Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998
15
Sellafield er
ógnun viö lífríkið
„Ég mun verða með
mjög róttækar tillögur
um endurvinnslustöð-
ina í Sellafíeld 1 næsta
mánuði, þið megið
treysta því,“ sagði
Michael Meacher, um-
hverfisráðherra Breta,
við okkur, íslensku
sendinefndina, á Glo-
be-umhverfisráðstefn-
unni í Árósum í júní
sl. Þetta ítrekaði ráð-
herrann við okkur í
garðveislu sem haldin
var fyrir 800 fulltrúa á
umhverfisráðstefnu
umhverfisráðherra í
sömu ferð.
Geislavirkur hum-
ar viö Sellafield
Teknetíum 99 er,
eins og margir vita, geislavirkt
efni sem verður til við endur-
vinnslu kjamorkuúrgangs sem er
endurunninn í Sellafield í
Englandi. Þessu tilbúna geisla-
virka efni er dælt í írlandshaf í
miklu magni og rekur þaðan með
hafstraumum til norðurs. Þar tek-
ur hver straumtung-
an við af annarri og
ber það um öll
heimsins höf að lok-
um. Þetta efni
mælist nú í vaxandi
magni og hefur
geislavirkni í humri
af völdum tek-
netíums mælst 42
sinnum hærri við
Sellafield en Evr-
ópustaðlar leyfa.
Við Noregsstrendur
hefur styrkur tek-
netíums í skeldýr-
mn áttfaldast frá því
mælingar hófust.
Teknetíum eftir
4 ár viö strend-
ur íslands
Talið er að með
sama rekhraða verði aðeins 4-6 ár
þar til teknetíum mælist við Is-
landsstrendur í skeldýrum og
fiski. Auðvitað safnast efnið mest
upp næst sleppistaðnum en þegar
sleppingin er stöðug allan ársins
hring dreifist það smám saman
um öll heimsins höf. Teknetíum 99
Kjallarinn
Kristján Pálsson
alþingismaöur, á sæti
í umhverfisnefnd
Alþingis
er tilbúið geislavirkt efni og mjög
hættulegt, með helmingunartíma
213.000 ár sem er einn lengsti
helmingunartími sem þekkist.
Teknetíum 99 eyðist því ekki úr
höfunum um ókomna framtíð og
er skelfilegt til þess að vita að slík
vinnsla sé til þegar vitað er um af-
leiðingamar.
Vér mótmælum allir
Ég krafðist þess af Michael
Meacher á Globe-fundinum í júní
sl. að endurvinnslustöðinni í
Sellafield yrði lokað strax. Yfirlýs-
ing ráðherrans var eins og ég gat
um í upphafí: Bíðið eftir fundinum
í Portúgal í júlí. Þeim fundi er nú
lokið fyrir nokkrum dögum og
voru gerðar þar ýmsar jákvæðar
samþykktir. Það sem vakti þó
meiri athygli
mína var að los-
un teknetíums
99 í höfin var
'ekki bönnuð.
Þess var einung-
is farið á leit við
eiganda endur-
vinnslustöðvar-
innar í Sellafi-
eld að hann
reyndi á næstu
22 árum að
draga úr losun
teknetíums 99!!!
Að mínu áliti
eru þetta hrein svik við fyrri yfir-
lýsingar Breta. Það eru engin önn-
ur efni til sem hafa jafnmikil lang-
tímaáhrif og eilíf eituráhrif tek-
netíums 99 hafa á allt líf í höfun-
um. Þessari niðurstöðu hljótum
við íslendingar því að mótmæla
allir sem einn.
Kristján Pálsson
„Talið er að með sama rekhraða
verði aðeins 4-6 ár þar til
teknetíum mælist við Islands-
strendur í skeldýrum og físki.
Auðvitað safnast efnið mest upp
næst sleppistaðnum en þegar
sleppingin er stöðug allan ársins
hring dreifíst það smám saman
um öll heimsins höf.u
Frá Sellafield endurvinnslustööinni í Bretlandi.
Að vera vax-vera
Vaxmyndasafn Maddömu
Tussauds er ein helsta ferða-
mannagildran i London. Ég hafði
aldrei almennilega skilið þetta að-
dráttarafl frúarinnar og skellti
mér því í rannsóknarleiðangur
niður á Bakerstreet (sbr. sérlákur)
og beið í hálftíma biðröð með hin-
um Könunum. Þegar inn var kom-
ið fékk ég fyrsta hintið um hver
lausnin á leyndardómnum væri;
þar beið gesta sjálfur Arnold
Schwarzenegger í vaxlíki (grun-
samlega hávaxinn þó) og mér var
skipaö að stilla mér upp við hlið
hans og láta taka af mér mynd.
Þegar ég baðst undan þessum
heiðri var mér gert ljóst að þá
hefði ég nú lítið þama að gera en
með því að þráast við tókst mér að
sleppa inn í safnið og hitta önnur
frægðarmenni, hirðljósmyndara-
laus.
Og þar sem ég stóð, móð og
másandi eftir baráttuna gegn ger-
eyðandanum, uppgötvaði ég að
þetta var einmitt málið; mynda-
tökur. Því þama ríkti virkileg mú-
gæsing. Ekki bara Bandaríkja-
menn (þó þeir væru sýnu verstir)
heldur allra þjóða kvikindi stilltu
sér upp við hlið hetja sinna, lögðu
feimnislega hönd á öxl eða (jafn-
vel!) handlegg um mitti og svo var
smellt af. Fín og feimnisleg ind-
versk kona stillti
sér upp við hlið
Muhammeds Alis
og rindilslegur
ítali góndi upp
undir Marilyn
Monroe. Hópur
feitra og horm-
ónakepptra Kana
fussáði og sveiaði
yfir leiðtogum
Miðausturlanda
(“ég trúi þessu
bara ekki“ og
„þetta er nú of mikið“) og eriskar
smábæarmeyjar stilltu sér hátíð-
legar við hliö hápalls Díönu og tár-
uðust. Einnota myndavélar voru
seldar í sjoppum með stuttu milli-
bili og flassljósin lýstu upp svæðið
undir heilaskemmandi lyftumúsík
og hljóðeffektum.
Enginn greinarmunur
Sagan féll þarna saumlaust
saman þvi þama mátti
sjá kóngafólk, bftla og
ballerínur hvert innan
um annað, öll merkt
handhægum upplýs-
ingum. Henry fimmti
sat hamingjusamlega
innan um eiginkonur
sínar sex og á skilti
mátti lesa hverjar
þeirra hann hafði látið
hálshöggva og hverjar
hann hafði skilið við.
Tími og rúm verða að
afstæðum hugtökum
hjá Tussaud, Beet-
hoven og Bob Geldof
deildu flygli (en hvar
var Björk?) og fyrir
aftan hægindastól
Agötu Christie standa
William Shaekspeare
og Oscar Wilde. Þjóðarleiðtogar
frá öllum heimshornum hópuðust
saman, látnir sem lifandi, Lenín,
Mandela og Margrét Danadrottn-
ing; ég saknaði sárt bæði Vigdísar
og Óla.
Og það indælasta var viðbrögð
„fólksins". Það var bersýnilegt að
þarna var enginn greinarmunur
gerður á vaxmynd og veruleika.
Gestum Tussaud fannst þeir virki-
lega vera í návist mikilmenna og
hetja þar sem þeir stilltu sér upp
meðal vaxfígúranna og létu taka
af sér myndir eða tóku andköf yfir
návist vina og
óvina. Heima eru
svo myndirnar
limdar í albúm e'ða
festar upp á vegg,
samfundunum til
sönnunar.
Vaxið er lausn
Strigaskóaðir og
jogginggallaðir
túristar hafa alltaf
verið lýti á fallegu
borgar/landslagi.
Nú þegar, ágangur
ferðamanna er ekki
bara útlitsgalli
heldur raunveru-
legt umhverfis-
vandamál er vaxið
lausn sem líta ber
t til. í stað þess að
láta ferðamenn valda efnislegum
og efnahagslegum spöllum á landi
og þjóð er hægt að móta fljótandi
ís-land úr vaxi, sem býður upp á
allt það besta: vax-hveri, vax-fjöll
og eldgos, vax-dúkkur (Play-barbí)
og vax-jökla. Eyjuna mætti svo
hengja aftan í skip; þannig þurfa
ferðamenn ekki að koma til ís-
lands, ísland kemur til ferða-
mannanna. Þægilegt og hand-
hægt, allt á einum stað; og það
þekkir enginn muninn.
Úlfhildur Dagsdóttir
„Eyjuna mætti svo hengja aftan í
skip; þannig þurfa ferðamenn
ekki að koma til íslands. ísland
kemur til ferðamannanna. Þægi-
legt og handhægt, allt á einum
stað; og það þekkir enginn mun-
inn.u
Kjallarinn
Ulfhildur
Dagsdóttir
bókmenntafræðingur
Með og
á móti
Er eðlilegt að útgeröin
borgi sjómannaafsláttinn?
Mjög eðlilegt
„Ríkið stuðlaði að kjarasamn-
ingum með skattaaívilnun og tók
þar með hluta á sig sem eðlilega
hefði átt að falla á útgerðina.
Sjómannaafslátturinn er hluti
af kjarasamningum og hefur þró-
ast í gegnum
arin, m.a. sem
viðurkenning á
sérstöðu sjó-
manna vegna
fjarveru frá
heimili og fjöl-
skyldu sem
ekki er neitt
nýtt hér á ís-
landi. Margir
starfshópar hér
á landi hafa
fengið sérstaka staðaruppbót. Má
þar nefna hópa sem starfa við
virkjunarframkvæmdir og hópa
meðal opinberra starfsmanna.
Læknisfræðileg úttekt á heilsu-
fari sjómanna staðfestir að
starfsævi þeirra er styttri en
þeirra sem í landi starfa. Ef það
er almenn skoðun f landinu að
það sé útgeröin sem eigi að greiða
afsláttinn en ekki rikið hlýtur
þaö að gerast með þeim hætti að
löggjafinn staðfesti þessi hlunn-
indi sjómanna með lagasetriingu
þannig að laun sjómanna verði
óskert. Þá fellur það í hlut útgerð-
ar að standa við þær skuldbind-
ingar sem áður féllu á ríkið."
Guömundur Halh
varðsson alþingis-
maður.
Kemur ekki
til greina
„Okkar viðhorf er að sjö-
mannaafsláttur sé til kominn fyr-
ir ákvarðanir Alþingis um íviln-
un á skatti til sjómanna. Það
tengist ekki með neinum hætti
kjarasamningum heldur hafa
, samskipti
gengið beint
milli sjómanna
og stjórnvalda.
Þess vegna
kemur ekki til
greina, að okk-
ar áliti, að
blanda útgerð-
inni í málið ef
Kristján Ragnars-
það á að af- son, formaður LÍÚ.
nema afslátt-
inn. Það er aftur samskiptamál
þeirra. Menn gefa ekki gjafir og
láta aðra borga fyrir sig eins og
fjármálaráðherra hefur verið að
ýja að í fjöhniðlum með því að
segja að það eigi að hækka laun
sjómanna sem þessu nemi. Þessi
sjómannaafsláttur er ekki kom-
inn fyrir atbeina okkar útgeröar-
manna á neinn hátt. Viö ætlum
ekki leggja mat á það hvort hann
er réttmætur eða óréttmætur.
Það verða stjórnvöld að gera og
standa þá skil á þeim skoðunum
gagnvart þeim sjómönnum sem
þau hafa veitt þessa ívilnun. Það
er ótrúlegt til þess að hugsa að
stjórnvöld ætli að láta okkur
borga það sem þau hafa ákveðið
að gera fyrir sjómenn. Ég er svo
hissa að þaö skuli koma fram nýr
fjármálaráðherra með hugsun
sem byggist á því að velta þannig
kostnaði og gera sig góðan gagn-
vart sjómönnum með þessum
hætti. Sjómenn hafa hér mjög há
laun sem útgerðin greiðir, þau
hæstu sem þekkjast I Vestur-
heimi, sem hlutfall af tekjum. Á
það verður ekkert bætt.“ -RR
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekiö við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjómar er:
dvritst@centrum.is