Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Side 9
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998
9
Utlönd
Þrettán verkamenn ellefu milljörðum ríkari:
Talan þrettán reið
baggamuninn
Þrettán starfsmenn ATZ-verk-
smiðjunnar í Ohio í Bandaríkjunum
duttu heldur betur í lukkupottinn í
gær þegar þeir fengu allar tölur rétt-
ar í Powerball-lottóinu og unnu þar
með hæsta vinning sem um getur
þar í landi.
Heildarvinningsupphæðin nam
296 milljónum dollara eða rúmum
19 milljörðum íslenskra króna.
Venjan er að greiða vinningsupp-
hæðina út á 25 árum en vinnings-
hafarnir kusu að fá peningana strax
og fá því aðeins rúma ellefu millj-
arða íslenskra króna eða um 850
milljónir á mann.
Hópurinn hefur keypt saman
lottómiða árum saman en vinnings-
miðann keyptu þau síðastliðinn
þriðjudag og lagði hver út sem nem-
ur um 700 krónum en fyrir það feng-
ust 130 raðir.
Fleiri unnu í lottóinu því 79
manns fengu sjö milljónir hver fyr-
ir fimm tölur réttar en sá hópur átti
það sammerkt að hafa ekki valið töl-
una 13 en það var sú tala sem réð
Larry Sturtz lögfræðingur kom fram
fyrir hönd vinningshafanna í gær.
úrslitum hjá verkamönnunum
þrettán.
Vinningshafarnir hyggjast halda
nafnleynd en talsmaður hópsins,
Larry Sturtz lögfræðingur, talaði
við fjölmiðla í gær og sagði hópinn
enn vera að jafna sig á „áfallinu".
„Hver fjölskylda er að velta því
fyrir sér hvað hún eigi að gera við
peningana en svona miklir peningar
breyta auðvitað öllu,“ sagði Sturtz.
Hann sagðist ekki vita hvort þeir
ætluðu að hætta störfum í verk-
smiðjunni en í gær var ljóst að fjór-
ir höfðu þegar sagt upp. Hinir níu
hyggjast halda áfram, að minnsta
kosti fyrst um sinn.
Þrátt fyrir nafnleynd tókst banda-
rískri sjónvarpsstöð að grafa upp
einn vinningshafann í gærkvöld.
„Við erum enn óttaslegin yflr þess-
um tíðindum en mest langar okkur
að losna við ykkur fjölmiðlamenn
og halda áfram að lifa okkar venju-
bundna lífi. Reuter
Móttökustöö ólöglegra innflytjenda stendur í Ijósum logum á eyjunni Lampedusa undan ströndum Italíu. Ólöglegir
innflytjendur frá Noröur-Afríku, sem þar eru í haldi, efndu til uppþota f gær þar sem nýjar og strangar reglur kveöa
á um aö þeir veröi tafarlaust sendir aftur til sfns heima. Nærri 3000 ólöglegir innflytjendur hafa komiö til Suöur-ítal-
fu í þessum mánuði. Símamynd Reuter
Milosevic sagöi ekki satt og rétt frá:
Serbneski herinn
er enn í stórsókn
Serbneskar hersveitir sóttu að
vígi skæruliða albanskra aðskilnað-
arsinna í vestasta hluta Kosovohér-
aðs í morgun, þótt Slobodan Milos-
evic Júgóslavíuforseti hefði heitið
því í gær að stórsókninni væri lok-
ið.
Opinberir serbneskir heimildar-
menn sögðu að aðeins nokkrir tugir
harðlínumanna meðal skæruliða
hefðu þorpið Junik enn á valdi sínu
og að foringjar þeirra væru þegar
farnir yfir landamærin til Albaníu.
Milosevic sagði sendinefnd frá
Evrópusamandinu í gær að sókn-
inni gegn albönsku aðskilnaðarsinn-
unum væri nú lokið. Hann lofaði
einnig að umsátrinu um Junik og
aðra staði vestast í héraðinu þangað
sem skæruliðar flúðu yrði aflétt.
Serbnesk leyniskytta mundar riffil
sinn nærri þorpinu Junik í Kosovo
þar sem setiö er um skæruliða aö-
skilnaöarsinna.
\Lokað\
| laugardagy
sunnudag
,°s,
manudag
TM - HÚSGÖGN
SíSumúla 30 -Slmi 568 6822
Kalt kryddsmjör í sneiðum á laxinn
Brætt kryddstnjör penslað á kjúklinginn
Rjómaostur í pylsubrauðið undir heita grillaða pylsu
1
Jmk Rifinn maribo á hamborgarann
4
Sneið af 26% osti á hamborgarann
Bræddur og grillaður, sneiddur
eða rifinn ostur, rjómaostur, gráðaostur
- fáðu þér ost og notaðu hugmyndaflugið.
Ostur er toppurinn á grillmatnum í sumar!
Ostur í allt sumar
ÍSLENSKIR
OSTAR, v
í AlLT S'
www.ostur.is
'R
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA