Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Page 48
Flækjufótur Mummi Siggi
52
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998
-2
es
aJ
I
Eh
3
3
m
co
•H
o
TJ
tí
:0
OT
,(D
•ö
3
Myndasögur
t MÁ EG FARA MEÐ
I YKKUR? MÖRTU ER
f BORGIP HERNA A
MEPAN. HUN HJUKRAR
.v N’DEMA!
... MÉR
LEIKUR
FORVITNI Á
AD
KYNNAST
AFSAKID.-ENÉG
KOMST EKKI HJA AÐ
HEYRA TIL YKKARI
ÉG FER STRAXl
SONUR OKKAR ER í
NAUÐI
EINNIG
veit
TARSAN
AÐ ÉG
GET
VERID
FASTUR
FYRIR EF
AFARF
AÐ
HALDAI
PAL-UL-DON ER ENGINN STAÐUR
FYRIR PIG, JANEI EG KEM MEP PÉRI
FORTIÐARIN
NARI
íLÁNAÐU MER HUNDRAÐKALL
' EDA AÐÞU HEFUR VERRA AF,
RINDILLINN ÞINN.
I HVAÐ ÞÝDIfÁ
I ÞETTA SEM \
EKKERT, EN I \
AUGNABLIKINU HAFÐI, |
ÞETTA LAMANDI ÁHRIF Á I
OVININN. '
Veiðivon
Leirvogsá:
Stangaveiðifélagið
leigir ána til 5 ára
Fátt hefur komiö meira á óvart í
leigumálum veiðiánna hin seinni
árin en fimm ára leigusamningur á
Leirvogsá fyrir fáum dögum.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur
leigt ána áður en félagið hafði ána
Umsjón
GunnarBender
til fjölda ára. Bændumir við ána
hafa haft hana núna í nokkur ár og
hefúr dæmið gengið vel. Áin hefúr
næstum selst upp á hverju ári og
hafa færri komist að en vilja á besta
tímanum. Þess vegna er þetta nokk-
uð einkennileg ákvörðun núna, ná-
kvæmlega.
„Við höfum leigt Leirvogsá til
flmm ára af bændum og fögnum því
að vera komnir með hana aftur.
Leirvogsá er góð á og stutt að renna
frá bænum til veiða í henni,“ sagði
Bergur Steingrímsson, fram-
kvæmdastjóri Stangaveiðifélags
Reykjavíkur.
„Leirvogsá er komin með 290 laxa
og hann er 12 punda sá stærsti, það
eru laxar að koma á hverjum degi,“
sagði Guðmundur Magnússon í
Leirvogstungu, formaður veiðifé-
lags Leirvogsár, er við spurðum
frétta af veiðiskapnum og leigumál-
anum.
Hvað kom til að þið leigðuð
Stangaveiðifélaginu aftur ána?
„Við vorum komnir af ákveðnum
tímapunkti og vildum breyta til.
Það er gott að leigja veiðiá þegar vel
gengur og þess vegna gerðum við
það núna. Þetta er fimm ára samn-
ingur,“ sagði Guðmundur ennfrem-
ur.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur var
líka að gera fimm ára leigusamning
um Stóru-Laxá í Hreppum. Svo það
er ýmislegt að gerast hjá félaginu á
miðju sumri í leigumálunum.
Bræöurnir Gísli Guömann og Logi Þór Guðmann ásamt Einari Guðmann
með væna veiði fyrir framan sig.
Ölfusá:
200 laxa múrinn rofinn
„Það er ýmislegt að frétta héðan
að austan, Ölfusá var að rjúfa 200
laxa múrinn enda hefur veiðin
gengið vel þar. Stærsti laxinn er 18
punda og hann veiddist á miðsvæð-
inu, Kristinn Grímsson veiddi fisk-
inn á maðk,“ sagði Ágúst Morthens
á Selfossi.
„Það er jöfn og góð veiði í Ölfusá,
sjóbirtingurinn hefur verið að gefa
sig líka, sá stærsti er 5 punda. Vol-
inn hefúr gefið 20 laxa og þar er sá
stærsti 8 punda. Stærsti sjóbirting-
urinn veiddist fyrir fáum dögum en
hann var 8 punda, í Volanum.
Baugsstaðaósinn hefur veriö fínn og
gefið vel af fiski. Fyrir nokkrum
dögum voru veiðimenn í Langholti í
Hvítá og þeir fengu 5 Iaxa,“ sagði
Ágúst í lokin.
Hörðudalsá:
500 bleikjur
„Hörðudalsá er komin með 500
bleikjur og eitthvað af löxum. Sig-
urður Sigurjónsson og félagar voru
að hætta í fyrradag og þeir veiddu
70 bleikjur," sagði Jóhann Sigurðar-
son leikari en hann var á leiðinni í
Eyjafjarðará til veiða og hugsaði
gott til glóðarinnar í stórbleikjunni
þar um slóðir.
„Hörðudalsáin er orðin frekar
vatnslítil en það eru fiskar í henni,"
sagði Jóhann enn fremur.