Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Síða 29
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 29 Ólyginn sagði... að Helen Hunt væri döpur þessa dag- ana. Hún á sér nefhi- lega þann draum æðstan að færa heim- inum af- kvæmi sitt. Það væri lítið mál ef ekki væri fyrir eiginmann hennar Hank Azaria sem leikur í Godzilla og hinum frábæru Simpson-þáttum. Hann er nefhilega ekki til í tuskið. Hann er af vinum sínum sagð- ur óöruggur og með vott af minnimáttarkennd. Hún hefur nefnilega gert það gott en hann hefur ekki orðið jafnfrægur vegna Godzilla og hann vonað- ist eftir. Helen Hunt er líka döp- ur vegna þess að ekki varð af því að þau hjúin giftu sig í vor eins og til stóð. Ofan á allt þetta bætist að Helen er að verða 36 ára og líffræðilega klukkan er farin að tifa hraðar og sá tími nálgast þegar hún getur ekki lengur eignast bam. Gæti hún ekki leitað til einhvers sem er til í allt, til dæmis David Duchovny sem ku var ansi sperrtur í þessum málum ... ... að Toni Braxton væri að fara að syngja í söngleik. Það er hægt að skilja að Petula Clark fari að syngja á sviði en þetta er svo sannarlega óvænt útspil hjá Toni. Hún hefur tekið að sér aðal- hlutverkið í Fríðu og dýrinu og guö má vita hvort aðal- hlutverkið það er. Stúlkan hef- ur nefnilega lent í vand- ræðum með peningamálin þrátt fyrir að hafa þénað vel í brans- anum. Hún hefur nefnilega þurft aö lýsa sig gjaldþrota vegna vitleysisgangs i plötufyr- irtækinu hennar fyrrverandi. Broadway kemur henni því til bjargar á góðum tima. Hún þyrfti kannski að leita til Landsbankans með viðskipti... ... að Geri Halliwell, gamla kryddið, ætti margt sameigin- legt með syni Aarons Spelling. Hann langaði mjög að hitta dls- »% i________________________________ ina og það varð af því. Sumir segja þó að það sé aðallega vegna þess að Geri vildi endi- lega fá hlutverk eins engilsins í nýrri mynd um Charlie’s Ang- els. Þrátt fyrir marga málsverði er samt hætt við því að ekki verði af neinu hlutverki því að sögur segja að englarnir þrír verði leiknir af Jödu Pinkett, Mechelle Yeoh og Jenny McCarthy. Hlutverk Charlie gæti samt verið á lausu ... að Bruce Willis heföi átt I ástarsambandi við Liv Tyler og það væri ástæða skilnaðar hans og Demiar. Þetta er auðvitað ekki al- veg staðfest en góð saga engu að síður. Bruce og Liv leika nefni- lega feðgin í Armageddon sem var frumsýnd hér nýlega. Mamma Liv, Bebe Buell, hefur neitað þess- um sögusögnum og segir þær fá- ránlegar. Hún sagði I fréttatil- kynningu að Bruce hefði vart komið við Liv og hann hefði virt samband hennar og kærastans mjög. Hún sagði líka að hún héldi að Bruce væri vart maður sem drægi börn á tál- ar. Liv er þó orð- in 21 árs og það er svo sem ekki barnungt. Pabbi Liv var líka á frumsýningu myndarinnar og er talið liklegt að hann hefði sparkað ærlega I afturenda Brúsa ef hann hefði óhreint mjöl I poka- hominu ... 15% staðgreiðslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur —ÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆ3 Smáauglýsingar Nýjungar hjá ald. Poulser Suúurlamlsbraut 10. Sítni568 6499 Fax568 0539 livimasiðahttpi/wuno.poulsi Vandaðar & ódýrar Þrepadælur Brunndælur Það er hásumar, sól og hiti og það eru altir að gifta sig. Visir.is og FM 95.7 vita hvað alvöru brúðkaup með öllu tilheyrandi kostar og ætla því I samstarfi við vet vatin fyrirtæki að gefa heppnum verðandi brúðhjónum brúðkaup og brúðkaupsferð að andvirði 1.350.000. Vinningarnar eru hreint út sagt ótrúlegir: • Rolts Royce brúðarbíll frá Hasso Bfialeigunni. • Giftingahringir/morgungjöf frá Jóni & Óskari. • Brúðarvöndur frá Blóminu. • Brúðkaupsterta frá )óa Fel. • Kjólföt frá Herragarðinum. • Gjafavöru frá ömmubúð • Brúðarkjól lánaðan frá Brúðarkjólaleigu Dóru og gefins undirföt, slör, skór og hringapúðar. • Sandskútptúr frá Greipum Ægis. • Brúðkaupsferð frá Heimsklúbbi Ingólfs til Dubai á eitt glæsilegasta hótel í heimi. Það eina brúðhjónin þurfa að gera er að auglýsa vísi.is eða FM 95.7 á sem frumlegastan hátt. Þau gætu t.d. gert FM 95.7 eða vísir.is úr ávöxtum, bréfaklemmum, tunnum, ísmolum eða jafnvel pizzum. Sendið myndir af verkinu fyrir 11. ágúst tii: vísir.is, Þverholti 11, 105 Reykjavík, - Brúðkaupsleikurinn-. Daginn eftir hefst kosning á milli bestu tillagnanna á visir.is og 14. ágúst er sigurvegarinnkynntur á FM 9.57 og í DV. . MA550 - ÍSLAMD íiern GARÐURINN PftlMH TfiHUBL LtO. 1 é* jt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.