Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 42
50 fyndbönd LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 JL>"V MYNDBAtlDA ANDY GAIICIA j Dauði í Granada: ★★ AMY%A AT'l ÍMÍÍDII CRANAOÁ HAI MOIt Al I i UJWAItD |AMti OIHOI Hver myrti Lorca? Við upphaf spænsku borgarastyrjaldarinnar _____________________ kynnist táningurinn Ricardo átrúnaðargoði sínu, Lorca, sem stuttu síðar er tekinn af lífi. Ricardo flýr síðan Spán ásamt fjölskyldu sinni en hverfur til baka tæpum tuttugu árum síðar til að leita uppi morðingja skáldsins. Verða valdamenn í Granada lítt hrifnir og ekki líð- ur á löngu þar til Ricardo á fótum sínum fjör að launa. Það er um margt erfitt að átta sig á hvað framleiðendur og leikstjóri þess- arar myndar hafi ætlað sér með gerð hennar. Myndin er spænsk-portóríkósk, en með ensku tali. Við gerð hennar hafa menn haft listrænan metnað (og ber að hrósa því að myndbandið skuli vera i breiðmynd) en hún er byggð á einfóldum lögmálum hefðbundinna spennumynda. Hvort sem það er þess vegna eða af öðrum ástæðum verður myndin uppskrúfuð og eink- ar tilgerðarleg. Leikstjóranum, Zuringa, tekst engan veginn að gæða fjöl- margar persónur myndarinnar lifi og fer því ágætur leikarahópur myndar- innar fyrir lítið (t.d. Andy Garcia sem er kjörinn í hlutverk nafna síns). Það er þó lofsvert að vekja athygli á hinum magnaða Lorca, þótt mig gruni að mynd byggð á dramatík hans eigin lífs hefði orðið öllu betri á að horfa. Útgefandi er Háskólabíó. Leikstjóri: Marcos Zuringa. Aðalhlutverk: Andy Garcia, Esai Morales og Edward James Olmos. Spænsk/portóríkósk, 1996. Lengd: 109 mín. Bönnuð innan 16 ára. -B ÆN A Brothers s Kiss: ★★★ Að gæta bróður síns Lex og Mick eru bræður sem alast upp hjá móður sinni. Hún er alkóhólisti og faðir þeirra er stunginn af. Þeir eru mjög nánir og Lex, sá eldri, verndar Mick og leiðbeinir honum við erfiðar aðstæður. Mick gerist lögga en Lex reynir fyrir sér í körfubolta. Þegar draumar hans á því sviði rætast ekki og hann þarf að sjá fyrir konu og barni tapar hann áttum. Hlutverkin fara þá að snúast við og Mick reynir hvað hann getur til að hjálpa Lex sem sekkur dýpra og dýpra í eit- urlyfjafikn þar til að því kemur að Mick getur ekkert gert lengur til að hjálpa honum. Þetta er grimm og óvægin lýsing á sorglegu ferli þar sem góð sál eyðileggur sjálfa sig. í lokin er leyst úr málum á fremur ódýran hátt en annars er myndin mjög trúverðug og átakanleg og ætti að geta hreyft við flestum. Michael Raynor er firnagóður i hlutverki Lex og merkilegt að sjá hvað svona þrekinn og hraustur maður getur orðið aumkunarverður. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Seth Zvi Rosenfeld. Aðalhlutverk: Nick Chinlund og Michael Raynor. Bandarisk, 1997. Lengd: 91 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Seven Years in Tibet^j *** Andlegt ferðalag 1939 halda austurrísku fiallgöngugarparnir Heinrich Harrer og Peter Aufschnaiter til Himalajafjalla til að klífa erfiðan tind. Þar eru þeir síðan handteknir af Bretum í kjölfar þess að heimsstyrjöld skellur á. Eftir veru í ind- verskum striðsfangabúðum tekst þeim að flýja og komast loksins til borgarinnar Lhasa í Tí- bet sem fáir vestrænir menn höfðu séð á þeim tíma. Þar hefst ferðalag hins sjálfselska og hrokafúlla Harrers fýrir alvöru, andlegt ferða- lag. Hann vingast við Dalai Lama og verður fyrir miklum áhrifum af hon- um og íbúum landsins. En á meðan Harrer öðlast frið og visku er paradís- inni ógnað af kommúnistastjóminni í Kína. Myndin er byggð á sjálfsævi- sögu Heinrichs Harrers og er merkilega látlaus miðað við sögulegan bak- grunn hennar. Sagan er áhugaverð en ekki mjög grípandi. Hins vegar era leikararnir ágætir og myndatakan góð þar sem stórbrotið landslagið leik- ur aðalhlutverk. Þetta er vel gerð mynd og þægileg á að horfa en ekkert sérstaklega eftirminnileg. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Jean-Jacques Anand. Aðalhlut- verk: Brad Pitt og David Thewlis. Bandarísk, 1997. Lengd: 129 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Face: @ ** Breskir glæponar Óhætt er að segja að leikstjóri Face, Anton- ia Bird, sýni með myndinni á sér nýtt andlit eftir hina ágætu mynd Priest - og það í tvenns konar skilningi. í fyrsta lagi eru gæði þessarar myndar öllu lakari en þó er áhrifameiri færsl- an frá bresku drama yfir í Tarantino-hasar. Face er reyndar að mörgu leyti svo mikil stæl- ing á Reservoir Dogs að það kann að fara í taugamar á sumum áhorfendum. Gengi ólíkra glæpona í svörtum klæðnaði ætlar sér að fremja hið fullkomna rán en mistekst að sjálfsögðu á endanum. Þegar siðan kemur i ljós að einn meðlimur gengisins er svikari reynir á traust þeirra hver til annars. Face gerir að vísu tilraun til að skapa þessari hefðbundnu uppbyggingu samfélagslega vídd, að hætti Breta. Dregnir eru inn í atburða- rásina aðrir fjölskyldumeðlimir og reynt að útskýra glæpahneigð aðalper- sónanna á félagslegum forsendum. Þetta tekst þó hálfilla og verður myndin hvorki alvöruhasár né áhrifaríkt drama. Face er þó fjarri því að vera alslæm og má hafa töluvert gaman af persónugalleríi myndarinnar, þótt ágætum leikurum takist ekki að lyfta henni upp úr meðalmennskunni. Útgefandi er Sam-myndbönd. Leikstjóri: Antonia Bird. Aðalhlutverk: Robert Carlyle. Bresk, 1997. Lengd: 101 mín. Bönnuð innan 16 ára. -BÆN Gus Van Sant: Ljóðrænn og drungalegur Gus Van Sant fæddist þann 24. júlí 1952 og varð því 46 ára gamall í gær. Fæöingarbær hans er Louis- ville í Kentucky en hann gerði síð- ar Portland í Oregon að heimabæ sínum og hefur notað Portland sem sögusviö sumra mynda sinna. Eftir nám í hönnunarskóla Rhode Island fór hann að vinna við að framleiða auglýsingar. Hann gerðist síðan að- stoðarmaður B-myndakóngsins Rogers Cormans og er einn ófárra leikstjóra sem stigu sín fyrstu spor undir leiðsögn hans. Gus Van Sant leikstýrði fyrstu mynd sinni árið 1985. Hún heitir Mala Noche og' byggist á sam- nefndri sjálfsævisögulegri skáld- sögu eftir Walt Curtis. Þar segir frá Walt sem er ástfanginn af ólögleg- um innflytjanda frá Mexíkó en finn- ur litla hamingju í þeirri ást þar sem hún er óendurgoldin og inn- flytjandinn kann enga ensku. Myndin, sem kostaði aðeins 25.000 dollara í framleiðslu, fékk verðlaun gagnrýnendasamtaka Los Angeles í flokki óháðra/tilrauna-mynda. Þrátt fyrir verðlaunin reyndist erfitt að fá henni dreift og það liðu því fjögur ár þar til hann gerði sína næstu mynd, Drugstore Cowboy, um hóp eiturlyfjafíkla á sjöunda áratugnum sem lifa á því að brjót- ast inn í apótek. Matt Dillon lék að- alhlutverkið og myndin náði mun stærri áhorfendahóp en Mala Noche. Gagnrýnendur voru lang- flestir yfir sig hrifnir og Gus Van Sant var kominn á kortið. 1991 kom síðan frá honum myndin My Own Private Idaho sem fékk, eins og fyrri myndir hans, lof fyrir ljóð- ræna framsetningu, góðan leik og framlag til málefna samkyn- hneigðra. River Phoenix lék aðal- hlutverkið, svefnsjúkan ógæfu- mann sem lifir á því að selja sig. Yfir í hefðbundna kvikmyndagerð Samkynhneigð var umfjöllunar- efni í öllum þessum myndum þótt það væri undir yfirborðinu í Drug- Nicole Kidman og Matt Dillon í To Die for. Klassísk myndbönd Die Biechtrommel: ★r ★ ★" A Trymbillinn óstöðvandi Þetta magnaða verk Volkers Schlöndorffs komst nýverið í sviðs- ljósið að nýju. Ástæður þess voru þó heldur furðulegar og jafnvel óhugn- anlegar. Fulltrúar yflrvalda Okla- hómafylkis í Bandaríkjunum gáfu út yfirlýsingu um að myndin inni- héldi bamaklám og var henni fylgt eftir af fullri hörku. Þessi mynd, sem bæði fékk óskarinn fyrir bestu erlendu mynd og gullpálmann (ásamt Apocalypse Now) árið 1979, var ekki einungis fjarlægö úr hill- um myndbandaleiga heldur réðust lögreglumenn inn á heimili fólks er höfðu yfir eintaki að ráða. Má segja að slík áreitni sé ekki síður hættu- leg heilbrigðri samfélagsgerð en raunverulegt barnaklám sem mikið hefur verið um fjallað í fjölmiðlum að undanfómu. Aðalpersóna kvikmyndarinnar er hinn ungi trymbill, Oskar, sem ákveður á þriggja ára afmæli sína að vaxa ekki frekar. Skapar trommuleikur hans öðrum fjöl- skyldumeðlimum nokkurn vanda en erfitt reynist að taka af honum trommuna þar sem hann býr yfir þeirri guðsgjöf að geta brotið gler með háværu öskri sínu einu saman. David Bennent, sem er sonur Heinz Bennent (Tár úr steini), fer með hlutverk Oskars af stakri snilld og má gera ráð fyrir að hiö áhrifa- mikla andlitsfall hans verði órjúfan- legur hluti kvikmyndasögunnar um ókomna framtíð. Þá kemur fjöldi £mnarra litríkra persóna við sögu sem skapa myndinni óhefðbundnari sýn á nasistatímann en við eigum að venjast. Myndinni tekst á einkar áhrifaríkan máta að taka hið vand- meðfarna umfjöllunarefni spaugi- legum tökum án þess að misnota það nokkru sinni. Flestar myndir Schlöndorfis eru aðlaganir á þekktum bókmennta- verkum og er svo einnig um Die Blechtrommel sem gerð er eftir skáldsögu G.nters Grass. Kvik- myndin var vinsælasta mynd þýsku nýbylgjunnar (u.þ.b. 1966-82) en Schlöndorff þykir jafnan aðgengi- legri en aðrir helstu leikstjórar tímabilsins (s.s. Fassbinder, Herzog og Wenders). Myndin er því kjörin fyrir áhorfendur sem vilja kynna sér inntak nýbylgjunnar (eða evr- ópska kvikmyndagerð almennt), án þess að hverfa um of frá formi hefð- bundinna kvikmynda. Fæst i Vídeóhöllinni. Leikstjóri: Volker Schlöndorff. Aðalhlutverk: David Bennent, Angela Winkler, Mario Adorf, Katharina Thalbach og Daniel Olbrychski. Vestur- þýsk/frönsk, 1979. Lengd: 142 mín. Björn Æ. Norðfjörð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.