Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Page 12
12 MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1998 Spurningin Sérðu eitthvað jákvætt við skammdegið? Katrín Baldursdóttir nemi: Nei, ekkert. Sigurður Kristmannson ellilíf- eyrisþegi: I góðu veðri er það ágætt eins og þegar er tunglskin. Kristján Pálsson: Já, til dæmis jól- in. Tinna Traustadóttir, 13 ára: Það er fínt að hafa myrkur. Svava Ágústsdóttir, 13 ára: Já, margt. Stefán Jakobsson nemi: Myrkrið er fmt. Lesendur___________________ Jafnaðarmenn, játum veikleikann - bráðabani í framboðsmálunum „Eigum við jafnaðarmenn ekki sterka eða málsmetandi menn, karla eða kon- ur?“ er spurt í bréfinu. - Frá fundi forystumanna samfylkingarframboðs A- flokkanna og Kvennalista. Guðrún Gísladóttir skrifar: Ég las nýlega forystugrein í blað- inu Degi eftir annan ritstjórann, Stefán Jón Hafstein, þar sem hann efast um stórsókn okkar sem ætlum að fylkja okkur um sameiginlegt framboð A-flokkanna og Kvenna- lista í næstu alþingiskosningum. Hann segir m.a. að hér sé ekki (enn) til sá sameinaði jafnaðar- mannaflokkur sem þori, vilji og geti sótt inn á miðju íslenskra stjóm- mála þar sem meirihlutavaldið sé. Jafnaðarmenn í öðrum löndum hafi forgangsraðað á verkefnaskrá vel- ferðarkerfisins, gengið í endurnýj- un hugmyndalegra lífdaga og klæð- ist óhræddir skartbúningi fjölmiðla- aldar. Hafi gert það sem þarf til að vinna meirihluta. - Það sé allt ógert hér. Maður hefur tilhneigingu til að taka undir þetta, þótt það sé ekki uppörvandi. Það er t.d. ekki neitt á það treystandi að þótt jafnaðar- menn í nokkrum löndum Evrópu hafi riðið feitum hesti í síðustu kosningum og hafi eignast vinsæla forystumenn, sem sumir leiki stórt hlutverk í alþjóðamálum, þá fáum við hér sama brautargengi. Á það má a.m.k. ekki treysta. Og hvers vegna ekki á íslandi? - Jú, af því að hér eru allt aðrar aðstæður ... (eins og ritstjóri Dags orðaði það svo kaldhæðnislega). En hver er skýringin? Eigum við jafnaðarmenn ekki sterka eða máls- metandi menn, karla eða konur? Ég tel það álitamál. Kannski sterka, en ekki nógu málsmetandi, að mínu mati. Það er t.d. ekki frambærilegt að barátta í röðum þessara þriggja afla um sæti á framboðslistanum sé Árni Einarsson skrifar: Enn og aftur horfum við upp á vansæmd forystumanna Samein- uðu þjóðanna og Öryggisráðs þeirra um leið. Aftur og aftur koma þessir forsvarsmenn saman til fundar vegna óhæfuverka framinna í ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu, og aftur og aftur lyppast þessir menn niður og láta forsvarsmönnum Serbiu eftir að murka lífið úr til sýnis á þessu stigi. Eöa að ekki skuli vera búið að ákveða fyrir fullt og fast hvort stilla eigi upp á listana eða viðhafa pröfkjör. Að mínu mati kemur ekkert til greina annað en prófkjör, a.m.k. i fjölmennustu kjör- dæmunum. Verðum viö jafnaðarmenn ekki aö beita svipuðum töktum og tónum og andstæðingamir, játast undir góðærið og viðurkenna veikleika okkar, sem fram að þessu hefur mjög birst í svartagallsrausi og halastjömuspádómum? - Verum já- kvæðari, tölmn ekki um „varð- hunda" sérhagsmunahyggju. Viður- kennum að með því að „hugsa um stríðshrjáðum íbúum nágrannahér- aðanna. Núna er enn ein hrinan gerð að SÞ og nú af hálfu utanríkisráðherra Breta. Öryggisráð SÞ kemur saman og beinir nokkmm orðum til Milos- evic Júgóslavíuforseta um að hann þaggi niöur í morðsveitum sínum. En hann brosir bara í kampinn og lofar öllu fögra. - Síðan halda morðin og pyntingamar áfram. sig“ em meiri líkur á að geta einnig hjálpað öðrum. Hér á landi situr nú nokkuð öflug ríkisstjóm sem státar af því að hafa skapað góðæri til lands og sjávar. Era likur á því að fólk kjósi aðra yfir sig en þá sem ætla að standa eins að málum og núverandi ríkis- stjórn? Viðurkennum að við viljum viðhalda sama góðærinu, ekki ein- hverju öðra og óskilgreindu góðæri. - Látum skeika að sköpuðu og leyf- um kjósendum að velja á mÚli tveggja svipaðra stefnumiða, en á sömu forsendum og með öðrum mönnum. - Leyfum ekki bráðabana veröa okkar hlutskipti endalaust. þjóðanna Svona málsmeðferð er skömm Sameinuðu þjóöanna og veikir þessi samtök sem eru þó eina hald- reipi okkar Vesturlandabúa, t.d. gegn árásiun og ögran í garð þjóða í þessum heimshluta. Er nú ekki tímabært að við ís- lendingar geram samþykkt gegn slíkum leikaraskap sem SÞ stunda þessa dagana? Skömm Sameinuðu Óttaviðbrögð læknastéttarinnar Konur fyrir framan Ríkisendurskoðun á Skúlagötu. - Gögn um meinta spill- ingu hjá Tryggingastofnun afhent. Ásdís Frímannsdóttir, varaform. Lífsvogar, skrifar: Hin óttalegu viðbrögð læknastétt- arinnar og umsnúningur í umræð- unni um gagnagranninn benda til þess að gagnagrunnurinn sé kannski í raun mjög þarft og tíma- bært hagsmunamál sjúklinga, og e.t.v. hið eina sem veiti læknum landsins það nauðsynlega aðhald sem hingað til hefur ekkert verið. Alþjóð er ljóst að sjúkraskýrslur og ýmis önnur gögn um sjúklinga hafa víða legið á glámbekk og að margar hverjar hafa verið með röngum og/eða ófullnægjandi upp- lýsingum. Þá hafa samtökin Lífsvog rekist á það - loks þegar fengist hafa afhentar umbeðnar sjúkra- skýrslur - að krotað hefur verið yfir aðgerðar- og dánarstund með tús- spenna. í meintum læknamistökum hefur ekki verið óalgengt að Lífsvog fái þær upplýsingar frá heilbrigðis- kerfinu að skýrslur séu að meira eða minna leyti „týndar"! Komið hefúr fyrir að læknar hafa ekki séö neitt athugavert við að hafa mynd af nöktum líkama sjúk- lings liggjandi framrni á afgreiðslu- borði á lögfræðistofu. Einnig hefur það verið gegnumgangandi reynsla Lífsvogar, hvað varðar þau mál sem hafnað hafa inni á borði samtak- anna, að hvorki sjúkrahúsin í land- inu né viðkomandi læknar hafi, lög- um samkvæmt, virt tilkynninga- skyldu sína til landlæknisembættis- ins þegar eitthvað hefúr farið úr- skeiðis i meðferð sjúklinga. Embætti umboðsmanns sjúklinga hefur enn ekki litið dagsins ljós en án þess getur ástandið í málefnum sjúkra og öryrkja á íslandi einungis batnað með hertu eftirliti á heil- brigðisstéttum. Sjálf munu samtök- in ótrauð halda áfram baráttunni fyrir betra, heilbrigðara og réttlát- ara mannlífi á íslandi. Og að sjálf- sögðu þiggja með þökkum hvers konar stuðning áhugafólks um hagsmuni sjúklinga og öryrkja. Ekki einkamál fréttastjóra Sjónvarps Guörún Matthíasdóttir hringdi: í fréttum í gær (þriðjudag) kom fram að lögfræðingur RÚV hefði ekki séð lagalegan flöt á að aðhaf- ast í máli ungs fréttamanns hjá Sjónvarpinu og fréttastjórans. Nú er fréttamaðurinn ungi búinn að fóma starfi sínu, en kerflð og fréttastjórinn halda sínu í skjóli einhverra lagakróka. Mikið held ég að fréttastjórinn sé glaður en fréttamaðurinn sár. Ég borga af- notagjöld og skatta og lít á RÚV sem þjónustustofnun fýrir mig og aðra íslendinga. Umfjöllun fjöl- miöla um þetta mál á umliðnum mánuðum gefur mér þá mynd að siðferðislega er fréttastjórinn bú- inn að glata því trausti sem mað- ur í hans stöðu verður að hafa, og ég endurtek; verður að hafa gagn- vart umbjóðendum sínum. Fréttastofan er ekki hans einka- mál og ber að Iíta á málið i því samhengi og aðhafast í málinu. Hagkaup verður Hraðkaup Erlendur hringdi: Óttalegt klúður ætlar þetta að verða á matvöramarkaðinum. Nú er fyrirtækið Baugur (þ.e. Hag- kaup) komið með verslun hér á Akureyri, Hraðkaup, og á aö keppa við KEA-matvöraverslan- irnar héma. Ég er ekki viss um að við á Akureyri tökum þessu neitt frekar fagnandi í byrjun en þeir Hagkaupsmenn syðra þegar þeir bragðust ókvæða við KEA- Nettó í Mjóddinni í Reykjavík. Ég vil þó ekki sjá neitt stríð í þess- um málum. Best er að aðilar í matvörageiranum fái að keppa sín á milli og láti svo lítið að sýna okkur, viðskiptavinunum, kurt- eisi og alúð í þjónustu. Þá ganga allir sáttir, hver til sinnar versl- unar eða á milli þeirra eftir því hvar kaupin gerast best. Guðjón fyrir landlækni A.Þ.J. hringdi: Nú stendur fyrir dyram að ráða nýjan landlækni í stað Ólafs Ólafssonar sem staðið hefúr í eld- línunni sem yfirmaður í heil- brigðisgeira og staðið sig með mikilli prýði. Því oft hefur eldlín- an verið snörp og þá reynir fyrst á forsvarsmenn. Að öðram lækn- um ólöstuðum tel ég aö Guðjón Magnússon, fyrrv. formaður Rauða krossins og einnig aðstoð- arlandlæknir, sé sá sem ætti að setjast í stól landlæknis. Kurteis maður og ber af sér mjög góöan þokka. Hann kom oft fram í sjón- varpsfréttum hér áður og kom fram sem ábyrgur fagmaður í hverju og einu sem sneri að heil- brigðiskerfinu. Gleymdust skærin góðu? Guðjón hringdi: Mig rak í rogastans eitt síðdeg- ið fyrir stuttu er ég, úrvinda eftir erfiði dagsins, steig út úr strætis- vagninum mínum. Ég hélt ég hefði farið úr á röngum stað, því við mér blasti þeta líka fina, rauða biðskýli í stað gamla, góða biðskýlisins sem ég hafði yfirgef- ið um morguninn. Og ég sem hélt að frú borgarstjórinn hefði verið að vígja dönsku glæsiskýlin nokkram dögum áður. Uppi í Breiðholti vora komin rauð skýli sem vikið höfðu fyrir nýjum ann- ars staðar í borginni. Engin skæri, og engin viðhöfn! Sitjum við Reykvíkingar ekki viö sama borð eða megum við vænta glæsi- biðskýlanna dönsku einhvem tíma seinna?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.