Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Qupperneq 21
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998
21
Harðnandi gagnrýni á norsku konungsfjöiskylduna vegna óhófs og eyðslusemi:
DVÓsló:
Baðkar á gullfótum og kampavín-
skælir við hliðina. Þetta er óhóf.
Tölvustýrður fataskápur fyrir 60
miUjónir er líka óhóf. Og að nota
hálfan fimmta milljarð I að lappa
upp á hús sem var í þokkalegu
standi fyrir er líka óhóf. Þetta finnst
í það minnsta nær öllum þegnum
Haralds fimmta Noregskonungs.
Norðmenn eru sparsamir að eðlis-
fari og vilja að konungsfjölskyldan
sé það líka. Á því hefur nú orðið
misbrestur.
Helstu sumarfréttimar í Noregi
hafa komið úr konungshöllinni. Það
er nýtt því yfirleitt er konungsíjöl-
skyldan ekki uppspretta æsiírétta.
Nú þykir hins vegar keyra um þver-
bak í húsum kóngs og drottningar
og fjölmiðlamir velta sér upp úr
sögum af bmðli og óhófi sem hlotist
hefur af einfóldum viðgerðum á
konungshöllinni.
Fimmfaldur framúrakstur
Upphaflega átti að nota um 800
milljónir íslenskra króna til við-
gerðanna en nú er búið að eyða
þeirri fjárhæð fimm sinnum og sér
ekki fyrir endann á fjáraustrinum.
M.a. munu bæði krónprins og
prinsessa fá innréttaðar sérstakar
íbúðir i höllinni. Hvor um sig mun
eiga að kosta 300 milljónir íslenskra
króna.
Formlega er málum svo háttað að
konungsfjölskyldan sjálf ber ekki
ábyrgð á því sem gert er til viðhalds
i höllinni. Peningarnir koma frá
ríkinu og ábyrgðin á að vera þar.
Því eiga konungshjónin ekki að
skipta sér af þvi sem gert er en nú
hafa ríkisskipaðir viðgerðarmenn
gengið fram fyrir skjöldu einn af
öðmm og sagt frá yfirgangi kon-
ungshjónanna og sóun á opinberu
fé.
Þau hjón eiga aö hafi ýtt öllum
hófsömum áætlunum um viðgerð-
imar til hliðar og látið vini sína um
að segja fyrir um breytingar á höll-
inni sem em fimm sinnum dýrari
en ráðgert var. Manna á meðal er að
sjálfsögðu alltaf talað um að Sonja
drottning hafi ákveðið að svona
skuli staðið að málum og hún er
nógu ákveðin til að segja þessum
ríkisskipuðu viðgerðarmönnum að
halda sig bara á mottunni.
Óvinsæl drottning
Þannig er Sonju kennt um allt en
Haraldur konungur er hafinn yfir
gagnrýni.
Illar tungur segja líka að hún sé
svo snobbuð að hún telji sjálfsagt
mál að hafa gulifætur á baðkömn-
um og kampavínskæli við hliðina.
Álíka illar tungur segja og að kon-
ungurinn sé bara eins og snúninga-
strákur hjá drottningunni; að kóng-
urinn vilji bara það sem drottning-
in vill.
Þetta er bæjarslúörið og það fær
ekki pláss í fjölmiðlunum. Gagnrýn-
in á konungsembættiö nær hins
vegar inn á síður blaðanna og
einnig efasemdir um konungdæmið.
Það er gagnrýnt að konungsembætt-
ið hafi tekið fram fyrir hendumar á
framkvæmdavaldinu og eytt pening-
um ríkisins að vild. Og þeir era
fleiri nú en áöur sem velta fyrir sér
spurningunni um hvort Noregur
ætti ekki að vera lýðveldi.
Steinar Hansson, ritstjóri mál-
gagns Verkamannaflokksins, er
einn þeirra sem telja óeðlilegt að til-
viljun - en ekki fólkið - ráði hver
eru kóngur og drottning í landinu.
Flestar aðrar þjóöir velji sér sína
þjóðhöfðingja sjálfar í lýðræðisleg-
um kosningum. Norðmenn hafa
bara einu sinni valiö sér kóng. Það
var árið 1905 þegar konungsríkið
var stofnað.
stelpa úti í bæ
krækir í kónginn
og tekur völdin í
höllinni? Er þá
ekki betra að fólkið
kjósi sér bæði kóng
og drottningu?”
Vandi Sonju er
þó kannski mestur
vegna þess að hún
hefur sjálf orðið að
skapa allar hefðir
og venjur í stöðu
drottningar. Þegar
hún varð drottning
árið 1991 hafði eng-
in drottning verið í
Noregi í meira en
50 ár. Og Sonja
hafði ekki hugsað
sér að verða ósýni-
leg puntudúkka og
hefur ekki verið
það. Hún tekur
virkan þátt í störf-
um konungs og
sumum finnst sem
hún hafi sig óþarf-
lega mikið í
frammi.
Þegar eftir að
Sonja kom í höllina
var ráðist í endur-
bætur á henni.
Þessum endurbót-
um hefur Sonja
stjórnað með
harðri hendi og
ekki gefið sig þótt
ríkisskipaðir við-
gerðarmenn hafi
kvartað og kveinað
undan yfirgangin-
um.
í augum flestra
er það reyndar í
besta lagi að drottn-
Sonja þykir eyöslusöm f meira lagi vlö þaö vandasama verk aö flikka upp á höll þelrra hjóna. Stung-
iö hefur veriö upp ó aö hún pungi sjálf út fyrir öllum fburöinum enda á vfst kerla sand af seölum,
svo sem sést á flfkum hennar.
Langt í lýðveldi
Enginn spáir þó norsku kon-
ungsfjölskyldunni falli þrátt fyrir
andstreymi og ákúrur. Ekki einu
sinni yfirlýstir lýðveldissinnar á
vinstri væng stjómmálanna telja
raunhæft að krefjast þess að for-
seti verði látinn taka viö af kóngi.
Hins vegar nýtur konungsfjöl-
skyldan nú minni vinsælda en
nokkru sinni fyrr. í nýrri skoöana-
könnun sögðu þrír af fjórum að-
spurðum að konungsfjölskyldan
gæti bara veskú borgaö sjálf fyrir
sitt óhóf. Þetta er nýtt í Noregi.
Mörg undanfarin ár hefur óá-
nægja með konungsfjölskylduna
verið að grafa um sig meöal Norð-
manna. Þessi óánægja hefur fengið
útrás nú í sögunum af endurbót-
unum á höllinni. Það er stíll kon-
ungshjónanna sem veldur von-
brigðum. Steinar Hansson ritstjóri
orðar þetta svo að fólkiö vilji sjá
„kóng i skíðajakka en ekki drottn-
ingu með fínan hatt”. Það er sem
sagt skortur á alþýðleika sem er
vandamálið.
Sakna alþýðukonungs-
ins
Ólafur heitinn, faðir Haralds
konungs, fékk viðumefnið alþýðu-
konungurinn. Hann þótti meira að
segja svo sparsamur að það jaðraði
við nísku. Hann vildi ekki að kon-
ungurinn byggi við betri kjör en
fólk flest og deildi kosti með þegn-
um sínum. í tið hans þurfti ekki
gullfætur undir baðkörin í höll-
inni.
Eftir að núverandi konungshjón
tóku við hefur embættiö tapað
miklu af þessum alþýðleika - og
Sonju drottningu er að sjálfsögöu
kennt um. Það má líta svo á að enn
gagnrýni fólk ekki konunginn um-
búöalaust og láti
því óánægjuna
bitna á drottning-
unni. En hverju
svo sem um er aö
kenna þá hefur
konungurinn fjar-
lægst fólkið sitt og
kallað yfir sig
gagnrýni.
Eyösluklær og óhófsseggir falla ekki f kramiö hjó
Ekkl m60 norsku þjóöinni og skiptir blótt blóö engu máli f þvf
blátt blóð í sambandi
æðum
Hlutskipti Sonju er sýnu erfiðara
en Haralds. Hún er ekki konungbor-
in og það er notað gegn henni. Jafn-
vel lýöveldissinar hafa leyft sér að
fullyrða að borgaralegur uppruni
drottningarinnar sé ljóður á ráði
hennar. Þeir spyrja sem svo: „Til
hvers aö hafa konung ef einhver
ingin skipi fyrir verkum. Vandinn
er að fólkið verður að borga brús-
ann. Því hafa glöggir menn minnt á
að konungsfjölskyldan á milljarða-
eignir í húsum, löndum, bátum og
lausum aurum og getur látið gera
við höllina að eigin vild og fyrir eig-
iðfé.
Glsli Kristjánsson