Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Síða 56
60 ilkynningar FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 •'=***• #íf Sögukynning og staöarskoöun veröur á Sólheimum um helgina. Skoðunarferð um Sólheima Um verslunarmannahelgina verð- ur boðið upp á árlega sögukynningu og staðarskoðun á Sólheimum í Grímsnesi. Lagt verður af stað i staðarskoðun frá Listhúsi Sólheima kl. 15 á laugardag og sunnudag. Á Sólheimum búa um 100 íbúar og þar eru rekin ýmis fyrirtæki og vinnu- stofur sem framleiða fjölbreyttar vörur úr náttúrlegu hráefni auk þess sem þar er lífræn grænmetis- íslendingadagurinn á Hofsósi framleiðsla og skógræktarstöð. Sólheimar eru fyrsta vistvæna byggðahverfið á íslandi sem er aðili að alþjóðasamtökunum Global-Eco- Village Network. Um helgina gefst gestum færi á að kynna sér þá fjöl- breyttu starfsemi sem fram fer í þorpinu á Sólheimum auk þess sem boðið verður upp á sögukynningu á þessu elsta vistvæna byggðarhverfi á landinu. Hljómsveit Friöjóns Jóhannssonar skemmtir á dansleik annaö kvöld. ! Sumarmynda i i J • i j u m u i i 1 ■ v ii^ i k e p p n i WÆk Kodak GÆMFRAMKOLLUN Taktu sumarmyndimar þínar á Kodak filmu og sendu okkur bestu myndina strax. Þú getur lagt myndimar inn í keppnina hjá Kodak Express um land allt eöa sent þær beint til DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, merktar sumarmyndakeppni. Glæsilegir vinningar í boði: Aöalverölaun: Vikuferö fyrir tvo til Kanaríeyja meö Órval litsýn, flug, feröir til og frá flugvelli eríendis gisting og íslensk fararstjórn. ÚRVALÚTSÝN Canon E0S1X7 meö 22-55mm linsu að verömæti 54.900,-. Mjög fullkominn og einfóld SLR myndavél sem nýtir alla kosti APS ljósmyndakerfisins. Canon lxus Z-90 að verömæti kr. 34.900,-. Öflug myndavél meö góðri 22,5 - 9Qmm linsu, sérstaklega gott og öflugt flass. Canon lxus aö verðmæti 24.900,-. Margverölaunuö einstök mynda- vél á stærö við spilastokk : 1 Fyrir bestu innsendu sumarmynd mánaöarins í júní, júli og ágúst r— veitum viö verðlaun Canon lxus L-1 aö verömæti 17.500,-. Síöasti skiladagur i 1 5.sept 1998 ApVAJ\ICE| ) / \ PHOTO SYSTEM IKodak: PAPPlR I tengslum við Vesturfarasetrið á Hofsósi verður haldinn í fyrsta sinn íslendingadagur. Þar gefst áhuga- fólki um vesturfara og vesturferðir einstakt tækifæri til að hitta Amer- íkumenn af íslenskum uppruna og ættingjar og vinir geta glaðst saman á góðum degi.Hátíðin hefst í kvöld kl. 21 með því að Magnús Ólafsson, bóndi frá Norður-Dakóta, flytur er- indi á íslensku og sýna litskyggnur í fyrirlestrasal setursins. Á morgun verður síðan samfelld dagskrá frá kl. 14 fram á nótt og er boðið upp á fjölbreytta dagskrá, meðal annars leikbrúðusýningu Bernds Ogrodniks, reiðmenn á skagfirskum gæðingum, sem munu fagna gestum við þorpshliðið, og myndlistarsýningu Patriciu Gutt- ormsson en opnun hennar er kl. 17. Um kvöldið verður kvöldverður í fé- lagsheimilinu þar sem heiðursgest- ur kvöldsins, Helgi Ágústsson, flyt- ur ræðu, rithöfundurinn Bill Holm mun síðan skemmta gestum og tveir af meðlimum Tjarnarkvartettsins syngja. Að lokinni skemmtidagskrá leikur Hljómsveit Friðjóns Jóhanns- sonar fyrir dansi. Ball í tjaldi galdra- mannsins Annað kvöld verður hljómsveitin Leyniþjónustan með ball í tjaldi galdramannsins að Lónkoti í Skaga- firði. Áður en sú skemmtun hefst verður barna- og fjölskylduball með Fjörkörlunum kl. 16. Þar verður dans, leikir, hreyfisöngur og leik- skólalög. Leyniþjónustan hefur síð- an leik kl. 23. Hljómsveitina skipa Gunnar Sigurjónsson, söng- ur/bassi, Guðmundur Pálsson, söngur/gitar, Örn Arnarson, söng- ur/gítar, og Gestur Pálmason, trommur. Hljómsveitin leikur fjöl- breytta íslenska og erlenda tónlist. Buttercup á ferð og flugi Um verslunarmannahelgina verður Buttercup á ferð og flugi um landið. í kvöld skemmtir hún á dúndurballi á Neistaflugi í Nes- kaupstað. Annað kvöld verður sveitaball á Hólmavík og á sunnu- dagskvöld verður hljómsveitin á stóra sviðinu á Þjóðhátíð i Eyjum. Sóldögg á Siglufirði Hljómsveitin Sóldögg verður á Siglufirði um verslunarmannahelg- ina, annað kvöld leikur sveitin á útisviöinu á Siglufirði og á sunnu- dagskvöld skemmtir Sóldögg á dansleik í Bíókaffi. Halló, Klappar- stígur '98 Annað árið í röð er hátíðin Halló, Klapparstígur haldin á skemmti- staðnum Grand Rokk í Reykjavík yfir verslunarmannahelgina. Á síð- asta ári var múgur og margmenni saman komið á staðnum og tókst hátíðin eins og best verður á kosið. Hafa forráðamenn Grand Rokk því ákveðið að endurtaka leikinn en staðurinn hefur nýlega fengið nýtt og ferskt útlit.<\t> Á fóstudagskvöld verður opið hús og hið geysivinsæla húkkaraball haldiö hátíðlegt. Dagskrá laugar- dags hefst um kaffileytið með undir- leik Geirfuglanna, sem hafa nýverið sent frá sér geisladisk, ásamt því að skákmót helgarinnar fer fram. Geir- fuglarnir leika svo einnig um kvöld- ið. Á sunnudag hefst dagskrá um kl. 16 með ljóðalestri yngstu og efnileg- ustu skálda landsins. Um kvöldið leikur svo Megasukk, Megas og Súkkat fyrir dansi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.