Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVlK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum,is AKUREYRI: SUandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Illa rekið ráðuneyti Svo mikið fé fer til heilbrigðismála hér á landi, að unnt á að vera að reka heilbrigðiskerfið á sómasamlegan hátt, þannig að biðlistar sjúkrahúsa styttist frekar en lengist, fátækt fólk treystist til að nota þjónustuna og ár- leg tölfræði sýni batnandi heilsu þjóðarinnar. Innbyggð verðhólga í kerfmu veldur því hins vegar, að óbreytt magn þjónustu hækkar í kostnaði milli ára. Þannig stækkaði sneið heilbrigðismálanna af landsfram- leiðslunni frá ári til árs, unz náð var svo stórri sneið, að þjóðfélagið hefúr ekki treyst sér til að gera betur. Síðan hefúr flest verið á hverfanda hveli í heilbrigðis- geiranum. Ríkinu hefur ekki tekizt að halda uppi óbreyttri þjónustu á óbreyttu verði. Fjárveitingar til sjúkrastofnana hafa verið skomar niður, deildum lokað, og tekin upp þátttaka sjúklinga í ýmsum kostnaði. Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki reynzt vandanum vaxið. Því hefur til dæmis ekki tekizt að skilgreina, hvers vegna hér eru sífelldar kjaradeildur í heilbrigðis- geiranum, þótt kostnaður hans og hlutdeild launa í kostnaðinum sé hinn sami og á Norðurlöndum. Heilbrigðisráðuneytinu hefur ekki heldur tekizt að for- gangsraða verkeftium í geiranum á þann hátt, að sóma- samlega sé staðið að þeim verkefnum, sem hann á ann- að borð tekur að sér. í staðinn hefúr komið flatur niður- skurður, sem sýnir uppgjöf ráðuneytisins. Víða úti á landi eru elliheimili rekin undir yfirskini sjúkrastofnana og á kostnað heilbrigðisgeirans, þótt slík starfsemi eigi heima annars staðar. Þetta er gert að und- irlagi óprúttinna pólitíkusa, sem em að reyna að hlaða framkvæmdum og rekstri í kjördæmi sín. Af því að heilbrigðisráðuneytið er veikt ráðuneyti, hef- ur það ekki hamlað gegn slíkri misnotkun á peningum til heilbrigðismála. Raunar hefúr ekkert komið í ljós, sem bendir til, að ráðuneytið hafi reynt að marki að verj- ast þessu, enda er það meira eða minna meðsekt. Mikilvægast er, að ráðuneytið geti tekið frumkvæði í málum og sé ekki sífellt að berjast við afleiðingar fyrri ákvarðana. Vamarstríð í tímahraki leiðir til, að það neitar að horfast í augu við staðreyndir og heimtar bara flatan niðurskurð á síðustu mánuðum ársins. Úr því að hæfileikar til skipulags og rekstrar em ekki á lausu í ráðuneytinu, þarf að kaupa til sérfræðiþjón- ustu, svo sem víða er gert. Skilgreina þarf, hvaða þjón- ustu ríkið vill veita í heilbrigðismálum og hvaða verð það er að borga fyrir ýmiss konar þjónustu. Ef sambærileg þjónusta er dýrari á einum stað en öðr- um, er eðlilegt, að þar séu seglin dregin saman, en frem- ur aukin starfsemin á hinum stöðunum, þar sem tekst að framkvæma sömu þjónustu með minni tilkostnaði. Þannig má beita markaðslögmálum af skynsemi. Ráðuneytið hefur hins vegar ekki hugmynd um, hvað markaðslögmál eru. Það hefur ekki tök á neinum þeim vopnum, sem einkareksturinn hefur til að minnka kostn- að og auka hagnað. Það er vamarlaust fómardýr regl- unnar um innbyggða verðbólgu kerfisins. Þetta leiðir til gerræðislegra neyðarráðstafana, sem væm óþarfar, ef heilbrigðisráðuneytið hefði skilgreind og framkvæmanleg markmið, vissi um misjafnan kostn- að við sömu þjónustu og beitti allri þessari þekkingu og tækni til að ná tökum á sökkvandi skipi sínu. Dæmigert er svo, að þetta lélega ráðuneyti skuli ekki geta undirbúið ráðherra sinn til að koma sómasamlega fram fyrir hönd þess, þegar mikið liggur við. Jónas Kristjánsson Mikilvægt er að eftir starfslok myndist samfella í Iff einstaklingsins, segir Þórunn m.a. í greininni. Starfslok á ári aldraðra Kjallarinn Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir formaður Sóknar inn vegna mikilla samfélagsbreytinga þar sem hraði og spenna auk langrar vinnuviku skerða samskiptamöguleika kynslóðanna. I starfs- grein eins og heima- þjónustu verða starfs- menn mjög oft varir við geysilega félags- lega einangrun og oft kemur það fyrir að heimaþjónustustarfs- maðurinn er sá eini sem sá aldraði sér yfir vikuna. Miklar breytingar Ég tel að koma þurfi á einhverju innliti til „Eldrí félagsmönnum fer ört fjölgandi og er því eölilegt að stéttarfélögin vinni enn mark- vissar aö þeirra hagsmunamál- um, t.d. meö stofnun nefnda eöa ráöa eldri félagsmanna í sam- vinnu viö stjórnir félaganna.u í dag, 1. október, er alþjóðadagur aldraðra en Sameinuðu þjóð- imar hafa ákveðið að árið 1999 verði alþjóð- legt ár aldraðra. Á vegum Sameinuðu þjóðanna er hafínn undirbúningur að málefnaskrá vegna ársins og eru þar æði mörg markmið sem þjóðum heims er ætl- að að skoða í sínu heimalandi auk þess sem aðildarlöndin setja á stofn fram- kvæmdastjórnir til að fjalla rnn áherslur í málefnum aldraðra. Hér á landi mun opn- un árs aldraðra fara fram 1. okt nk. í Gull- smáranum í Kópavogi á ráðstefnu ASÍ, BSRB og LEB sem helguð er starfslokum og því hvernig samtök launafólks geta unnið að undirbúningi þeirra með sem virkustum hætti. Starfslok með virkum hætti Starfslok hafa í hugum fólks verið eitthvað sem er óþægilegt og mörgum finnst að á þessum tíma- punkti sé þeim hafnað af samfélag- inu og við taki timabil þar sem aðrir taki ákvarðanir fyrir þá. Það að undirbúa starfslok með virkum hætti ætti að vera hlutverk aðila vinnumarkaðarins og einstak- lingsins. Mikilvægi þess að fólk eigi virka daga eftir starfslok og þannig myndist samfella í líf ein- staklingsins hefur afar mikið að segja, sérstaklega með tilliti til heilsu og vellíðunar hvers og eins. í okkar þekkta velferðarsamfé- lagi er einmanaleiki mun algeng- ari en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Hluti þess vanda er tilkom- eldra fólks á einhverju tilteknu aldursári, t.d.74 ára þar sem við- komandi fengi kynningu á réttind- um sínum og leitað yrði eftir upp- lýsingum um hvort viðkomandi geti séð um sig sjálfur. Mér er kunnugt um að fjöldi fólks hefur ekki þekkingu á þeim möguleik- um sem í boði eru annars vegar í félagsstarfi og hins vegar í þjón- ustuþáttum. Það þarf kjark til að koma sér á framfæri þegar elli kerling og ýmis áföll sem eldra fólk gengur í gegnum hafa skert frumkvæði og athafnamöguleika. Við erum ekki dagsdaglega að velta fyrir okkur hvað árin frá 65-75 eru oft hlaðin miklum breyt- ingum á högum og kjörum ein- staklingsins. Því er mikilvægt að undirbúa og vanda vel starfslokin þannig að þau séu ekki ógn heldur jákvæður þáttur í ferli mannsæv- innar og fólk hugi að og tileinki sér virkni í félagsstarfi og í hreýf- ingu því hvort tveggja eykur lífs- gæði efri áranna. Rannsóknir sem gerðar hafa verið erlendis á t.d. þjálfun hugans og líkamsþjálfun eftir 70 ára aldur sýna m.a. að hægt er að hafa mælanleg áhrif á andlega getu með þjálfun hugans og líkamsþjálfun sem vinnur gegn aldursbreytingum á vöðvum og stoðkerfi auk þess sem vöðva- styrkur eykst. Starfslokanámskeið Á vegum stéttarfélaganna hefur víða verið boðið upp á starfsloka- námskeið sem hafa að megin- markmiði að kynna félags- mönnum tryggingakerfið, líf- eyrissjóðina, húsnæðismál, heilsuvernd, félagsmál og starf- semi viðkomandi félags fyrir eldri félagsmenn. Eldri félags- mönnum fer ört fjölgandi og er því eðlilegt að stéttarfélögin vinni enn markvissar að þeirra hagsmunamálum, t.d. með stofnun nefnda eða ráða eldri félagsmanna í samvinnu við stjórnir félaganna. Þessi ráð eða nefndir ættu að hafa frum- kvæði í umfjöllun um málefni eldri félagsmanna sem og tengsl þeirra við sitt félag. Víða á Norðurlöndunum eru samtök eldri félagsmanna í stétt- arfélögum afar öflugir þrýstihóp- ar í sínum málefnum og hafa haft veruleg áhrif á t.d. hvernig laga- setningar um þeirra hagsmuna- mál hafa orðið. Þá hafa þau einnig haft veruleg áhrif á að virkja fólk til félagslegrar þátt- töku með sínu öfluga starfi. Á al- þjóðadegi aldraðra er vert að beina sjónum sínum að því hvemig við getum eflt virkni og reisn eldri félaga okkar. Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir Skoðanir annarra Landbúnaöur á nýrri öld „Bændum hefur fækkað mjög á síðustu áratugum. Búin hafa á hinn bóginn stækkað. Tækniþróunin hefur og leitt til stóraukinnar framleiðslugetu. Samhliða hefð- bundnum búskap hafa bændur og horfið að ýmsum hlið- arbúgreinum og ferðaþjónustu ... Þrátt fyrir fækkun bænda og búa gegnir landbúnaður enn stóru hlutverki í íslenzkum þjóðarbúskap. Sem og i þeirri viðleitni, að halda landinu öllu í byggð ... Fram hjá því verður hins vegar ekki komizt að landbúnaðurinn, sem og þjóðarbú- skapurinn í heild, lagi sig að því efnahagsumhverfi og þeim viðskiptaháttum sem fyrirsjáanlega ráða ríkjum í okkar heimshluta á nýrri öld sem í hönd fer.“ Úr forystugreinum Mbl. 30. sept. Aðrar aöstæöur hér... „Þegar Mitterand varð forseti Frakklands mátti ekki á milli sjá hvort það var meira að þakka Alþýðuflokkn- um á Islandi eða Alþýðubandalaginu. Svo mikið var migið utan í þann mann að hann stóð holdvotur i heillaóskum frá íslandi. Nú er það helst að skilja að utan úr hafi stefni öldufaldur sem fleyta muni íslensk- um jafnaðarsambræðingi sem enn er ekki td nema í draumum og torlesnum rúnum inn í stjómarráðið næsta vor. Þessi öldufaldur setti Schröder td valda í Þýskalandi, Blair í Bretlandi, Jospin í Frakklandi. Hvers vegna ekki jafnaðarmenn á íslandi? Vegna þess að ... hér eru adt aðrar aðstæður." Stefán Jón Hafstein í Degi 29. sept. Hyldýpi heimskunnar „Það er enginn einn maður td í þesu landi annar en Kristján Ragnarsson, sem ber eins mikla ábyrgð á þvr, að fiskveiðiflotmn varð adt of stór. Það gerðist með áhrifum hans í stjóm Fiskveiðisjóðs. Þaðan var óhóf- legri stækkun flotans stjórnað ... En jafnvel eftir að menn töldu sig hafa náð áttum og kvótinn var settur á stækkaði flotinn meir en nokkru sinni undir beinni handstýringu Kristjáns Ragnarssonar í Fiskveiðisjóði ... Því má líta svo á, að hin glæsdega sjávarmynd, sem birtist í síðustu auglýsingu LÍÚ, sé annars vegar af hyl- dýpi heimskunnar, en hins vegar af gmnnsævi skiln- ingsleysisins á því, hvemig útgerðin á að fara að því að lifa í sátt viö almenning í þessu landi.“ Jón Sigurösson i Mbl. 30. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.