Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Side 10
10
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1998
Fréttir
Vestur-Húnvetningar:
Kjósa um áfengisútsölu
DV, Sauðárkróki:
Sveitarstjórn Húnaþings í Vest-
ur-Húnavatnssýslu samþykkti á
fundi nýlega að samhliða kosning-
um til Alþingis næsta vor yrði
kosið um opnun áfengisútsölu í
sveitarfélaginu. Tillagan var sam-
þykkt af sex fulltrúum í sveitar-
stjórn, einn sat hjá.
Tilefni tillögunnar var undir-
skriftarlisti sem barst til sveitar-
stjórnarinnar í júlímánuöi. Þar
rita 76 manns undir áskorun um
kosningu varðandi áfengisútsölu.
„Okkur finnst það ótækt hér á
þessu svæði að sitja ekki við sama
borð og nágrannar okkar með
þessa þjónustu. Við getum ekki
haft rauðvín eða annað borðvín
með matnum nema vera búin að
ákveða það með nokkrum fyrir-
vara, auk þess sem það er kostn-
aðar- og fyrirhafnarsamara að fá
þetta sent frá Blönduósi eða Borg-
amesi. Þetta er hreinlega mann-
réttindamál, finnst okkur,“ segir
Gústav Daníelsson, einn forsvars-
manna undirskriftarsöfnunarinn-
ar, í samtali við DV.
Þess má geta að tiltölulega stutt
er síöan áfengisútsölur voru opn-
aðar á Blönduósi og í Borgamesi.
Síöan er það spumingin, þó svo
að Vestur-Húnvetningar sam-
þykki opnun áfengisútsölu, hvort
eða hvenær útsala verður opnuð
þar. -ÞÁ
Dýpkunarprammi að störfum í Bolungarvikurhöfn.
DV-mynd Hörður
Whírlpool gæða frystikistur
AFG053 134L Nettó H:88,5 B: 60 D: 68 Verð: 29.925 kr
AFG073 258L Nettó H:88,5 B: 95 D: 68 Verð: 36.955 kr
AFG093 320L Nettó H:88,5 B: 112 D: 68 Verð: 39.900 kr
AFG094 400L Nettó H:88,5 B: 134,5 D: 68 Whirlpool frystikistur eru með læsingu á loki, Ijósi f loki og aðvörunarbúnaði. Whirlpool gæða frystiskápar Verð: 46.455 kr
AFG065 65 L Nettó H:56,5 B: 52,5 D: 60 Verð: 36.000 kr
AFB427 130L Nettó H:85 B: 55 D: 60 Verð: 34.265 kr
AFB341 203L Nettó H:140 B: 59,2 D: 60 Verð: 49.875 kr
AFG343 283L Nettó H:180 B: 59,2 D: 60 Verð: 54.900 kr
Whirlpool frystiskápar eru með aðvörunarbúnaði.
öll verð eru stgr. verð
Umboðsmenn um land allt
Byggingavörudeild KEA
Einar Stefánsson
Elís Guðnason
Eyjaradió
Fossraf
Guðni Hallgrímsson
Hljómsýn
Kask - vöruhús
K/F Húnvetninga
K/F Borgfirðinga
K/FHóraðsbúa
K/F Þingeyinga
K/F V- Húnvetninga
K/F Skagfirðinga
K/F Vopnfirðinga
Akureyri
Búðardal
Eskifirði
Vestmannaeyjum
Selfossi
Grundarfirði
Akranesi
Höfn Hornafirði
Blönduósi
Borgamesi
Egilsstöðum
Húsavik
Hvammstanga
Sauðárkróki
Vopnafirði
Mosfell
Póllinn
Rafmagnsverkstæði KR
Radiónaust
Rafborg
Rafbær
Rás
Skipavík
Skúli Þórsson
Tumbræður
Valberg
Viðarsbúð
Samkaup - Njarðvík
Blómsturvellir
Hellu
ísafirði
Hvolsvelli
Akureyri
Grindavik
Siglufirði
Þoríákshöfn
Stykkishólmi
Hafnarfirði
Seyðisfirði
Ólafsfirði
Fáskrúðsfirði
Reykjanesbæ
Hellissandi
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO
http.//www.ht.ls
umboösmenn um land allt
vel
Bolungarvík:
Grafið fyrir
flotbryggju
Nú er lokið dýpkun á innsigling-
arrennu í Bolungarvíkurhöfn og
dýpkun vegna nýrrar flotbryggju
sem unnið hefur verið við að und-
anfömu. Það er reykvíska fyrirtæk-
ið Hagtak sem annast hefur fram-
kvæmdimar.
Losa þurfti haft úr hörðu efni á
botni innsiglingarinnar þar sem
dæmi eru um að skip hafi tekið
niðri. Þá var innsliglingarrennan
hreinsuð auk þess sem grafið var
fyrir nýrri flotbryggju í innri höfn-
inni sem sett verður niður næsta
vor.
-HKr.
Páll Pálsson við bryggju á Isafirði
Ný vinnslulína sett í Pál Pálsson:
Gjörbyltir gæðastýr-
ingu á ferskfiski
Togarinn Páll Pálsson ÍS liggur
nú í höfn á ísafirði þar sem fram
fara breytingar á vinnsludekki
skipsins. Að sögn Guðmundar
Högnasonar hjá Hraðfrystihúsinu
hf. í Hnífsdal er um byltingar-
kenndar breytingar á isfisktogara
að ræða sem felast í nýjum
vinnslubúnaði. Hann samanstend-
ur af nýjum fiskþvottabúnaði,
stærðarflokkara og ískrapavél.
Með þessu hyggst fyrirtækið
skapa nýja ímynd á togarafiski.
Þegar búið er að gera að fiskin-
um verður hann aflur þveginn á
sama máta og snöggkældur í
ískrapa. Þannig hyggjast menn ná
hvítara fiskholdi en verið hefur.
Þá verður fiskurinn stærðarflokk-
aður í íjóra flokka og nákvæmlega
skráð hvaða stærð og tegund af
fiski er í hverju kari. Hversu
margir fiskar eru þar og þyngd
þeirra. Þannig er fyrirfram hægt
að gefa fiskkaupendum upp hvað
skipið er með þegar það kemur að
landi.
Að sögn Guðmundar er þessi
vinnslulína þróuð af starfsmönn-
um fyrirtækisins og áhöfn togar-
ans. Til liðs við þá hefur síðan ver-
ið stuðst við tækniþekkingu fyrir-
tækja á staðnum, m.a. 3X-stáls og
Póls hf., sem sjá um vinnslulínu
og flokkara, og Skipasmíðastöðv-
arinnar sem sér um niðursetningu
á krapavél og fleiri verk. Ráðgert
er að vinnu við breytingarnar
ljúki í næstu viku.
-HKr.