Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Page 15
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1998
15
Pissað í skó
Reykvíkinga
„Flugvöllurinn er ógnun við öryggi almennings, hann er Ijótur, hann er lítill
og vanhæfur til þess að anna eðlilegri flugumferð," segir m.a. í greininni.
Flugvöllurinn í
Reykjavík hefur
oft vakið furðu
mína. Það er eig-
inlega dálítill
vandi að taka til
máls um jafn-
heimskulegt og
fráleitt fyrirbæri.
Það er engin
haldbær röksemd
fyrir þvi að hafa
hann þar sem
hann er. Flugvöll-
urinn er ógnun
við öryggi al-
mennings, hann
er ljótur, hann er
lítill og vanhæfur
til þess að anna
eðlilegri flugum-
ferð. Flugstöðin
er einstaklega sóðaleg og bjálfaleg
og afgreiðsla þar öil til skammar.
Eini kosturinn sem ég kem auga
á er sá að með því að láta hann
standa er hægt að fresta því að
byggja raunverulegan flugvöll sem
ekki lítur út eins og afgangur af
gatnakerfinu. Því fylgir auðvitað
spamaður meðan beðið er eftir
óbætanlegu tjóni.
Orðatiltækið að pissa í
skó einhvers merkir að
leysa eitthvað til skamms
tíma, þannig að það verð-
ur verra á eftir. Það getur
einnig merkt að aðhafast
eitthvað fráleitt eða
heimskulegt.
Hvað sem því líður lýs-
ir þetta orðatiltæki ágæt-
lega þeirri ráðstöfun að
láta Reykjavíkurflugvöll
standa þar sem hann er.
Viðhorf almennings
Nú á tímum endalausra
skoðanakannana væri
fróðlegt að frétta hvað
fólki finnst um þá ráð-
stöfun að hafa mengandi,
gamla flugvélarokka í
lágflugi yfir miðbæ
Reykjavíkur. Það hlýtur að vísu
að vera mjög erfitt að setja saman
könnun á þessu máli án þess að
spyrja ávirkra spurninga. Á til
dæmis að spyrja hvemig fólki lít-
ist á að flugvél nauðlendi á Miklu-
brautinni þegar
að því kemur að
aðfiug mistekst?
Á að spyrja fólk
hversu margir
Reykvíkingar
megi láta lífið í
flugslysi til þess
að það borgi sig
betur en að eyða
í nýjan flugvöll?
Á að spyrja
hvers vegna gull-
fallegt svæði í
miðri höfuðborg-
inni sé frekar
notað undir samgöngutæki en
húsnæði handa íbúum borgarinn-
ar?
Rétt fyrir utan borgina breiðir
úr sér hin flata og ljóta Vatns-
leysuströnd sem ekki er nýtileg til
nokkurs nema ef vera skyldi að
þar mætti byggja nútímalegan og
þægilegan flugvöll.
Ef til vill mætti spyrja fólk á göt-
unni þessarar spurningar: Hvaða
ráðstöfun telur þú asnalegasta og
verst heppnaða innan borgar-
marka Reykjavíkur? Ef allir svara
að það sé staðsetning flugvallarins
þá væri þar komin nokkur vís-
bending um viðhorf almennings.
Rammíslensk
stjórnmálaumræða
Kosningar eru ekki langt undan
og það hefur tæpast farið fram hjá
nokkrum manni að nú hillir undir
rammíslenska stjórnmálaumræðu.
Við höfum fengið að heyra ýmiss
konar spakmæli um það hver hafi
rangt við og hver sé barn og asni
(sem sumir virðast telja að sé eitt
og hið sama) og hver borði
þunnildi og hvað ömmur hinna og
þessara stjórnmálamanna sögðu
við þá þegar þeir voru að vaxa úr
grasi. Áður en lýkur munu fulltrú-
ar allra flokka og utanflokka setj-
ast saman í hring á öllum sjón-
varpsstöðvum og lýsa ást sinni á
menntamálum með mörgum og
fögrum orðum og jafnvel víkja að
því hvort rétt sé að byggja nýtt
heilbrigðiskerfi á rústum þess
gamla. - Þetta vitum við því að
auðvitað verða fastir liðir eins og
venjulega.
Ég legg til að einhver stjóm-
málaflokkur gefi nú það kosninga-
loforð að gereyða Reykjavikurflug-
velli og byggja nothæfan flugvöll á
vel völdum stað í nágrenni Reykja-
víkur. Það gæti orðið til þess að
kjósendur fengju trú á viðkomandi
stjórnmálaflokki og segðu við
sjálfa sig: Þeir segja þó að minnsta
kosti eitthvað af viti. - Ég kýs þá.
Kristján Jóhann Jónsson
Kjallarinn
Kristján Jóhann
Jónsson
rithöfundur
„Á að spyrja fólk hversu margir
Reykvíkingar megi láta lífið í
flugsiysi til þess að það borgi sig
betur en að eyða í nýjan flugvöll?
Á að spyrja hvers vegna gullfal-
legt svæði í miðri höfuðborginni
sé frekar notað undir samgöngu-
tæki en húsnæði handa íbúum
borgarinnar?“
Ég biðst afsökunar
Ég skammast mín. Samviskan,
eða það litla sem eftir er af henni,
hefur bitið mig slíku andlegu
þursabiti að þegar ég endasendist í
neðra fyrir þann glæp sem ég hef
framið mun mér létta stórum. Sú
vissa að það eru fleiri sekir en ég er
lítil huggim harmi gegn enda alls
óvíst að þeir geri sér grein fyrir
sekt sinni. Þess vegna vil ég í stór-
um dráttum reyna að útskýra fyrir
þeim hvað þeir hafa gert.
Fórnarlömb minnihlutans
Staðreyndir málsins era þær að
stór hluti íslendinga er sekur um
mannréttindabrot; gott ef ekki þjóð-
armorð eða þjóðarmorðstilraun.
Þótt ég segi stór hluti þá er samt
sem áður um minnihluta að ræða.
Reyndar er meirihluti þjóðarinnar í
þessu tilfelli fómarlömb minnihlut-
ans og þessum minnihluta tilheyri
ég. Við höfum alltaf verið leiðinleg-
ir í garð meirihlutans; við höfum
féflett hann og við höfum oftast haft
meiri vinnu en hann. Tekjur okkar
hafa verið hærri en samt sem áður
höfum við fengið til baka úr sam-
eiginlegum sjóðum margfalt meira
en okkur ber.
Þó tók fyrst steininn úr þegar í
ljós kom að við ættum fleiri þing-
menn á löggjafarsamkundunni en
við ættum innstæðu fyrir. Já,
þrefalt fleiri! Þegar ég heyrði þetta
brotnaði ég, harðsviraður afbrota-
maðurinn, saman og grét eins og
bam. Þetta var meira en samviska
mín gat afborið. Ég sá strax að ég
og mínir kónar höfðum þarna farið
langt yfir öll velsæmismörk. Að við
skyldum hafa getað gert þetta;
hlunnfarið meirihluta þjóðarinnar
um nokkra tugi þingmanna!
Vil gera yfirbót
En þetta var ekki allt. í örvinglan
minni gerði ég mér grein fyrir því
að þetta var bara einn angi þess af-
brota-kolkrabba
sem ég tilheyri.
Það sem verra
er: við höfum
neytt meirihlut-
ann til þess að
skjóta skjólshúsi
yfir alla þessa
þingmenn og allt
það embættis-
bákn sem þeir
hafa búið sér.
Nokkur ráðu-
neyti, sjúkrahús
sem við höfum
vogað okkur að nota, háskóli sem
við blygðunarlaust sækjum og
margar fleiri stofnanir sem vesal-
ings meirihlutinn hefur orðið að
þola á sér.
Það hlýtur að vera hryllilegt að
þurfa að búa við svona nokkuð og
ég leyfi mér að biðjast afsökunar
fyrir glæp minn þótt
hann sé auðvitað ófyr-
irgefanlegur. Og ég vil
gera yfirbót. Ég er líka
viss um að allur minni-
hlutinn er tilbúinn til
þess, nú þegar hann
veit hvað hann hefur
gert. Við getum reynt
að bæta fyrir þetta því
mig langar hvorki fyr-
ir mannréttinda- né
stríðsglæpadómstól.
Reyndar er ég með
nokkuð mótaða tillögu
til lausnar þessmn
vanda en að sjálfsögðu
mun framganga henn-
ar ekki bæta þann
skaða sem þegar er
orðinn. - Það er hægt
að snúa þessu við.
Væg refsing
Ég er svo óforskammaður að búa
í hreppi sem telur tæplega þrjú
hundruð sálir, syndum hlaðnar að
sjálfsögðu. í kjördæminu öllu, sem
er afar víðfemt, eru einungis um
ellefu þúsund íbúar. Það gefur
augaleið að þessar fáu hræður eiga
ekki rétt á nema svona einum til
tveimur þingmönnum. En núna eru
þeir fimm. Það þýðir að þrír til fjór-
ir fara til annarra kjördæma, vænt-
anlega þeirra tveggja sem verst
hafa orðið úti. Og ég leyfi mér að
bjóða betur: Þið, hinn hrjáði meiri-
hluti landsmanna, megið fá þá alla.
Já, alla með tölu. Við munum að
sjálfsögðu sakna þeirra mjög en það
er væg refsing okkur til handa.
Þetta er ekki allt. Við, þessar fáu
hræður í þessu auma kjördæmi,
skulum létta af ykkur
plágunni miklu. Við
skulum taka til okkar
alla stjórnsýsluna
eins og hún leggur
sig. Alþingi skulum
við hýsa sem og ráðu-
neytin. Sjúkrahúsun-
um finnum við stað
og við skulum veita
Hæstarétti skjól. Við
viljum létta af ykkur
því oki sem Háskóli
íslands er og þeirri
byrði sem Ríkisút-
varpið leggur á ykk-
ur með nærveru
sinni. Hafrannsókna-
stofnun viljum við
líka sem og allar at-
vinnutengdar rann-
sóknastofnanir. Sem
sé allt. - Við skulum taka þetta allt
svo að meirihluti þjóðarinnar geti
um frjálst höfuð strokið. Og
kannski losar samviska okkar um
takið.
Bandaríki Norður-Ameríku hafa
löngiun verið okkur fyrirmynd,
einkum og sér í lagi á seinni árum.
Þar er þó einn þáttur sem ekki hef-
ur verið tekinn upp hér á landi, en
hann mun verða innleiddur hér
þegar stjórnsýslan er komin í okk-
ar hendur. Við munum afsala okk-
ur kosningarétti því íbúar Wash-
ingtonborgar, sem þurfa að þola
stjórnsýsluna i sínum reit, hafa
hann ekki. Að lokum vil ég ítreka
afsökunarbeiðni mína og ég vona
að þið finnið í hjarta ykkar þann
kærleik sem þarf til þess að fyrir-
gefa mér.
Björgvin Valur Guðmundsson
„Þó tók fyrst steininn úr þegar í
Ijós kom að við ættum fleiri þing-
menn á löggjafarsamkundunni en
við ættum innstæðu fyrir. Já,
þrefalt fleiri! Þegar ég heyrði
þetta brotnaði ég, harðsvíraður
afbrotamaðurinn, saman og grét
eins ogbarn.”
Kjallarinn
Björgvin Valur
Guðmundsson
oddviti Stöðvarhrepps
Með og
á móti
Var rétt aö flýta stefnu-
ræðu forsætisráöherra?
Tíðkast í mörg-
um löndum
„Mér finnst það mjög ánægju-
legt að nú skulu loksins hafa tek-
ist að flytja stefnuræðu forsætis-
ráðherra og tengja hana setningu
Alþingis með beinum hætti. Fyrir
því eru mörg
rök, ekki síst
þau að þing-
setningarat-
höfnin sjálf
verður enn
mikilvægari og
að þetta fyrir-
komulag tíðkast
í flestum lönd-
um í kringum
okkur. Mér
skilst reyndar
að sums staðar
geti liðið nokkr-
ir dagar þar til þingmenn fái tæki-
færi til þess að ræða stefnuræðu
forsætisráðherra. Hér var hins
vegar lögð áhersla á það að um-
ræður færu fram strax að kvöldi
sama dags. Það er auðvitað eðli-
legt að stefnuræðan og íjárlögin
séu fyrstu mál þingsins, það gerir
störf þingsins mun skilvirkari og
skerpir hin pólitxsku skil, ekki
síst í ljósi þess að þing starfar nú
í skemmri tíma og kosningar eru
fram undan. Viðbrögð sumra
stjórnarandstöðuþingmanna við
ræðunni um að hún hafi verið
pólitísk eru mér hins vegar óskilj-
anleg. Ég bara spyr, ef forsætis-
ráðherra landsins og formaður
Sjálfstæðisflokksins er ekki í póli-
tík, nú hver þá?“
Verra en ég
bjóst við
„Forseti Alþingis hefur lagt til
nokkur undanfarin ár að
stefnuræða forsætisráðherra
verði flutt við þingsetningarat-
höfnina en rædd um kvöldið.
Þetta hefur ekki
fengið stuðning
fyrr en nú að
ákveðið var að
prófa það fyrir-
komulag. Ég
hef ekki verið
hlynnt þessu
fyrirkomulagi
vegna þess að
það mundi
draga úr vægi
sjónvarpsum-
ræðunnar þar sem fjölmiðlar
væru búnir að gera ræðunni skil
og heyra viðbrögð þingmanna við
henni og fólk nennti síður að
hlusta á umræður um ræðu sem
það heföi ekki heyrt í heild sjnni.
í ljós kom aö ræöan fékk mikið
rými i fréttatímum án þess að
stjórnarandstaöan kæmist al-
mennilega að fyrr en i sjónvarps-
umræðunni og síðar. En það sem
kom mest á óvart var að upplifa
það við þingsétningarathöfnina
þar sem þingmenn, auk fjöl-
margra virðulegra gesta, sátu
prúðbúhir í hátíðarskapi eftir
messu i Dómkirkjunni og frábæra
predikun sr. Sigríðar Guðmars-
dóttur, að hlusta á „skítkast" frá
forsætisráðherra án þess að hafa
möguleika á því að svara. Annað-
hvort verður stefnuræðan að vera
yfir skítkast hafin eða það á að
flytja hana að fjarstöddum gestum
þegar þingmenn hafa tækifæri til
að koma með viðbrögð." -GLM
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centrum.is
Guöný Guöbjörns-
dóttir, þingkona
Kvennalistans.
Sólveig Pétursdótt-
ir, þingmaöur og
varaformaöur þing-
flokks Sjalfstæöis-
flokksins.