Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 (sælkerinn Georg Kr. Lárusson, lögreglustjóri og sælkeri: Tveir saltfiskráttir, ættaðir úr Eyjum „Til þess aö útbúa virkilega góð- £in saltfisk er nauðsynlegt að hrá- efnið sé úr Eyjum, frá Tobba í Vinnslustöðinni (Þorbergi Aðal- steinssyni) en hjá honum heitir framleiðslan 200 mílur,“ segir Ge- org. „Annars vegar er um að ræða forrétt sem er hrár saltfiskur og hins vegar steiktan saltfisk þar sem meðlætið og sósan skipta höfuð- máli. Þessir tveir réttir geta vel far- ið saman en ef sú leið er valin er líklega skynsamlegast að hafa fleiri rétti með. Saltfiskur er vafalaust einn besti matur sem til er eins og reyndar margar þjóðir í kringum okkur hafa fyrir löngu komist að Nykaup l>(ir seinferskleilciiiii býr Grillsteiktur lamba- hryggsvöðvi með kaldri kryddjurtasósu Fljótlegt og einfalt. Fyrir ljóra. 800 g hreinsaður lamba- hryggsvöðvi muiinn pipar eftir smekk 1 dl sojasósa 1 dl matarolía Krydduð hrísgrjón 300 g Tilda hrísgrjón 1 tsk. karrí 1 græn paprika, kjamhreins- uð og skorin í litla bita Grænmeti 1/2 blómkálshaus 1 spergilkálshaus salt Kryddjurtasósa 2 hvítlauksrif, pressuð 1/4 kryddsíldarflak 3 eggjarauður, harðsoðnar 3 dl valhnetuolía 1/4 tsk. salt 70 g spinat 1 msk. söxuð salvía, fersk salt og pipar. Leggið lambahryggsvöðvann í sojasósuna í a.m.k. 1/2 klukkustund. Kryddið kjötiö meö piparnum og penslið með olíunni. Griilið á vel heitu grilli í 12-15 mínútur. Snúið öðru | hverju. Kryddjurtasósa Þeytið eggjarauðumar með saltinu í matvinnsluvél og bætið valhnetu- olíunni út í. Blandið söxuðu spínati, salvíu, hvítlauk og krydd- síld sam- an við. Látið maukast þar til sósan er vel blönduð. Bragðbætið með salti og pipar. Krydduð hrísgrjón Sjóöið hrísgrjónin, kryddið með 1 tsk. karrí og bætið paprikunni út i, kryddiö með salti og hrærið saman; sjóðiö blómkál og spergilkál í léttsöltu vatni í 10 mínútur. Meðlæti Krydduð hrísgrjón, krydd- jurtasósa, soðið blómkál og spergilkál. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. smátt. Hvítlaukur saxaður smátt. Öflu er svo blandað saman á fat. OI- íunni og edikinu er hrært saman og hellt yfir blönduna. Að lokum er steinseljunni og ólífúnum stráð yfir og örlitlum svörtum pipar. Látið standa í kæliskáp yfir nótt.“ Steiktur saltfiskur 700 g saltfiskur (útvatnaður) hveiti, egg, ókryddað rasp, svartur pipar „Scdtfiskurinn er skorinn í jafna bita. Bitunum er velt upp úr hveiti, síðan eggi og að lokum raspi. Allt er steikt á pönnu i ólífuolíu og krydd- að með svörtum pipar að vild. Bor- iö fram með sósu og salati, soðnum kartöflum og Rioja-rauðvíni.“ Sósan 1/2 rauð paprika, skorin í ræmur, 1/2 græn paprika, skorin í ræmur, 2 laukar, 4-5 hvítlauksrif, tómatar í dós, 1/2-1 tsk. soja, 1/2 tsk. hunang, pipar „Allt steikt á pönnu, tómötunum hellt yfir ásamt soju og hunangi. Bragðbætt með pipar. Látið krauma í 10-15 mínútur." Salatið Tómatar í sneiðum, rauðlaukur í sneiðum, svartar ólífúr, Balsamic- ediki og ólífúolíu hellt yfir. „Þrátt fyrir þessa fínu rétti er þó vert að hafa í huga að saltfiskur er auðvitað bestur soð- inn i potti með soön- um kartöflum og mörfloti. Ekkert pjatt!“ raun um. Þessir réttir eru auð- vitað aö hluta til stolnir héðan og þaðan og annar að stofni til frá Sighvati Bjama- syni, vini mínum. Að sjálfsögðu hafa þeir þróast eftir minni sér- visku og fikti í gegnum árin. Það má kannski 300 g saltfiskur (út- vatnaður, beinlaus og roölaus) 4 vorlaukar, 2-3 tómatar, 1 græn eða rauð paprika, 2 hvítlauksrif svartar ólífur, 4-5 msk. ólífúolía, 2-3 msk. Bals- amicedik, svartur pipar. „Saltfiskurinn er skorinn í ræmur. Laukur, paprika og tómatar skorið segja um aðalréttinn aö þar sé ekkert heilagt nema saltfiskurinn og hvítlaukurinn. Best er að drekka vatn með þessum réttum eða Rioja- rauðvín." Hrár salt- fiskur Georg er ekki síöur liötækur í eldamennskunni en löggæslunni. DV-mynd Sveinn matgæðingur vikunnar Þorvaldur Sverrisson gefur Ijúffenga uppskrift lilbrigði við stef Að þessu sinni er það Þorvaldur Sverrisson sem er mat- gæðingur vikunnar. „Pernod er skemmtilegur drykkur í eldamennsku og gerir kraftaverk við hörpuskelfiskinn," segir Þorvaldur. „Þessi uppskrift er i rauninni bara til- brigði við stef sem má nota í alls kyns hluti. Til dæmis þarf einungis meira smjör, dálítinn rjóma, eða góða ólífuolíu til þess að gera úr þessu mesta fyrirmyndarspagettí. Svo minnir mig að ég hafi einhvem tímann misst kapers út í rétt sem var mjög líkur þessum og það fór sérstaklega vel með anísbragðinu af Pemod.“ Hörpuskelfiskur með einföldum Pernod Slatti er u.þ.b. ein matskeið. 2 slattar ólífuolía, 2 slattar smjör, 2 rauðar paprikur (skomar í teninga), 1 zucchini (skorið í 3 mm sneiðar), nokkrir dropar af tabasco, 750 g hörpuskelfiskur, 2-3 hvítlauksrif, smátt söxuð, timían, 2 greinar af fersku eða hálf teskeið af þurrkuðu, einfaldur Pemod (eða Ricard, eða jafnvel Ouzo), safi úr a.m.k. háifri sítrónu, 4 slattar af fersku basil eða steinselju (gróft saxað), salt og pipar „Fyrst steikjum við papriku og zucchini í öðrum slattanum af smjöri og ólífuolíu við fremur háan hita. Það þarf að hræra í þessu á meðan, eða hrista faglega ef maður kann þá kúnst. Þegar grænmetið er nánast fullsteikt (3-4 minútur) bætum við tabasco-sósu, salti og pipar út í. Nú þarf að bæta við hinum slöttunum af smjöri og olíu, láta hitna í hvelli, og setja afganginn af hráefninu út í; skelfisk, hvítlauk, timían, Pernod, sítrónusafa og basil eða steinselju. Mér finnst basil betra en þegar það er ófáanlegt skreytir steinseljan í það minnsta. Þegar síðasti slattinn er kominn út i er eiginlega rétt tími til að hrista þetta saman, smakka skelfiskinn, sem á að vera eins lítið eldaður og siðlegt getur talist, og bera réttinn á borð. Með þessu má hafa ýmislegt. Couscous fer vel, t.d. með lauk og eggaldini, krydd- að með kóríander og sítrónu og litað með turmeric. Fínast væri kannski að hafa risotto en ég á afar erfitt með að hræra í hrísgrjónum í fleiri klukku- tíma svo ég elda það nú sjaldan. í staðinn má hafa einfóld hrísgrjón með sveppum og hnetum, sem geta verið tilbúin áður en hafist er handa við hörpu- diskinn." 2 slattar smjör, 1 laukur (saxaður smátt), 250 g sveppir (skomir í teninga), hnetur eftir smekk, helst pistachio-hnetur, hrísgijón og vatn, salt og pipar „Nú steikjum við laukinn fyrst í öðrum slattanum af smjörinu og bætum sveppunum við þegar laukurinn er orðinn mjúkur. Þegar sveppimir era búnir að krauma í 2-3 mínútur bætum við hnetunum út í, ásamt hrísgijónum fyr- ir íjóra. Mér finnast Basmati-gijón bera af öðrum en Jasmin era líka góð og engin ástæða til að nota önnur nema í hallæri. Nú blöndum við öllu saman og bætum vatni í eftir leiðbeiningum á pokanum (u.þ.b. 1 1/4 hluti vatns fyrir 1 hluta af grjónum), salti og pipar eftir smekk, og sjóðum undir loki þangað til vatnið er búið, oftast u.þ.b. 15 min. Með þessu er hvítvín aldeilis nauðsynlegt, og brauð er gott að hafa, t.d. frábær frönsk brauð frá La Baguette sem fást frosin í flestum búðum og þekkjast á ómerkilegum umbúðum en afburðagóðu innihaldi! Ég skora á nágranna minn, Magnús Baldursson, heim- speking og hagleiksmann um flesta hluti.“ Porvaldur er ekki einn i eldamennskunni því aö dætur hans, Steinunn og Oddný, eru einkar hjálplegar. DV-mynd Teitur Nykaup Þarsem ferskleikiiin býr Grillaðir kjúklingabitar á grænmetis- jafningi Danskur sveitamannamatur eins og hann gerist bestur. Fyrir fjóra. 12 kjúklingabitar 12 msk. sesamfræ salt og pipar matarolía 6-8 meðalstórar kartöflur i Grænmetisjafningur 500 g langskorið, ferskt græn- meti að eigin vali, t.d. fennelrót, sellerí, paprika, strengjabaunir, ; rauðlaukur eða gulrætur. 2 dl rjómi 2 dl kjúklingasoð 1-2 tsk. grænmetiskraftur ; salt og pipar. sósujafnari eða maisenamjöl. Kjúklingabitamir em penslað- ir með matarolíu, kryddaðir með í salti, pipar og sesamfræjum, í grillsteiktir í 15-25 mínútur, snú- ið reglulega. Skerið kartöflumar í sneiðar og grillið þær í 3-4 mín- útur. Grænmetisjafningur Allt grænmetið er skorið í mjóar ræm- ur, soðið í rjómanum og kjúklinga- soðinu í 5 mínútur og kryddað með salti og pip- ar. Þykkt hæfilega með sósujafnara eða maisena- mjöli hrærðu út í köldu vatni. Framreiðsla Heitur grænmetisjafningur settur á diskinn, kjúklingabitam- ir lagðir ofan á jafhinginn ásamt grilluðum kartöflusneiðum. Massarína Sérstaklega góð og sama hvort er notað súkkulaði eða glassúr. 165 g sykur 50 g ökonomi marsi 80 g smjörlíki 2 egg 165 g hveiti 1/2 dl mjólk 1/2 tsk. möndludropar Vinnið saman sykur og marsa og setjið svo smjörið saman við. Hrærið í öðrum gír þar til allir kekkir em horfnir og sykurinn kominn vel saman við smjörið. Bætið eggjum við, einu í einu, og skafið vel niður á milli. Setjið því næst mjólk, dropa og blandið hveitinu saman við, vinnið vel saman þar til deigið er slétt og fint. Bakiö við 180° G i ca 37-40 mínútur í 24 cm formi. Hjúpið með súkkulaði eða glassúr.__________ Uppskríttirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem alft hráefni í þær fæst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.