Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Page 2
2
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998
Fréttir
Stuttar fréttir dv
Reglugerð um uppkaup húsa á snjóflóðahættusvæðum:
Aðeins örugg hús keypt
- hús á hættusvæði falla ekki undir reglugerð samkvæmt skýringum ráðuneytisins
Byggingarsjóði ríkisins er einungis
heimilt að lána sveitarfélögum til upp-
kaupa húsa á snjóflóðahættusvæði ef
húsin eru vísindalega örugg fyrir
snjóflóðum en ekki ef hætta er á að
snjóflóð geti fallið á svæðinu. Sam-
kvæmt skýringum við reglugerð, sem
félagsmálaráðuneytið hefúr sett, virð-
ist lánafyrirgreiðsla Byggingarsjóðs
bundin við hús sem íbúar treysta sér
ekki til að búa i þrátt fyrir að vísinda-
menn telji húsunum ekki hætta búin
vegna náttúruhamfara.
Lánaflokki þessum er ætlað að gera
Húsnæðisstofnun kleift að aðstoða
sveitarstjómir við að kaupa upp íbúð-
ir þar sem áfóll hafa orðið vegna nátt-
Alli ríki ekki
meðal efstu
Sigurjón Valdemarsson, skipstjóri
Síldarvinnslunnar á Neskaupstað,
greiðir hæst opinber gjöld ailra aðila á
Austurlandi, alls rúmlega fimm millj-
ónir. Hann var í fjórða sæti fyrir síð-
asta ár. Annað sætið skipar Kristinn
Aðalsteinsson, umboðsmaður og fram-
kvæmdastjóri Nýjungar hf. á Eskifirði,
en hann hefúr rétt tæplega fjórar millj-
ónir á mánuði. Kristinn er sonur Aðal-
steins Jónssonar, Alla ríka, og hefúr
m.a. umboð fyrir Skeljung á Eskifirði.
Þriðja sætið skipar tengdasonur Aila
ríka, Þorsteinn Kristjánsson, loðnu-
skipstjóri á Hólmaborg. Hann greiðir
einnig tæplega fjórar milljónir í opin-
ber gjöld. Bjöm Magnússon, yfirlækn-
ir Fjórðungssjúkrahússins í Neskaup-
stað, er fjórði með rúmlega þrjár millj-
ónir. Fimmti á listanum er Jóhann
Sigurður Kristjánsson, stýrimaður á
Hólmaborg og bróðir Kristins skip-
stjóra. Athygli vekur að Aðalsteinn
Jónsson, sem hafði tæplega átta millj-
ónir á siðasta ári, er ekki hálfdrætting-
ur miðað við ofangreinda aðila og nær
ekki þremur milljónum. -hb
Fimra efstu á Norðurlandi:
Allir í sjáv-
arútvegi
Á Norðurlandi eystra er ívar
Geirsson með hæst álögð gjöld eða
8,072 miiljónir. Ivar starfar hjá Fisk-
iðjusamlagi Húsavíkur og vinnur
viö fiskmóttöku. Samkvæmt heim-
ildum DV munu hans tekjur eink-
um vera hagnaðartekjur en ekki at-
vinnutekjur. í öðru sæti er Önund-
ur Kristjánsson, skipstjóri á Raufar-
höfn, en hann gerir út eigin skip.
Fáum kemur á óvart að Samherja-
menn skulu vera ofarlega á lista.
Þorsteinn Már Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri útgerðarinnar, er í
fjórða sæti en bræðumir Þorsteinn
og Kristján Vilhelmssynir skipa síð-
an fimmta og sjötta sætið.
úruhamfara eða réttmætur ótti vegna
þessa. Um íbúðakaup á hættusvæðum
fer hins vegar eftir lögum um snjó-
flóðavamir en samkvæmt þeim er
sveitarstjóm heimilt að gera tillögu
um að hús á hættusvæði verði keypt
upp. Slík tillaga er þó háð því að
íbúðakaup séu hagkvæmari kostur en
að reisa vamargarða og því þarf að
liggja fyrir sérfræðilegt hættumat
áður en ákvörðun er tekin.
„Sveitarfélög hafa ákvörðunarvald
um hvort hús á snjóflóðahættusvæði
verða keypt upp eða reistir vamar-
garðar í kringum þau. Ofanflóðasjóð-
ur hefur heimild til að styrkja sveitar-
félög til slíkra uppkaupa en aðeins
Litlu mátti muna að illa færi þeg-
ar bíll festist í Krossá síðasta
sunnudag. Ámi Samúelsson í Sam-
bíóunum átti leið um ásamt fleirum
á Hummerbíl og bjargaöi bílstjóra
og farþegum.
„Við sáum glitta í rauðan bíl úti í
Krossá á leiðinni úr Þórsmörk. Far-
ið var að fljóta upp á gluggana og
flæða inn í hann. Fólkið, þrir full-
orðnir og tvö börn, var fast í bíln-
um,“ segir Ámi.
„Við vorum sem betur fer á Hum-
mer sem umboðið lánaöi okkur. Ég
og Alfreð, sonur minn, ákváðum að
láta reyna á hvort við kæmumst
yfir ána. Hummerinn fann ekki fyr-
ir þessu, fór léttilega yfir. Á sama
tíma kom Snorri, tengdafaðir sonar
míns, að. Hann er í Hjálparsveit
skáta i Hafnarfirði."
Snorri og Alfreð óðu að bílnum,
með þvi skilyrði að uppkaup séu
ódýrari kostur en bygging vamar-
garða. Áður en tekin er ákvörðun um
uppkaup þarf því aö liggja fyrir mat á
kostnaði við gerð vamarmannvirkja,“
segir Magnús Jóhannesson, ráðuneyt-
isstjóri í umhverfisráðuneytinu. Áð
sögn Magnúsar fór sams konar mat
fram í Hnífsdal á sínum tima. í Ijósi
þess var talið að dýrara væri aö
byggja vamargarða en kaupa upp hús
og styrkti Ofanflóðasjóður því kaup á
húsunum. Svipað var upp á teningn-
um á Húsavík þar sem hagkvæmara
var talið að flytja byggðina heldur en
reisa vamargarða um hana,“ sagöi
Magnús.
sem sökk sífellt meira, og huguðu
að fólkinu.
„Þeir byrjuðu á aö taka fólkiö út
um einn gluggann og koma því í
land. Svo kafaði Snorri niður til að
koma tógi í bílinn. Ekki gekk að ná
honum upp úr í fyrstu tilraun. Ann-
að tóg var því sett í bílinn. Þá náð-
ist hann upp. Það mátti ekki seinna
Engin fyrirgreiðsla í Bolungarvík
Eins og greint hefúr verið frá í DV
ætlar Byggingarsjóður að veita ísa-
fjarðarbæ lán upp á 33,6 milljónir til
uppkaupa á húsum á Flateyri. Þetta
hefur verið gert þrátt fyrir að húsin
séu varin með vamargörðum sem
kostuðu ríkissjóð um 400 milljónir
króna og húsin því ekki skilgreind á
hættusvæði lengur. Samkvæmt upp-
lýsingum DV virðist reglugerðinni
enn fremur einungis hafa verið ætlað
að gilda á Flateyri þrátt fyrir að eng-
in slík takmörkun á gildissviði komi
fram í henni sjálfri.
21. febrúar 1997 féllu tvö snjóflóð í
Bolungarvík. Snjóflóðið féll meðal
annars á tvö ibúðarhús og urðu um-
talsverðar skemmdir á báðum húsun-
um. Fjölskyldumar tvær sem búa í
húsunum hafa því þurft að búa á snjó-
flóðahættusvæði síðan 1997 og enga
fyrirgreiðslu fengið til þess að bæjar-
félagið kaupi upp hús þeirra. Ástæða
þess að húsin fást ekki keypt mun
einmitt vera sú að þau em á hættu-
svæði og samkvæmt lögum um snjó-
flóðavamir verður að liggja fyrir mat
á því hvort hagkvæmara sé að reisa
vamargarða á svæðinu eða kaupa
upp húsin. Það mat mun vart liggja
fyrir fyrr en 2001.
Kristinn H. Gunnarsson, þingmað-
ur Alþýöubandalagsins á Vestflörð-
um, er meðal þeirra sem hafa gagn-
rýnt hvemig staðið hefur verið að
þessum málum. „Mér fmnst mjög
óeðlilegt að hús séu keypt upp þar
sem búið er að reisa vamargarða fyr-
ir stórfé meðan hús sem sannanlega
em á hættusvæði fást ekki keypt,"
sagði Kristinn. -kjart
vera því vatnið var komið yfir fram-
rúðuna.
Það var eins og einhver stjómaði
því ofan frá að við komum þama
að. Bíllinn hefði oltið af stað
nokkrum mínútum seinna. Þá hefði
ekki þurft að spyrja að leikslokum,"
segir Ámi. -sf
Sameing banka
Formaður
efnahags- og
viðskiptanefnd-
ar, Vilhjálmur
Egilsson efast
um að samein-
ing Búnaðar-
banka og Fjár-
festingabanka
atvinnulífsins skili mikilli hag-
ræðingu. Hann vill að lögmál
markaðarins ráði því hvaða bank-
ar sameinist og að ríkið skipti sér
sem minnst af því.
Kaupir verksmiðju SÍF
Fjárfestingabanki atvinnulífsins
hefúr kejT>t verksmiðju dótturfyr-
irtækis SÍF í Frakklandi fyrir um
hálfan milljarð króna. Um er að
ræða kaupleigu til sjö ára að ræða.
RÚV sagði frá.
Aðgát gegn þjófum
Lögreglan hvetur fólk til að vetj-
ast innbrotsþjófúm. Meginatriði sé
að fólk láti hús sín líta út fyrir að
einhver sé heima Hafa þvott á
snúm, bíl á bílastæði, ljós kveikt
og biðja nágranna að fylgjast með
húsnæðinu.
Fræðsla á hátíðum
Ungmenni frá Jafhingjafræðslu
framhaldsskólanema munu heim-
sækja nokkrar útihátíðir um versl-
unarmannahelgina í sérmerktum
bíl, staldra við á hverjum stað,
dreifa bæklingum og spjalla við fólk.
Svíar vilja Landsbanka
SE-bankinn í
Svíþjóð hefur
áhuga á að
eignast meiri-
hluta í Lands-
banka íslands
hf. og að bank-
inn kaupi þann
helming í VÍS
sem hann á ekki þegar. Morgun-
blaðið hefúr þetta eftir Halldóri
Ásgrímssyni.
Eiturlyfjamál í Eyjum
Lögreglan i Vestmannaeyjum
fann á fimmtudag þrjú grömm af
amfetamíni og tvö grömm af hassi
á hópi ungs fólks. Fólkið var
einnig með 18 lítra af landa.
Borað í Tungudal
25 tilraunaholur sem boraðar
hafa verið i Tungudal við Isaflarð-
ardjúp eftir heitu vatni þykja lofa
góðu að sögn Kristjáns Haralds-
sonar orkubústjóra Vestflarða.
Boruð verður kílómeters djúp hola
á næstunni að sögn Morgunblaðs-
ins.
Funda með Ijósmæðrum
Samningamenn Ríkisspítala
hafa í dag boðað þær ljósmæður
sem sagt hafa upp frá og með
morgundeginum til fundar um
kjaramál, hverja fyrir sig. Fara á
yfir flokkun þeirra innan launa-
kerfisins. RÚV sagði frá.
Stálsmiðjan iægst
Átta tftboð bárust í smíði nýrr-
ar Hríseyjarferju, tvö erlend og sex
íslensk. Lægst var tilboð Stálsmiðj-
unnar í Reykjavík, 129 milljónir
króna
Sóknardagakerfi áftam
Landssamband smábátaeigenda
vill að sóknardagakerfið verði
áfram við lýði og lýsir þungum
áhyggjum vegna fækkunar sóknar-
daga að sögn Morgunblaðsins.
Halli ógnar velferð
Takist ekki að sefla ríkiseignir
fyrir ll milljarða á næsta ári þarf
að skera niður i velferðarkerfinu.
Efla þarf spamað ef ekki á illa að
fara. Viðskiptahallinn er ógnvekj-
andi að sögn Halldórs Ásgrímsson-
ar í Degi.
Eimskip hagnast
Hagnaður
Eimskips af
reglulegri starf-
semi varð 401
milflón krónur á
fyrra árshelm-
ingi eftir skatta
Velta Eimskips
og dótturfélaga þess varð 8.528
milljónir króna. Flutningar jukust
um 11% frá því á sama tima í
fyrra. -SÁ
Málefni íbúa á snjóflóðahættusvæðum í biðstöðu:
Mat liggur fvrir 2001
engin afstaða tekin fyrir mat, segir bæjarstjóri Bolungarvíkur
sagði Ólafur Kristjánsson, bæjar-
stjóri í Bolungarvík, þegar DV
spurði hann hvers vegna hús á
hættusvæðinu í Bolungarvík
fengjust ekki uppkeypt. „Umhverf-
Snjóflóðahættumat fyrir stærstu
byggðir landsins, þar sem hætta er
á snjóflóðum, mun ekki liggja fyr-
ir fyrr en 2001 samkvæmt upplýs-
ingum frá Veöurstofu íslands.
„Sem stendur er í gangi áætlun
um að hættumat fyrir flesta stærri
staðina verði tilbúið snemma á ár-
inu 2001,“ segir Kristján Jónasson,
verkefnisstjóri snjóflóðahættu-
mats á Veðurstofu íslands. „Per-
sónulega hef ég talið að það hafi
verið meiri hægagangur á þessu
en þörf var á, sérstaklega hvað
varðar mannafla."
Kristján segir hættumat þó ekki
leysa allan vanda þeirra sem búa á
svæðunum. „Þó að hættumat liggi
fyrir er engu að síður mjög óljóst
hvað þá tekur við, til dæmis hvort
menn geti þá sótt um að hús þeirra
verði keypt upp. Það er vitaskuld
mjög slæmt fyrir þá sem eru á
mestu hættusvæðunum að búa við
þessa óvissu. Annars er öll um-
ræða um hvað eigi að gera í þess-
um málum skammt á veg komin,
hvort sem það varðar uppkaup
húsa eða byggingu vamargarða.
„Það verður engin afstaða tekin
til uppkaupa húsa fyrr en fyrir
liggur hvað á að gera og hvemig,"
isráðuneytið er að vinna hættu-
mat og það er fyrst að því loknu að
ákveðið verður hvort hús verða
keypt upp eða byggðir vamargarð-
ar. Annars hefúr ráðherra sagt
mér og öðrum Bolvíkingum að
fmmdrög að mati muni liggja fyr-
ir í haust og þá fer væntanlega að
skýrast hvemig staðið verður að
þessum málum,“ sagði Ólafur.
-kjart
Fólk á öllum aldri er farið að tínast á útihátíðir úti um land. Hjá Umferðarmiðstöðinni fengust þær upplýsingar að
flestir legðu leið sína á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Halló Akureyri og á Bindindismótið í Galtalæk. Uppselt er í Herj-
ólf í dag og á mánudaginn er uppselt í þær þrjár ferðir sem farnar verða frá Vestmannaeyjum. -SJ DV-mynd E.ÓI.
Björguðu fólki úr Krossá
- mátti ekki tæpara standa, segir Árni Samúelsson
Mikil mildi var að ekki fór verr jjegar jeppi stöðvaðist í Krossá. Árni Samú-
elsson dró hann upp með aðstoð fleiri manna. DV-mynd Guðný