Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Page 24
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 JJ V
24 tgakamál
•w i
tk 'k ----
Á afskekktum stað í kirkjugarði í
Stuttgart er legsteinn sem er nokk-
uð hærri en þeir sem næstir honum
eru. Hann minnir dálítið á óbelíska
og á honum stendur: „Anna Elisa-
beth Bauer 1985-1993.“ Hún varð því
aðeins átta ára. Að sögn yfirvalda
var hún myrt af frænku sinni.
Frænkan, Elisabeth Frederiksen,
situr nú í fangelsi. Og þar á hún
heima, segja talsmenn dómskerfis-
ins.
En margt er óljóst um það sem
gerðist. Þannig hefur þeirrar spum-
ingar verið spurt hvers vegna
frænka hafi myrt bróðurdóttur sem
hún dáði, stúlku sem hafði fóður-
systurina i miklum hávegum. „Af
því að föðursystirin gat ekki átt
böm,“ er svar yfirvalda. Sumir
segja þessa yfirlýsingu fáránlega.
Föðursystirin kom oft í heimsókn
til Önnu og haföi þá gjaman með-
ferðis ýmsar smágjafir. Og hún kom
líka með gjöf dagiim sem henni er
gefið að sök að hafa byrlað Önnu
litlu eitur. Þá var föðursystirin á
leið með hundinn sinn til dýralækn-
is en ákvað að koma við í þýska
smábænum Tamm, þar sem bróðir
hennar, Emst Bauer, bjó með konu
sinni og dóttur, Önnu.
Dáði föðursysturina
Anna var afar hrifin af fóðursyst-
ur sinni, sem kún kallaði Eli. Þegar
Elisabeth Frederiksen lagði rauða
Porsche-bilnum sínum fyrir framan
húsið varö litla stúlkan alltaf mjög
glöð. Frænka hennar var lífsreynd,
haföi ferðast mikið og var alltaf vel
klædd. Einkum þótti Önnu gaman
að sjá þegar frænka hennar farðaði
sig. „Einhvem tíma verð ég eins fal-
leg og rík og þú,“ sagði hún þá.
Daginn sem til tíðinda dró kom
Elisabeth með gjöf að vanda. I þetta
sinn var það skammtur af rjómaís
sem hún haföi keypt í stórverslun í
Tamm. ísinn var lagður í frystihólf
ísskápsins.því hann ætlaði Anna að
borða síðar. Fyrst ætlaði hún aö
Elisabeth Frederiksen.
fara út og leika sér dálítið við hund
frænku sinnar.
Þegar Elisabeth kom i heimsókn
til Önnu var litla stúlkan ein heima
því foreldrar hennar höfðu farið á
fyrirlestur. Er Anna kom heim aft-
ur með hundinn hafði Elisabeth sett
ís og súkkulaðisósu á disk. Anna
borðaði hann upp til agna.
Allt um seinan
Um tíuleytið þetta kvöld fór litla
stúlkan að fá illt í magann. Þá vom
foreldramir komnir heim en Eli
frænka farin. Anna bar sig iila alla
nóttina og um morguninn var hún
orðin mikið veik. Þá fór Emst
Bauer meö dóttin- sína á næsta
sjúkrahús en henni varð ekki bjarg-
að. Anna dó fyrir hádegi án þess að
læknar fengju nokkuð að gert. Við
krufningu kom í ljós að hún hafði
dáið af arsenikeitrun.
í byrjun beindi rannsóknarlög-
reglan athygli sinni að foreldrun-
um. „En ég tók það ekki allt of
nærri mér,“ sagði faðirinn síðar,
„því ég vissi að hvorki ég né kona
mín, sem þjáist af bandvefssjúk-
dómi og er í hjólastól, gáfum henni
eitrið. Engu að síður brá mér þegar
systir mín, Elisabeth, var handtekin
Anna litla.
fyrir morðið því fyrir utan okkur
hjónin var hún sú eina sem hafði
verið með Önnu umræddan dag.“
Og Elisabeth, föðursystirin, þótti
ekki síður gmnsamleg fyrir það að
hún kunni nokkuð fyrir sér í lyfja-
fræði. Faðir þeirra, Emst, hafði ver-
ið lyfjafræðingur og Elisabeth haföi
sótt nokkur námskeið í þeirri grein.
Þá upplýsti lögreglan að foreldrar
þeirra heföu látist á heldur dular-
fullan hátt. Við krufningu fundust
leifar af arseniki i báðum líkunum.
Elisabeth hafði búið hjá foreldram
sínum er þeir létust. Ekki þóttu að-
stæður þó þannig að rétt væri að
sækja hana til saka.
Gift Dana
Elisabeth haföi ekki starfað við
lyfjabúð árum saman er Anna litla
dó. Eftir að hafa lokið námi giftist
hún dönskum bankastarfsmanni og
bjuggu þau í Kaupmannahöfn í
fimm ár. Síðan fluttust hjónin til
Frankfurt þar sem maöurinn henn-
ar gerðist ráðgjafi um rekstur fyrir-
tækja. Eftir það vann Elisabeth
með honum. Er hún var spurð að
þvi hvers vegna þau hjón hefðu
ekki eignast böm, svaraði hún því
til að þau væm oft á viðskipta-
ferðalögum og hefðu því ekki talið
rétt að taka á sig þá ábyrgð sem því
fylgdi að ala upp börn. „En ég gat
alltaf heimsótt Önnu,“ sagði hún.
Eftir að Elisabeth Frederiksen
var handtekin fóm fram yfir henni
yfirheyrslur þar sem að henni var
lagt að játa á sig morðið á bróður-
dóttur sinni. Hún sagðist ekki
myndu gera það því hún hefði ekki
gefið henni eitur. Var henni þá
gerð grein fyrir því að staða henn-
ar i málinu væri mjög slæm því
hún hefði verið ein með litlu
stúlkunni fyrir dauða hennar, gefið
henni ís og væri ekki með neinu
móti hægt að sýna fram líklegri or-
sök láts Önnu.
En Elisabeth Frederiksen hélt
fast við sitt.
Engar eiturleifar
Lögmaður hinnar handteknu
benti hvað eftir annað á að við
rannsókn málsins heföu ekki komið
fram neinar haldbærar sannanir
fyrir því að hún væri sek. í íbúð
Bauers-hjóna hefðu ekki fundist
neinar leifar af arseniki. Þá lá fyrir
að Elisabeth hafði skolað af diskin-
um sem Anna litla borðaði af og síð-
an sett hann í uppþvottavél. En
rannsókn á henni leiddi ekki í ljós
neinar eiturleifar.
Þá gerði verjandinn að sérstöku
umræðuefni ástæðu fyrir morði.
Hvers vegna hafði Elisabeth átt að
myrða systurdóttur sína? Hún dáði
Önnu litlu og hafði aldrei sýnt
henni annað en umhyggju. Svarið,
eins og áður er komið fram, var á þá
leið að hin handtekna hefði ekki átt
nein böm sjálf og því viljað svipta
bróður sinn og mágkonu dóttur
þeirra.
Um þetta og fleira sagði Emst
Bauer: „Ég get alls ekki ímyndað
mér að systir mín sé kaldriíjaður
morðingi. Okkur hefur
alltaf komið sérstaklega
vel saman og hún
elskaði Önnu litlu. Það
hljóta að hafa orðið
mikil mistök á öðrum
vettvangi."
Dómurinn
En það var ekki að
sjá að ákæravaldið
væri þeirrar skoðunar
að Elisabeth væri sak-
laus. Hún fékk ákæm,
var leidd fyrir rétt og
dæmd í lífstíðarfang-
elsi. Það vakti sérstaka
athygli að dómurinn
byggðist á óbeinum
sönnunum og vísbendingum en
beinar sannanir lágu engar fyrir.
Elisabeth hélt ekki uppi neinum
vömum fyrir sig sjálf og í eina
skiptið sem hún sagði nokkuð var
það til svars við spumingu dómar-
ans er hann spuröi hvort hún heföi
myrt Önnu. „Ég er ekki sek,“ svar-
aði hún þá.
Eftir dómsuppkvaðninguna sagði
Elisabeth að líklega hefði það verið
rangt af sér aö þegja að öðru leyti í
réttinum. Hún heföi hins vegar haft
það á tilfinningunni er réttarhöldin
hófust að hún hefði verið dæmd fyr-
ir fram. Ummæli hennar myndu
engu breyta þar um. Sér hefði líka
veriö sagt að orð hennar um hve
mjög hún sæi eftir Önnu litlu hefðu
ekki þótt nógu sannfærandi.
Nýr og annars konar dómur
Málinu var skotið til hæstaréttar.
Þar lýstu dómarar því yfir að ýmis-
legt skorti á að rannsókn málsins og
málatilbúnaður stæðist þær kröfur
sem gera yrði í slíku máli. Af gögn-
um rannsóknarlögreglunnar mætti
draga þá ályktun að grunur hefði
aðeins beinst að einum aðila og eng-
inn annar hefði þótt koma til
greina. Niðurstaða hæstaréttar var
á þá leið að dómur undirréttar
skyldi felldur úr gildi og málið
skyldi tekið til rannsóknar á ný.
Var nú tekið að rannsaka ýmis-
legt sem Anna litla gæti hafa komist
í snertingu við og gæti skýrt arseni-
keitmnina. Voru meðal annars tek-
in sýni af málningu í skólanum sem
hún hafði gengið í, en ekkert eitur
fannst.
Eftir þessa nýju rannsókn var
málið dómtekið á ný. Þar var ýmis-
legt dregið fram sem dregið gæti í
efa þá fullyrðingu saksóknarans að
Elisabeth væri sek. Bent var á að
hryðjuverk væru ekki óalgeng í
Þýskalandi. Fyrir kæmi að eitri
væri komið fyrir í
matvælum í stór-
mörkuðum. Síðan
væri haft samband
við eigendur þeirra
og þeim heitið
ábendingum um
hvar eitrið væri að
finna gegn peninga-
greiðslum. Þannig
væri ekki hægt að
útiloka að rjómaís-
inn sem Elisabeth
hefði fært frænku
sinni hefði verið
eitraður þegar hún
keypti hann.
Lokaniðurstaða
Þessi rök nægðu
þó ekki til þess að
Elisabeth yrði
sýknuð. Rætt var
við talsmenn stór-
markaðsins þar sem ísinn var
keyptur en þeir sögðu engin bréf
hafa borist þar sem krafist heföi
verið fjár fyrir ábendingar um eitur
í matvælum sem vom á boðstólum.
Saksóknari hélt því fram eftir að
þessi yfirlýsing barst að Ijóst mætti
vera að hugleiðingar um hryðju-
verk ættu ekki erindi að þessu
sinni.
Réttarhöldunum lauk með sama
dómi og fyrir undirrétti í fyrra
sinnið. Elisabeth Frederiksen var
dæmd i lífstíðarfangelsi. Eftir
dómsuppkvaðninguna sagði hún:
„Réttlætið nær fram að ganga fyrr
eða síðar því ég er saklaus."
Málsniðurstaðan var til umfjöll-
unar í Þýskalandi og sýndist siit
hverjum. Sumir bentu á aö það
gæti vart talist eðlilegt að foreldrar
Elisabeth heföu látist úr
arsenikseitmn meðan hún bjó hjá
þeim. Það renndi stoðum undir þá
skoðun að hún heföi eitrað fyrir
bróðurdóttur sína, líklega af þeim
ástæðum sem ákæruvaldið hefði
nefnt.
Aðrir sögðu það einkennilegt að
hvergi í íbúð Bauers-hjóna heföu
fundist neinar leifar eitursins.
Heföi það verið í ísnum hefði að
minnsta kosti smáhluti þess átt að
verða eftir einhvers staðar þar, í
uppþvottavélinni eða annars stað-
ar.
Þá lýstu sumir yfir þeirri skoðun
að hvað svo sem segja mætti um
fortíð Elisabethar og þá staðreynd
að hún hefði gefið Önnu litlu ís rétt
áður en hún veiktist skorti í raun
sannanir, þannig að segja mætti að
sekt hennar væri hafin yfir allan
vafa. Hana hefði því átt að sýkna.
Hver hafði rétt fyrir sér?
Húsiö sem atvikiö geröist í.
Legsteinninn.