Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998
15
íslensk stjórnmál minna á
bruggkút. Undir kyrrlátu yfir-
borði bullar og sýður. í dag veit
enginn hvernig miði verður rennt
á flöskurnar þegar kjósendur
ganga frá kjörborði næsta vor.
Verður sameiginlegt framboð
til vinstri að veruleika? Heldur
Sverrir flugi til kosninga? Nær
Steingrímur fótfestu utan heima-
slóðanna við Þistilfjörð? Hvaða
áhrif hafa ný framboð á stjómar-
flokkana?
Sjálfstæðisflokkurinn
sterkur
Sjálfstæðisflokkurinn siglir
góðan byr. Um langt skeið hafa all-
ar kannanir mælt hann ofar kjör-
fylgi síðustu þingkosninga. Sveit-
arstjórnarkosningar í vor endur-
spegluðu þetta því hvarvetna utan
Reykjavíkur jók hann fylgið.
í könnunr DV fyrir viku kom
fram að stuðningur við Sverri
Hermannsson sytrar að stóram
hluta úr röðum þeirra, sem áður
höfðu fylgt Sjálfstæöisflokknum
að málum. Þrátt fyrir það naut
flokkurinn meira fylgis en í síð-
ustu þingkosningum og það hefði
dugað til að fjölga þingmönnum
hans um tvo.
Flokkurinn nýtur góðærisins.
Davíð Oddssyni hefur tekist
meistaralega að haga málum
þannig að hann er hinn ótviræði
leiðtogi stjórnarinnar, og stendur
einn í glampa góðærisins. Halldór
Ásgrímsson verkar hálfvegis
utangátta og það er engu líkara en
Framsókn sé tekin út fyrir sviga
þegar þjóðarvitundin þakkar
búsældina.
Árásir Sverris Hermannssonar
gætu þó veikt Sjálfstæðisflokkinn.
Framboð Sverris mun líklega
leiða til þess að gjafakvótakerfíð
verður brennipunktur kosning-
anna. Ríflega helmingur flokksins
er á móti gjafakvótakerfinu. Því
harðari sem atgangurinn verður
um kvótann, þeim mun meiri
hætta er fyrir Sjáifstæðisflokkinn
að tapa atkvæðum til Sverris eða
sameinaðra vinstri mánna sem
munu berjast gegn gjafakvótanum
af mikilli hörku.
Þessari tangarsókn mun Sjálf-
stæðisflokkurinn líklega verjast
með því að gera einhverjar breyt-
ingar á stefnu sinni í fiskveiði-
málum á landsfundi í haust.
Þannig er ekki ólíklegt að enn á
ný verði lofað að selja aflahlut-
deild úr norsk-íslenska stofnin-
um auk loforða um aðrar
breytingar. Hvort það dugar er
önnur saga.
Því er ekki hægt að útiloka að á
síðustu skrefum kosningabaráttu
muni Sjáifstæðisflokkurinn lenda
í vörn og tapa einhverju af því
fylgi sem mælist i könnunum
núna. I dag era þó mun meiri lík-
ur á því að hann nái mjög góðum
árangri í kosningunum næsta vor.
Hverju nær Sverrir?
Margir afskrifa Sverri fyrirfram
og benda á að ólíkt öðrum
sprengiframboðum hafi hann ekki
fengið nema níu prósent í fyrstu
könnun. Það er rangt. Sverri blæs
byr úr fleiri áttum en flestir skilja.
Hann hjarði af niðurlæginguna
í Landsbankanum og reif kjaft.
Harkan dugði til að sannfæra
þjóðina um að rangindin í málinu
hafi ekki verið laxveiðar og rifleg
risna bankastjóranna heldur
fælust þau í meðferð kerfisins á
honum sjálfum. Hrapallegur af-
leikur Finns Ingólfssonar í Búnað-
arbankamálinu ýtir undir þessa
túlkun. Þar fá bankastjórar nán-
ast medalíu fyrir svipaðan verkn-
að og kollegarnir í Landsbankan-
um guldu fyrir með starfinu. í
vitund fólks hefúr Sverrir gert
sjálfan sig að fómarlambi. Það
mun hjálpa framboðinu.
Töluverður hópur álítur sig
hafa orðið undir í lífsbaráttunnog
kennir „kerfmu“ um. í þetta lag
þjóðfélagsins sótti Albert Guð-
mundsson hulduherinn. Þessi
hópur slær sér jafnan í sveit með
hvaða uppreisnarmanni sem fram
kemur. í augum þeirra er Sverrir
uppreisnarmaður gegn kerfmu.
Laugardagspistili
Össur Skarpháðinsson
ritstjóri
Sverrir kann jafnframt að luma á
leynivopni í formi eldri borgara.
Aldraðir era í fyrsta skipti orðnir
að virkum þrýstihóp, þeir.telja á sig
hallað, og Sverrir hefur gert kjör
þeirra að baráttumáli. Sú áhersla
ásamt eigin aldri gefur honum færi
á að draga upp mynd af sér sem
fulltrúa aldraðra kjósenda.
Þyngsti bagginn í málefnalegu
farteski Sverris er þó gjafakvóta-
kerfið. Útfærsla hans á breyttu
kerfi, einkum á uppboð á cifla-
heimildum, gengur þó lengra en
jafnvel hin opinbera stefna
Alþýðuflokksins og er líkleg til að
draga úr sóknarfæram á lands-
byggðinni. I þéttbýlinu, þar sem
lausafylgið og óánægða sjálfstæð-
ismenn er að finna, er hins vegar
líklegt að slík útfærsla finni
nokkurn hljómgrann.
Það er því fráleitt að afskrifa
Sverri.
Vinstri sameining
Þrátt fyrir ólgu innan Alþýðu-
bandalagsins virðist fátt koma i
veg fyrir sameiginlegt framboð til
vinstri. Málefnin eru að stærstum
hluta frágengin og í reynd kemur
úrsögn Steingríms J. Sigfússonar
í veg fyrir að aftur verði snúið.
Könnun DV í síðustu viku
bendir til að sameinað framboð
geti í besta falli vænst 32-33%
fylgi miðað við stöðuna í dag. Það
er ekki nóg. Deilur í Alþýðu-
bandalaginu um framboðið hafa
efalítið dregið úr fylgi almennings
viö framboðið hvað sem síðar
verður.
Slíkur árangur yrði eigi að síð-
ur sögulegur. Þar með væri orðin
til hreyfing af málefnalegum toga
og stærðargráðu jafnaðarmanna-
flokkanna í norðurhluta Evrópu. í
sögulegu tilliti yrðu það efalítið
merkustu tiðindi komandi kosn-
inga þar sem í þeim fælist varan-
leg breyting á hinu pólitíska
landslagi.
Hitt ber að hafa i huga að gerj-
unin er í fullum gangi. Útlínur
framboðsins eru enn óskýrar. Þeg-
ar málefnalegar áherslur verða
slípaðar og framboðið birtist sem
heild kann fylgið að aukast. Harð-
ur kosningavetur, eins og óefað er
í nánd, getur á skammri stundu
gjörbreytt landslaginu.
Sameiginlegt framboð til vinstri
býr við þá hættu að missa fylgi til
klofningsflokks til vinstri eins og
þess sem Steingrímur J. hefur
boðað. Hann mun eðlilega gera út
á þá alþýðubandalagsmenn sem af
sögulegum ástæðum eru óánægðir
með samstarf við Alþýðuflokkinn.
Ranghverfa þess getur birst i
hægri jaðri Alþýðuflokksins þar
sem einhverjir kunna að flytja sig
yfir á Sjálfstæðisflokkinn.
Kannanir benda hins vegar til að
Framsóknarflokkurinn tapi fylgi,
líklega helst í þéttbýlinu, yfir til
sameinaðs framboðs á vinstri
vængnum.
Ætli nýtt framboðsafl að nýta
sér sóknarfæri nýjabrumsins
verður það að geta boðið upp á
nýtt fólk. Flest bendir þó til að
endurnýjun í efstu sætum fram-
boðslistanna verði ekki mikil. Það
mun efalítið torvelda bernsku-
skeið sameinaðs framboðs.
Hagur beggja stjórnarflokkanna
felst í því að hleypa nýju afli ekki
að stjórnarráðinu. Hreyflng, sem
kann að ná vel yfir 30% í fyrstu
kosningum, verður þó óneitanlega
sterkt afl i stjórnarandstööu.
Flísin og Framsókn
Hvaða örlög bíða flísarinnar
sem klauf sig í gervi Steingríms
J. úr Alþýðubandalaginu? Hann á
virðingu skilið fyrir að fylgja
sannfæringu sinni. Fátt bendir þó
til að flokkur hans nái fylgi sem
skiptir máli. Hið eina sem gæti
hugsanlega breytt því væri ef
öflugir menn á borð við Svavar
Gestsson gengju til liðs við hann.
Framsókn á jafnframt erflða
tíma í vændum. Könnun DV
sýndi að andspænis sameinuðu
framboði til vinstri tapar
flokkurinn heilum sex
þingmönnum af þeim fimmtán
sem hann hefur í dag. Það er ekki
ólíklegt að takist hinu nýja afli að
sækja lengra fram á völlinn í
þéttbýlinu verði það ekki síst á
kostnað Framsóknar sem hefur
daprast á þeim slóðum
Prófill flokksins hefur veikst í
skugga hins sterka samstarfs-
flokks sem hefur öll spilin á
hendi. Það verður erfitt fyrir
Framsókn að skapa sér sérstöðu
þegar kjósendur standa frammi
fyrir skýrum valkostum
Sjálfstæðisflokksins og samein-
uðu vinstra framboði.
Bankamálin hafa verið
flokknum mjög erfið. Þau hafa
veikt efnilegasta forystumanninn
í yngri kanti flokksins, Finn
Ingólfsson, sem jafnframt átti að
verða kjölfestan í þéttbýlinu.
Þeim er fráleitt lokið af hálfu
þingsins. Það bendir því margt til
að kosningarnar næsta vor verði
Framsókn erfiðar.
Þessi mikla gerjun á hinum
pólitíska velli mun setja mark sitt
á þinghald komandi vetrar.
Hitastigið hækkar og lögurinn í
kútnum heldur áfram að gerjast.
Kjósendur munu ráða hvernig
hann bragðast að lokum...