Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Qupperneq 32
36
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998
íþróttir
Keflavík (1)1
ÍR (O)O
1-0 Ólafur Ingólfsson (8.) af stuttu
færi eftir aö Þórarinn Kristjánsson
halöi átt gott skot að marki ÍR sem
Ólafur Þ. Gunnarsson varði en missti
boltann frá sér.
Lið Keflavíkur: Bjarki Guð-
mundsson - Snorri Már Jónsson,
Gestur Gylfason @, Kristinn Guð-
brandsson @, Karl Finnbogason (Ge-
org Birgisson 88.),- Róbert Sigurðsson
@, Gunnar Oddsson @, Marko
Tanasic @,Ólafur Ingólfsson, Sasa
Pavic (Adolf Sveinsson 77.), Þórarinn
Kristjánsson (Vilberg Jónasson 72.).
Lið ÍR: Ólafur Þór Gunnarsson,-
Magni Þórðarson, Kristján HaUdórs-
son @, Garðar Newman @, Joe Tor-
tolano,- Chris Jackson (Guöjón Þor-
varðarson 81.), Bjami Gaukur Sig-
urðsson (Brynjólfur Bjamason 89.),
JónÞór Eyjólfsson @,- Sævar Þór
Gíslason @, Geir Brynjólfsson
(Kjartan Kjartansson 86.), Kristján
Brooks.
Markskot: Keflavík 18, ÍR 6.
Hom: Keflavík 10, ÍR 1.
Gul spjöld: Gunnar (K), Marko
(K),Garðar (ÍR), Chris (ÍR).
Rauð spjöld: Jón Þór (ÍR).
Dómari: Garöar öm Hinriksson,
dæmdi ágætlega.
Áhorfendur: um 450.
Skilyröi: Smávindur, völlur
þokkalegur.
Maður leiksins: Kristinn Guð-
brandsson, Keflavík, var eins og
klettur í vöminni og braut niöur
margar sóknir ÍR.
ÍR-ingar eru enn án sigurs á
útivelli en þeir hafa tapað fimm
útileikjum í röð auk þess að gera
jafntefli í Grindavík í fyrsta leik.
Tveir nýir
til Vals
Valsmenn hafa fengið góðan lið-
styrk fyrir lokaslaginn í úrvals-
deildinni í knattspymu. Þetta eru
Englendingamir Mark Ward og Ric-
hard Burgess sem em hér með
Kristni Bjömssyni, þjálfara Vals, á
sinni fyrstu æfingu með Valsmönn-
um á Hlíðarenda í gær.
Ward er 36 ára gamall og hefur
víöa komið við á ferli sínum eins og
fram kom í DV í gær. Burgess er 20
ára gamall framherji sem kemur frá
Stoke City.
Búið er að ganga frá félagaskipt-
um þeirra beggja og leika þeir sinn
fyrsta leik með Val gegn ÍA laugar-
daginn 8. ágúst. -GH
Sund:
Orn og Kolbrún
settu ný ís-
landsmet
öm Arn-
arson, sund-
maðurinn
snjalli úr
Hafnarfirði,
tvíbætti í
gær íslands-
metið í 200
metra fjór-
sundi og
Kolbrún Ýr
Kristjáns-
dóttir bætti
5 ára gam-
alt íslands
met Bryn
dísar Ólafs
Örn Arnarson. dóttur en
þau em þessa dagana að keppa á
Evrópumóti unglinga sem fram
fer í Antwerpen.
1 gærmorgun syndi Öm á
2:08,30 mínútum og tryggði sér
þar sæti í A-úrslitunum. Þar
hafnaði hann í 5. sæti og bætti
met sitt um liðlega sekúndu en
hann kom í mark á 2:07,03 mín-
útum.
Kolbrún tryggði sér sigur i B-
úrslitunum í 50 metra skrið-
sundi á nýju íslandsmeti, 58,17
sekúndur.
-GH
Golfklúbbur Ness heldur á mánu-
daginn sitt árlega góðgerðarmót í
golfi. Mótið hefst klukkan 10 með 10
holu höggleik og á eftir eða um
klukkan 13 hefst hin eiginlega útslátt-
arkeppni.
Mótiö er til styrktar umhyggju, sem
eru heildarsamtök langveikra barna,
og renna öll framlög frá styrktaraðil-
um mótsins til þessara samtaka.
Flestir bestu kylfingar landsins eru
meðal keppenda en þeir eru: Björgvin
Þorsteinsson, Vilhjálmur Ingibergs-
son, Þórður Emil Ólafsson, Olöf M.
Jónsdóttir, Björgvin Sigurbergsson,
Örn Ævar Hjartarson, Þorsteinn
HaUgrímsson, Ragnhildur Sigurðar-
dóttir, Kristinn G. Bjamason, Sigur-
páll G. Sveinsson og síöast en ekki
síst Birgir Leifur Hafþórsson at-
vinnumaður.
Brian Davids frá Bretlandi og Svi-
inn Anders Hultman eru með forystu
eftir fyrsta hring á opna skandinav-
íska mótinu í golfi sem hófst í Stokk-
hólmi í gær. Báðir hafa þeir leikið á
65 höggum.
Darren Clarke, Bretlandi, Jepser
Pamevik, Svíþjóð og David Howell,
Bretlandi, koma næstir með 67 högg.
Bodo/Glimt vann stórsigur á
Stramsgodset, 6-2, í norsku úrvals-
deildinni í knattspymu í gær. hvorki
Óskar Hrafn Þorvaldsson né Valur
Fannar Gíslason léku með Stroms-
godset.
SSP veöbankinn spáir Manchester
United Englandsmeistaratitlinum,
Arsenal verður í 2. sæti og Liverpooí
í 3. sæti. -GH
Leifturssigur
- en Grindavík sneri aftur í lokin
Það verður ekki af Leiftursmönn-
um tekið að þeir hafa gaman af því
að gera leiki sína sérlega spennandi
undir lokin. Það er alveg sama
hversu mikla yfirburði þeir hafa
langtímum saman úti á vellinum,
nei, þetta skal verða spennandi fyr-
ir áhorfendur. Það gerðist enn einu
sinni hjá liðinu gegn Grindavík.
Leiftur komst í þriggja marka
forystu og ekkert benti til að and-
stæðingurinn hefði vilja til aö
skora, þá bakkaði Leiftur og
hleyptu Grindvíkingum inn í leik-
inn, sem varð virkilega spennandi
síðutu tíu minútumar.
Heimamenn uröu eftir inni í
búningsklefa
Þaö voru Grindvíkingar sem byrj-
uðu miklu betur og áttu fyrsta kort-
erið. Þá voru heimamenn enn inni í
búningsklefa. Fyrsta markið var því
eins og köld gusa framan í gestina,
gegn gangi leiksins. En þá var ball-
ið lika byrjað hjá Leiftri.
Þeir tóku öll völd og héldu þeim
lengst af, bættu öðru marki við og
stefndi í stórsigur. Leiftursmenn
áttu eina sérlega glæsilega sókn
undir lok hálfleiksins og voru þar
Une Arge og Lazorik á ferð, frábær
sending Lazoriks hitti á Arge í víta-
teig og átti Albert markvörður fullt
í fangi með að verja. En stórsigur
varð það ekki, þrátt fyrir þriggja
marka forystu strax á upphafsmín-
útum seinni hálfleiks. Það dofnaði
yfir leiknum þegar Leiftur bakkaði.
Værukærö Leiftursmanna
Þá urðu Leiftursmenn værukærir
og gengu á sig nokkrar sóknir sem
enduðu með vítinu. Svo minnkuðu
Grindvíkingar muninn í eitt mark
alveg í lokin og verulega spenna var
þar með komin í leikin. En þessi
urðu úrslitin og eitt er víst að hart
verður barist í Grindavík eftir viku,
en einmitt þessi lið keppa í undan-
úrslitum bikarkeppninnar.
Upphitun fyrir komandi bik-
arieik
Leiftursliðið var sérlega heil-
steypt í þessum leik. Langflestir
stóöu sig vel og liöið sýndi mikla
baráttu og oft á tíðum fallegt spil.
Grindvíkingar virtust vera búnir
að játa sig sigraða snemma í leikn-
um og það mátti meira að segja
heyra á tali leikmanna, en eftirgjöf
heimamanna í öruggri stöðu breytti
gangi leiksins og gestimir fengu
vind í seglin. Liðin mætast síðan
aftur í næstu viku í bikamum í
Grindavík og þá er að sjá hvort úr-
slitin snúast enn við því Grindavík
vann fyrri leikinn í deildinni þar
3-1. -HJ
Leiftur (2)3
Grindavík (0)2
1- 0 Páll Guömundsson (20.)
Rastislav Lazorik einlék upp vöUinn
og sendi á Pál Guðmundsson sem
skoraði með góðu skoti utan teigs.
2- 0 Rastislav Lazorik (26.) skoraöi
eftir að Une Arge skaUaöi sendingu
Kára Steins fyrir fætur hans.
3- 0 Une Arge (50.) fékk frábæra
sendingu frá Baldri upp vinstri kant,
óð upp vöUinn og lagði boltann
framhjá Alberti í markinu.
3-1 MUan Stefán Jankovic (65.)
skoraði örugglega úr víti sem Óli
Stefán Flóventsson fékk.
3-2 Grétar Hjartarson(88.) skoraði
af markteig eftir rispu Zoran Ljubicic
og sendingu Sinisa Kekic.
Lið Leifturs: Jens Martin Knud-
sen - Steinn V. Gunnarsson @,
Andri Marteinsson @, JúUus
Tryggvason @, Peter Ogaba - Kári
Steinn Reynisson @, PáU Guðmunds-
son @ ( PáU V. Gíslason 75. mín),
Paul Kinnaird @, Baldur Bragason
@ - Uni Arge @ ( Steinar Ingimund-
arson 85. mín), Rastislav Lazorik
Lið Grindavíkur: Albert Sævars-
son - Hjálmar HaUgrimsson @, Guð-
jón Ásmundsson, MUan S. Jankovic
@, Gunnar Már Gunnarsson (Kekic
Sinisa (80. mín) - Vignir Helgason,
Þórarinn Ólafsson, Zoran Ljubicic
@, Scott Ramsey @ - Grétar Hjartar-
son @, Óli Stefán Flóventsson @.
Markskot: Leiftur 20, Grindav. 13.
Hom: Leiftur: 3, Grindavík 6
Gul spjöld: Lazorik, Baldur, Júli-
us (L) Hjálmar (G), Ramsey (G),
Rauð spjöld: Peter Ogaba (L)
Dómari: Gisli H. Jóhannsson,
mjög ósamkvæmur sjálfúm sér.
Áhorfendur: Um 400
Skilyröi: Frábær vöUur, gola,
svalt.
Maöur leiksins: Rastislav
Lazorik, Leiftri. Sýndi sinn besta
leik í sumar, sívinnandi, baráttuglað-
ur og átti margar sendingar. Átti
stórleik.
Leikur Ziza
KR (2)2
Fram (O)O
1- 0 Guömundur Benediktsson (10.)
úr vítaspymu sem dæmd var eftir að
Þórir Áskelsson feUdi hann.
2- 0 Þorsteinn Jónsson (12.) með
skaUa eftir góða fyrirgjöf Indriða Sig-
urðssonar.
Lið KR: Gunnleifur Gunnleifsson
@ - Þormóður EgUsson @, Bjami
Þorsteinsson, David Winnie, Indriði
Sigurösson @ - Sigurður Öm Jóns-
son @, Stefán Gislason (Amar Jón
Sigurgeirsson 46.), Þorsteinn Jóns-
son, Einar Þór Daníelsson @ - Guð-
mundur Benediktsson @@ (Þór-
haUur Hinriksson 90.), Eiður Smári
Guðjohnsen (Björn Jakobsson 74.).
Lið Fram: Ólafur Pétursson @
-Þórir Áskelsson (Steindór Elíson
53.), Sævar Guðjónsson @, Ágúst
Ólafsson - Þorvaldur Ásgeirsson @,
Jón Sveinsson.HaUsteinn Amarson
@, Arnljótur Davíðsson (Freyr
Karlsson 81.), Ásmundur Amarsson -
Baldur Bjarnason (Anton Bjöm
Markússon 25.), Kristófer Sigurgeirs-
son.
Markskot: KR 16, Fram 15.
Horn: KR 4, Fram 9.
Gul spjöld: Anton Björn (F), Sig-
urður Öm (KR), Guðmundur (KR),
Þormóður (KR).
Dómari: Bragi Bergmann. Þokka-
legur.
Áhorfendur: Um 800
Skilyrði: Hægur vindur og rign-
ingarsuddi. VöUurinn ekki nógu góð-
ur.
Maður leiksins: Guðmundur
Benediktsson, KR. Skapaði fjölda
færa fyrir sjálfan sig og aðra og er að
komast í feiknagott form á ný.
■ii^w ■
ÍBV 11 7 1 3 26-13 22
Möguleiki er á að Rússinn Zergei ÍA 11 6 4 1 18-9 22
Ziza leiki með KA-mönnum í 1. KR 11 4 6 1 14-6 18
deildinni í handknattleik í vetur en Leiftur 11 5 2 4 14-13 17
hann varð meistari með liðinu Keflavík 11 5 2 4 9-13 17
tímabilið 1996-97. Eftir dvölina hjá Þróttur R. 11 3 4 4 18-19 13
KA hélt hann til Þýskalands en það- Fram 11 2 4 5 6-11 10
an lá leiðin til Japans. KA-menn Valur 11 2 4 5 15-21 10
voru ósáttir við sinn hlut í viðskipt-
unum og kærðu málið. Nú hefur Grindavík 11 2 4 5 13-19 10
dómstóll komist að þeirri niður- ÍR 11 3 1 7 12-20 10
stöðu að KA-menn hafi fullan ráð-
stöfunarrétt á leikmanninum hvað
handbolta varðar.
KA mun eiga rétt á skaðabótum
frá þýska liðinu sem og því jap-
anska og getur síðan selt leikmann-
inn en það er eins víst að KA-menn
reyni að fá Ziza til að leika með lið-
inu í vetur. -GH
ÚRVALSDEILD
Markahæstir:
Steingrímur Jóhannesson, ÍBV . 14
Tómas Ingi Tómasson, Þrótti ... 8
Sigurður R. Eyjólfsson, ÍA ...6
Nœstu leikir eru helgina 8. tU 9.
ágúst en bikarkeppnin er eftir helgi.
Jón Kr. Gíslason í Stjörnuna
- og fleiri gamlir jaxlar á leiðinni í Garðabæinn?
Landsliðs-
þjálfarinn
Jón Kr.
Gísla-
son
hefur
ákveðið
að
draga
hugsan-
lega fram
körfubolta-
skóna á ný
spila þá með 1. deildar liði Stjörn-
unnar. Jón hefur gengið frá félaga-
skiptum yfir til Garðabæjarliðsins
en Jón spilaði síðast meö Grindvík-
ingum veturinn 1996-97 og var þá
meðal annars með fiestar stoðsend-
ingar í úrvalsdeiidinni.
Stjarnan ætlar sér stóra hluti í
vetur. í liðinu er blanda af mjög
ungum strákum og gömlum jöxlum
og heyrst hefur að annar gamall jaxl
ætli líka að leika með Stjörnunni
næsta vetur. Sá hefur ekki staðfest
skiptin en ljóst að stefnan er tekin
upp um deild en í vetur komst liðið
í 8 iiða úrslit bikarsins og í undan-
úrslit úrslitakeppni 1. deiidar.
-ÓÓJ