Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 36
I 36 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 T^7~ onn Ummæli itti leyfi til vínveitinga „Umsóknin kom svo seint fram aö hún fór ekki fyrir * * borgarráð þannig að i skrifstofustjóri borg- . arstjómar hringdi bara á línuna til að athuga hvort borgar- ráösmenn féllust á að gefa leyfið." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, I DV. íþróttir góðar „Samkvæmt rannsóknum stuðla íþróttir að betri sjálfs- stjóm, auknu sjálfstæði og auknu sjálfsmati. Þeir sem taka þátt í íþróttum em síður þunglyndir, þjást síður af kvíða, em kraft- meiri og sáttari við sjálfa sig. Þeir em ólíklegri til að reykja sígarett- ur, drekka áfengi eða neyta ólög- legra vímuefna eins og hass og amfetamíns." Viðar Halldórsson, í Mbl. Allt skal rannsakað „Ormar í fjöm, grös utan ferða- mannaleiða, aðsetur fugla, árgljúfur sem næstum enginn hefur séð, sandar eða vötn og hver veit hvað! Allt skal rannsakað og taki það þann tíma og peninga sem þarf.“ Jónas Bjarnason, í DV. Ferðumst um landið „Það er ævintýri að fara á vit náttúm þessa fógm haustdaga. Það vita gæsaskyttur, sjóbirtings- veiðimenn og rútubílstjórar, en alltof fáir aðrir. Því skemmtiferð- ir um landið era aflagðar. Þetta er skrítið." Stefán Jón Hafstein, í Degi. Svartur blettur „Nú eru 170 aldraðir á höfuð- borgarsvæðinu á biðlista, sem úr- skurðaðir hafa verið í brýnni þörf fyrir að komast inn á hjúkr- unarheimili og 20 bætast við þá tölu á hverju ári. Þetta er svartur blettur á heilbrigðisþjónustu okkar á sama tíma og þjóðin lifir við mesta góðæri sögunnar." Magnús L. Sveinsson, í Mbl. Sparnaðurinn og heilbrigðiskerfið „Gegndarlaus sparnaður og j hagræðing virðast vera farin að, koma niður á gæðum þjónust- unnar. En læknisþjónustan sem I slík hefur ekki versnað heldur batnað með aukinni tækni. Gamla spurningin vaknar um forgangsröðun í heilbrigðisþjón- ustunni. Niðurstöðumar koma á óvart því ég hefði haldið að al- menningur væri sáttari viö þjón- ustuna eins og hún er.“ Guðmundur Björnsson, í Degi. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri Landspítalans: Vill stuðla að meiri sérfræðiþekkingu Anna Stefánsdóttir fékk nýlega fastráðningu sem hjúkrunarfor- stjóri Landspítalans, eftir aö hafa gegnt því starfi í tvö ár. „Ég ætla að leggja áherslu á sam- starf við menntastofnanir sem mennta hjúkrunarfræðinga, svo sem við námsbraut í hjúkrunar- fræði við Háskóla ís- ____________ lands, og koma á form- legra samstarfí við þá stofhun. Það er ætlun — skóla íslands í tölvuverkfræði og Dagbjört stundar nám í tölvunar- fræði við Háskólann, auk þess sem hún er í Söngskólanum í Reykjavík. Bamabömin em tvö en þau em böm Halldóm. „Þetta var sú menntun sem tiltölulega auðvelt var Maður dagsins mín að gera hjúkranarfræðingum hér auöveldara með að starfa við Háskólann og að háskólakennarar í hjúkmn eigi auðveldara með að starfa við Landspítalann til þess að efla hjúkrun." Anna vill líka stuðla að aukinni sérfræðiþekkingu í hjúkrun. „Ég hef líka áhuga á að efla rannsóknir i hjúkmn hér við Landspítalann. Einnig mun ég leggja áherslu á starfsmannamálin sem em mjög mikilvægur málaflokkur." Aðaláhugamál Önnu tengjast starfinu en þau eru hjúkrun og framþróun hjúkmnar. „Ég hef líka gaman af að fara í gönguferðir og að ferðast. Það er ekki mikið annað sem ég geri en að hugsa um fjöl- skylduna, starfið og að ferðast." Eiginmaður Önnu er Jón Péturs- son, eðlisfræðingur hjá Raunvís- indastofnun Háskólans. Hjónin eiga þrjú böm. Halldóra er læknir, Dofri er rafeindavirki og stundar nú nám við Há- að komast í og tiltölulega auðvelt aö fá starf við,“ segir Anna þegar hún er spurð hvers vegna hún hafi farið í hjúknmamám á sínum tíma. „Námið þótti heppilegt fyrir ungar stúlkur. Ég fór lika að áeggjan foreldra minna sem höfðu mikinn áhuga á að við systkinin gengjum til mennta. Starfið kveikti svo í mér eftir að námi lauk.“ Anna hefur starf- að á Landspítalan- inn síðan 1975. Hún byrjaði sem al- mennur hjúkmn- arfræðingur á gjörgæsludeild, 1980-1984 var hún þar deildarstjóri en þá varð hún hjúkrunarfram- kvæmdastjóri á handlækningadeild. Því starfi gegndi hún til 1995 þegar hún fór aö leysa af hjúkrunarfor- stjórann, Vigdísi Magnúsdóttur, sem varð forstjóri Landspítcdans. Anna fékk svo fastráðn- ingu í júlí. „Að vissu leyti sakna ég þess að vera ekki innan um sjúklingana. Það er hins veg- ar svo margt sem hjúkrunar- forstjóri getur gert til þess að styrkja hjúkrun. Það er mitt áhugamál að gera Anna Stefánsdóttir. íslenski dans- flokkurinn í kvöld hefst i Borgarleik- húsinu sýningarárið hjá ís- lenska dansflokknum. Á efn- isskrá haustsýningar dans- flokksins em þrjú verk: Night eftir Jorma Uotinen, Stool Game eftir Jirí Kylián og La Cabina 26 eftir Jochen Ulrich. Þetta er afmælissýn- ing dansflokksins sem á 25 ára afmæli á þessu ári. Night er dramatískt og lit- ríkt verk sem byggist á hug- mynd úr ftnnskri þjóðsögu. Stool Game er frá miðjum áttunda áratugnum. Nafnið vísar til bamaleiks en verk- ið sjálft hefur auk þess skírskotim til hluta eins og innrásar Sovétmanna í Tékkóslóvakíu árið 1968, trúar, ofbeldis og kærleika. La Cabina 26 er kraftmikið og hávaðasamt verk í suð- rænum anda. Dans Alls em fyrirhugaðar fimm sýningar á þessum verkiun: 1. október, 3. októ- ber, 15. október, 18. október og 22. október. Uppsigling Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Undrabarnið frá Sevilla, Jairo. Jairo dansar flamenco í kvöld og annað kvöld verða sýningar í Loftkastalanum með flamencodansaranum Jairo sem er frá Sevilla. Hann er sígauni og segist hafa fæðst með flamenco i blóðinu. Hann ólst upp við dans- inn því í fjölskyldu hans eru fla- mencodansarar, söngvarar og gít- arleikarar. Dans Hraði hans og tækni em sögð ótrúleg en Jairo hefur þróað sinn eigin stíl sem er byggður á reynslu eldri kynslóða og spænskri menningu. Dansarinn er 16 ára en hann hætti í skóla fyrir tveimur áram. Síðan hefur líf hans snúist um dansinn. Jario hefur sagt að það sé honum jafnmikilvægt að dansa og að borða. Flamencodans er ekki bara dans því samspil dans- ara og hljóðfæraleikara er órjúf- anlegt. Meö Jairo koma fram gít- arleikari frá balletinum Rugue Acevedo, söngvarinn Antonio de la Malema og ásláttarleikarinn José Luis Vidal. Gabriela Guttara mun dansa með Jairo. Bridge Sigurður Vilhjálmsson og Júlíus Sigurjónsson fengu verðskuldaðan topp i þessu spili í tvímennings- keppni Bridgefélags Homafjarðar sem háð var um síðustu helgi. Al- gengast var að spilaður væri hjarta- bútur á spil NS, en sagnhafamir fengu sjaldnast nema 8-9 slagi í þeim samningi. Sigurður valdi hins vegar bestu spilaleiðina, fékk 10 slagi og þáði fyrir það 24 stig af 26 mögulegum. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og enginn á hættu: * Á2 * ÁDG863 * 2 * Á985 * D753 * 10964 * K1092 * Á106 N 75 K85 * KG8 * 4 ♦ DG9743 * G107 Norður Austur Suður Vestur Siggi Jón Júlíus Gestur 1* pass 1 grand pass 2 * pass 2* pass 2* p/h Austur kaus að hefja leikinn með spaðaútspili, áttan i blindum og Sig- urður drap níu vesturs á ásinn. Hann tók nú strax spaðasvíninguna og henti tígli í þriðja spaðann. Vömin hófst á þennan veg á mörg- um borðanna og i þessari stöðu var sagnhafi á kross- götum. Spaðinn var eina innkom- an í blindan og hana þurfti að nýta vel. Valið stóð um að spila laufgosanum eða taka svíningu í hjartalitnum. Flestir sagnhafanna völdu hjarta- svíninguna en Sigurður spilaði hins vegar laufgosanum. Hjartasvíningin borgar sig aðeins þegar vestur er með kónginn annan í hjarta, en laufsvíningin heppnast ef vestur á bæði mannspilin eða háspil annað í litnum. Sigurður fékk því ríkifleg verðlaun fyrir spilamennskuna. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.