Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 JLlV kamál Ný kenning um morð fegurðardrottningar Um árabil hefur þaö tíðkast 1 Bandaríkjunum að stúlkuböm séu látin taka þátt í fegurðarsamkeppn- um. Þeir sem að þeim standa og senda telpumar í þær telja þeim enga hættu búna en aðrir segja að keppni af þessu tagi geti haft mjög truflandi áhrif á viðkvæmar sálir og því geti þátttakendumir mótað af- stöðu sem verði þeim fótakefli síðar á ævinni. „Sekur" Markowitz segir að á upptökunni komi fram að í hvert sinn sem nafn sonarins, Burkes, hafi verið nefnt hafi komið fram mikil streita eða álag i rödd foreldranna en það séu merki þess að þau séu að segja ósatt. Kenning sérfræðingsins er að öðru leyti þannig að hann segir að JonBenet og Burke. Þeim sem gagnrýnina hafa haft í frammi þótti sem þeir hefðu gott dæmi um hve illa gæti í raun farið þegar JonBenet Ramsey, telpa í Boulder í Colorado-ríki, fannst myrt. Hún hafði tekið þátt í fegurðar- samkeppnum og vakið athygli, jafnvel þótt hafa til að bera kyn- þokka þótt ung væri. Morðið vakti mikla at- hygli og hefur verið til umfjöll- unar af og til í helstu fjölmiðl- um vestra og ekki er langt sið- an það var til umræðu í sér- stökum viðtals- þætti í CNN- sjónvarpsstöð- inni. Þrjú grunuð JonBenet var græneygð og marg- ir sem sáu hana á sviði eða i sjón- varpi höfðu á orði að hún hefði á sér yfirbragð engils. Og ekki verður um það deilt að þrátt fyrir það útlit sem henni var gefið sem keppanda í fegðurðarsamkeppni hafði hún til að bera visst sakleysi, enda aðeins sex ára gömul. Eftir að hún fannst myrt var því stundum talað um „fegurðardrottninguna sem varð engill“. Tveim árum eftir morðið liggja foreldrar hennar, John Ramsey, funmtíu og þriggja ára, og móðirin, Patsy Ramsey, fertug, enn undir grun. En nú hefúr þriðji aðilinn bæst í þann hóp. Það gerðist eftir rannsókn Martins Markowitz, sér- fræðings í að greina lygar frá sann- leika, en hann er í hópi þeirra sem láta fólk ganga undir lygamælis- próf. Kenning Markowitz, sem starfar í Chicago, er á þá leið að stóri bróðir JonBenet, Burke, sem er ellefu ára, hafi myrt systur sína. Sérfræðingur- inn hefur varið þrjátíu og fimm klukkustundum í að rannsaka upp- töku af viðtali við foreldrana, John og Patsy, í sjónvarpi og hann segist ekki í neinum vafa um niðurstöð- una. Burke hafi verið orðinn afbrýðisam- ur út í systur sína vegna frægðar hennar en hún var dáð af mörgum. Markowitz telur að Burke og Jon- Benet hafi verið „í læknisleik" í kjallara hússins sem fjölskyldan átti í Boulder. Er hún hafi viljað hætta leiknum hafi hann slegið hana í höfúðið, líklega með golfkylfu. Þegar foreldrarn- ir hafi uppgötvað að JonBenet var dáin hafi þau tek- ið ákvörðun um að leyna því hver var að verki og villa um fyrir lög- reglunni svo ekki kæmist upp um Burke. Límband hafi verið sett yfir munn líksins og það síðan bor- ið inn í herbergi það í kjallaranum þar sem það fannst 2. júli 1996. Tilgangurinn hafi verið að láta líta út fyrir að kynferðisafbrotamaður hefði lagt leið sína í húsið. Athyglisverð vísbending Burke var ekki kominn á þann aldur er JonBenet var myrt að hægt hefði verið að draga hann til ábyrgðar fyrir rétti. Því hefur þeirr- ar spumingar verið spurt hvers vegna foreldrar hans ættu að hafa brugðist við með þeim hætti sem Markówitz sakar þá um að hafa gert. Svarið er að foreldramir hafi viljað hindra að Burke þyrfti að búa viö það alla ævi að vera sagður hafa ráðið systur sína af dögum. Að auki hafi honum verið hlíft við mikilli umfjöllun í fjölmiðlum því málið vakti mikla athygli vestan hafs eins og áður segir. Ýmsar vísbendingar þykja renna stoðum undir kenningu Markowitz. Af þeim þykir ein sérstaklega at- hyglisverð. Engin ummerki hafi fundist um innbrot í hús Ramsey- fjölskyldunnar. Því sé ærin ástæða til þess að líta svo á að einhver íbúa hússins hafi framið morðið. Fleiri vísbendingar Faðir JonBenet, John, hefur af of- angreindri ástæðu legið undir gran frá upphafi. Hann var hins vegar kvæntur áður og á uppkomin börn Burke með heimilisköttinn. JonBenet. Og hvað veigamestu rökin sem sett hafa verið fram vegna bréfsins eru þau að það sé í raun gersamlega merkingarlaust. Þegar lögreglan hafi fundið líkið í kjallara hússins hafi orðið ljóst að ekki hafi verið um mannrán að ræða. JonBenet hafi cills ekki verið rænt. Ekkert hafi komið fram sem bendi til þess. Þá megi spyrja hvem- ig það gæti hafa komið til að ein- hverjir ókunnugir, sem vissu ekkert um að JonBenet væri dáin, gætu hafa sest niður og ákveðið að gera aðstandendum og lögreglu grikk með því að þykjast hafa rænt henni og leggja bréf um það við dyr hússins? Það gætu þeir ein- ir hafa gert sem vissu að hún var horfin eða dáin og þá í þeim tilgangi að villa um fyrir lögreglu. Og hverjir hafi vitað um það? Ekki allir sammála Kenning Markowitz hefur verið gagnrýnd, meðal annars af þeirri ástæðu að Burke, sem er frekar grannvaxinn drengur, hafi ekki get- að haft krafta til að slá systur sína svo fast að 20 sm löng sprunga hafi komið í höfuðkúpuna. Fyrrverandi nágrcmnar Ramsey- hjóna hafa þó aðra sögu að segja. Þeir segjast hafa orðið vitni að því er Burke sló systur sina í höfuðið með golfkylfu fyrir börn, leikfangi. Þá fékk hún svo slæmt sár að hún hafi var send í aðgerð hjá lýtalækni. Rannsóknarlögreglan í Boulder hefur margoft verið krafin sagna um gang rannsóknarinnar en aldrei komið fram með neitt það sem talist getur gefa sterka vísbendingu um hver sé hinn seki. Saksóknarinn þar hefur málið enn til meðferðar en talið er að hann muni taka sér nokkra mánuði til viðbótar til að ákVeða hvort gögn í málinu leyfi að einhver verði sóttur til saka. í öðrum landshluta Ramsey-fjölskyldan er flutt frá Boulder í Colorado-ríki og sest að í Atlanta í Georgíu. Þar hafa hjónin og sonur þeirra reynt að hefja eðli- legt líf eftir langvarandi rannsókn- ir, yfirheyrslur og spumingar fjöl- miðlafólks. John er tölvunarfræð- ingur og vinnur við forritun en Patsy hefur snúið sér að góðgerðar- starfsemi. Hefur hún meðal annars látið til sín taka ýmis mál skólans sem Burke gengur í. Kenning Markowitz hefur vakið athygli. Margir telja hann hafa leyst gátuna, þótt viðurkennt sé að sann- anir skorti, enda era lygamælispróf- anir ekki taldar réttargögn því ljóst er að sumt fólk getur logið án þess að það komi fram á riti. En ljóst er að sú ásökun sem fylgir nýju kenn- ingunni léttir ekki líf Ramseys-fjöl- skyldunnar. frá því hjónabandi. Þau hafa borið að faðir þeirra hafi aldrei lagt hendur á þau og ætíð sýnt þeim kærleika og hlýju. Að þeirra mati kemur því ekki til greina að hann hafi gerst sekur um þann glæp sem sumir hafa viljað bera á hann. Þá hafa rannsóknaraðilar bent á að hæpið sé að Patsy, móðir Jon- Benet, hefði fyrirgefið manni sínum hefði hann myrt dóttur hennar. Fyrr eða síðar hefði hún flett ofan af honum en hún hafi í allri þeirri um- ræðu sem fram hefur farið ekki sagt neitt sem gefi til kynna að hann sé hinn seki. Aftur sé miklu líklegra að móðirin sé að hylma yfir með syni sínum. Enn eitt þykir benda til þess að kenning Markowitz eigi við rök að styðjast. Sonurinn Burke var þekkt- ur fyrir skapofsa. Því geti verið að hann hafi í afbrýðisemi og reiði ráð- ist á systur sína. Bráfið Eitt af þvi sem komið hef- ur mikið við sögu þessa máls er bréf sem foreldrar JonBenet lögðu fram þegar þau tilkynntu hvarf hennar en það var vegna meints mann- ráns sem þau höfðu samband við lögregluna í Boulder. Því til staðfesting- ar lögðu hjónin fram bréf sem þau sögðu hafa borist frá mannræningj- unum. Rit- handarsérfræð- ingar hafa margskoðað það en án þess að komast að ákveðinni niðurstöðu. Þeir segja að vel geti verið að Patsy Ramsey hafi skrifað það en það geti einnig hafa verið skrifað af ein- hverjum öðrum. til þeir hafi fengið það fé sem þeir fari fram á. Einnig segir að hafi Ramseys-hjón samband við lögregl- una verði JonBenet myrt þegar í stað. Er rannsóknarmenn fóru að íhuga efni bréfsins þótti þeim sem hegðun Ramsey-hjóna væri ekki beinlínis trúverðug. Því skyldu þau ekki hafa tekið mark á hótunum mannræningjanna? Að minnsta kost á þann hátt að biðja rannsókn- arlögreglumennina um að leggja ekki bílum sínum fyrir framan hús- ið heldur koma að málinu með allri þeirri leynd sem kostur væri á? Annað sem styrkir gruninn Þegar Ramsey-hjón gerðu lögregl- unni aðvart sögðu þau að um mann- rán væri að ræða, ekki morð, og komu ekki með neina beiðni um að John, Burke og Patsy. hún færi leynt. Þetta hef- ur síðar verið skýrt af þeim sem telja hjónin með óhreint mjöl í pokahorninu á þann hátt að þau hafi alls ekki óttast að mann- ræningjarnir myndu gera alvöru úr þeirri hótun sinni að myrða Jon- Benet yrði lögreglan kölluð til því bréfið hafi veriö falsað. Ekki hafi verið um neina mannræningja að ræða og því ekkert að óttast úr þeirri átt. Patsy. Ramsey-hjón sögðust hafa fundið bréfið á tröppum hússins og í því stendur greinilega að mannræningj- amir muni fylgjast með húsinu þar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.