Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Side 29
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1998 37 f Áhugafólk um skífuþeytingar getur nú búið til tónlist og myndbönd með hjálp frægra plötusnúða. Plötusnúðar með nýstárlega heimasíðu: Hljóði og mynd blandað saman - hver sem er getur búið til sitt „eigið" verk í slðustu viku hóf ný og athyglis- verð heimasíða starfsemi sína. Þar eru á ferðinni þrjú þekkt plötu- snúðateymi sem stjóma heimasíð- unni undir vemdarvæng Absolut- áfengisframleiðandans. Nýjasta tækni við vefsíðugerð er nýtt til hins ýtrasta til að áhugafólk um skífuþeytingar geti haft gagn og gaman af. Það em DJ Spooky frá Bandaríkj- unum, plötusnúðarnir bresku í Coldcut og Japanamir í UFO sem þama em á ferðinni. Þeir hafa lagt til fjölda hljóð- og myndbandsbúta sem gestir heimasíðunnar geta svo raðað saman á einfaldan en fjöl- breyttan hátt og þannig búið í raun til sitt eigið verk í tónum og mynd- um. Hvert þessara þriggja plötu- snúðateyma hefur sinn afmarkaða hluta af heimasíðunni þannig að að- dáendur Coldcut geta t.d. leikið sér Cardigans: Ný plata kynnt á Netinu Aðdáendur íslandsvinanna í sænsku hljómsveitinni Cardig- ans geta fengið að kynnast væntanlegri breiðskífu sveitar- innar á Netinu áður en hún kemur formlega út. Síðastliðinn föstudag var byrjað að leika búta úr lögum af nýju plötunni á heimasíðunni http://www.torget.se/cardig- ans/ Ætlunin er að kynna ný lög daglega á heimasíðunni fram til 19. október en þá kemur breiðskífan formlega út. Þann sama dag mun hljómsveitin spjalla við aðdáendur sína á Netinu með hjálp sömu heima- síðu. Ýmislegt fleira forvitnilegt er að finna á síðunni, t.d. nýjasta myndband hljómsveitarinnar. Það hefur þá sérstöðu að það endar á fjóra mismunandi vegu og geta aðdáendur skoðað hvern endi fyrir sig. alfarið með það efni sem sveitin leggur til. Ef þér líkar svo það sem þú býrð til getur þú leyft vinum þín- mn að heyra með því að senda þeim tölvupóst sem leiðir þá á heimasíð- una. Þar er verkið geymt og spilað þegar vinimir líta inn. Til viðbótar við tónlistina er að finna ýmsar upplýsingar um plötu- snúða og menningu þeirra. Þeir sem vilja kynna sér heimasíðu plötu- snúðanna finna hana á slóðinni http://www.absolutvodka.com/ Leikjamolar Meira Carmageddon Kappakstursleikurinn Carmageddon varð nokkuð vinsæll og umtalaður týrir einu ári. Ekki síst var það vegna þess að þeir sem spila hann leggia oft meiri áherslu á aö fletja út gang- andi vegfarendur heldur en að koma fýrstir í mark. Þá sem ánægju hafa af slíkri iðju er hægt að gleðja meö fréttum af því að von er á Carma- geddon 2 á markað- inn fýrir þessi jól. Nýja útgáfan mun búa yfir mun betri grafík held- ur en sú fyrri auk fjölda annarra viðbóta. Hægt verð- ur að velja yfir 40 bílategundir og hinir óheppnu gangandi vegfarend- ur munu verða af öllum stæröum og gerðum. Einn þeirra er rennileg- ur kvenmaöur sem kallast Cara Loft... Duke í réttarsalnum Leikjaframleiðendurnir GT Interact- ive, sem eiga höfundarréttinn á Duke Nukem-leiknum vinsæla, únnu fyr- ir skömmu mál gegn fyrirtækinu Micro Star. Forsagan er sú að hin- ir síðarnefndu gáfu út viöbótarpakka viö Duke Nukem 3D sem innihélt aukaborð sem voru hönnuð af leik- mönnum. GTI fannst að þarna væri verið aö bijóta á höfundarrétti þeirra, kærðu málið og unnu sigur. Forráða- mönnum Micro Starvarekki skemmt og ætla þeir að fá máliö endurupp- tekiö á grunni þess aö hér sé geysi- lega mikilvægt mál aö ræöa sem muni hafa mikið fordæmisgildi hvað varðar höfundarrétt á hugbúnaði. Resident Evil á PC Það hlaut aö koma að þvt: tilkynnt hefur verið að Resident Evil 2, einn vinsælasti Playstation-leikur ársins, muni koma út fyrir PC tölvur á næst- unni. Leikurinn, sem fjallar um bar- áttu örfárra eftirlifandi einstaklinga við uppvakninga, hefur selst í 4,5 milljónum eintaka síðan hann var gef- inn útíjanúár á þessu ári. Leikur- inn mun styðja þri- víddárkort, eins og reyndar langflestir nýir leikir gera. Tals- menn Capcom, sem framleiöir RE2, segja að einhverjar breytingar verði gerðar á leiknum þegar hann verð- ur yfirfærður. Meiru vildu þeir þó ekki Ijóstra upp um fyrirætlanir Capcom að svo stöddu. Dune 2000 slappur Stutt er síöan leikurinn Dune 2000 kom út. Hann er framhald af Dune II leiknum sem var geysivinsæll fýr- ir nokkrum árum. Dómar um leikinn hafa birst í öllum helstu tölvutíma- ritum að undanförnu og eru þeir flestir frekar neikvæðir. Menn vilja meina aö þó svo útlit og leikin inn- skot séu í góöu lagi hafi Dune 2000 ekkert sem ekki hefur sést áður. Reyndar hafi hann ekkert sem ekki sást í Red Alert leiknum en hann kom út fyrir tveimur árum. Þaö þyk- ir langur tími í leikjaheiminum og ófyrirgefanlegt að brydda ekki upp á neinum nýjungum í svo dýrum leik. ÞÍn FRÍSTUND OKKRR FRG .spoRtvöRUV£<ísí^ IMkki 112.880,- Vind- og vatnsheldur rj útivistarjakki ^ m. Toray öndunarfilmu. "c Vel sniðinn m. góðri hettu, •_2 flísfóðraður og með rennilás u undirhöndum. ^ Frábær á fjöllin í vetur! Litir: Gulur, blár og khaki. 1 5.990,- x Mjúkir alhliða gönguskór J7 með fjaðrandi, slitsterkum .£ gúmmisóla, vatnsvarðir 15 m. aquamax öndunarfilmu. 2 Dömu og herrs:'3?rðir. áður kr 7.47Ö,- 'st, ^INIERSPORT V 'ÁÉy ,.jáÉc. P' 1 mj&mkf *®.~. : í' • r * M / r SMALL MUNIÐ NET- LEIKINN t "X- w m GLÆSILEC VERÐ- SMÁIRHERMENN ^ 75 midar i Laser Tag ÓOO mióar a Sniali Soldiers Small Soldiers leikföng. www.visir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.