Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 22
< 22 íþróttir Paul Scholes fagnar marki sínu gegn Bayern Munchen á ólympíuleikvanginum í Munchen í gærkvöld. Á innfelldu myndinni er Bobby Chartton, fyrrum leikmaður Manchester United, við upphaf leiksins en einnar mínútu þögn var fyrír leikinn til minningar um flugslysið í Múnchen fyrir 40 árum. Reuter Meistaradeildin í knattspyrnu: Schmeichel kostaöi United sigurinn - geröi herfileg mistök á lokamínútunni og Bæjarar jöfnuðu metin Blcmd i nolca Martha Ernstsdóttir hafnaði í 50. sæti af 101 þátttakanda á heimsmeist- aramótinu í hálfinaraþoni í Sviss um síðustu helgi. Martha hljóp 21 km á 1 klukkustund, 14:58 mínútum og var rúmum þremur mínútum frá íslands- meti sínu. Þetta var fyrsta hlaup Mörthu erlendis eftir bameignarhlé en fyrir tveimur árum varð hún í 15. sæti á þessu móti. Tegla Loroupe frá Keníu sigraði i hlaupinu og fékk tæp- ar þijár milljónir króna i sigurlaun. Tveir af þekktustu handknattleiks- mönnum heims hafa slasast illa á síð- ustu dögum og spila ekki með liðum sínum i þýsku A-deildinni næstu mánuðina. Bogdan Wenta hjá Nettelstedt meiddist á hásin og Dimitri Torgovanov, rússneski linu- ' maðurinn hjá Frankfurt, tognaöi illa á hné. Þrir leikmenn úr úrvalsdeildinni í knattspymu vom úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar KSÍ í vikunni. Þetta em Baldur Bjarna- son, Fram, Einar Þór Danielesson, KR og Kekic Sinisa, Grindavík. Þeir taka bönnin út í upphafi næstu leik- tíðar. Þá fengu þrír leikmenn úr 1. deildinni eins leiks bann, Ingvar Ólason og Tómas I. Tómasson úr Þrótti og Gregg Hodd, KA. George Graham verður ráðinn fram- kvæmdastjóri enska A-deildarliðsins Tottenham i dag en hann hefur stýrt liði Leeds United með góðum árangri. Þessi ráðning hefur legið i loftinu um nokkurt skeið en það var ekki fyrr en i gær sem forráðamenn Leeds gáfu Tottenham grænt ljós á að hitta Gra- ham á fundi. Þá er búist við þvi að Jimmy Floyd Hasselbank, framherji Leeds, skrifi undir nýjan 6 ára samning við Leeds. -VS/GH Peter Schmeichel, markvörður Manchester United, hefur örugglega ekki sofið vel í nótt. Þessi leikreyndi leikmaður gerði sig sekan um hræði- leg mistök undir lok leiks United og Bayem Munchen sem urðu þess valdandi að Bæjarar jöfii- uðu metin. Daninn stóri og stæðilegi átti algjör- lega misheppnað úthlaup, hitti ekki holtann sem hann ætlaði að kýla frá og eftirleikurinn var því auðveldur fyrir Elber sem skoraði í autt markið. „Lið mitt lék í heild mjög vel. Það var erfitt að lenda undir svona snemma leiks en við lét- um markið ekki slá okkur út af laginu. Ég skelli ekki skuldinni á Schmeichel. Hann átti frábæran leik þrátt fyrir markið í lok- in,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United. „Við lékum góðan fót- bolta en fórum illa að ráði okkar með mörg góð færi og það er vandamálið sem við eigum við að glíma,“ sagði Otmar Hitzfeldt, þjálfari Bæjara. Adams og Keown Ensku meistaramir í Arsenal unnu verðskuldað- an sigur á Panathinaikos á Wembleyleikvanginum þar sem vamaijaxlamir Tony Adams og Martin Keown sáu um að skora mörkin semkomu bæði eftir hom- spymur Emmanuel Petit „Það er mjög mikilvægt að vinna heimaleikina því ef það tekst ekki verður maður ekki meistari," sagði Arsene Wenger, knatt- spymustjóri hjá ArsenaL Juventus heppið Leikmenn Juventus geta prísað sig sæla að ná jöfhu gegn Rosenborg í Þrándheimi því Norð- mennimir vom miklu betri og óðu í færum. Ros- enborg misnotaði víta- spymu, auk þess sem markstöngin bjargaði ítöl- unum. „Við byijuðum vel en gerðumst svo værukærir. Leikmenn Rosenborgar virkuðu greinilega í betra formi en mínir menn og þeir réðu ferðinni í síðari hálfleiknum," sagði Mar- velo Lippi, þjálfari Juventus, eftir leikinn. Inter Milan komst í hann krappan gegn Sturm Graz á heimavelli sínum í Mílcmó. Þrátt fyrir stans- lausa sókn allan leikinn náðu Italamir ekki að skora fyrr en 3 mínútur vom komnar yfir venju- legan leiktíma. „Þetta var leikur sem við urðum að vinna og það tókst en maður var orðinn ansi áhyggjufúll- ur,“ sagði Gigi Simoni, þjálfari Inter, eftir leik- inn. -GH Bjarnólfur kominn til Walsall - lánaöur frá Hibernian og fór beint í byrjunarliðið Eyjamaðurinn Bjarn- ólfur Lámsson er kom- inn til liös við Walsall sem leikur í ensku C- deildinni. Hann var lán- aður til félagsins frá Hi- bemian í mánuð og fór beint inn í byijunaliðið þegar félagið lagði Luton á útivelli, 0-1, um síð- ustu helgi. í gær var Bjarnólfur svo í byrjunarliði Walsall og lék allan tím- ann þegar liðið tapaði, 0-2, á heimavelli fyrir Reading. Walsall er í 5. sæti deildarinnar þegar 10 umferðum er lokiö en Stoke, lið Lámsar Orra Sigurðssonar, er í efsta sætinu. Bjamólfur gekk í raðir Hibemian frá ÍBV eftir íslandsmótið í fyrra. Hann fékk að spreyta sig í liði Hibemian í upphafi leiktiðarinnar en eftir það fékk hann fá tækifæri með aðal- liðinu. Bjamólfur er ekki eini íslendingurinn í herbúðum Walsall því Valsmaðurinn Sigur- bjöm Hreiðarsson er til reynslu hjá félag- inu. -GH Bjarnólfur Lárusson. FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 SffiiMEISTARADEIiDlN A-riðill: Olympiakos-Croatia Zagreb .. 2-0 1-0 Alexandris (22.), 2-0 Gogic (81.) Ajax-Porto..............2-1 1-0 Rudy (57.), 1-1 Zahovic (69.), 2-1 Litmanen v.sp. (86.) Ajax 2 110 2-1 4 Olympiakos 2 10 1 2-1 3 Porto 2 10 1 2-2 3 Croatia 2 0 12 0-2 1 B-riðill: Galatasaray-Athl.Bilbao 2-1 1-0 Buruk (15.), 1-1 Urzaiz (16.), 2-1 Hagi (90.) Rosenborg-Juventus .. . 1-1 0-1 Inzaghi (27.), 1-1 Skammelrud v.sp. (69.) Galatasaray 2 110 4-3 4 Juventus 2 0 2 0 3-3 2 Rosenborg 2020 2-2 2 BUbao 2 0 11 2-3 1 C-riðill: Spartak Moskva-R. Madrid .. 2-1 0-1 Raul (64.), 1-1 Tsymbalar (71.), Titov (78.) Inter Milano-Sturm Graz 1-0 Djorkaeff (90.) . . . . 1-0 Spartak M. 2 2 0 0 4-1 6 Real Mad. 2 10 1 3-2 3 Inter 2 10 1 1-2 3 Sturm Graz 2 0 0 2 0-3 0 D-riðill: Barcelona-Bröndby.........2-0 1-0 Anderson (42.), 2-0 Anderson (85.) Bayem Múnchen-Man.Utd . . . 2-2 1-0 Elber (11.), 1-1 Yorke 30.), 1-2 Scholes (49.), 2-2 Elber (90.) Barcelona 2 110 5-3 4 Bröndby 2 10 1 2-2 3 Man.Utd 2 0 2 0 5-5 2 Bayem M. 2 0 11 34 0 E-riðill: Dynamo Kiev-Lens ............1-1 1-0 Shecchenko (61.), 1-1 Vairelles (62.) Arsenal-Panathinaikos .......2-1 1-0 Adams (65.), 2-0 Keown (73.), 2-1 Mauro (88.) Arsenal 2 110 3-2 4 Panathin. 2 10 13-3 3 Lens 2 0 2 0 2-2 2 Din.Kiev 2 0 112-3 1 F-riðill: Benfíca-PSV Eindhoven.......2-1 1-0 Gomes (47.), 1-1 Rommendahl (70.), 2-1 Pinto (77.) HJK Helsinki-Kaiserslautem . 0-0 Kaiserslaut. 2 110 1-0 4 PSV 2 10 1 3-3 3 Benfica 2 10 12-2 3 HJK 10 111-2 1 Aðsóknin I sumar jókst um 11% Aðsóknin á leiki úrvalsdeildar- innar í knattspymu í sumar jókst um 11% á milli ára. 65.517 manns mættu á leikina í sumar eða 728 manns að meðatali á hvem leik en í fyrra mættu 58.099 á leikina eða 646 að meðaltali. Þessi aukning kemur nokkuð á óvart því venjan er að áhorfendum hefúr fækkað verulega sama ár og úrslitakeppni HM fer fram. KR-ingar vora með langbestu að- sóknina í sumar. Að meðaltali mættu 1428 manns á leiki þeirra, Eyjamenn komu næstir en 977 sáu að jafiiaði leiki þeirra Fæstir komu á leiki Leiftursmanna eða 481 að jafiiaði. -GH íkvöld Úrvalsdeildin í körfubolta: SkaUagrímur-Grindavík........20.00 Njarðvík-Keflavík............20.00 Snæfell-TindastóU............20.00 Valur-ÍA.....................20.00 1. deild karla i körfubolta: ÍS-Selfoss ..................20.15 -I-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.