Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Side 2
2
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1998
Fréttir
Órói á veröbréfemörkuðunum hefur áhrif á áætlanir Norsk Aluminium
Hikar við að reisa
álverið á íslandi
- hlutabréf í Norsk Hydro hafa fallið um fimmtung á einum mánuði
DV. Ósló:
„Það er tvennt sem hægt er að
segja um stöðuna núna. Áhugi okk-
ar á að reisa álver á íslandi er sá
sami og áður en óróinn á verðbréfa-
mörkuðunum veldur því hins vegar
að flest fyrirtæki vilja fara varlega
í að nota peningana sína og vilja
biða og sjá hverju fram vindur.
Þess vegna útiloka ég ekki að frest-
un verði á áætlunum okkar varð-
andi Island,“ segir Jostein Flo, upp-
lýsingafulltrúi hjá Hydro Alumini-
um í Noregi, við DV.
Hydro Aluminium er dótturfyrir-
tæki Norsk Hydro sem hefur átt
erfitt uppdráttar á verðbréfamörk-
uðunum í óróanum síðustu vikum-
ar. Síðustu þrjátíu dagana hafa
hlutabréf í fyrirtækinu fallið um
20% og féllu enn i kauphöllinni í
Ósló í gær.
„Fyrirtækið er vel statt fjárhags-
lega þrátt fyrir þetta en þaö er eðli-
legt að menn fari varlega þegar
óvissan er svona mikil,“ sagði
Jostein. Hydro Aluminium hefur
undanfarið kannað möguleikana á
að hefja álframleiðslu á Reyðarfirði
árið 2005 eða 2006. Ákvörðunar um
hvort nokkuð verður af þessum
áætlunum er hins vegar að vænta á
næsta ári.
„Ég vil ekkert segja um hvort
frestur verður á þessum áætlunum;
bara að það er einn af möguleikun-
um í stöðunni," sagði Jostein.
Hydro Aluminium hefur ákveðið
að auka framleiðslu sina verulega á
næstu árum, bæði með því að end-
urbæta álver í Noregi og byggja ný.
Fyrst í byggingarröðinni er nýtt ál-
ver i Katar eða Trínidad og svo á ís-
landi. Ákvörðunar um álver í Katar
eða Trínidad er að vænta eftir ára-
mótin.
-GK
Fjölmennur fundur um stóriðju á Egilsstöðum:
Viðtæk sátt um stóriðju
- segir formaður ASA
„Menn hafa auðvitað velt því
fyrir sér hvaða áhrif þetta ástand
í efnahagsmálum veraldar hefur á
þessi mál hér. Það segir sig auð-
vitað sjálft að ýmislegt getur gerst
í þeim efnum sem hefur áhrif á
framvinduna hér hjá okkur. Það
kemur okkur ekkert á óvart,“
sagði Smári Geirsson, formaður
Samtaka sveitarfélaga á Austur-
landi, þegar DV bar undir hann
fregnir af því að vegna verðfalls
hlutabréfa í Norsk Hydro og
ótryggs ástands á verðbréfamörk-
uðum heimsins hikuðu stjómend-
ur Hydro Aluminium í Noregi við
að ráðast í það að byggja nýtt ál-
ver sem talað er um að fyrirtækið
reisi á Reyðarfirði.
Alþýðusamband Austurlands
hélt fundi í gær í Hótel Valaskjálf
um væntanlega
stórvirkjun á
Austurlandi og ál-
ver við Reyðar-
fjörð. Hátt á ann-
að hundrað
manns var á fund-
inum, að sögn Sig-
urðar Ingvarsson-
ar, formanns Al-
þýðusambands
Austurlands. Á
honum heföi það
enn fengist stað-
fest að á Austur-
landi væri víðtæk sátt um það að
landshlutinn þyrfti á því að halda
Smári Geirs-
son, formaöur
Sambands
sveitarfélaga á
Austurlandi.
að ráðist yrði í virkjun og stóriðju
ef þess væri kostur. En jafnframt
yrði farið eins varlega og kostur
væri í umhverfismálum.
Ákvörðun um virkjunina hefur
ekki formlega verið tekin, en
Smári Geirsson sagði við DV að
það lægi í loftinu að hún yrði tek-
in á miðju næsta ári. „Við hér
eystra teljum hins vegar að bæði í
félags- og atvinnulegu tilliti sé
mjög mikilvægt fyrir Austurland
að slíkt gerist. Við höfum horft
upp á mjög óhagstæða íbúaþróun
að undanfórnu og þess vegna
leggjum við sveitarstjómarmenn
á Austurlandi mikið upp úr því að
það sem um hefur verið rætt eigi
sér stað.“ -SÁ
í gærkvöld var heföbundin messa í upphafi kirkjuþings í Dómkirkjunni og í henni var minnst 50 ára afmælis Alkirkjuráösins, sem eru samtök 330 kirkna í yfir hundraö þjóö-
löndum. Þar predikaöi biskup fslands, herra Karl Sigurbjörnsson. Vígslubiskuparnir séra Bolii Gústavsson og séra Siguröur Siguröarson sitja viö hliö biskups.
DV-mynd Pjetur
Kirkjuþing
kirkjunnar. Kirkjuþing verður
sett kl. 10 árdegis í safnaðarheim-
ili Háteigskirkju en þetta árið
verður kirkjuþing haldið þar en
ekki í Bústaðakirkju.
Á dagskrá fyrsta fundar kirkju-
þingsins í dag er setning herra
Karls Sigurbjörnssonar biskups og
ávarp dóms- og kirkjumálaráð-
herra, Þorsteins Pálssonar. Bisk-
upinn flytur stefnuræðu sina og
síðan verður kjörbréfanefnd kos-
in.
Eftir hádegi fer fram kosning
þingforseta, fyrsta og annars vara-
forseta þingsins og þingskrifara,
en einnig kosning þingnefnda og
úrskurðarnefndar. Skýrsla kirkju-
ráðs verður flutt af kirkjuráði sem
og reikningar kristnisjóðs og jöfn-
unarsjóðs sókna.
-þhs
hefst í dag
í dag hefst þrítugasta þing Þjóð-
Stofnfundur Búmanna:
Þorf fyrir fleiri valkosti
í húsnæðismálum
„Við reiknuðum með því að það
kæmu ef til vill hundrað manns á
fundinn en þeir urðu þrjú hundruð.
Greinilegt er að þörfin fyrir fleiri
valkosti í húsnæðismálum eldra
fólks er mikil,“ segir Reynir Ingi-
bjartsson, einn stofnenda Búmanna,
nýs húsnæðisfélags, en stofnfundur
félagsins var haldinn á Grand hóteli
í gær. Formaður var kjörinn Guð-
rún Jónsdóttir arkitekt.
Eins og nafn félagsins ber með sér
þá hvetur það fólk til þess að sýna
fyrirhyggjusemi og búa í haginn fyr-
ir ævikvöldið í tima. Lögð er
áhersla á að fólk hugi að sínum mál-
um í kringum fimmtugt, breyti til
og selji eignir sínar fyrr en það hef-
ur gert en bíði ekki eftir því að það
sé komið á eftirlaun. Búmenn gera
mönnum kleift að kaupa sér búsetu-
rétt eða eignarhlut í íbúð og munu
nýta sér húsbréfakerfiö en jafnframt
hafa lánsrétt hjá væntanlegum
íbúðalánasjóði. Félagið er öllum
opið og félagssvæðið er landið allt
en til þess að kaupa búseturétt þarf
að hafa náð 55 ára aldri.
Reynir segir að formið henti öll-
um, óháð því hvar þeir eru staddir
fjárhagslega. „Við erum hvorki að
búa til félag fyrir ríka né fátæka,
heldur þverskurðinn af íslending-
um. Það brennur á fólki að geta
tryggt sér öðruvísi húsnæði en hing-
að til hefur verið boðið upp á. Fólk
er ekki ánægt með að láta skikka sig
til þess að búa í himinháum fjölbýl-
ishúsum heldur vill það geta verið í
jarðsambandi og búa í raðhúsum
eða þríbýlum. Við krefjumst einnig
öðruvísi þjónustu en þjónustuíbúðir
eins og þær eru í dag standa ekki
alltaf undir nafni. Þjónustan verður
að snúa að heilsu og því verða
tengsl við hvers konar umönnun
hluti af byggðinni, en jafnframt því
að fólk geti sinnt starfi eða tóm-
stundum á efri árum,“ segir Reynir.
Þegar eru hafnar viðræður við
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
en félag af þessu tagi kallar á nýja
hugsun í skipulagsmálum, að sögn
Reynis. Félagsmenn vonast til þess
að geta hafist handa við byggingar á
næsta ári.
-þhs
Stuttar fréttir i>v
Persónuvernd kynnt
Ný sjálfstæð ríkisstofnun, Per-
sónuvernd,
mun taka viö
hlutverki
Tölvtmefndar.
Þorsteinn Páls-
son dómsmála-
ráðherra til-
kynnti um
stofnun Per-
sónuverndar á málþingi Háskóla
íslands um miðlægan gagnagrunn
á heilbrigðissviði. Sjónvarpið
greindi frá þessu.
Vímuvarnir dýrar
Kostnaður við vímuvamir hér
á landi var hátt í 750 milljónir í
fyrra. Þar af greiddi ríkið um 600
milljónir. Líkur á að íslendingar
greinist með áfengisfikn eru
meiri en meðal flestra annarra
þjóða. RÚV greindi frá.
Tilboð í Iðnskóla
Nýsir hf. og ístak hf. buðu
lægst í byggingu og rekstur nýs
húsnæðis fyrir Iðnskólann í Hafn-
arfirði. Tilboðið hljóðar upp á 65,8
milljónir á ári sem er talsvert
lægri flárhæð en gert hefur verið
ráð fyrir. Mbl. skýrði frá.
Styrkir til hafrannsókna
Engir aðrir en Samtök iðnaðar-
ins og forverar þeirra hafa sótt
um styrki til hafrannsókna í Iön-
lánasjóð. Alls fengu samtökin 77
milljónir króna úr sjóðnum á ár-
unum 1990 til 1996. Stöð 2 greindi
frá.
Ragnar Björnsson látinn
Ragnar Bjömsson, skólastjóri
og fyrrverandi
dómorganisti,
er látinn, 72 ára
að aldri. Hann
lætur eftir sig
eiginkonu og
fimm upp-
komnar dætur.
Neyð í vímuvörnum
Biðtími eftir greiningarmeð-
ferð að Stuðlum hefur flórfaldast
á síðasta ári. Hækkun sjálfræðis-
aldurs ræður þar miklu um. For-
stjóri Barnavemdunarstofu telur
að neyðarástand sé að skapast í
þessum málum. Stöð 2 greindi
frá.
Ótakmarkaðar veiðar
Rjúpnaveiðitímabilið hefst á
fimmtudaginn og verða veiðamar
á Suövestur- og Vesturlandi ótak-
markaðar eins og verið hefur.
Líkur era þó á að þær verði tak-
markaðar á næsta ári vegna of-
veiöi á þessu svæði. Mbl. skýrði
frá.
Prófkjör á Reykjanesi
Ekki er endanleg niðurstaða
komin á það með hvaða hætti
verður stillt upp á lista samfylk-
ingar jafnaðarmanna í Reykja-
nesi. Að sögn Dags bendir þó flest
til aö listinn verði ákveðinn með
prófkjöri.
Risaálver á Reyðarfirði
Lagt verður til á næsta fúndi
stjómvalda og Norsk Hydro að
viðræðumar miðist við 120.000
tonna álver á Reyðarfirði og bygg-
ingu Fljótsdalsvirkjunar. Fundur-
inn verður í Noregi í næsta mán-
uði. Mbl. sagði frá.
Kór vinnur verðlaun
Schola Cantorum, kammerkór
Hallgrims-
kirkju, varð í
fyrsta sæti í
kórakeppni í
Frakklandi um
helgina ásamt
rúmenskum
kór. Milli 40 og
50 kórar tóku
þátt í keppninni. Hörður Áskels-
son stjórnar kórnum. RÚV
greindi frá þessu.
-KJA