Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Síða 38
42
íimm
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998
Hjólreiðakappar á Kaldadal
hjólað frá Þingvallavatni að Húsafelli, um 67 km leið
Hjólreiðar eiga vaxandi fylgi
að fagna hér á landi þó aðstæð-
ur til hjólreiða séu á engan
hátt sambærilegar við það sem
gerist hjá nágrannaþjóðum
okkar í norðanverðri Evrópu.
Hjólreiðamenn á íslandi láta
slakar aðstæður hins vegar
ekki á sig fá og þeim fer ört
Sölgandi sem hafa uppgvötvað
hve skemmtilegar hjólreiðarn-
ar eru. Ejallahjól hafa náð
miklum vinsældum á íslandi
vegna þess hve vel þau henta
íslenskum aðstæðum. Dekkin
eru grófmynstruð og henta vel
á malarvegum eða vegleysum
sem nóg er af á íslandi. Ekki
spillir ef hjólfákarnir eru með
dempurum á öðru eða jafnvel
báðum hjólum til að draga úr
óþægilegum hristingnum.
Nokkrir kunningjar, sem all-
ir eiga það sameiginlegt að
vera komnir yfir þrítugt, hafa
hist reglulega á hjólareiðaæf-
ingum á undanförnum misser-
um. Þessir kappar hafa allir ein-
hvem bakgrunn úr íþróttaiðkun og
hafa lítinn áhuga á því að leggjast í
hreyfingarleysi. Á hverju ári hafa
þeir félagamir skipulagt einn erfiðan
hjólreiðatúr að sumarlagi á lands-
byggðinni. í fyrra var farin leiðin frá
Gullfossi að Kerlingarfjöllum en í ár
var ákveöið að hjóla Kaldadalinn, á
milli Þingvallavatns og Húsafells.
Finnur Thorlacius var einn kapp-
anna.
■ „Við vorum 9 sem fórum Kaldadal-
inn fóstudaginn 24. júlí síðastliðinn.
Margir úr þeim hópi fóra einnig ferð-
ina í fyrra í Kerlingarfjöll þó ég hafi
ekki verið þar á meðal.
Við vorum mættir á upphafsstað-
inn við Þingvallavatn klukkan 10 um
morguninn. Sjö okkar komu saman
úr bænum og leigðum við okkur
stóra leigubifreið með aftanívagni
fyrir hjólin. Hinir tveir era með sum-
arbústað á Þingvöllum og skiluðu sér
þaðan á upphafsstaðinn. Veðrið var
eins og best verður á kosið þennan
fóstudagsmorgun, um 15 stiga hiti,
gera við dekk eða fá okkur
eitthvað að borða. Það voru
allir með léttan og orkuríkan
mat meðferðis, s.s. döðlur, rús-
ínur, banana, súkkulaði, vatn
og/eða orkudrykki."
Leiðin um Kaldadalinn frá Þingvaliavatni að Húsafelli er mjög falleg og virkilega gaman að
hjóla hana.
nánast logn og sólarglæta af og til,“
sagði Finnur.
Góður félagsskapur
„Við félagarnir höfum ekki aðeins
gaman af hreyfingunni. Fögur nátt-
úra landsins heillar okkur alla og fé-
lagsskapurinn er mikils virði. Af
þeim sökum reynum við yfirleitt að
velja fallegar leiðir til hjólreiðaferð-
anna. Keppn- ----------------------
isandinn er mikill
í hópnum en sam-
heldnin ekki síð-
ur. Af þeim sök-
um héldum við
hópinn mestalla
leiðina.
Ferðin gekk að mestu leyti að ósk-
um en eins og við mátti búast
sprangu dekk á tveimur hjólanna,
þar af þrisvar sinnum á sama hjólinu.
Við héldum hópinn á meðan verið
var að gera við og það var ekki fyrr
en á lokakaflanum sem gefinn var
laus taumurinn og nokkur keppni
Umsjón
DV-mynd Finnur Thorlacius
hófst um hver næði fyrstur á leiðar-
enda. Eiginkonur kappanna komu ak-
andi i Húsafell til móts við okkur en
tvær þeirra óku reyndar Kaldadalinn
til öryggis.
Leiðin var heldur upp á við til að
byrja með, upp að vörðu sem er i tæp-
lega 500 metra hæð, þar sem rúmlega
helmingur vegalengdarinnar var að
baki. Höfðum við þá hækkað okkur
um tæpa 400 metra. Húsafell er hins
---------------- vegar í svipaðri
ísak Örn Sigurðsson
hæð yfir sjávar-
mál og upphafs-
punkturinn við
Þingvallavatn
og leiðin því
heldur niður í
móti síðari hlutann. Tveir okkar vora
með kilómetramæli á hjólunum og ef
þeir mælar lugu ekki lögðum við að
baki 66-67 km. Það liðu 5 klukku-
stundir frá því að við lögðum af stað
og þar til áfangastaðnum var náð en
við vorum þó ekki nema 3 klst. og 50
mínútur á hjólunum. Við stoppuðum
af og til til að teygja stirða vöðva,
„Kaldidalurinn er á köflum
frekar erfiður fyrir hjólreiða-
menn. Sumir kaflar leiðarinn-
ar eru mjög grýttir og hrist-
ingurinn mikill. Það kom sér
því vel að vera með dempara á
hjólinu. Leiðin er hins vegar
mjög falleg og virkilega gaman
að hjóla hana. Ég sé ástæðu til
þess að hrósa ökumönnum fyr-
ir hve mikla tillitssemi þeir
sýndu okkur hjólareiðamönn-
unum á leiðinni.
í lok ferðarinnar, þegar við
hjóluðum á hálfgerðu kappi á
lokasprettinum, kom óhapp
fyrir. Einn hjólreiðamann-
anna datt illa á töluverðum
hraða, hátt í 50 km, og skrámaðist
töluvert. Það varð honum hins vegar
til bjargar að hafa hjólreiðahjálm því
hann datt beint á höfuðið. Hjálmur-
inn sprakk við óhappið og er gerónýt-
ur en bjargaði hins vegar alveg höfð-
inu. Það sannar enn einu sinni hve
hjálmurinn er mikilvægm’ öllum hjól-
reiðamönnum.
í lokin var Ijúft að leggjast i heita
pottinn á Húsafelli og mýkja upp sár-
an afturendann. Annars voru allir
merkilega vel á sig komnir eftir ferð-
ina. Hjólreiðamennirnir áttu síðan
allir ljúfar stundir með fjölskyldum
sínum um helgina á Húsafelli.
Ég var sjálfur á lánshjóli frá
vinnufélaga mínum, sem reyndist
mér prýðilega, en eftir ferðina er ég
kominn með alvarlega hjólreiða-
dellu. Ég var svo lánsamur að kom-
ast í stutta ferð til Minneapolis í síð-
ustu viku og þar fjárfesti ég í dýrind-
is hjóli með dempurum á báðum
hjólum. Ég hlakka mikið til að kom-
ast i annan eins túr á nýja hjólinu,"
sagði Finnur. -ÍS
Góð þátttaka í Laugavegshlaupinu:
Met í kvennaflokki
Laugavegshlaupið á milli Land-
mannalauga og Þórsmerkur fór
fram þann 25. júlí síðastliðinn.
Hlaupið er orðið að árlegum við-
burði og þátttakendur hafa aldrei
verið fleiri, þeir voru 79 talsins í
Keppendurnir í Laugavegshlaupinu eru hér allir saman
komnir viö skála FÍ í Þórsmörk aö loknu afrekinu.
ár. Þrátt fyrir að leiðin sé um 55
km við erfiðar aðstæður hafa náðst
afbragðstímar á þessari leið.
Að þessu sinni var ekki sett met
í karlaflokki en metið í kvenna-
flokki var slegið svo um munar,
eða um tæpa eina
og hálfa klukku-
stund. Hin mikla
hlaupakona
Bryndís Ernts-
dóttir (systir
Mörthu) fór þessa
vegalengd á 5
klst. 44 mínútum
og 26 sekúndum
sem er frábær
tími. Hún var 1
fimmta sæti
allra keppenda,
aðeins 7 mínút-
um á eftir Stein-
Nafn Flokkur Fæðinearár Tími
Steinar Jens Friðgeirsson karlar 40-49 1957 5:27:29
Arnaldur Gylfason karlar 18-29 1972 5:36:04
Ágúst Kvaran karlar 40-49 1952 5:36:36
Bjartmar Birgisson karlar 30-39 1964 5:41:00
Bryndís Ernstsdóttir konur 18-29 1971 5:44:26
Dagur Bjöm Egonsson karlar 30-39 1964 . 5:45:19
Guðjón E. ólafsson karlar 50-59 1945 5:52:19
Þórhallur Jóhannesson karlar 40-49 1953 5:58:00
Þórður G. Sigurvinsson karlar 40-49 1953 5:59:38
Taflan sýnir þá hlaupara sem komu fyrstir í mark í Laugavegshlaupinu.
ari Jens Friðgeirssyni sem varð í
fyrsta sæti á tímanum 5:27:29 klst.
Hlaupið tókst í alla staði vel en
eins og vænta mátti tók það nokk-
uð á þrek keppenda. Keppendur
voru vigtaðir fyrir og eftir hlaup
og léttust flestir á bilinu 2-4 kg á
leiðinni. Sumir misstu jafnvel 5 kg
á leiðinni og er þetta því hin besta
megrunaraðferð.
Auk einstaklingskeppni var
keppt í sveitum. Hlutskörpust varð
sveit „Kolbeins kafteins" sem skip-
uð var Arnaldi Gylfasyni (5:36:04),
Bryndísi Erntsdóttur og Geir Guð-
jónssyni (6:29:42). í öðru sæti var
sveit „Vormanna" og i þriðja sæti
sveit „Vina Dóra“. -ÍS
Komdu og fáöu hlaupaskó sem henta:
* þinni þyngd og hlaupalagi
* þinni vegalengd og því undirlagi sem þú hleypur á
Mesta úrval landsins af hlaupaskóm og sérhæföum hlaupafatnaöi.
Skoöum hvernig þú stígur niöur.
Notum hlaupabretti og cmnTÆ'i/'ATÍ
upptökubúnaö. ihlvn' ^ m
réttu skóna fyrir þig. Fætur efU okkar fag
23 dagar til Reykjavíkur maraþons
Reykjavíkur maraþon
Hlaupaáœtlun fram að 23. ágúst
Vlka 9
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Rmmtudagur
Föstudagur
Laugardagur
Sunnudagur
Æfing:
Hraðalelkur:
ágúst
Skemmtiskokk
hvíld
30-40 mín. skokk eöa ganga
hvíld
20-35 mín. vaxandi
hvíld
30-50 mín. skokk eöa ganga
sund eöa hjólreiöar
10 km byrjendur
20 mín. rólega og æfing
hvíld
35-50 mín. vaxandi
hvíld
40 mín. rólega eöa hraöaleikur hvíld eöa létt skokk
sund eöa hjólreiöar 40 mín. hraöaleikur
30-60 mín. rólega 10-16 km rólega
10 km lengra komnir
8-10 km rólega
20 mín. rólega og æfing
hvíld
8-12 km vaxandi
6-8 x 300 m meö 100 m rólegu skokki á milli spretta. Hraöinn sé meiri en kepnis-
hraöi í 10 km hlaupi en alls ekki sprettur á fullri ferö.
Hlaupa rólega í 5-10 mín., síöan til skiptis álag og rólegt skokk í jafnlangan tíma og
álagiö varir. Álagskaflarnir séu 2 mín., 4 mín., 8 mín., 4 mín., 2 mín. Skokka rólega
í lokin. Álagskaflarnir séu á 10 km keppnishraöa eöa hraöar. Byrjendur sleppi
8 mín. kaflanum.
Vaxandi: Byrja rólega fyrstu 5-10 mín., auka síöan hraöann og reyna aö fara hraöar en
væntanlegur keppnishraöi, skokka rólega 5-10 mín. í lokin.
Hálfmaraþon og maraþonhlauparar.
Þrjár lykilæflngar:
1. 60-70 min. hraOaleikur. 10 min. upphitun, síðan álagshluti þar sem sklptast á
álagskaflar og skokk sem tekur sama tima, álagskaflarnir séu 2 mln., 4 mín.,
8 mín., 8 min., 4 mín., 2 mín. og 10 mín. skokk i lokin. Hraði í álagsköflum sé 10 km
keppnishraði eða hraðar.
12-18 km S vaxandi hraða. Byrja rólega en fara vel yfir keppnishraða.
16-26 km rólega (maraþonhlauparar yfir 24 km)
Aðrar æfingar séu róleg langhlaup (30-60 min.). Róleg æfing daginn eftir erfiða æfingu.
Gunnar Páll 1998
I
Framundan
Í6. ágúst Sri Chinmoy
5 km. Hlaupið hefst klukkan
20.00 við Ráðhús Reykjavíkur.
Vegalengd: 5 km með timatöku.
Flokkaskipting ákveöin síðar.
Allir sem ljúka keppni fá verð-
launapening. Upplýsingar hjá Sri
Chonmoy-maraþonliðinu í síma
553 9282.
6. ágúst Víðavangshlaup UMSE
Upplýsingar um hlaupið á
skrifstofu UMSE í símum 462 4011
og 462 4477.
S. ágúst Fjöruhlaup Þórs
Hlaupið hefst klukkan 14.00 við
Óseyrarbrú. í boði er að hlaupa
| eða ganga annaðhvort 4 km eða
S10 km eftir fiörusandinum frá Ós-
■ eyrarbrú að íþróttamiðstöð Þor-
| lákshafnar. Flokkaskipting bæði
| kyn: 12 ára og yngri (4 km), 13-14
ára, 15-39 ára, 40-49 ára, 50 ára og
eldri. Allir sem ljúka hlaupunum
fá verðlaunapening og sigurveg-
f arar sérstaka viðurkenningu.
I Skráning fer fram við íþróttamið-
stöð Þorlákshafnar og lýkur
klukkan 13.15. Upplýsingar hjá
Jóni Sigurmundssyni í síma 483
3820, fax 483 3334, og Inga Ólafs-
syni í síma 483 3729.
i
11. ág.: Orkuboðhlaup í Elliðaárdal
Almenningsboðhlaup ÍR og
| Rafmagnsveitu Reykjavíkur
hefst klukkan 19.00 við Rafstöð-
| ina í Elliðaárdal. Fimm einstak-
lingar skipa hverja sveit. Keppt
verður í þremur flokkum; karla-
flokki, kvennaflokki og blönduð-
um flokki (2 karlar og 3 konur
eða 3 karlar og 2 konur skipa
hverja sveit). Vegalengdir eru
um 3 km (3 hlauparar hlaupa þá
vegalengd) og um 6,5 km (2
hlauparar hlaupa þá vegalengd).
Allir sem ljúka keppni fá verð-
launapening og sigursveit í
hverjum flokki fær sérstök verð-
laun. Upplýsingar gefa Kjartan
Ámason í síma 587 2361, Haf-
steinn Óskarsson í sima 557 2373
og Gunnar Páll Jóakimsson í
síma 565 6228.
23. ágúst Reykjavíkur maraþon
Hlaupið hefst klukkan 10.00
f Lækjargötu. Vegalengdir: 3
km og 7 km skemmtiskokk án
tímatöku. 10 km, hálfmaraþon
og maraþon með tímatöku
hefst klukkan 10.00. Meistara-
mót íslands í maraþoni.
Flokkaskipting bæði kyn. 14
ára og yngri, 15-17 ára (10 km),
16-39 ára (hálfmaraþon), 18-39
ára (10 km og maraþon), 40-49
ára, 50-59 ára, 50 ára og eldri
konur (hálfmaraþon og mara-
þon), 60 ára og eldri. Allir sem
ljúka keppni fá verðlaunapen-
ing og T-bol. Verðlaun fyrir
þrjá fyrstu í hverjum flokki.
Útdráttarverðlaun. Sveita-
keppni. Forskráningu lýkur
20. ágúst, eftir þann tíma
hækkar skráningargjald á öll-
um vegalengdum um 300 krón-
ur nema í skemmtiskokki.
Upplýsingar á skrifstofu
Reykjavíkur maraþons í Laug-
ardal í síma 588 3399.
30. ágúst Esjuhlaup
Hlaupið hefst klukkan 13.00 og
skráning er frá klukkan 11.00.
| Upplýsingar hjá Hjálparsveit
skáta í Reykjavík í síma 896
3611.
5. sept: Brúarhlaup UMF Selfoss
Hlaupiö hefst klukkan 14.00
við Ölfusárbrú, hálfmaraþon
hefst klukkan 13.30. Vegalengd-
ir: 2,5 km, 5 km, 10 km og hálf-
maraþon með tímatöku. Flokka-
skipting bæði kyn: 12 ára og
yngri (2,5 km), 13-17 ára, 16-39
ára (hálfmaraþon), 18-39 ára,
40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og
eldri. Einnig er keppt í 12 km
hjólreiðum og hefst sú keppni
klukkan 13.00. Allir sem ljúka
keppni fá verðlaunapening og T-
bol. Úrslit verða send í pósti.
: Upplýsingar gefur Kári Jónsson
í síma 482 3758 og skrifstofa
UMFÍ, Fellsmúla 26, Reykjavík.