Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998
foienning
*** ------
Nú stendur
yfír samnor-
rænt djassnám-
skeiö á vegum
Sumarháskól-
ans á Akur-
eyri. Þátttak-
endur eru 30,
frá Færeyj-
um, Græn-
landi, Norö-
ur-Noregi
og íslandi og eru
þeir flestir á aldrinum 18-20 ára.
Þetta er í annað sinn sem Sumarháskólinn
stendur fyrir djassnámskeiöi og er það gert
í samvinnu við Sigurð Flosason, yflrkenn-
ara djassdeildar Tónlistarskóla FÍH og saxó-
fónleikara, og Tónlistarskólann á Akureyri
þar sem námskeiðið er haldið.
Kennarar á námskeiðinu eru allir í
fremstu röö íslenskra djassista. Þar má
nefna fyrmefndan saxófónleikara, Sigurð
Flosason, Einar Scheving trommuleikara,
Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikara og
Hilmar Jensson gítarleikara. Á fimmtudag-
inn kl. 21.30 koma kennaramir fjórir fram á
heitum fimmtudegi í Deiglunni sem em
vikuleg djasskvöld á Listasumri.
Námskeiðið hófst á sunnudaginn og því
lýkur á fostudaginn með nemendatónleikum
í Deiglunni. Tónleikarnir hefjast kl. 22.30.
Aðgangur á báða tónleikana er ókeypis.
Bjarnargryfjan á rás eitt
Tveir menn standa við bjarnargryfju í
dýragaröi þaðan sem lítilli stúlku hafði ver-
ið bjargað rétt áður. Báðir mennimir höfðu
upplifað atburðinn en hvor með sínum
hætti. Leikritið Bjarnargryfjan
eftir Esko Korpilima var fmm-
flutt árið 1967 og er eitt þeirra
leikrita úr safni Útvarpsleik-
hússins sem endurflutt eru á
miðvikudögum í sumar.
Leikendur era Valur Gísla-
son, Þorsteinn Ö.Stephensen
og Brynjólfur Jóhannesson
en leikstjórn annaðist Bene-
dikt Ámason.
Leikritið hefst kl.13.05.
Bjarni sýnir á
Austfjörðum
Bjami Jónsson listmálari opnar á næst-
unni þrjár sýningar á Austfjörðum. Sú
fyrsta verður í gamla bamaskólanum á
Seyðisfirði dagana 21.-23. ágúst, sú næsta í
Egilsbúð í Neskaupstað 28 - 30. ágúst og hin
þriðja i Verkalýðsfélagshúsinu á Eskifirði
4.-6.september.
Bjami hefúr lengi unnið að sinni list og
var ungur mikið á vinnustofum Ásgeirs
Bjamþórssonar, Ásgríms Jónssonar, Kjar-
vals og í Handíðaskólanum hjá Kurt Zier og
síðan þar hjá Valtý Péturssyni, Hjörleifi Sig-
urðssyni og tvo vet-
ur hjá Ásmundi
Sveinssyni.
Bjami málaði
lengi í óhlutbundn-
um stíl en sneri sér
síðan að hlut-
bundna málverk-
inu. Hann hefur
myndskreytt fjölda
bóka og tímarita.
Stærsta verk hans
á því sviði er heim-
ildarteikningar í
hið mikla ritverk
Lúðvíks Kristjáns-
sonar um íslenska sjávarhætti í fimm bind-
um og skipta teikningarnar þar mörgum
hundruðum.
Nú er að verða lokið smíði minnismerkis
um breska sjómenn sem Bjami hefur hann-
að og reist verður við minjasafhið að Hnjóti
í Örlygshöfn. Minnismerkiö verður af-
hjúpaö síðustu helgina i september. Enn-
fremur vinnur Bjami nú að gerð heimildar-
málverka um íslensku áraskipin og hinar
ýmsu gerðir þeirra. Bjami segir að það
verkefni takist hann á hendur til þess að
varðveita betur sögu þessara mikilvægu at-
vinnutækja fyrir komandi kynslóðir.
Á sýningunum fyrir austan er myndefnið
mikið sótt í þjóðlíf fyrri tíma auk annarra
viðfangsefna.
Umsjón
Þómnn Hrefna
Að bjarga menningarverðmætum
Kirkjubæjarklaustur:
Stofutónlist í sveitinni
Djassnámskeið Sumar-
háskólans
Edda Erlendsdóttir píanóleikari er ættuö
úr Skaftafellssýslu og var þar i sveit öll sum-
ur. Hún ber sterkar taugar til heimahaganna
og henni finnst að hágæðatónlist eigi að vera
fyrir alla, ekki bara höfuðborgarbúa. Hún
stóð fyrir því ásamt fólkinu á staðnum að
safna fyrir konsertflygli og fékk þar næst
hugmyndina að kammertónleikunum á
KirkjubæjarkláústriTem um helgina veröa
haldnir í áttunda sinn. Edda hefur frá upp-
hafi verið listrænn stjómandi tónleikanna
og hún segir aðstöðuna á staðnum vera mjög
góða og að félagsheimilið bjóði hreinlega upp
á að þar séu haldnir klassískir tónleikar. Það
séu líka ótal náttúruperlur í kringum
Kirkjubæjarklaustur, til dæmis Lakagígar,
SkaftafeU og Jökulsárlón. Edda segir að gest-
ir á kammertónleikunum á Kirkjubæjar-
klaustri notfæri sér líka að skoða umhverfið
og njóta náttúmnnar en enda daginn á því
að fara á tónleikana.
„Við erum að æfa alveg frá morgni til
kvölds," segir Edda. „Það er hlaupið á milli
æfingastaða með fiðlur og selló núna en allt
verður svo tilbúið á fostudaginn og þá von-
um við vitaskuld að fólk bruni hingað á stór-
um rútum til þess að hlusta á okkur. Við
höldum þrenna tónleika með mismunandi
efnisskrá á hverjum degi. Á föstudags- og
laugardagskvöld kl. 9 og á sunnudag kl. 5.“
Auk Eddu kemur fram landslið klassíkera:
Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópransöngkona,
Sigrún Eðvaldsdótttir fiðluleikari, Selma
Guðmundsdóttir pianóleikari, Sigurlaug Eð-
valdsdóttir fiðluleikari, Helga Þórarinsdóttir
lágfiðluleikari og Richard Talkowsky selló-
eins og Alþingishúsið, en
fimmtíu ámm seinna var
þörfln mikil fyrir að
stækka kirkjuna og
ákveðið að byggja ofan á
hana. Þá var það gert úr
múrsteini en fljótlega eftir
að því var lokiö fór að
bera á skemmdum á stein-
inum. Rétt fyrir síðustu
aldamót var því fariö í
heildarviðgerð á kirkj-
unni og við hana var gert
með ýmsu móti. Svo
dæmi séu tekin þá vom
steinar tilhöggnir og þeir
settir í götin í staðinn fyr-
ir múrsteinana. Nú er
kappkostað að tjalda ekki
til einhverra tíu ára við-
gerða. Við lesum við-
gerðasögu kirkjunnar á
henni sjálfri, lærum af
henni og finnum út hvað
hentar.
Nú er einnig verið að
bijóta utan af Viðeyjar-
stofu og Bessastaðakirkju
erum við líka með á okk-
ar snærum. Hún var upp-
haflega hlaðin úr grágrýti
en á síðustu öld var hún
múrhúðuð og hleðslu-
mynstrið hvarf. Nú erum
við að hreinsa múrhúðina
Skálholtsstígur 7, „Næpan“, var færð til uppruna síns fyrir
nokkrum árum. DV-mynd Hilmar Þór.
ræns stjóm-
anda felst
bæði í þvi að
velja saman
fólk og velja
efnisskrá en
það segist
Edda gera i
samvinnu við
tónlistar-
Hópurinn sem nú er kominn til Kirkjubæjarklausturs og mun spila þar á
kammertónleikum um helgina. DV-mynd E.ÓI.
leikari.
„Það er erfitt að velja fólk sem getur unnið
saman svo stíft eins og þörf er á þessa daga.
Fólk sem maður veit að getur fundið „hinn
hreina samhljóm". Það er sálfræðilegt atriði
að finna inn á hvort fólk geti unnið saman
tónlist. En flest okkar höfum áður spilað sam-
an, Selma og Sigrún hafa m.a. gefið út tvo
geisladiska og við Ólöf Kolbrún vorum að
taka upp geisladisk í síðustu viku.“
Edda segist því vita af reynslu að hópurinn
er pottþéttur en auðvitað segist hún stundum
taka áhættu, til dæmis þegar hún velur inn í
hópinn fólk sem kemur erlendis frá. Starf list-
mennma.
„Hver og einn
kemur með
sitt óskaverk
sem ég vel úr
og mynda síð-
an heilsteypta
efnisskrá. Við
röðum saman
dagskránni
þannig að fólk
sem byrjar að
hlusta getur helst ekki farið í bæinn fýrr en
öllum tónleikunum er lokið.“
Aðspurð hvort það séu næg gistirými á
Kirkjubæjarklaustri segir Edda að svo sé. Þar
sé bæði gott hótel og bændagististaðir allt um
kring.
Meðal efnis á kammertónleikunum verður
dúó fyrir fiðlu og víólu eftir Mozart, 5 ljóð úr
Mörike - ljóðum eftir Hugo Wolf, sónata fyr-
ir fiölu og píanó eftir Janacek, slavneskir
dansar fyrir fiðlu og píanó eftir Dvorák, sex
Ijóðasöngvar eftir Rachmaninoff og fjórir
ljóðasöngvar eftir Pál ísólfsson.
„Þaö hlýtur að vera eitthvað í þessi hús
spunnið sem staðið hafa öldum saman og ekki
látið mikið á sjá. Ef miöað er við tíu til fimmt-
án ára gömul steypt fjölbýlishús í Reykjavík
sem þurfa orðið mikið viöhald þá er alveg full
ástæða til þess að reyna að læra af þvi sem
þessir menn vom að gera.“
Þetta segir Flosi Ólafsson, múrarameistari
hjá verkfræðistofúnni Línuhönnun, en stofan
hefur tekið að sér fjölmörg verkefni, m.a. fyrir
Reykjavikurborg, sem byggjast á því að bjarga
gömlum húsum og færa þau í upprunalegt
horf. Flosi segir að það þurfi töluverða ígrund-
un til ef á að færa þessi gömlu hús aftur til for-
tíðar.
„Fyrst þarf að kynna sér byggingarlag á
þessum tíma með aðstoð heimilda. Efhisgerð
og verklag á þessum tíma var allt öðmvísi en í
dag og þær aðferðir era oft týndar. Okkar bygg-
ingarkunnátta kom vitaskuld frá Danmörku.
Það vom Danir sem stóðu í því að byggja þessi
hús fyrir tvö hundmð árum og í fyrstu vom ís-
lendingamir aðstoðarmenn hjá innfluttum iðn-
aðarmönnum. Það var ekki hver sem er sem
fékk að taka þátt í húsbyggingum á þessum
tíma og menn lögðu sig þvi alla fram við að
læra og allan sinn metnað í að skila góðu
verki.“
Flosi segir að á löngum tíma hafi oft verið
gripið til skammtímalausna sem hafa kostað
litla peninga og jafnframt breytt útliti húsanna.
Þeir félagarnir þurfi því að fara aftur fyrir
tvær, þrjár viðgerðir til þess að nálgast það
sem þeir vilja sjá.
„Nú erum við aö byija að vinna í Dómkirkj-
unni í heilmik-
illi úttekt og
rannsóknum á
því hvemig stað-
ið var að bygg-
ingu hennar.
Það em tiltölu-
lega fáar heim-
ildir til um það
hvemig hún var
byggð í upphafi,
þannig að við
þurfum að brjóta
og skoða og
mæla til þess að
fá þær upplýs-
ingar sem við
þurfum á að
halda svo að við
getum gert þetta
sem best úr
garði. Dómkirkj-
an er mjög
spennandi verk-
efni. Hún var
byggð fyrir 200
árum á einni
hæð úr til-
höggnu grágrýti,
utan af og kirkjan
á að standa eins
og hún var upp-
runalega."
Þegar Flosi er
spurður af hveiju
það eigi nú að
vera að púkka
upp á þessi gömlu
hús þá segir hann
að það sé bráð-
Dómkirkjan í
Reykjavík.
„Fáar heimildir
til um hvernig
hún var byggð í
upphafi," segir
Flosi.
nauðsynlegt að halda í þau menningar-
verðmæti sem em til staðar, sérstaklega
vegna þess hve við eigum lítið af þeim.
„Dómkirkjan er aðeins 200 ára og það
þykir okkur íslendingum mjög gamalt.
Auðvitað er ekki ástæða til þess að varð-
veita allt sem gamalt er en alveg sjálfsagt
þegar um er að ræða merkar opinberar
byggingar þar sem möguleiki er á að standa
straum af kostnaði. Það er mjög dýrt að færa
húsin til fyrra útlits og varla á færi einstak-
linga. Vinna okkar er náttúrlega i samráði
við arkitekta og húsfriðunamefnd og það em
ákveðnir þættir sem lögð er áhersla á að haldi
sér en öðm þykir eðlilegt að skipta út; fúnum
spýtum og ryðguðu jámi til dæmis.“
Flosi segir að í upphafi hafi gömlu húsin far-
ið í taugamar á sér og honum hafi ekkert þótt
eðlilegra en að jafha þau við jörðu og byggja í
staðinn það sem hann kallaði „almennileg
hús“. En nú hefúr álit hans heldur betur
breyst, og virðing hans fyrir menningarverð-
mætum aukist til muna.