Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Qupperneq 14
14
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfusfjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Vísindamönnum mismunað
í frægu frumvarpi um gagnagrunn er að finna mein-
lega fingurbrjóta sem mismuna vísindamönnum og
skerða svigrúm sumra til rannsókna sem hægt væri að
gera í krafti gagnagrunnsins. Þetta, ásamt ákvæði um
einokunarréttinn, eru í dag helstu gallar frumvarpsins.
Nýjungar eru undirstaða framfara. Vísindin eru
undirstaða nýjunga. Óskorað frelsi og þar með jafnræði
til rannsókna er undirstaða vísindanna. Þess vegna er
óþolandi ef lög, sem hafa að markmiði að efla vísindin,
meðhöndla vísindamenn ekki jafnt.
Nýjasta gerð frumvarpsins er þó að þessu leyti veruleg
framfór frá upphaflegri gerð þess. Hún innihélt sovéskar
tilskipanir sem bókstaflega heimiluðu íslenskri erfða-
greiningu aðgang að rannsóknarniðurstöðum og gagna-
söfnum annarra vísindamanna.
Þetta birtist í ákvæðum sem fyrirskipuðu að í gagna-
grunninn færu ekki aðeins upplýsingar úr sjúkraskrám
heldur líka aðrar heilsufarsupplýsingar. í þann flokk
féllu augljóslega niðurstöður úr sjálfstæðum, vísinda-
legum rannsóknum lækna innan sjúkrahúsanna.
Upphaflega frumvarpið náði ekki aðeins yfir hinn
miðlæga gagnagrunn heldur aðra grunna líka. Það varð
ekki skilið öðruvísi en gagnasöfn samtaka á borð við
Hjartavemd og Krabbameinsfélagið yrðu með boðvaldi
laganna færð ÍE ókeypis.
Frá þessari fráleitu forræðishyggju, sem fól í sér
tillögu um löglegan vísindastuld, er góðu heilli horfið í
hinu nýja frumvarpi. Það nær ekki lengur yfir aðra
grunna en þann miðlæga. Sömuleiðis er skýrt að í hann
verða einvörðungu færðar upplýsingar úr sjúkraskrám.
Eftir standa þó þrjú ákvæði sem skerða rannsóknar-
frelsi vísindamanna. Þeim verður öllum að breyta.
í fyrsta lagi er lagt til að einungis þeir sem leggja
upplýsingar í grunninn geti sótt upplýsingar úr honum.
Þetta stríðir gegn markmiðinu um að gagnagrunnurinn
eigi að auka möguleika allra vísindamanna til rann-
sókna. Það útilokar til dæmis marga vísindamenn HÍ.
í öðru lagi þurfa vísindamenn sem nota læknisfræði-
legar upplýsingar að leggja rannsóknaráætlanir sínar
fyrir vísindasiðanefnd. Fyrir því liggja tiltekin siðfræði-
leg rök. í frumvarpinu er hins vegar ekki gert ráð fyrir
að þetta nái til fyrirspuma til gagnagrunnsins.
Þetta mismunar öðmm vísindamönnum, sem verða að
sæta þessari takmörkun á rannsóknarfrelsi. í annan stað
myndi blessun vísindasiðanefndar á öllum rannsóknum
í krafti grunnsins veita þeim sem heimila að þangað
verði fluttar um þá upplýsingar tryggari vemd en ella.
í þriðja lagi er aðgengi vísindamanna utan ÍE að
grunninum háð samþykki sérstakrar nefndar. í henni
mun fúlltrúi ÍE sitja. Meðan svo er mun óttinn um
hugmyndastuld jafnan vaka meðal vísindamanna. Sá ótti
er skiljanlegur. Honum þarf að eyða.
Gagnagrunnurinn nær aldrei tilgangi sínum nema um
hann ríki bærileg sátt. Breytingar eins og hér em
reifaðar munu efalítið efla sáttaviljann, ekki síst í hópi
lækna. Jafnframt er erfitt að sjá að þær muni torvelda
viðskiptalega nýtingu ÍE á gagnagrunninum.
Allir vísindamenn verða að eiga sama aðgang að
grunninum. Allar rannsóknir sem honum tengjast eiga
að fara gegnum vísindasiðanefnd. Fulltrúi ÍE á ekki að
vera í aðgengisnefndinni. í staðinn gæti til dæmis komið
fulltrúi vísindasiðanefndar.
Gagnagrunnurinn er umdeildur. Þessar breytingar
em ein af forsendunum fyrir að hægt sé að ná sáttum um
hann við vísindasamfélagið. Össur Skarphéðinsson
„Það skýtur því skökku við að þeir íslendingar sem ætlað er að lifa í þessari paradís hafa kosið þaö fremur að
fiýja land og höndia hamingjuna handan hafsins." - Á íslendingaslóðum í Danmörku.
Er hamingjan í
Hanstholm?
„Hamingjan er í
Hanstholm". Þannig
hljóðaði fyrirsögn í
Morgunblaðinu sunnu-
daginn 27. september
sl. Þama var um að
ræða ítarlega umfjöllun
blaðsins um líf íslend-
inga í fiskibænum Han-
stholm í Danmörku en
þangað hefur mikill
flöldi íslendinga flutt
hin síðari ár. Flestir
þessara íslendinga
starfa við fiskvinnslu
og hafa að eigin sögn
flutt frá íslandi til Han-
stholm til þess að ná
sér á strik í lífsbarátt-
unni, verið að flýja basl
og skuldasöfnun hér
heima, eins og nokkrir
viðmælenda blaðsins
orðuðu það.
Athyglisverð
hamingja
Þessi hamingja ís-
lendinga í Hanstholm í
Danmörku er athyglis-
verð í ljósi þeirra yfir-
lýsinga sem oddvitar
ríkisstjórnarflokkanna
hafa viðhaft á síðustu dögum og
vikum. Þeir hafa ekki dregið af sér
við að lýsa þeirri paradís á jörðu
sem íslenskt samfélag væri orðið
undir þeirra stjóm. Hafa þeir mjög
gjarnan vísað þeim efnum til ein-
kunnagjafar sérfræðinga í útlönd-
um sem ku hafa lýst yfir velþóknun
með þróun efnahagsmála hér á
landi.
Það skýtur því skökku við að
þeir íslendingar sem ætlað er að
lifa í þessari paradís hafa kosið það
fremur að flýja land og höndla ham-
ingjuna handan hafsins. Nokkrir
þeirra mörg hundmð íslendinga í
Hanstholm lýstu því með dæmum í
viðtali við Morgunblaðið hversu
miklu mun auðveldara er að draga
Kjallarinn
Guðmundur Arni
Stefánsson
alþingismaður
fram lífið á verka-
mannalaunum þar
ytra en hér heima.
Ekki nóg með það
heldur vöktu þeir at-
hygli á því að þeim
tækist að láta enda
ná saman miðað við
eðlilega vinnuviku,
þ.e. 37 klst. Það tókst
þeim ekki þrátt fyrir
óhóflegan vinnu-
tima, allt að 100 klst.
á viku, hér heima á
íslandi. Þetta er um-
hugsunarvert.
Vilja ekki heim
Enn fremur sögðu
þessir íslendingar
frá því í viðtalinu
„Pólitík snýst um fólk. Mitt í öllu
góðærinu hefur fólk því miður
ekki forgang. Áherslur núverandi
ríkisstjórnar eru ekki á afkomu-
og lífsmöguleika fólks heldur
fremur fyrirtækja.u
við Morgunblaðið að félagslegt ör-
yggisnet, almenn þjónusta ef eitt-
hvað bjátaði á, væri miklu mun
traustara og tryggari í Danmörku
heldur en hér á íslandi. Það ætti
við um aðstoð viö fjölskyldur í al-
mannatryggingakerfinu, á vett-
vangi heilbrigðismála og á fleiri
sviðum.
Þegar þessir íslendingar voru
spurðir hvort þeir væru ekki á
heimleið fyrr en síðar var svar
þeirra alira neitandi. Þeir sögðust
ekki vilja aftur í baslið, vinnu-
þrældóminn og skuldasúpuna
heima á íslandi. - Vildu ekki í „al-
sæluna" hjá þeim Davíö og Hall-
dóri.
Vissulega eru ekki efni til þess
að alhæfa né heldur taka þessa
einkunnagjöf nokkurra íslendinga
í Danmörku allt of bókstaflega.
Vitaskuld eru misjafnar skoðanir
uppi, ólík viðhorf, mismunandi
staða hjá fólki. Það er hins vegar
eftirtektarvert hvemig þessi dóm-
ur íslendinga, sem finna það á eig-
in skinni hvernig það er að draga
fram lífið á almennum lágum
launatekjum hér heima, gengur
þvert á einkunnagjöf annarra sér-
fræðinga sem ekki þekkja innviði
íslenska samfélagsins heldur
byggja sína dóma, sínar niðurstöð-
ur, á tölum á blaði, á meðaltölum,
prósentum og línuritum.
Stjórnmál snúast um fólk
Við skulum ekki gleyma því að
hlutverk okkar stjórnmálamanna
er ekki fyrst og síðast að sýna
árangur á pappír. Ekki bara að
sýna í hagtölum mánaðarins
viðunandi meðaltalsárangur
heldur fyrst og síðast að búa
þannig um hnútana að sem
flestir íslendingar, og helst all-
ir, eigi þess kost að lifa mann-
sæmandi lifi með reisn. Pólitík
snýst um fólk. Mitt í öllu góð-
ærinu hefur fólk því miður
ekki forgang. Áherslur núver-
andi ríkisstjórnar eru ekki á af-
komu- og lífsmöguleika fólks held-
ur fremur fyrirtækja.
Þama skilur á milli helminga-
skipta stjómar íhalds og fram-
sóknar annars vegar, sem byggir á
óheftri markaðs- og frjálshyggju,
og hins vegar þeirra jafnaðar- og
félagshyggjusjónarmiða sem sam-
fylking Alþýðuflokks, Alþýðu-
bandalags og Kvennalista leggur
höfuðáherslu á.
Við jafnaðarmenn viljum ein-
faldlega að hamingjan ríki á ís-
landi fyrir íslendinga, þannig að
þeir þurfi ekki til Hanstholm í
Danmörku eða annað til að leita
hennar.
Guðmundur Ámi Stefánsson
Skoðanir annarra
Geirfinnsmálid
„Yfirlýsing Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á
Alþingi sl. þriðjudag þess efnis að það hefði valdið
honum vonbrigðum, að Hæstiréttur hefði ekki talið
sig hafa lagaskilyrði til að taka svonefnt Geirfmns-
mál upp á nýjan leik hefur að vonum vakið mikla at-
hygli... Með þessum yfirlýsingum hefur forsætisráð-
herra skipað sér í hóp þeirra landsmanna, sem hafa
talið að margvíslegir og alvarlegir annmarkar hafi
verið á rannsókn Geirfinnsmálsins og málsmeðferð
allri og að réttlætinu hafi ekki verið fullnægt með
dómsniðurstöðum... Eftir ummæli forsætisráðherra
og þessi orð dómsmálaráðherra fer tæpast á milli
mála að líkur hafa aukizt á því að Alþingi taki ein-
hverja þá ákvörðun sem leitt getur til endurupptöku
Geirfinnsmálsins.“
Úr forystugreinum Mbl. 9. okt.
Samgönguleysi á Vestfjörðum
„Krafan er sú að þama sé hægt að bjóða upp á
samgöngur á borð við það sem tíðkast annars staðar
á landinu. Framtíðarlausnin er hins vegar sú að
þarna verði ráðist í jarðgöng. Við viljum hins vegar
ekki leggja það mikla áherslu á kröfuna um jarðgöng
nú að það verði til þess að samgönguleysið við norð-
vestursvæðið fái ekki aðrar úrbætur á meðan. Við
höfum einnig verið að horfa til þess að komið veröi
á ferjusamgöngum milli Bíldudals og Þingeyrar...
Þetta samgönguleysi veldur hins vegar því að fiskur
á mörkuðum hér er frekar seldur til Suðurnesja en
ísafjarðar, það er ekki hægt að koma honum norður
með góðu móti.“
Haukur Már Sigurðsson, í Degi 9. okt.
íslenskir aðalverktakar
„Úrskurðarnefnd um upplýsingamál, undir for-
ystu Eiríks Tómassonar lagaprófessors, hefur stað-
fest ákvörðun utanríkisráðuneytisins um að neita
blaðamanni Viðskiptablaðsins um upplýsingar er
varða skiptingu eigna sameignarfélagsins íslenskir
aðalverktakar milli eigenda á síðasta ári... Við-
skiptablaðið hefur nokkrum sinnum fjallað ítarlega
um íslenska aðalverktaka, fjárhag og rekstur fyrir-
tækisins, sem og um verktöku fyrir vamarliðið á
Keflavíkurflugvelli. Saga samskipta íslenskra aðal-
verktaka og bandaríska hersins er saga spillingar
þar sem fáeinir útvaldir sátu að kjötkötlunum.“
Úr Viöskiptablaðinu 8. okt.