Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 Spurningin Vildiröu búa úti á landi? Jón Þór Ólafsson nemi: Nei, þaö er miklu skemmtilegra í Reykjavík. Helga Haraldsdóttir nemi: Já, því það er svo mikil umferð i Reykja- vík. Daði Mánason, 5 ára: Já, mér finnst skemmtilegt úti á landi. Steinólfur Jónasson nemi: Ég bý í Búðardal. Hallur Hallsson nemi: Já, já, og burt frá iðunni í stórborginni. Sólveig Þórarinsdóttir nemi: Nei, ég er allt of mikið borgarbarn. Lesendur________________________________ Öfund og afbrýði í einn risa - sporgöngumenn efna í erfðasjóð Gunnar Jónsson skrifar: Það var ekki seinna vænna að einhverjir rykju upp til að stofna fyrirtæki til höfuðs íslenskri erfða- greiningu, svo mjög sem hún hefur farið fyrir brjóstið á sérfræðingum í læknastétt hér á landi. Þeir hafa ólmast óskaplega yfir framtaki Kára Stefánssonar og hans stuðningsaðila. Málið um gagnagrunninn fór fyrir Alþingi, öllum þingmönnum til skemmtunar undir vorið. Og svona hefur dælan verið látin ganga gegn íslenskri erfðagreiningu, þar til að nú ber nýtt við: Heill hópur ís- lenskra lækna - og fjármála- manna - vel að merkja, vinn- ur nú ötullega að stofnun „nýs og öflugs fyrirtækis" á sviði erföarannsókna. Þessi hópur lækna og fjár- málamanna láta eins og skip- stjórar þegar ný fiskimið finnast eða fískigöngur, þá fara allir á sömu miðin. Hér er svipað á ferð. Líkt og alltaf í þessu landi, þegar einhver bryddar upp á nýjung og gengur sæmilega vel eða það- an af betur, þá vantar ekki sporgöngumennina sem nær- ast á öfund og afbrýði út í for- göngumanninn. Nú efna spor- göngumenn innan íslenska heilbrigðiskerfisins í einn stóran „erfðasjóð" og ætla að ná langt - eins og Kári. Og áhuginn nær allt til Manhatt- an í New York þar sem verðbréfa- sali er beðinn um að vinna að fjár- mögnun. En þarf nokkurn erlendan aöila i þennan nýja erfðarisa, þegar svo vel vill til að margir öflugir ís- lenskir aðilar hafa sýnt hugmynd- inni áhuga? Ekki virðist þar skorta fé, var einmitt haft eftir heimilda- manni DV í fréttinni um málið sl. miðvikudag. Það þarf varla um aö binda þegar íslenskir fjárfestar eru komnir í gang. Þeir græja hlutina, svona að mestu. En svo að öllu sé nú til skila hald- ið: Hvaða súperheilum dettur í hug að hér sé grundvöllur fyrir öðru fyr- irtæki á sviði erfðagreiningar á ís- landi - og það með fjárfestingu sem gæti numið milljörðum króna? Er ekki ráð að láta akkerin falla og bíða niðurstöðu þinglegrar meðferð- ar á gagnagrunnsfrumvarpinu sem nú verður brátt kynnt? Leyfa verð- bréfasalanum á Manhattan að fást við önnur og áhugaverðari mál og íslenskum læknum og fjárfestum að gerast raunverulegir forgöngumenn i ýmsum þjóðþrifamálum þar sem nóg er af aö taka, í stað þess að leika sporgöngumenn á sviði ís- lenskrar erfðagreiningar. Hvaöa súperheilum dettur í hug aö hér sé frjór jarövegur fyrir tvö fyrirtæki á sviöi erföagreiningar á íslandi? spyr bréfritari m.a. Formannakrísa sameiginlegs framboðs Árni Kristjánsson skrifar: Ég las grein formanns þingflokks jafnaðarmanna í blaðinu Degi sl. þriðjudag undir fyrirsögninni „Við erum að skapa pólitík framtíðar". Þetta voru hugleiðingar þingflokks- formannsins um verkefnaskrá, vinstri og hægri stefnu og það við- kvæma mál sem margir ræða nú þessa dagana: Hver á að vera leið- togi hins sameiginlega framboðs stjórnmálaflanna til vinstri i ís- lenskri pólitík. Það á ekki aö leggja niður flokkana segir m.a. í þessari grein. Ekki að sinni. Samvinna í grasrótinni muni leiða til nýs stjórnmálaafls næstu árin, á grunni flokkanna. Ég, sem kjósandi vinstriflokks, er ekki sammála því að ekki þurfi að leggja niður núverandi vinstri stjórnmálaflokkana strax ef á annað borð á að efna til eins sameiginlegs framboðs, t.d. strax næsta vor. Það er líka skilyrði að núverandi for- menn A-flokkanna a.m.k. verði ekki leiðandi persónur í slíku framboði enda verður varla um þaö að ræða verði boðið fram eitt sterkt og sam- einað afl í stað flokkanna þriggja sem nú stefna að sameiningu. - Verst er til þess að vita að lengi ætl- ar hægri-vinstri púkinn að þvælast fyrir þeim sem stefna á eitt sameig- inlegt framboð. Og formannakrísan er langt í frá leyst. Keikó karlinn káti Guðmundur Rafn Geirdal skrifar: Keikó karlinn er farinn að borða stærri fisk en fyrr, já 14 punda stykki, takk fyrir. Sagt er að það eigi að venja hann við lífið í sjónum til að hann sé tilbúinn til átaka þeg- ar í Klettsvíkina kemur. Já, og þar er sjókvíin komin, eitt stykki Laug- ardalslaug eða svo. En skugga ber á. Morðhótun. Já, takk fyrir, bara eins og í stórborgunum erlendis. Eskfirðingar ku vera ósáttir, í fýlu, við menn og málefni og því eigi barasta að eitra fyrir Keikó. Já, það er ekkert sældarlíf að vera hval- ur. En viti menn, mikið ósköp er þetta sérstakt dýr. Keikó (eða reyndar sjókviin hans) fékk opin- bera heimsókn frá forsætisráðherra Svíþjóðar, ekkert minna. Hann sagði í sjónvarpsviðtali að hann m§Íi[ÍM þjónusta allan sólarhrinsfinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma 550 5000 ^ríníiíli kl. 14 og 16 teldi að koma Keikó styrkti sjónar- mið hvalaskoðunar gagnvart löng- un margra til að drepa hvali með köldu blóði. Tilfellið er nefnilega að hvala- skoöunarferðir eru miklu snjallari leið en hvalaveiðar þvi með því er hægt að skoða jafnvel sömu hvalina aftur og aftur og í friði við útlend- inga. Þetta er leið sem þegar er far- ið að nota og aflar okkur um 500 milljóna í þjóðarbúið á ári hverju og fer ört vaxandi. Á sama tíma eru skip Hvals hf. væntanlega að ryðga í Reykjavíkurhöfn. Svona taka nýir tímar við. Og hvalir eru greindar skepnur. Þetta sést vel á ótrúlegri hæfni höfr- unga og háhyrninga á sýningum víða um heim. Þetta kom ágætlega fram i myndunum þremur sem búið er að gera um Keikó. Því tel ég eðli- legt að vernda þessi dýr og vona að svo verði áfram í framtíðinni. Vel veröur búið aö Keikó í Vestmannaeyjum. - Flotkví komiö fyrir. Klám færist sí- fellt í aukana S.P.Ó. hringdi: Mann óar við hvað klám og öf- uguggaháttur er oröinn stór hluti í islensku samfélagi. Þannig sér maður varla svo kvikmynd, jafnvel margverð- launaðar, að ekki sé uppistaðan klám af mismunandi grófu tagi. Bæði í sjónvarpsstöðvunum og í kvikmyndahúsum. Og mikið er gert með kynvíxlun kynjanna og þykir mikill fengur í eftir viðtök- um að dæma í kvikmyndasölun- um. Enginn þarf þó að kaupa sig inn á slíkar myndir frekar en hann vill. Öðru máli gegnir um Ríkissjónvarpið með sína þving- unaráskrift og verslanir sem farnar eru að stilla út vafasöm- um auglýsingakyntáknum. Þetta má t.d. sjá í verslun einni á Laugavegi. Allt er þetta niður- lægjandi fyrir íslenskt samfélag sem vill þó telja sig siðmenntað. Atvinnuleysi og brottflutningur af landsbyggðinni Sævar hringdi: Það er svo komið víða á lands- byggðinni að atvinna er ekki meiri en svo að hún nægir ekki fyrir allar vinnandi hendur í við- komandi byggðarlagi. Þeir sem ekki sitja að vinnunni hugleiða brottflutning til þéttbýlisins á Suðurlandi. Ég bý í þorpi einu vestanlands þar sem næstum enga vinnu er lengur að fá. Héð- an hafa líka flust fleiri fjölskyld- ur en eðlilegt má telja. En þegar neyðin bankar upp á er lítið til bjargar annað en að yfirgefa stað og eignir og láta skeika að sköp- uðu með nýja heimahaga. Þetta er vandamál sem ekki verður umflúið allvíða á dreifðri lands- byggðinni. Vínveitingar utandyra Þorlákur skrifar: Einhvern tíma, fyrir nokkrum árum þó, las ég frétt um að lög- reglan hefði haft afskipti af því að veitingahús sem haföi borð og stóla utandyra afgreiddi þar vín fyrir gestina. Ég hef heyrt að eitthvert vínveitingahús hér í Reykjavík hafi sótt sérstaklega um vínveitingaleyfi utandyra og borgarráð hafi samþykkt um- sögn félagsmálaráðs þar að lút- andi. Sé þetta rétt er hér um breytingu á áfengislögum eða reglum að ræða. Ég tel til bóta að leyfa vínveitingar utandyra ef veitingahús hefur vínveitinga- leyfi yfirleitt. Bankaíbúðir í stórborgum Lýður hringdi: I umræðunni um íbúð Búnað- arbankans í London hefur ekki verið litið til þess, að mínu viti, að hér getur verið um umtals- verðan spamað að ræða og ekki hægt að líta framhjá því að ríkið gæti sparað stórfé ef það ætti ibúðir í helstu stórborgunum í nágrannalöndunum, t.d. bara í höfuðborgunum. Þar gætu emb- ættismenn stjórnsýslunnar gist í erindum sínum i borgunum. En um leið ætti að sjálfsögðu að draga frá dagpeninga til viðkom- andi sem nemur gistingu i við- komandi ríkisíbúð. Nú er ríkið sem óðast að selja ríkisjarðir sínar. Mun meira vit hefði verið fyrn ríkið að eiga íbúðir í stór- borgunum en jarðirnar sem hafa lengst af verið baggi á því opin- bera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.