Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Side 8
8
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1998
Utlönd
Stuttar fréttir r>v
Milosevic Júgóslavíuforseti heldur neyöarfund:
Árásum svarað
Þúsundir ganga
fylktu liði um
götur Moskvu
Gennadí Zjúganov, leiðtogi
rússneskra kommúnista, fór fyrir
sex þúsund manna kröfugöngu
um götur Moskvu í gær þar sem
minnst var valdaránstilraunar-
innar árið 1993. Zjúganov hvatti
göngumenn til að taka þátt í alls-
herjarverkfóllum á miðvikudag
tU að mótmæla versnandi lífskjör-
um og efnahags- og stjórn-
málakreppunni í landinu.
Mótmælin í Moskvu bar upp á
sama tíma og stjórn Jevgenís
Prímakovs forsætisráðherra glím-
ir við það erfiöa verk að leggja
fram skýra áætlun um að binda
enda á efnahagskreppuna.
Rússneskir embættismenn við-
urkenndu eftir viðræður í Wash-
hington við fulltrúa Alþjóðagjald-
eyrissjóösins að byrja þyrfti við-
ræður um frekari lán upp á nýtt.
Prímakov hefur fullvissað er-
lenda kaupsýslumenn um aö ekki
verði aftur snúið til sovéskra
efnahagsaðgerða.
Spáð í nóbel
Portúgalski rithöfundurinn
Antonio Lobo Antunes og sá
belgíski, Hugo Claus, voru í gær
nefndir sem hugsanlegir nóbels-
verðlaunahafar fyrir bókmenntir.
Meðal annarra sem hafa verið
nefndir eru Carlos Fuentos frá
Mexíkó og Mario Vargas Llosa frá
Perú. Skýrt verður frá verðlauna-
hafanum í þessum mánuði.
Júgóslavnesk stjórnvöld hétu því
í gær að verjast loftárásum NATO
með kjafti og klóm. Þá vöruðu Rúss-
ar við því að hernaðaríhlutun Vest-
urlanda í Kosovo myndi mjög spilla
samskiptum austurs og vesturs.
Slobodan Milosevic Júgóslavíu-
forseti boðaði til fundar í land-
vamaráði landsins eftir neyðarfund
með sendimönnum rússneskra
stjómvalda, þar á meðal ígor ívanov
utanrikisráðherra og ígor Sergjev
landvamaráðherra.
í yfirlýsingu, sem send var rúss-
neskum ríkisfjölmiðlum, segir að
Júgóslavía vilji friðsamlega lausn á
átökunum í Kosovohéraði þar sem
albanski meirihlutinn vill fá sjálf-
stæði. Svo segir: „Ef ráðist verður á
okkur munum við verja landið með
öllum tiltækum ráðum."
Nágrannaríkin á Balkanskaga,
Grikkland, Búlgaría og Rúmenía,
sem óttast að átökin breiðist út láti
NATO til skarar skríða, hvöttu til
þess að vopnahléi yrði þegar í stað
komið á í Kosovo og að samið yrði í
kjölfarið.
Javier Solana, framkvæmdastjóri
NATO, sagði að júgóslavnesk stjórn-
völd ættu að taka hótunina um loft-
árásir alvarlega af því að tíminn til
pólitískra lausna væri að renna
mönnum úr greipum.
George Robertson, landvarnaráð-
herra Bretlands, sagði í gær að
NATO þyrfti að senda hermenn til
Kosovo til að framfylgja hugsanlegu
pólitísku samkomulagi. Ekki hefur
jafnháttsettur vestrænn stjórnmála-
maður fyrr viðurkennt að hernað-
arundirbúningur NATO í Kosovo
einskorðast ekki við loftárásir.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, er nú að
skrifa skýrslu um hvort júgóslav-
nesk stjórnvöld hafi farið nægilega
eftir ályktunum Öryggisráðsins um
að binda enda á átökin í Kosovo og
sýna friðarvilja sinn í verki. Á
grundvelli þeirrar skýrslu verður
ákveðið hvort ráðist verður til at-
lögu gegn Serbum.
Spænska prinsessan Elena heldur á syni sínum, Felipe Juan Froilan, sem var skírður í Zarzuelahöll í Madrid í gær.
Eiginmaður prinsessunnar, Jaime de Marichalar, heldur hugfanginn um höfuð sonar síns.
INNKA UPA S TOFNUN
REYKJA VIKURBORGAR
- Fax 562 26 16 - Netfang: l
TIL SÖLU
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Strætisvagna Reykjavíkur, óskar eftir
tilboði í húsið Grensásvegur 15 sem er biðstöð og söluturn. Húsið selst til
flutnings í því ásigkomulagi sem það er nú. Kaupandi skal annast flutning
hússins og umsókn um brottflutning til embættis byggingafulltrúa í Reykjavík,
samkv. byggingareglugerð nr. 441,1998. Húsið er 62 m timburhús og er byggt
á stálbitum til flutnings.
Flutningi skal vera lokið innan 14 daga frá samþykkt tilboðs.
Upplýsingar um húsið gefur Jan Jansen hjá SVR í síma 581-2533.
Tilboðsverð skal vera með virðisaukaskatti og miðað við staðgreiðslu.
Tilboðum skal skila til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Frfkirkjuvegi 3,
101 Reykjavík, eigi síðar en kl. 16.00 miövikudaginn 14. október nk
Þjóðaratkvæðagreiðsla í Lettlandi:
Rússum auðveldað að
gerast ríkisborgarar
Guntis Ulmanis, forseti Lett-
lands, bar lof á landsmenn sína í
gær fyrir að samþykkja breytingar
á lögum um ríkisborgararétt sem
gera munu 650 þúsund landlaus-
um Rússum kleift að fá lettneskt
ríkisfang.
Stjómmálaskýrendur sögðu að
niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar á laugardag ætti að leiða til
þess að Lettar yrðu samferða öðr-
um ríkjum í aðildarviðræðum við
Evrópusambandið.
Max van der Stoel, framkvæmda-
stjóri RÖSE, fagnaði niðurstöðunni.
Hann sagði að með henni hefði lett-
neska þjóðin stigið stórt skref i átt til
lausnar þjóðemisdeilum í landinu.
Þingkosningar fóm einnig fram
á laugardag. Flokkur Andris Shkel-
es, fyrram forsætisráðherra, fékk
flest atkvæði, eða 21 prósent.
Slagsmál í Ósló
Mikil slagsmál bratust úr milli
tveggja hópa Pakistana og Sómala
á aðaljárnbrautarstöðinni í Ósló
aðfaranótt sunnudagsins. Fjöldi
manna hlaut sár í átökunum.
Vilja fara sáttaleið
Hosni Mubarak Egyptalands-
forseti ræddi við Hafez al-Assad
Sýrlandsforseta
í gær um deUur
Sýrlendinga og
Tyrkja. Forset-
arnir lýstu sig
fylgjandi
diplómatískri
lausn. Tyrkir
saka Sýrlend-
inga um að styðja uppreisnar-
menn úr Verkamannaflokki
Kúrda.
Fleiri drukku minna
Gestum á hina miklu Oktober-
fest bjórhátíð í Múnchen fjölgaði
um eitt hundrað þúsund frá í
fyrra en engu að síður voru
drukknir 200 þúsund færri lítrar
af öli á meðan á hátiðinni stóð.
Páfi heim til Rómar
Jóhannes PáU páfi hélt heim til
Rómar frá Króatíu í gær. Við lok
ferðarinnar hvatti hann tU friðar
í Kosovo.
Fyrrum forseti látinn
Jean-Pascal Delamuraz, fyrram
forseti Sviss, lést um helgina, 62
ára að aldri. Hann hafði átt við
vanheilsu að stríða.
Ekki alls staöar góðæri
Ekki verða aUir Danir varir við
góðærið sem þar ríkir því heimil-
islausum hefur fjölgað.
Cardoso endurkjörinn
Fernando Cardosa, forseti Bras-
Uíu, var endurkjörinn með yfir-
gnæfandi meirihluta atkvæða í
gæ þrátt fyrir að kreppa sé yfir-
vofandi i landinu.
Ritt til í málsókn
Ritt Bjerregaard, umhverfis-
málastjóri Evrópusambandsins,
er reiðubúin að
höfða mál á
hendur danska
umhverfis- og
orkuráðherran-
um til að fá úr
því skorið hvort
Danir megi
banna sölu á
bjór og gosdrykk
McDowall látinn
Kvikmyndaleikarinn Roddy
McDowall lést úr krabbameini á
heimUi sínu í Kaliforniu á laugar-
dag, sjötugur að aldri.
Hélt velli
Rikisstjórn Johns Howards í
Ástralíu hélt naumlega velli í
kosningunum sem fram fóru um
helgina. Stjórnin hefur nú aðeins
sex sæta meirihluta á þingi.
Toyota LandCruiser turbo disil 86, VW Combi '94, 4 d., 5 g.,
5 d„ 5 g„ blár, mjög gott eintak. ek. 248 þ. km, hvítur, dísil.
Verð 1.180.000. Verð 1.200.000.
Opel Astra GL '95, 4 d„ 5 g„
ek. 38 þ. km, grár, álfelgur.
Verð 950.000.
Mazda 323 '98, 4 d„ 5 g„
ek. 3 þ. km, grænn.
Verð 1.295.000.
Toyota Corolla station '97, 5 d„
5 g„ ek. 58 þ. km, blár, 4x4.
Verð 1.490.000.
Nissan Primera '93, 5 d„ ssk„
ek. 55 þ. km, rauður.
Verð 1.070.000.
MMC Pajero '90, 5 d„ ssk„
ek. 119 þ. km, blár/silfurl., topplúga.
Verð 1.190.000.
Renault Megané CL '97, 4 d„ 5 g„
ek. 14 þ. km, rauður.
Verð 1.190.000.
Borgcotúni 26, dmcn 561 7510Á 561 7511