Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Page 15
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1998
15
Ég vil hvorki kóð-
un né dulkóðun
- á mínar persónuupplýsingar!
Nú er svo komið að
skrifimnum og möppu-
dýrum samfélagsins
hefur tekist að útþynna
hina snjöllu hugmynd
um gagnagrunn á
heibrigðissviði. Not
gagnagrunnsins verður
því ekki eins og efni
stóðu til. Vekur það
bæði ugg og furðu að
heilbrigðisstarfsmenn
skuli ganga fram fyrir
skjöldu og berjast gegn
hugmyndum sem færa
okkur aðeins lengra í
þekkingu og þroska.
Það gleymist stund-
um að gerð gagna-
grunns á heilbrigðis-
sviði kemur þeim best
sem okkur þykir vænst
um, afkomendum okkar. Það
verða ekki eingöngu læknar eða
„Hin ómarkvissa og skammsýna
umræða um kóðun og dulkóðun
fram og aftur hefur leitt til þess
að nú verður aldrei hægt að rekja
eitt eða neitt i gagnagrunninum
sem tengist þessum persónum
sem alltaf er verið að tala um og
verja.u
Kjallannn
Sigurjón
Benediktsson
tannlæknir á Húsavík
lögfræðingar hvað þá aðeins al-
þingismenn sem mesta happ og
hamingju munu hljóta vegna
framfara í læknavísindum sem
gagnagrunnur á heilbrigðissviði
getur skapað.
Að fara offari
Hin ómarkvissa og skammsýna
umræða um kóðun og dulkóðun
fram og aftur hefur leitt til þess að
nú verður aldrei hægt að rekja eitt
eða neitt í gagna-
grunninum sem
tengist þessum per-
sónum sem alltaf er
verið að tala um og
verja. En hverjar
eru þessar persón-
ur? Það eru ég og
þú. Ég óska hér
með eftir því að
upplýsingar um
mig verði hvorki
kóðaðar né dulkóð-
aðar i fyrirhuguð-
um gagnagrunni.
Ég fer fram á að öll-
um upplýsingum
um mig verði hald-
ið saman rrndir
kennitölu minni.
Ég tel það siðferði-
lega og læknis-
fræðilega rangt að liggja á upplýs-
ingum sem geta komið fjölda
manns til góða.
Ég óska þess að
ef einhverjir
sjúkdómar eða
gallar tengist
mér og mínum
gemnn þá verði
hægt að gera eitt-
hvað í því. Auð-
vitað. er langt í
land að hægt sé
að laga alla skap-
aða hluti og ekk-
ert takmark í
sjálfú sér að svo
verði. En að sitja á vitneskju um
sjúkóma fólks og vita jafnframt
hvaða þættir geta breytt til batn-
aðar lífsgæðum þess og hamingju
er meiri ábyrgð en ég vil axla. Það
er ekki hægt að ætlast til að neinn
axli þá ábyrgð.
Hvað með aðrar upplýsing-
ar í kerfum og kjöllurum?
Þeim sem beijast sem hatramm-
ast gegn gagnagrunni á heilbrigð-
issviði og frumvarpi því tengdu
ættu að hugsa sig um. Það er ljóst
að í þjóðfélaginu, og þá helst í heil-
brigðiskerfmu, er urmull upplýs-
inga sem tengdar eru persónum og
engin kóðun eða dulkóðun hefur
verið notuð til að fela þessar upp-
lýsingar. Þessar upplýsingar eru
t.d. grunnurinn að heilbrigðiskerf-
inu. Þær hafa verið nýttar til að
fullnægja persónulegum metnaði
einstakra vísindamanna og stund-
um hefur læknisfræðilegt gildi
verið mikið. Aldrei, aldrei hefur
ein einasta persóna sem gefíð hef-
in efniviðinn i þessar upplýsingar
verið spurð hvemig mætti nýta
gögn hennar. Persónan mikilvæga
hefur ekki einu sinni haft hug-
mynd um að mikilvægar upplýs-
ingar tengdar persónu hennar hafi
fleytt einhverjum lækninum inn á
merka vísindaráðstefnu úti í
heimi.
Frumvarp um gagnagrunn á
heilbrigðisssviði er orðið þannig
að mikil hætta er á að kverúlantar
samfélagsins og forsjárhyggjupost-
ulamir sjái til þess að öllum
skráningum í samfélaginu verði
kollvarpað og öllu beint inn á
braut kóðunar á dulkóðun ofan.
Vemd persónuupplýsinga er mik-
ilvæg en heldur vil ég vita hvem-
ig og hvaða upplýsingar um mig
eru geymdar um mig í miðlægum
gagnagrunni en hafa yfir mér
spekinga kverúlanta og forsjár-
hyggju sem liggja yfir kóðunum og
duldum merkjum til að koma í veg
fyrir að þessar upplýsingar nýtist
einhverjum, einhvers staðar, ein-
hvem tíma.
Sigurjón Benediktsson
Bláeygðir ungliðar LÍÚ
Bláeygð ungmenni era mötuð á
áróðri íslenskra útvegsmanna í
heilsíðuauglýsingum Morgun-
blaðsins viku eftir viku og segja
þar drjúg með sig, „Við eigum
kvótann!" að allt sé nú harla gott
hjá hirðpostulum LÍÚ. Þeir séu
Guðs útvöldu og þeim einum sé
trúandi fyrir fjöreggi þjóðarinnar.
Þetta minnir á heilaþvott æsku-
fólks í anda nasista sem töldu sig
vera æðri kynstofn eða hina
hreinu Aría. Hitt fólkið í landinu
er undirmáls og má bera erfiði og
þunga í sveita síns andlits og er í
raun best geymt inni við 40 stiga
hita í álverksmiðjum og feta
þannig í fótspor asnans og burðar-
klárins í frægri sögu, „The animal
farm“. Þess vegna skrifa ráða-
menn ekki undir Kyotun and-
rúmsloftsins.
Þráist sjómenn enn við og vilji
róa til fiskjar þá skal sérhver
greiða leigurentur til heilagra
reglubræðra Kristjáns ellefta. En
Suðumesjamenn sjást í röðum
biðjandi um þá náð að mega leigja
nokkur þorskígildi af gjafakvótan-
um ef einhver skyldi bíta á öngul-
inn.
Ráðgjafar landsfeðranna
í fræðsluátaki á ári hafsins og
mitt í sláturtíöinni var borið út
blátt kver sem inniheldur bók-
stafstrú bláeygðra ungliða. Þar
telja lærisveinar LÍÚ kvótakónga
eiga allan fisk í
sjónum á Is-
landsmiðum og
þeim einum beri
aukning veiði-
kvóta um aldir
alda. Enn fremur
dásama ungliðar
stjómarhætti í
Chile og leiða
landann í heilag-
an sannleika um
góða stjórnun
þar við nýtingu auðlinda sem ís-
lendingar geti tekið sér til fyrir-
myndar. Og ég sem hélt að í Chile
væri herforingjaharðstjórn og stór
hluti Chilebúa lifði undir sultar-
mörkum.
Þessir bláeygðu ungliðar era
einnig ráðgjafar landsfeðranna og
í bláa kverinu vara
höfundar frumbyggja
íslands alvarlega við
hollensku veikinni.
Sú bráðapest veldur
kollsteypu með upp-
gangi. En látið hugg-
ast því að íslendingar
eiga hauk í horni,
hann Kára sem getur
fundið gen bláeygðu
kvótaerfingjanna en
þeir eru víst ónæmir
fyrir þessari mann-
skæðu hollensku
veiki. Þá mega fiski-
menn aftur róa á gjöf-
ul heimamið.
í heilagri krossferð
glymur nú heróp þar
sem gjallarinn lætur
þau boð út ganga til
þegnanna að þeir
kaupi dýrum dómum pappírs-
snepla í gjafakvóta af lénsgreifun-
um. En hagnaðinn af sölunni flyt-
ur kvótahirðin til fjarlægra heims-
álfa þar sem rísa um þessar mund-
ir musterisverksmiðjur þeim til
dýrðar. Þannig komast risaútgerð-
ir hjá því að greiða af milljarða
söluhagnaði skatta til þessarar
guðsvoluðu þjóðar.
Á krossgötum
Við stöndum á krossgötum þar
sem okkar er valið
hvort íslenska þjóðin
sem hefur unnið tvö
þorkastríð ætli að
taka upp lénsskipulag
fyrri alda og láta við-
gangast að afkomend-
ur útvaldra lénsgreifa
fái fiskimið íslands í
vöggugjöf. En þjóðin
hefur orðið í áranna
rás að reiða fram
digra sjóði skattpen-
inga til landhelgis-
gæslu á fiskimiðunum
auk rannsókna á
fiskigengd í þeirra
þágu. Kvótahirðin
gleymir þó einu veiga-
miklu atriði.
Almennt er sauðsvart-
iu almúginn á íslandi
læs og skrifandi, öfugt
við íbúa Chile. íslenska þjóðin er
full samúðar með undirokuðum
þjóðum eins og arðráni Afríku-
þjóða og gerræði Serba í Kosóvó.
Skaparinn gaf manninum dóm-
greind. Enn leikur því vafi á hvort
á spjöld sögunnar verði skráð ör-
lög fískveiðiþjóðar sem rekin er
inn i 21. öldina sem leiguliði blá-
eygðra erfmgja LÍÚ. - í sveitaskóla
austur á fjörðum var nemendum
kennt að forðast falsspámenn.
Ólöf Stefania Eyjólfsdóttir
„í heilagri krossferð glymur nú
heróp þar sem gjallarinn lætur
þau boð út ganga til þegnanna að
þeir kaupi dýrum dómum pappírs-
snepla í gjafakvóta af lénsgreif■
unum.“
Kjallarinn
Ólöf Stefanía
Eyjólfsdóttir
skrifstofumaður og
húsmóðir
Með og
á móti
íslensk liö ekki með
á Evrópumótunum
í handknattleik í vetur
Peningum eytt í
leikmannakaup
„Það segir sig alveg sjálft að
það hlýtur að skaða handboltann
tii lengri tíma litið að vera ekki
með á Evrópu-
mótum félags-
liða. Menn hafa
bent á peninga-
skort í þessu
sambandi og
sagt að lítið
komi inn
vegna þáttök-
unnar í mótun-
um. Hinu er
hins vegar
ekki að leyna
að félögin hafa
að stórum hluta eytt peningum í
staðinn í leikmannakaup en það
vita allir að þeir bestu eru á
launum. Það er sorglegt fyrir
íslenskan handbolta, sem hefur
talið sig á meðal þeura bestu í
heimi, að það skuli koma upp sú
staða að við getum ekki lengur
keppt við bestu félagsliöin í Evr-
ópu. Þetta er ekki bara félögun-
um að kenna heldm' á hand-
knattleikshreyfmgin þai- einnig
sök á. Útbreiðsla íþróttarinnar á
íslandi undanfarin ár hefúr nán-
ast engin verið. Þaö er alveg
sama hvað menn segja og vilja
segja að þeir hafa sofnað á verð-
inum. Þessari þróun verða menn
að snúa við og skoða hvort ekki
er hægt að taka þátt i Evrópu-
keppninni. Verði það hins vegar
ekki líst mér illa á málin, sér í
lagi vegna þess að núna er und-
ankeppni heimsmeistaramótsins
í gangi og þar eigum við góða
möguleika á að komast áfram.
Gangi það hins vegar ekki eftir,
spyr ég: Hvar eigum við þá að
keppa?"
Engin breyting
er í augsýn
„Þetta er fyrst og fremst pen-
ingaspursmál. Ég tala nú af
reynslu í þess-
um efnum en í
fyrra komumst
við i KA í
meistaradeild
Evrópu og var
það meirihátt-
ar reynsla fyrir
leikmenn. Þátt-
takan í þeirri
keppni gerði
mínu liði gott
og það mun
búa að henni í
framtíðinni.
Fýrir okkur héma fyrir norðan
kostaði þátttakan óhemjufé.
Þetta er bara kostnaður því tekj-
ur er sáralitlar, aðeins i aðgangs-
eyri en hann dugai- skammt upp
í allan ferðakostnaðinn. Viö þurf-
um að bera meiri kostnað en
önnur lið í Evrópu en þau geta
langflest keyrt á milli. Það væri
langbesta lausnin éf til kæmi ein-
hver styrkur frá Evrópusam-
bandinu ef það væri hægt. Mað-
ur öfúndar stundum knatt-
spyrnumennina en um leiö og
þeir komast í Evrópukeppnina
eru þeir nánast búnir að bjarga
fjárhag deildanna. Á sama tíma
er okkur nánast refsað fyrir að
komast í keppnina. Ég er því
miður hræddur um að þetta sé
viðvarandi ástand því engin
breyting á þessum málum er í
augsýn. Það era fjögur lið sem ná
þessu takmarki að tryggja sér
sæti í Evrópukeppni en ekkert
liðanna nýtir sér réttinn. Það er
ömurlegt að leikmenn sem ná
þessum árangri fái ekki tækifæri
til að njóta hans.“ -JKS
Atli Hilmarsson,
þjálfari
handknattlciksliös
KA á Akureyri.
Guöjón
Guömundsson,
íþróttafróttamaöur
á Stöö 2.