Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 15 Mannréttindi og persónuvernd Spurningin stendur um mannréttindin sjáif, segir m.a. f grein Magnúsar. - í fyrirtækinu íslensk erföagreining. Kjallarinn Magnús Ingólfsson stjórnmáiafræðingur og kennari Á kynningarfundi ís- lenskrar erfðagreiningar í Háskólabíói um helgina kom fátt fram sem varpað gæti nýju ljósi á frumvarp- ið um miðlægan gagna- grunn. Þó kom fram I máli Jóhanns Hjartarsonar, lög- fræðilegs ráðgjafa fyrir- tækisins, ákveðið atriði sem er vert skoðunar og er tilefni þessarar greinar. Pólitísk úrlausnarefni Fyrst er þó rétt að nefna tvö önnur atriði sem hægt er að líta á sem pólitísk úr- lausnarefni þar sem mála- miðlun gæti hugsanlega náðst þrátt fyrir faglegan ágreining innan heilbrigð- isstétta. Allir aðilar máls hafa nú fallist á þann sam- eiginlega skilning að fullkomin dulkóðun er fræðilega óhugsandi. Þar með getur aðila aðeins greint á um hvort þeim finnst tiltekin að- ferð og eftirlit við dulkóðun full- nægjandi og hvort og þá hve mikla áhættu aðilar eru tilbúnir að taka fyrir annarra hönd. Það er því pólitísk spuming og Alþingi ætti að geta svarað henni. Hitt atriðið varðar afturkræft tímabundið einkaleyfi og greiðslu fyrir það. Einkaleyfi sýnist vera skilyrði þess að verkið sé yfirleitt framkvæmanlegt og þar sem ekki verður séð að það spilli almanna- hagsmunum, ríkjandi samkeppn- issjónarmiðum né hagsmunum ís- lenska ríkisins er það tiltölulega einfold pólitísk ákvörðun að taka í framhaldi af afstöðu til dulkóð- unar. En þetta tvennt hangir líka á þeirri spýtu sem Jóhann Hjart- arson veifaði á fundinum, og er, þegar allt kemur til alis, kjarnaat- riði en ekki einfalt lögfræðilegt, tæknilegt eða pólitískt atriði held- ur öllu fremur heimspekilegt. Jó- hann sagði þannig, að grundvöll- ur þess að hægt væri að nota per- sónuupplýsingar úr sjúkraskrám væri sá að þær væru skv. heil- brigðislögum (nr. 78 1997), hvorki eign heilbrigðisyfirvalda né sjúk- lings, heldur samkvæmt hans skilningi á lög- unum, fyrir- bæri án eignar- réttar! Eigið líf, eigið frelsi Flestir munu sjá að þetta get- ur tæplega stað- ist (og undirrit- aður sér reynd- ar ekki í nefhd- um lögum) og hvað sem þess- um lögum líður þá verður því ekki trúað að yf- irvöld geti selt sjúkraskrár eða lífsýni einhliða. Aðalatriðið er nefhilega það, að ef einhver á sjúkraskrá eða lífsýni hlýtur það að vera viðkomandi einstaklingur, á sama hátt og sam- kvæmt vestrænum skilningi, að hver maður á sitt eigið líf og frelsi. Hitt er svo annað mál hvort hann vill framselja réttindi sín, í þessu tilviki persónuupplýsingar, tíma- bundið eða í almannaþágu. Þama stendur hnifurinn í kúnni og ekki verður séð að lög um miðlægan gagnagrunn öðlist lögmæti gagnvart almenningi og dómstólum hver sem vilji meiri- hluta Alþings verður, nema þetta atriði verði leyst. Því miður fyrir vísindin. En það er líka í þeirra þágu að leysa þá klemmu sem þama hefur myndast. Spumingin sem við stöndum frammi fyrir nú er því ekki fyrst og fremst um per- sónirvernd sem afleidd réttindi af mannréttindum. Spumingin snýst um mannrétt- indin sjálf. Við lestur heilbrigðislaga verður manni auk þess ljóst, þvert á ályktun lögfræðingsins, að réttur sjúk- linga er meiri en svo að fram hjá honum verði gengið. Getur það verið skýringin á sérstökum lögum um miðlægan gagnagrunn? - Hvers vegna skyldi annars þurfa sérstök og ný lög um þessar vísindarann- sóknir? Magnús Ingóltsson „Spurningin sem við stöndum frammi fyrir nú er því ekki fyrst og fremst um persónuvernd sem afleidd réttindi af mannréttind- um. Spurningin snýst um mann- réttindin sjálf.u Erum við að glata lýðræðinu? Mikil valdabarátta á sér nú stað í íslenzkum stjómmálum í kjölfar núverandi stjórnarsamstarfs Sjálf- stæöis- og Framsóknarflokks. Kjami þess samstcirfs er sú stefna að nokkrir gæðingar flokkanna skuli fá að skipta milli sín öllum helztu atvinnuvegum landsins, og að þannig fái atmenningur hvergi nærri að koma. Það er skilið milli hafranna og sauðanna. Þetta sést kannske hvergi betur en hjá trillukörlum á sóknardög- um, sem mega samkvæmt nýrri reglugerð sjávarútvegsráðherra aðeins sækja sjó í 9 daga á þessu nýbyrjaða fiskveiðiári. Ráðhemann var bora- brattur eftir útgáfu reglu- gerðarinnar og sagði að ef einhverjir vildu ræða málið, skyldu þeir bara snúa sér til hans. Svona framkoma þykir nothæf í eiræðisríkjum. í lýðræðis- ríkjum á að gilda jafnræði þegnanna og frelsi til at- hafnalífs svo sem áskilið er í stjómarskrá landsins. Innihaldslaus valdabarátta Flokkapólitíkin á íslandi er að verða innantóm valdabarátta og efnislega innihaldslaus. Fjölgun flokka á svonefndum vinstri væng stjómmálanna er ekki líkleg til að skila árangri, enda er þegar komið í ljós að engin samstaða er um stefnu þessa nýja flokks, sem þó hefir ekki enn hlotið opinbert nafn. Samkomulag virðist þó í höfn um „hæfilegt auðlindagjald" sem enginn veit hvað þýðir, en fyrirsjánlega mun lenda á land- vinnslunni og gera hana ósam- keppnishæfa. Hvað Kvennalistinn er að gera í þessum félagsskap er öllum hulin ráðgáta, nema kannske nýjum þingflokksformanni hans. Kvenna- listinn átti aldrei neinn rétt á sér, nema fyrir ágæti einstakra þing- manna á vegum hans. Þetta er eins og í öðrum flokkum. Dæmið um Albert Komið hefir fram, að bak við þykk tjöld flokksræðisins er nú unnið að fækkun kjördæma. Engin opinber umræða á sér þó stað um málið, og er þó sýnt að þetta hlýtur að leiða til enn aukins flokkræðis með áframhaldi á hlutallskosningum, en einkenni þeirra er að flokkamir ráða framboði manna og röðun á flokks- lista, stundum með svo- nefndum prófkosningum, sem þó hefir reynzt mis- jafnlega að sætta sig við. Afsökunin fyrir endurskipulagn- ingu kjördæma- skipunarinnar er sögð vera misvægi atkvæða í þeim. Talsmenn breyt- ingarinnar telja að hér sé verið að auka lýðræðið í landinu. Reynzlan sýnir þó allt annað. Því stærri eða fjölmennari sem kjördæmin em, því minna hafa ein- stakir kjósendur um málin að segja. Þetta er kannske augljósast í Sjáifstæðisflokknum, en þar er það talinn galli á frambjóðendum að þeir hafi of náið samband við kjósendur. Kunnasta dæmið þar um er þegar Al- bert Guðmund- syni var vísað úr ráðherrambætti fyrir of mikla lýð- hylli á kjördæmi sínu, Reykjavík. Hann svaraði þó myndarlega fyrir sig í næstu kosn- ingum. Framboð á eigin vegum Mesta lýðræðið fæst með breyt- ingu á kjördæma- skipuninni þannig að allt landið sé gert að einmenningskj ör- dæmum. Þannig fæst fram bezta úrval frambjóðenda og mesta að- hald að flokksræðinu. Þá verða flokkamir að bjóða fram hæfasta frambjóðandann sem þeir eiga völ á í hverju kjördæmi, og auk þess geta sjáifstæðir frambjóðendur átt þess kost að bjóða sig fram á eigin vegum. Hlutfallskosningar verða úr sögunni, enda era allir, nema etv. flokksklíkumar, fyrir löngu orðnir þreyttir á þessu kerfi. Önundur Ásgeirsson „Mesta lýðræðiö fæst með breyt- ingu á kjördæmaskipuninni þannig að allt landið sé gert að einmenningskjördæmum. Þannig fæst fram bezta úrval frambjóð- enda og mesta aðhald að flokks- ræðinu.u Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. framkvæmdastjóri Olís Með og á móti A veiðileyfagjald að vera á stefnuskrá samfylkingar? Sighvatur Björg- vinsson, formaður Alþýbuflokkslns. Almennri reglu fylgt „I málefhaskrá framboðsins er tekið mjög skýrt og skorinort á þessu máli. Þar segir að taka skuli gjald af afnotum af auðlind- inn í þjóðareign til lands og sjávar sem meðal annars verði notað til að standa straum af kostnaði sem þjóðin ber af nýtingu þeirra og stuðla að réttlátri skipt- ingu afraksturs auðlinda. Stefna okkar er því al- vég ljós hvað þetta varðar en fyr- ir liggur nú að útfæra hana nán- ar. Héma er ekki bara verið að tala um greiðslur fyrir aðgang að takmörkuðmn auðlindum sjávar- ins, heldur líka greiðslurfyrir að- gang að takrnörkuðum auðlind- um á landi í eigu almennings. Almenna reglan hér á landi er einfaldlega sú aö þaö er greitt fyr- ir aðgang aö takmörkuðum auð- lindum. Sem dæmi greiða menn fyrir að nýta námur í eigu ríkis- ins, liúa í húsnajði í eigu rikisins og fyrir afnot af heitu vatni i eigu sveitarfélaga. Við erum búin að taka ákvörðun um að gjald verði lagt á veiðileyfi í málefnaskrá vinstrimanna en síðar munum við ákveða nánar hvemig skuli staðið að gjaldtökunni.“ Bitnar á launþegum „Boðað hefur verið að hægt sé að taka háar fjárhæðir út úr sjáv- arútvegi meö veiðileyfagjaldi, nokkra milljarða þegar í stað og svo áfram háar fjárhæðir þegar fram líða stund- ir. Þessum áformum er ég algerlega and- vígur. Ég tel fyrir það fyrsta að þær séu óraunhæfar, tekjur í grein- inni eru ekki það miklar að hægt sé að leggja slíka skatta á hana. Ef að ríkið beitir valdi sínu á þennan hátt þá verða útgerðim- ar að bregðast við með því að draga úr launakostnaði. Það er eini útgjaldaliðurinn sem hægt er’ með góðu móti að lækka. Laun- þegar munu því í raun borga veiðileyfagjaldiö meö lægri tekj- um og það get ég ekki stutt. í öðru lagi er dreifing atvinnu- greinarinnar þannig að um 90% tekna af véiðileyfagjaldi kæmu utan af landsbyggðinni en um 80% þeirra yrði ráðstafað á höf- uðborgarsvæðinu. í gamla daga hét svona stefna nýlendustefna og slíkt er ekki boðlegt í nútímaþjóð- félagi. í þriðja lagi á landsbyggð- in mjög undir högg að sækja. Lægri laun í aðalatvinnugrein landsbyggðarinnar munu einfald- lega verða til þess að auka á vanda hennar því fleiri munu flytja þangað sem betri laun er að hafa.“ -KJA Kristinn H. Gunn- arsson alþingis- maöur. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.