Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Page 16
16 \enning MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1998 Illsku á ekki að fela í Gerðarsafni stend- ur yfir sýning Magda- lenu Margrétar Kjart- ansdóttur, „Drottning um stund“. Hún hefur lengi leitað fanga í æv- intýraveröld bernskuminninganna en nú má sjá töluverða breytingu í verkum hennar. Líkt og Aðal- steinn Ingólfsson list- fræðingur bendir á í sýningarskrá er það „óumflýjanleg tilhugs- unin um níðinginn“ sem gefur þessari myndaröð óþægilegan áhrifamátt; með því að gaumgæfa myndirnar verður áhorfandinn staðgengill barnaníð- ingsins um stund. Myndir Magdalenu af stúlkubörnum eru þrykktar á mannhæð- arháar arkir úr japönskum pappír og flestum gefin manna- nöfn. Margar likjast dúkkulísum og vekja, ásamt fulloröinsleik sumra stúlknanna, upp minningar um bemskuna. í fullorð- insleiknum notast þær við háhælaða skó og fot eldri kvenna sem gefa yfirbragð kynver- imnar en á flestum myndanna má sjá út- línum bamslegs líkama bregða fyrir undir fatn- aðinum þannig að þroskaleysi þeirra fer ekki á milli mála þrátt fyrir fullorðinslegar stellingar. Verkin ná að kalla vel fram sakleysi og æv- intýraheim bamsins. Litimir em sterkir og tví- víöur bakgrannurinn íjölbreytilega skreyttur. Engin tilraun er gerð til aö gefa myndunum dýpt heldur liggja þær ofan á viðkvæmum pappímum, líkt og til að undirstrika hversu berskjaldaðar stúlkumar era. Það er einmitt bamslegt yfirbragð myndanna sem gerir nærvera níðingsins svo óhugnan- lega. Ekkert er sagt beram orðum heldur er nærvera hans gefin í skyn á ýmsan máta og æv- intýraheimur bemskunnar lagður í rúst í einni andrá. Þessi nærvera er hvað auðsæjust þar Magdalena Margrét Kjartansdóttir: Arna Ólöf Einarsdóttir: Glæringar Myndlist Anna Sigríður Bnarsdóttir sem þrútnar karlmannshreöjar liggja við fætur „Ágústu" en hann gerir einnig vart við sig í skæranum sem klippa „Ágústu“ í sundur og hjá „Eydísi", óléttri stúlku sem stendur niður- lút á stalli merktum „mamma". Ofheldi gegn bömum er alltaf viðkvæmt mál og margir kunna að spyrja hvaða erindi það eigi í myndlist. En myndum Magdalenu Mar- grétar tekst ætlunarverk sitt. Þær koma við kaun áhorfandans vegna þess barnslega sakleysis sem þær sýna og kalla fram sterk viðbrögð við þessum vágesti. Illskuna ber ekki að fela þó hún valdi okkur óþægind- um. Einföld form Öllu rólegra yfírbragð er yfir sýningu Ólafar Einars- dóttur, „Textíl", sem veitir kærkomna hvíld frá áreiti Magdalenu Margrétar. Það er náttúran sem ræður ríkj- um á þessari þráðlistarsýn- ingu þar sem eru bæði frí- hangandi og hefðhundnari verk. Þetta er önnur einka- sýning Ólafar sem leggur áherslu á einfóld form og má segja að þríhymingsformið sé ríkjandi sem grunnstef í flestum verkunum. Mikið er lagt upp úr lengd frí- hangandi verkanna sem teygja sig frá lofti niður í gólf og leita inn á svið skúlptúrsins en hefðbundnari verkin minna meira á mál- verk. Fríhangandi verkin skila sér betur í Gerð- arsafni og njóta sín reyndar sérlega vel í sýningarsalnum. Litirnir í verkum eins og „Eldvarpi" og „Glæringum" eru sterkir og kraftmiklir. Formkennd er góð og svört umgjörðin veitir áhorfandanum góða tilfinningu fyrir krafti eldglæringanna. Það er því vissum erfiðleikum bundið fyrir hefðbundnari verkin „Eldrofa" og „Rofabarð" að keppa við hin fyrrnefndu um athygli. Dauf- ari litanotkun kallar ekki jafnsterkt á athygli áhorfandans og skýrar útlínur landslagsforms- ins bjóða upp á fátt nýtt. í heild vinna verkin þó vel saman og gott rými á milli þeirra veitir áhorfandanum tækifæri til að njóta hvers og eins fyrir sig. Sýningum Margrétar Magdalenu Kjartansdótt- ur og Ólafar Einarsdóttur í Listasafni Kópavogs lýkur 25. október. Opið er kl. 12-18 alla daga nema mánudaga. Hamingja hvers? Hver er réttur einstaklingsins til að lifa sjálfstæðu lífi? Hvaða rétt hefur einn til að fordæma þann lífsmáta sem annar hefur valið sér? Og hvaða rétt skapar ástin til að ráðskast með líf annarra? Leikritið Ofanljós fjallar um þess- ar og fleiri spumingar sem koma upp í samskiptum tveggja ólíkra einstaklinga, þar sem stétt og staða í bresku samfélagi skapa óbrúanlegt bil. í verkinu standa íjórar persón- ur á taflborðinu þó að aðeins þrjár þeirra sjáist: Kyra, Tom og Edward sonur hans. Fjórða persónan, Alice, kona Toms, er látin, þegar leikritið gerist. Það fjallar að meginefni um ástarsamhand þeirra Toms og Kyra, sem stóð i sex ár en lauk skyndilega þegar Alice komst að öllu saman. Texti verksins er vel upp byggður með óvæntum vendingum, tilfinn- ingar komast til skila og áhorfand- inn „kaupir" söguna að mestu leyti. Lausnir Davids Hare eru vel ásætt- anlegar; ekki ódýrar allsherjarlausnir heldur miklu fremur þessar tilviljanakenndu niður- stöður sem lífið tvinnar saman úr samspili margra hluta. Leikstjóm Kristínar Jóhannesdóttur kemur svolítið á óvart eftir fyrri verk hennar á litla sviðinu. Ekki vönduð og þétt persónuleikstjórn- in heldur hin hægfljótandi framvinda og raun- sæislega útfærsla í stóra og smáu, allt frá túlk- un leikaranna til smásærrar nákvæmi i matar- tilbúningi á sviðinu. Leikmyndin er svo raun- veruleg að maður skynjar í senn hráan kuld- ann, sem leggur frá gömlu steinveggjunum og hlýja hreiðurtilfinninguna sem Kyra finnur af því að þetta er hennar eigið val, hennar hús, þó að öðrum finnist kannski ekki mikið til koma. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir fær hér ögrandi Persónusköpun í Ofanljósi er trúverðug. Guðlaug Elfsabet Ólafsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson í hlutverkum sínum. DV-mynd Hilmar Þór Leiklist Auður Eydal verkefni við að túlka kennarann Kyru Hollis, sjálfstæða einhleypa stúlku, sem á kunnugleg- an „skáldsögubakgrann". Hún ólst upp hjá ráð- ríkum fóður og lenti síðan 18 ára gömul í ástar- sambandi við Tom, tuttugu árum eldri mann, sem undi því prýðilega að eiga tvær konur á meðan hann komst upp með það. Guðlaug nær vel utan um persónusköpunina í margbrotnum tilfinningalegum kollsteypum þá uppgjörsnótt sem verkið spannar og vinnur á hógværan en ákveðinn hátt úr hlutverkinu. Tom, sem að mörgu leyti er dæmigerð karlremba, er leikinn af Þorstein Gunnarssyni. Þor- steinn dregur síst úr neikvæðum eiginleikum hans, gerir hann nærri því krakkalega rellinn og tilætlunarsaman. Þetta veikti samspil persónanna, því að of mikið hallaðist á. Að öðru leyti var leikur Þorsteins góður og per- sónusköpunin í heild trúverðug. Hið óvænta element kemur inn í sýninguna í upphafi og enda. Friðrik Friðriksson leikur soninn Edward og í gegnum þá persónu teflir höfundurinn fram sínum trompum. Friðrik leikur hann með kórréttum áherslum, ung- lingslegur vandræðagangurinn vegur salt við vaxandi þroska og skilning á lífinu í sínum marg- brotnu myndum. Ofanljósið nær varla að lýsa upp íbúðina hennar Kyra þar sem það berst niður um örmjóa gjá á milli háhýsa stórborgarinnar. En Alice á dánarbeði fær glampandi dagsbirtu og dásamlegt útsýni inn um stóra loftgluggann, sem Tom lét gera handa henni og sjálfum sér til yfirbótar. Ekki er gerð tilraun til að svara neinum spumingum um þeirra hlutskipti eða Toms, en lokaatriðið í verkinu segir betur en mörg orð allt sem segja þarf. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á litla sviði Borgar- leikhúss: Ofanljós eftir David Hare Þýðing: Árni Ibsen Leikhljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Lýsing: Ögmundur Jóhannesson Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir 1 Harmleikurinn | aftur á svið Örn Árnason er aftur byrjaður að leika leikara í Gamansama harmleikn- um á Litla sviði Þjóð- leikhússins. Hann var framsýndur í vor og sýndur fyrir troðfullu húsi fram á sumar enda lýsir verkið hnyttilega glímu leik- arans við hlutverkin, áhorfendur og sjálfan sig, og Örn er góður glímumað- ur. Höfundar verksins, Eve Bonfanti og Yves Hunstad, eru leikarar og hafa bæði fengist við að semja leikrit og leikstýra. Friðrik Rafnsson þýddi Gamansama harmleikinn en leikstjóri er Sigurður Sigurjónsson. Guðrún í Galleri ísland Um helgina var opnuð sýning á verkum Guðrúnar Kristjánsdóttur í Galleri ísland við Youngstorget í Ósló sem sérhæfir sig í að kynna norræna list í Noregi, einkum íslenska. Guðrún sýnir þar splunkuný olíumálverk sem öll hafa íjöll sem aðalmótíf. „Ég hef gert íslenskt landslag að efniviöi mínum,“ segir Guðrún. „Ég ferð- ast um landið og mynda fjöll og form í alls konar veðri og nota myndirnar sem grunn og hungmyndabanka á vinnustofunni minni. Nýju myndirnar sýna hvað landið breytist ótrúlega mikið eftir veðri og árstíðum, og ég legg mig fram um að ná þeim nýju víddum sem koma í ljós í þoku og rökkri. Ég finn fyrir sterkum tjáningarmætti í náttúranni sjálfri sem ég freista þess að ná tökum á.“ Guðrún hefur í ár meðal annars sýnt í Nordic Heritage Museum í Seattle í Bandaríkjunum og í nóvember sýnir hún í Luis Ross galleríinu í New York. Sýningin í Ósló stendur til 25. október. Blikktromman á íslensku Lengi hafa áhugamenn um bók- menntir beðið eftir því að stórvirki Gúnters Grass, Die Blechtrommel, kæmi út á íslensku. Nú lýkur þeirri bið senn því Bjami Jónsson leikhús- fræðingur og leikritaskáld (höfundur Kaffis sem var sýnt í Þjóöleikhúsinu í vor) gefur út fyrsta hluta þýðingar sinnar hjá Vöku-Helgafelli í haust und- ir heitinu Blikktromman. Saga Óskars, söguhetju Blikktromm- unnar, er saga Evrópu á þessari öld, séð með augum manns sem aldrei veröur fúlloröinn. Þriggja ára ákveður hann að hætta aö vaxa og verður þar með utangarösmaður og frík alla ævi. Af þeim sökum er lífssýn hans einstæö og viöbrögð hans við heiminum sér- stæð og persónu- leg. Hann horfir á uppgang nasisma og fylgist með framvindu heims- styrjaldarinnar síöari og þegar honum blöskrar lemur hann í ör- væntingu og hjálp- arleysi ástríðufullt á blikktrommu sína. Bókin kom fyrst út 1959 og eftir henni gerði Volker Schlöndorff samnefnda kvikmynd árið 1979. Gúnter Grass fæddist 1927 og ber að margra mati höfuð og herðar yfir þýska rithöfúnda á síöari hluta þessar- ar aldar, skarpur sjáandi og hvass penni með erfiða lífsreynslu að baki sem hann hefur unnið úr í verkum sín- um. Hver bók sem hann sendir frá sér vekur athygli og hörð viðbrögð í heimalandinu og jafnvel víðar. Honum hefur lítið verið sinnt á íslandi en fyr- ir 20 áram kom skáldsagan Köttur og mús út í þýðingu Guðrúnar Kvaran. Fyrsti hluti Blikktrommunnar er væntanlegur á íslensku 15. nóvember. Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.