Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1998, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998
25
n
cö
N
>H
Cð
EH
u
3
2
s
3
>
E
01
01
(Ö
>H
i—H
r—H
Ö
&>
>H
01
01
•rH
o
TJ
Pi
:0
01
-0)
T5
5
-cö
&
O
cö
01
>.lH
•iH
Ö)
•rH
m
Myndasögur
t JUMBÓÞOTAN HREYFIST EFTIR
MINNSTU HREYEINGU MINNI. VIÐ ERUM
YFIR RÓM OG EG BYRJA AÐFLUG AÐ
HEATHROWFLUGVELLI.
EG FINN MIG KNUINN TIL FESS Af>
BENDA A AÐ HEATHROW ER EKKI I...
Veiðivon
Veiöimenn fengu þessar fallegu bleikjur í Bitrulæk á flugu en bleikjuveiði
hefur veriö mjög góö í sumar viöast hvar.
Elliðaárnar:
Enn minnkar
laxveiðin
Veiði og fiskgengd í Elliðaárnar
minnkar enn og nú stefnir í minni
veiði en í fyrra en þá hrundi veiðin
í ánum.
Árið 1994 veiddist 1131 lax í
Elliðaánum. Árið 1995 voru þeir
1088 og 1211 árið 1996. í fyrra veidd-
ust aðeins 568 laxar sem er nálægt
þvi að vera 53% samdráttur milli ár-
anna 1996 og 1997.
Eftir að veiðimenn höfðu skilað
sér í hús í fyrradag, 17. ágúst, voru
398 laxar komnir á land. Á sama
degi i fyrra voru veiddir fiskar 433.
1 fyrradag höfðu 867 laxar gengið í
gegnum teljarann en 1000 sama dag
í fyrra.
Stærsti laxinn úr Elliðaánum í
sumar er 12,5 punda fiskur sem Ein-
ar Guðmundsson veiddi í Þrepunum
á maðk. Tveir veiðimenn hafa feng-
ið 10 punda laxa í sumar. Andrés S.
Botha veiddi slíkan fisk á maðk í
fossinum og það sama gerði Ólafur
H. Ólafsson á Collie Dog í Efri-Kistu.
Veiði í ánum hefur verið mjög
döpur síðustu dagana. Til að mynda
kom aðeins einn lax á land þann 16.
ágúst sl. og 4 laxar daginn eftir.
í fyrra var mesta veiði í Elliðaán-
um á einum degi þann 20. júlí en þá
komu 35 fiskar á land. Það sem af er
þessu sumri gaf 30. júní mestan afla
en þá veiddust 16 laxar.
Margir unnendur Elliðaánna hafa
haft af þeim þungar áhyggjur og
ekki að ástæðulausu.
Umsjón
GunnarBender
Árið í fyrra var afar slakt og eng-
in batamerki að sjá í sumar, síður
en svo. Miðað við 17. ágúst í fyrra
vantaði rúmlega 130 laxa í árnar á
þessum sama degi nú. Ef enn er tek-
ið mið af 17. ágúst er veiðin 35 löx-
um minni í ár en í fyrra.
Seiðið fyllti kvótann
Veiðimenn sem voru í skemmti-
legri bleikjuveiði á dögunum náðu
kvótanum, 15 bleikjum, á skemmti-
legan hátt.
Þegar nokkuð var eftir af veiði-
tímanum höfðu þeir veitt 14 fallegar
bleikjur.
Félagamir veiddu saman á stöng
og er þeir voru að skipta tók annar
eftir því að lítið bleikjuseiði hékk á
flugunni.
Eins og sönnum veiðimönnum
sæmir töldú'þeir nú kvótann fylltan
þrátt fyrir að sá 15. hefði verið í
smærra lagi.
Þeir félagar voru sælir með afl-
ann og fannst lokapunkturinn þrátt
fyrir allt skemmtilegur.
-SK
• Sjálfvirkt öryggi
#Valhnotu skepti
• Ólarfestingar
#3“ Magnum
• Choke M/F
• 28“ hlaup
• Einn gikkur
• Skrautgrafið
láshús
• 7mm listi
• 12 ga.
ALUR VIUA
GERA BESTU
KAUPINI
HAGLA
BYSSU
- INVESTARM 200L
ER ÍTÖLSK, ÖNDVEGIS SMÍÐ
Á ÓTRÚLEGA GÓÐU VERÐI.
portvörugerðin
Heildsala-smásala
Mávahllð 41, Rvík, sími 562-8383