Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Síða 24
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 JjV 24 >IBelgarviðtalið „Paö er ekkert aö berjast á móti sjónum, ég þekki hann. Sjórinn er ekki duttlungafullur. En aö berjast á móti einhverju í landi, verkalýösfélagi eöa yfirvöldum, þaö er svo lúmskt aö þaö gerir maöur ekki. E Hafsteinn Jóhannsson hefur siglt skútu sinni kringum hnöttinn án þess að koma nokkurs staðar við. Nú „Þegar menn sjá hafmeyjar eru þeir þreyttir, fullir eða að verða brjálaóir. Það er kannski byrjun brjálœðisins að í einsemdinni byrjar maður að tala við sjálfan sig - heldur kannski ekki uppi samrœðum en segir hluti sem annars eru hugsaðir. Maður missir ekki málið. “ egar ég sit andspænis Hafsteini um borð í Eldingunni, sem hann hefur löngum verið kenndur við, sé ég víðáttuna í aug- um hans og frelsið. Hann hefur látið verða af því sem flestir leyfa sér aðeins að láta sig dreyma um. Hann smíðaði sér skútu og sigldi kringum hnöttinn og nú er hann nýkominn frá Noregi á litlum hraðbát. Ég hef reynt að ímynda mér hvemig það er að vera i fimm metra löngum bát í ölduróti; sjá hvergi til lands; sjá aðeins himin og haf. í huganum verð ég óendanlega smár frammi fyrir þessum ötlum sem maður leiðir ekki hugann að nema þegar maður hittir mann eins og Hafstein. Hafsteinn er fæddur árið 1935 á Akranesi og alinn þar upp. Hann er með tvö algengustu gen þeirra Skagamanna: Knattspymugenið ræktar hann með félögum sínum í Noregi og sjómannsgenið hefur verið ríkt í honum þrátt fyrir að hafa lítið verið til sjós í veiðiskyni. Nú býr hann í Harðangursfirði í Noregi og vinnur i álveri þar. Hafsteinn er ekki fjölskyldumaður. „Nei. Fjölskyldumaður getur ekki gert svona. Því að eiga fjölskyldu fylgir ábyrgð og þá gerir maður ekki svona. Það er kannski þess vegna sem það eru fáir sem hafa gert eins og ég.“ Óþekkur á yngri árum „Sem stráklingur var ég á síldarbátum og togurum en það varð ekkert úr sjómennsk- unni hjá mér því ég var svo sjóveikur." Hann hefur löngum verið kenndur við að- stoðarskipið Eldinguna. Hann er þekktur fyr- ir að kafa niður að skrúfum skipa og leysa net úr þeim. „Ég er þekktur fyrir margt en mest fyrir óþekktarskap á yngri árum. Síðar sem kafari við bjarganir." Er hann þá uppreisnarmaður? „Nei, nei. Ég er ægilega þægur og góður og segi já við öllu. Annars værir þú ekki héma,“ segir Hafsteinn hlæjandi. „Það var mikill gal- skapur í mér þegar ég var ungur. Það sem hin- ir gerðu fullir gerði ég edrú. Það var litið ill- um augum. Þá var ég bara stráklingur og ég brosi að þessu þegar ég sé hvað menn á sama aldri gera í dag. Þetta vora bara strákapör. Það var aðallega á gamlárskvöld, þegar menn héldu upp á nýárið. Þá sprangu rúður og annað. Það voru ekki gerðar neinar til- raunir með þær sprengjur sem maður hafði. Það var bara látið vaða. Þær vora sterkari en reiknað var með. Það fóru því nokkrir tímar eftir hvert gamlárskvöld í að setja í rúður þar sem ég hafði brotið þær. Þetta var samt ósköp saklaust." Víkingablóð Þegar fólk skreppur milli Noregs Og Islands þá ferðast það yfirleitt með flugvélum eða Norrænu. Fáir láta sér detta í hug að skjótast þetta á hraðbáti. En Hafsteinn telst kannski ekki alveg venjulegur ferðalangur. En ekkert fæðist af engu. „Ég sigli mikið með unglinga. Það er mjög sjaldan sem ég er með fullorðna því að þeir hafa aldrei tíma. Tveir unglinganna vildu eiga hraðbát og þeir vissu að bróðir minn átti þannig bát á íslandi. Það varð til þess að ég fór með bátinn til Noregs. Síðan smíðuðum við tvo báta eftir honum. Einn strákanna ætlaði að koma með til ís- lands á sínum bát. Við ætluðum að sigla sam- an. En hann guggnaði. Hann er stór og sterk- ur og stór í kjaftinum en þegar kom að brott- farardegi þá guggnaði hann. Ég fór því einn. Ég sagði nú við hann að hefði hann haft meira víkingablóð en brennivín í æðunum og hefði haft gott hjarta en ekki hænuhjarta þá hefði þetta ekki verið neitt mál fyrir hann. Ég talaði við hann eftir að ég fór og hann sér eft- ir því að hafa ekki farið með. Hann var bara ragur." Kaldur í fimmtán tíma Hafsteinn lagði af stað frá Husnes í Harð- angursfirði 26. júní og sigldi til Leirvíkur á Hjaitlandseyjum. Leiðin er 206 sjómílur og var hann 15 tíma á leiðinni. Á Hjaltlandseyjum beið hann í þrettán daga eftir því að fá hag- stætt veður. 10. júlí hélt hann áfram för sinni og sigldi til Færeyja. „Frá Noregi og til Færeyja var ágætis- „Þetta er frjálst líf. Pegar komiö er á sjóinn eru engar áhyggjur. Þá er maöur fjarri yfirvöldum og presti. Allir sem eru lausir viö yfirvöld eru frjálsir." h... ■: J . Sjórinn er ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.