pósthússtrætis og
Austurstrætis ef veður leyfir, en
annars inni á Jómfrúnni.
Trompet og orgel í Hallgrímskirkju
Á fjórðu tónleikum tónleikaraðer-
innar Sumarkvöld við orgelið 1998, í
Hallgrímskirkju á morgun er það
dúóið Lewark-Portugall sem kemur
fram en tónleikarnir hefjast kl.
20.30. Egbert Lewark trompetleikari
og Wolfgang Portugall organisti
hafa leikið saman síðan á námsár-
um sínum í byrjun 9. áratugarins. Á
efnisskrá þeirra era annars vegar
þrjú barokkverk og hins vegar tvö
verk sem eru nýrri af nálinni og þar
má sérstaklega vekja athygli á Okna
eða Gluggar eftir tékkneska tón-
skáldið Petr Eben.
Tónleikar
Cantica í Reykjahlíðarkiikju
Á Sumartónleikum á Norður-
landi um þessa helgi heldur
stúlknakórinn Cantica tvenna tón-
leika. Fyrri tónleikarnir eru í
Reykjahlíðarkirkju við Mývatn í
kvöld kl. 21og síðari tónleikarnir
verða á morgun í Akureyrarkirkju
kl. 17. Cantica var stofnaður af
stjórnanda hans, Klaus Lyngbye,
árið 1979 og hefur farið í margar
tónleikaferðir um lönd í Evrópu.
Sumartónleikar í Skálholtskirkju
Fernfr tónleikar eru fyrirhugaðir
á Sumartónleikum í Skálholts-
kirkju um þessa helgi. í dag kl. 14
leikur enski barokkfiðluleikarinn
Andrew Manze verk fyrir einleiks-
fiðlu. Manze er einn helsti barokk-
fiðluleikari heims og kemur nú
fram á Islandi í fyrsta sinn. Kl. 17
verða flutt trúarleg einsöngs- og
orgelverk. Á morgun kl. 15 er end-
urtekning á tónleikum Manze og kl.
17 verða tónleikar áður en messa
fer fram kl. 17.
Eistnesk þjóðlög
Tónleikar verða á Sóloni Is-
landusi annað kvöld þar sem flutt
verða sænsk og eistnesk þjóðlög frá
tímum miðalda. Tónlistin er áhuga-
verð fyrir íslendinga því hugsan-
lega hafa íslensk þjóðlög hljómað á
líkan hátt. Flytjendur eru Sofia
Joons, sem leikur á fiðlu, boga-
hörpu og syngur og Ríina Roose,
sem leikur á langspil og syngur.
Gengið
Almennt gengi Ll 24. 07. 1998 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tallqenfli
Dollar 71,100 71,460 72,170
Pund 117,460 118,060 120,320
Kan. dollar 47,510 47,810 49,120
Dönsk kr. 10,4560 10,5120 10,4610
Norsk kr 9,4000 9,4520 9,3900
Sænsk kr. 8,9710 9,0210 9,0420
Fi. mark 13,1020 13,1800 13,1120
Fra. franki 11,8800 11,9480 11,8860
Belg.franki 1,9312 1,9428 1,9325
Sviss. franki 47,3200 47,5800 47,3300
Holl. gyllini 35,3300 35,5300 35,3600
Þýskt mark 39,8500 40,0500 39,8500
ít. líra 0,040280 0,04053 0,040460
Aust. sch. 5,6600 5,6960 5,6660
Port. escudo 0,3892 0,3916 0,3894
Spá. peseti 0,4690 0,4720 0,4694
Jap. yen 0,505200 0,50820 0,508000
írskt pund 100,090 100,710 100,310
SDR' 94,850000 95,42000 95,910000
ECU 78,6300 79,1100 78,9700
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270