Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Page 18
i8 imenning ** *----- MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1998 í myrkum hlíðum Samskipti Solveigar bú- stýru og séra Odds á Miklabæ í Skagafírði hafa fyrir löngu fengið á sig blæ þjóðsögunnar. Þegar Oddur, sem bæði var bisk- upssonur og sóknarprest- ur, hvarf á stuttri hæjar- leið þannig að hvorki fannst af honum tangur né tetur var almannaróm- ur var fljótur að geta í eyðumar og hin alþekkta saga um hvarf séra Odds varð til. Ragnar Amalds fjallar f nýju leikriti um þessa at- burði og eins og nafn verksins bendir til er at- hyglinni beint að örlögum Solveigar, stúlkunnar sem stéttar sinnar og stöðu vegna átti aldrei von til að þess að verða prests- maddama, þó að ástin blómstraði um stund á milli þeirra séra Odds. í uppsetningunni er ekki að öllu leyti þrædd sagnfræðilega kórrétt leið, heldur- er dramatísk og tímalaus framvinda atburða látin hafa yfirhönd. Hin ytri umgjörð er vissulega sú myrka og óblíða 18. öld, sem reyndist landsmönnum svo erfið, en það er þó fyrst og fremst hugarfarið sem knýr fram atburðarásina, að ógleymdri ástinni og af- brýðiseminni. Leikmyndin er stílfærð og undirstrikar vissa fjarlægð frá raunsæi, enda er hér verið að fjalla um drauga og aft- urgöngur í bland. Framvindan er hæg í byrjun, en smám saman byggist upp spenna, og ljóst er að við ofurefli er að etja. Hlutur Odds er ekki gerð- ur betri en til stendur. Hann kemur löður- mannlega fram við Solveigu, þegar hann lætur hana óvænt standa frammi fyrir heit- konu sinni, sem hann kvænist örfáum dög- um síðar. Sýslumaður og biskupinn faðir Odds kæfa allar hugmyndir um áframhald- andi samband og hyggjast flytja hana eins og hvem annan hreppsómaga í aðra sveit. Hvörfin í verkinu verða þegar Solveig full örvæntingar bindur enda á líf sitt. Eftir það verður nokkurt spennufall í sýningunni og það reynist dálítið knúsað að ná upp damp- inum aftur. Ógnin sem þeim eftirlifandi Uppfærsla Þjóðleikhússins á Solveigu er orðin klassísk um leið og hún er frumsýnd. Pálmi Gestsson og Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverkum sínum. DV-mynd Hilmar Þór stendur af Solveigu verður ekki nógu grimm og áþreifanleg og útfærslan á dramatísku endadægri séra Odds leystist um of upp í bægslagang, hávaða og hljóð- effekta. Það er spuming hvort leikstjórinn hefði ekki getað fundið einfaldari en um leið sterkari aðferð til að túlka þessa örlaganótt. Leiklist Auður Eydal Vigdís Gunnarsdóttir leikur Solveigu sem lætur blekkjast af fögram loforðum. Vigdís hefur verulega góð tök á túlkuninni, og skapar trúverðuga og sanna persónulýs- ingu, sem áhorfandinn fær skilning á. Hitt burðarhlutverkið er séra Oddur, sem Þröst- ur Leó Gunnarsson leikur. Þunginn vex í túlkun hans eftir því sem á liður og prestur- inn verður friðlausari og vansælli. Pálmi Gestsson fer vel og valdsmannslega með hlutverk hins mistæka Vigfúsar sýslu- manns framan af. Mér þótti hins vegar koma annar tónn i túlkunina þar sem sýslu- maður sinnir áhugamáli sínu kartöfluræktinni og er þá í töktum og tali orð- inn eins og vinnumaður sé. Þar bregður Pálmi sér í gervi gamanleikarans, sem ekki rimar við fram- göngu hans að öðra leyti. Þetta misgengi í túlkun persóna kom líka fram hjá Lilju Guðrúnu Þor- valdsdóttur, sem lék Ingi- björgu vinnukonu ýmist eins og algjöra undirlægju eða hina bröttustu mann- eskju. Líka var vandséð hvað tifandi hlaup hennar um sviðið áttu að fyrir- stilla. Ólafía Hrönn Jónsdótt- ir var mikil á velli í hlut- verki Guðrúnar prests- maddömu, sem sífellt ber barn undfr belti og er al- gjör andstæða Solveigar í sjón og raun. Hlutverkið er vel skrifað þó að það sé ekki stórt og veldur straumhvörfum í verk- inu. Hjalti Rögnvaldsson fór virðulega með hlutverk biskups, sem lætur sig ekki muna um að plotta með örlög sinna nán- ustu. Hvarf séra Odds á Miklabæ hefur löngum verið landsmönnum hug- leikið. Segja má að þessi uppfærsla Þjóðleikhússins á Solveigu sé orðin klassísk um leið og hún er frum- sýnd bæði vegna efnisins og útfærsl- unnar. Leikrit Ragnars hefur alla burði til að lifa meðal þeirra sígildu verka sem við eigum fyrir þar sem sótt er í sagnabrunna fyrri tíðar. Auk þess er það dramatísk saga með sam- svöran á öllum tímum um mannleg örlög og misbeitingu valds. Þjóðleikhúsið sýnir á stóra sviðinu: Solveig Höfundur: Ragnar Arnalds Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlistarstjórn og hljóðstjórn: Sig urður Bjóla Leikmynd og búningar: Gretar Reynisson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson PS D-dagurinn Leikur af leik Aðferð Stephens Mallatratt til að koma draugasögu Susan Hill upp á svið í Svartklæddu konunni er óvenjuleg og snjöll. Kipps lög- ffæðingur, sem í bókinni er venju- legur sögumaðúr, er í leikgerðinni látinn ráða leikara nokkum til að hjálpa sér að sviðsetja gamla lífs- reynslusögu til að sýna vinum og ættingjum á áhrifamikinn hátt hvað það var sem hann gekk í gegnum sem ungur maður. Þetta bætir nokkrum leikrænum vídd- um í frásögnina sem virka prýði- lega í uppfærslu Guðjóns Sig- valdasonar og Sjónleiks á verk- inu, einkum vegna þess að að- standendur hafa borið gæfu til að fá Arnar Jónsson i hlutverk gamla lögfræðingsins sem ekki getur gleymt konu sem varð svo óhugnanlegur örlagavaldur í lífi hans. Hlutverk Arnars er sannkallað óskaverkefhi fyrir margreyndan snilling á sviðinu. Ekki aðeins leikur hann lögfræðinginn sem semur við leikarann um sviðsetningu á sög- unni um svartklæddu konuna, heldur „leik- ur“ lögfræðingurinn hans í uppsetningu þeirra félaga allar persónur sem koma við sögu, aðrar en sjálfan sig á yngri áram. Þarna fær Amar frábær tækifæri til að leika það að hann leiki illa - af því hann er jú ekki leikari! - og búa um leið til margar persónur sem öðlast líf og verða þekkjanleg- ar hver frá annarri með hjálp einfaldra bún- inga. Það var hreint yndi að fylgjast með hvemig hann lék eina persónu út frá annarri af póstmódemískri tvíræðni. Leikarinn sem fær að leika Kipps ungan í „Ég er enginn leikari.“ Vilhjálmur Hjálmarsson og Arnar Jónsson í hlut- verkum sínum. DV-mynd Hilmar Þór legri skelfingu yfir til áhorf- enda sem tóku fullan þátt í henni með honum. Aðalhlutverk sýningarinnar leikur þó kannski hvorugur þessara heldur hljóðmynd Kjartans Kjartanssonar höfuð- snillings segulbandsins sem átti stærstan þátt í mögnuðum draugaganginum á sviðinu. Markvissar endurtekningar sem smám saman draga áhorf- endur inn í skelfingu horfins tíma og ópin sem nístu gegnum merg og bein bera fag- manni vitni. Þá voru marg- ar sviðslausnir snjallar, einkum stiginn upp á loft fortíðarinnar og „fenið“. Svartklædda konan er í eðli sínu einfalt meló- drama en leikgerðin dýpk- ar hana svo skemmtilega að hún hefur gengið áram saman í London. Ekki ætti hún síður að höfða til ís- lendinga. Leiklist Silja Aðalsteinsdóttir sviðsetningunni er leikinn af Vilhjálmi Hjálmarssyni sem ekki hefur verið áberandi á íslensku sviði síðan hann kom heim frá námi. Hann vinnur hlutverkið vel en var býsna viðvaningslegur framan af, átti erfitt með að gleyma sér i hlutverkinu. En þegar á reyndi tókst honum að skila raunvera- Sjónleikur sýnir í Tjarnarbíó: Svartklædda konan Leikgerð Stephens Mallatratt eftir sögu Susan Hill Þýðing: Ottó G. Borg Hljóðmynd: Kjartan Kjartansson Lýsing: Þorsteinn Sigurbergsson Leikmynd, búningar og leikmunir: Charlotta Eriksson, ísold Grétarsdóttir, Rannveig Eva Karlsdóttir Aðstoðarleikstjóri: Bryndís Petra Braga- dóttir Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason Ég minni á Dag dagbókarinnar sem verðm- á fimmtudaginn, 15. október, Þá eigum viö öll að halda dagbók og senda hana Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns ásamt upplýsingum um aldur, heimilishagi, búsetu og stöðu - og nafn ef vill. Þessar dagbækur verða notaðar við fræðilegar rannsóknir og jafnvel í útgáfu en fyllstu nafn- leyndar verður þá gætt. Á Degi dagbókarinnar er fólk líka hvatt til að koma handskrifuðu efni sem það hefur und- ir höndum, bréfum, dagbókum og slíku, í vörslu Landsbókasafns í Þjóðarbókhlöðu. D- daginn sjálfan verður opnuð sýning í Þjóðar- bókhlöðunni sem stendur til mánaðamóta og verður þar tekið viö persónulegum heimildum. Sérstök áhersla er lögð á að kalla eftir dagbók- um og bréfum kvenna og bama vegna þess hve lítið hefur varðveist frá þeim. Ef einhvern vantar hugmynd hafa verið hengdar upp sex notkunarmöguleikar dagbók- arformsins á Súfistanum, Laugavegi 18, eftir Thor Vilhjálmsson, Hallgrím Helgason, Auði Jónsdóttur, Rögnu Garðarsdóttur, Sigrúnu Sig- urðardóttur og Svan Kristjánsson. Hugmyndin að Degi dagbókarinnar mun vera dönsk; alltént hefur frést að eftir að slíkur dagur var haldinn í fyrsta sinn í Danmörku hafi verið sendar inn 50 þúsund dagbækur. Við toppum það - og ekki bara miðað við höfðatölu. Ljóð fyrir jól Fyrir skömmu var gramsað í vænt- anlegum jólabókum hér í PS og farið lauslega yfir ævisögur og skáldverk til að við gætum búið okkur undir flóðið. Ljóðabækurnar era ekki margar ef marka má upplýsingar sem þegar liggja fyrir, en löng hefð er fyrir sjálfsútgáf- um á þeim vettvangi. Af grónum ljóðskáldum sem gefa út núna eru helstir Baldur Óskarsson og Jóhann Hjálmarsson sem koma út hjá Bjarti og Hörpuút- gáfunni. Hjá síðamefndu út- gáfunni koma einnig Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna, safn ljóða eftir skáldkonur á 19. og 20. öld sem umsjónar- maður menningarsíðu DV hefúr valið. Bjartur gefur líka út Fylgj- ur eftir Harald Jónsson, og annar myndlistarmaður, Hallgrímur Helga- son, gefur út Ljóðmæli hjá Máli og menningu. Sú bók er „engin smásmíði frekar en skáldsögur hans og er til- hlökkunarefni fyrir alla aðdáendur þessa hvirfilbyls í íslensku menningar- lífi", eins og segir i frétt frá MM. Þar koma líka út ljóðabækur eftir Kristínu Ómarsdóttur, Sveinbjöm I. Baldvins- son og Sjón. Barnabækur Vaxandi áhugi er á bamabókmenntum um allan heim, svo stórt sé upp í sig tekið, og fjöldi frumsaminna barnabóka kemur út í haust. Að- dáendur Sossu sólskinsbams eftir Magneu frá Kleifúm munu fagna fjórðu og síðustu bók um hana sem heitir ein- faldlega Sólveig Guðríður. Sossa fermdist í lok þriðju bókar og nú fá lesendur að vita hvað gat oröiö um unga stúlku í afskekktri íslenskri sveit árið 1914. Sossa hefur safnað að sér verðlaunum og viðurkenningum og er að koma út í Danmörku. Guðrún Helgadóttir lýkur nýjasta þríleik sínum með bókinni Aldrei að vita hjá Vöku-Helgafelli. Steinunn Sigurðardóttir skáld og rithöfundur skrifar loksins barnabók; sú heitir Frænkutuminn. Og hjá Bjarti er væntanleg bamabókin Ég heiti Blíð- finnur - þú mátt kalla mig Bóbó eftir Þorvald Þorsteinsson myndlistar- mann og rithöfund. Hans fyrsta barnabók, Skilaboðaskjóðan, sló eft- irminnilega í gegn enda bókmennta- legt kraftaverk. Lengi hefur vantað fræðirit um bamabókmenntir handa nemendum í framhaldsskól- rnn og öðram áhugamönnum. Hjá MM er í haust væntanlegt greinasafnið Raddir barna- bókanna með sögulegu yfirliti j og fræðilegri umfjöllun um ís- lenskar barnabækur sem bæt- ir úr þessum skorti. Einn út- lendur höfundur fær að fljóta með - já, rétt til getið: Enid Blyton!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.