Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1998 13 Fréttir Loftskeytastöðvar lagðar af: Mikil afturför - segir Jón G. Pétursson, skipstjóri á Guðnýju ÍS 266 DV, ísafirði: Jón Guðni Pétursson, skipstjóri á Guðnýju ÍS 266, er einn fjöl- margra sjómanna á Vestfjörðum sem áhyggjur hafa vegna þeirrar ákvörðunar að leggja niður loft- skeytastöðvar á ísafirði og á Siglu- firði. „Þetta er mikil afturför og er gert á sama tima og sífellt minni bátar sækja á þessi mið allan veturinn þar sem veðrabrigði geta verið mjög snögg,“ sagði Jón Guðni. Hann telur að loftskeytastöðvam- ar hafi verið mikið öryggisatriði fyrir sjómenn sem menn virðist ekki lengur hugsa neitt út í. Stað- bundin þekking starfsfólksins í strandstöðvunum skipti miklu máli og það hafi strax haft varann á um leið og það varð vart við að veður versnuðu. Nú eigi að sinna þessu öllu frá Reykjavík, þar sem menn eru ekki í neinni aðstöðu til að fylgjast með ef aðstæður breytast. Segist Jón því ef- ast um að hægt verði að sinna eftir- litinu af öryggi. Þá sagði hann að al- þingismenn þættust hafa þá stefnu að búa eigi til atvinnu í heima- byggð. Nú sé hins vegar sífellt verið að kroppa i það og skera niður á landsbyggðinni, jafnvel hjá fyrir- tækjum sem eru í sameign þjóðar- innar. -HKr. Jón G. Pétursson skipstjóri. Hveragerði: Ást og erótík í Listaskálanum DV, Hveragerði: Áhugaverð sýning stendur nú yfir í Listaskálanum í Hveragerði. Þar sýnir hópur listamanna verk sin undir heitinu „EROTÍKA", en sýningin var opnuð 3. október sl. Listcimennirnir sem þarna sýna eru Bragi Ásgeirsson, Einar Hákon- arson, Eva Benjamíns- dóttir, Gunnar Örn Gunnarsson, Harpa Björnsdóttir, Haukur Dór, Ragnhildur Stefáns- dóttir og Stefán Boulter. Við opnun sýningar- innar var sérstök dag- skrá fyrir gésti þar sem allt gekk út á ást og eró- tík. Matthías Johannes- sen las úr ástarljóðum sinum og Karl Guð- mundsson las sömuleiðis ástarljóð eftir Jóhann Hjálmarsson. Tríó Carls Möllers lét sitt ekki eftir liggja og var stemningin öll hin alúðlegasta. -eh Eva Benjamínsdóttir við eitt verka sinna, „Nærbuxnaþing". Matthías Johannessen lás úr Ijóðum sínum DV-myndir EH Þegar krafan um gott sæti er í fyrirrúmi Sími 535 9000 "~Xí<Á HÚSGÖGN Skúlagötu 61 » S: 561 2987 11 Tímareimar bílavarahlutir. Chrysler Sebring '95, ek. 52 þús. km. Ásett verð: 2.190 þús. Tilboðsverð: 1.790 þús. Nissan Primera '92, ek. 110 þús. km. Ásett verð: 950 þús. Tilboðsverð: 800 þús. Hyundai Elantra station '96, ek. 52 þús. km. Ásett verð: 1.280 þús. Tilboðsverð: 990 þús. Chrylser Saratoga '92, ek. 113 þús. km. Ásett verð: 1.050 þús. Tilboðsverð: 880 þús. Peugeot 406 1,6 '97, leigubíll, ek. 90 þús. km. Ásett verð: 1.310 þús. Tilboðsverð: 1.000.000 Peugeot 405 GR '91, ssk., ek. 132 þús. km. Ásett verð: 650 þús. Tilboðsverð: 480 þús. VW Golf 1,6 '91 ek. 144 þús. km. Ásett verð: 650 þús. Tilboðsverð: 500.000 NYBYLAVEGUR 2 • SIMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 Peugeot 306 '98, ek. 18 þús. km, bílaleigubíll. Ásett verð: 1.250 þús. Tilboðsverð: 1.130 þús. Peugeot 306 '98, ek. 20 þús. km, bílaleigubíll. Ásett verð: 1.210 þús. Tilboðsverð: 1.080 þús. Peugeot 406 1,6 '97, ek. 80 þús. km, leigubill. Ásett verð: 1.310 þús. Tilboðsverð: 1.050 þús. Toyota Corolla hb '92, ek. 68 þús. km. Ásett verð: 650 þús. Tilboðsverð: 550 þús. Toyota Carina '93, ek. 103 þús. km. Ásett verð: 1.290 þús. Tilboðsverð: 990 þús. Chrysler Stratus '95, ek. 86 þús. km. Ásett verð: 1.690 þús. Tilboðsverð: 1.490 þús. Cherokee Laredo '89, ek. 115 þús. km. Ásett verð: 1.050 þús. Tilboðsverð: 800 þús. Chrysler Stratus '96, ek. 52 þús. km. Ásett verð: 1.990 þús. Tilboðsverð: 1.790 þús. Chrysler Neon '95, ek. 44 þús. km. Asett verð: 1.390 þús. Tilboðsverð: 1.100 þús. Lán til allt að 36 mán. Fyrsta greiðsla á næsta ári. Þu getur lika fengið óskabílinn þinn a VISA/EURO Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.