Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Síða 36
44
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1998
nn
Ummæli
Hlutverk
safnarans
„Um áratugi hef ég verið i
hlutverki safnar-
ans, knúinn áfram
af innri, með-
fæddri hvöt en
aldrei haldinn
þeim hégóma að
, ég væri að vinna
( eitthvað til lofs.“
Þórður Tómasson
safnvörður, sem fékk um-
hverfisverðlaun Ferðamála-
ráðs, i Degi
Hagsmunagæsla
Kristjáns
„Kristján Ragnarsson
hvorki þarf né getur kennt
mér neitt um mikilvægi sjáv-
arútvegs á íslandi. Aðstæður
hafa gefið mér kost á að sjá
málefni sjávarútvegsins frá
öðrum og víðari sjónarhorn-
um en Kristján hefur getað
leyft sér í hagsmunagæslu
sinni.“
Jón Sigurðsson, fyrrv. fram-
kvæmdastjóri, í Morgun-
blaðinu
Rúgbrauð og smjör
„Þeir vildu ekki spila plöt-
una, helst ekki i
útvarpi og alls
ekki sem síðasta
lag fyrir fréttir.
Þar átti að vera
íslensk plata;
, rúgbrauð og
smjör, helsf
með Guðmundi
Jónssyni og ekkert kjaftæði."
Kristján Jóhannsson óperu-
söngvari, um viðtökur á
fyrstu plötu sinni, í Morgun-
blaðinu.
|
Snýst hring eftir hring
„Kristinn snýst hring eftir
hring og talar út og suður i
einhverjum véfréttastíl seni
hann heldur að sé töff.“
G. Margrét Óskarsdóttir,
stjórnarmaður í Alþýðu-
bandalaginu, í Degi
Margar skoðanir
„Það liggur við að skoðarí-
irnar á þessu máli
séu jafnmargar og
mennirnir." f
ísólfur Gylfi Pálma-
son, alþingismað-
ur um skoðanir
þingflokks Fram-
sóknar á kjör-
dæmamálinu, í
Degi
I
Vitleysan í Davíð
„Þetta eru alvarlegar ásak*
anir í garð Hæstaréttar og ég
skil ekki hvaða vitleysu Davíð
er að láta hafa sig út í.“
Örn Clausen hæstaréttarlög-
maður og fyrrum verjandi í
Geirfinnsmálinu, t DV
Guðmundur Sigurðsson, íslandsmeistari á beltagröfu:
Ætlar að verða besti
gröfumaður í Evrópu
DV, Suðurnesjum:
„Það var mjög skemmtilegt að
vinna titilinn. Mótið fór þannig
fram að við áttum meðal annars að
moka á bíla og færa til hluti ---
og það var tímataka. Það var
síðan á lokahófinu um kvöld-
ið sem tilkynnt var um sigur-
vegarann og fékk ég smáfiðring í
magann þegar nafn mitt var kallað
upp,“ sagði Guðmundur Sigurðsson
sem varð íslandsmeistari á belta-
gröfu í keppni sem fram fór fyrir
rúmum hálfum mánuði í Reykja-
vík. Jafnframt var þetta fyrsta ís-
landsmótið sem haldið hefur verið
hér á landi á beltagröfu. Mótið var
haldið á vegum Caterpillar og
Heklu og tóku 70 manns þátt í því.
Guðmundur mun keppa fyrir ís-
lands hönd á Evrópumeistaramót-
inu sem haldið verður 18.-25. októ-
ber á Malaga á Spáni. Þar munu all-
ir bestu gröfumenn Evrópu etja
kappi um hinn eftirsótta titill.
„Það leggst mjög vel i mig að taka
þátt í mótinu og það verður án efa
virkilega gaman. Að vísu er ég mjög
spenntur en ég ætla mér að stefna á
titilinn. Þar verður keppt á belta-
gröfu, jarðýtu og hjólaskóflu. Ég er
ekkert farinn að æfa mig sérstaklega
fyrir mótið en maður er alltaf að
moka dags daglega." Guðmund-
ur, sem er fæddur og uppal-
inn í Keflavík, hefur unnið
Guðmundur Sigurðsson.
DV-mynd Ægir Már
hjá vérktakafyrirtækinu SEES i
Reykjanesbæ í 10 ár. Þar vinnur
hann á þungavinnuvélatækjum. En
hvernig hafa eigendur fyrirtækisins
og vinnufélagar tekið íslandsmeistar-
Maður dagsins
anum? „Þeir eru mjög hressir með
þetta og mannskapurinn
styður við bakið á mér.
Það var ekkert mál að
fá frí í vinnu til að
komast á Evrópu-
mótið."
Guðmundur hef-
ur unnið við
þungavinnuvélar
í 22 ár samfleytt:
„Þetta er mjög
spennandi starf.
Það er alltaf eitt-
hvað nýtt að gerast á
hverjum degi, meðal
annars í mokstri eða
að hlaða grjóti. Ég byrj-
aði í þessu starfi þegar
ég var 16 ára og var
þá fyrst á
trakt-
orsgröfu. Eg ætlaði mér að verða
bóndi þegar ég var ungur en þá var
ég alltaf í sveit austur í Landeyjum
þangað til ég náði 16 ára aldri. Þetta
starf hefur fylgt manni síðan.“
Guðmundur var í 10 ár á hálendi
landsins og starfaði þar í virkjunar-
framkvæmdum á stærstu vinnuvél-
um heims sem voru fluttar inn sér-
staklega í virkjunarfram-
kvæmdirnar. Guðmund-
ur segir að vinnan
sé stór hluti af
áhugamáli sínu.
„Ég hef
einnig áhuga
á skyttiríi og
gönguferðum
útivist
heillar mig.“
Eiginkona
Guðmundar er
Gunnfríður
Friðriksdóttir
og eiga þau 3
böm, Kolbrúnu,
18 ára, Sigurð,
16 ára, og Frið-
rik, 8 ára.
-ÆMK
Pink Floyd um það leyti
sem iagið Dark Side of the
Moon varð til.
Dúndurfréttir flytja
Dark Side
of the Moon
Hljómsveitin Dúndur-
fréttir, sem hefur sérhæft
sig í tónlist stóm rokksveit-
anna á sjöunda og áttunda
áratugnum, meðal annars
Led Zeppelin, Pink Floyd,
Who, Deep Purple og fleiri
sveita, halda tónleika á
Gauk á Stöng í kvöld. Á
fyrri hluta hluta tónleik-
anna hljóma kunnuglegir
smellir auk nokkurra
frumsaminna laga. í
síðari hlutanum ætla
Dúndurfréttir svo að
flytja eitt mesta stór-
virki poppsögunnar,
Dark Side of the
Moon, sem Pink Floyd
flutti svo eftirminnilega á
samnefndri plötu að hún
var á lista yfir mest seldu
plötur í meira en tvo ára-
tugi.
Tónleikar
Kaffi Reykjavík
Ingi Gunnar mun mæta
með gítarinn sinn á Kaffi
Reykjavík í kvöld og flytja
lög fyrir gesti staðarins.
Annað kvöld munu svo Rut
Reginalds og Birgir Birgis
skemmta.
Myndgátan
Iðnó. Þar heyja leikarar spennandi
keppni í kvöld.
Leikhússport
Leikhússportið hefur slegið
rækilega í gegn í Iðnó. Troðfullt
hefur verið út úr dyrum öll kvöld-
in. Næsta keppni verður í kvöld kl.
20.30. Ákveðið hefur verið að Leik-
hússport verði háð annan hvem
mánudag í Iðnó í allan vetur.
í sumar kynntust landsmenn
Leikhússporti í fyrsta skipti í Iðnó.
Skemmst er frá þvi að segja að
þessi nýstárlega „iþrótt" heppnað-
ist vonum framar. Ungir sem aldn-
ir flykktust í Iðnó og stemningin
var ólík þvi sem menn eiga að venj-
ast í leikhúsi. Dómarar dæma um
árangur þátttakenda.
Leikhús
Á síðustu keppni var metið sleg-
ið í leikhússporti því sigurvegarar
kvöldsins, Leikhúslúðamir, hlutu
55 stig sem er mun hærra en gefið
hefur verið í leikhússporti hérlend-
is frá því að hafin var keppni í leik-
hússporti í sumar. Gefur þetta góð
fyrirheit um framtfðina. Hver veit
nema íslendingar verði innan
skamms farnir að skipa sér f flokk
bestu leikhússportþjóða heims.
Áhorfendur og leikarar em jafn-
vígir í upphafi kvölds og enginn
veit hvaða stefnu kvöldið tekur.
í leikhússporti leggja leikararnir
starfsframa sinn að veði og stökkva
til sunds og vita ekkert hvað bíður
þeirra. Mistökum er fagnað inni-
lega. Leikstjóri er Martin Gejer.
Leikhússportið er samstarfsverk-
efni Kramhússins og Iðnó.
Bridge
Þrír tíglar doblaðir á suðurhönd-
ina er dauðadæmdur samningur -
eða hvað? Það eru alltaf 5 tapslagir,
tveir á tromp og einn á hvern hinna
litanna. Daninn Villi Dam „fann“
hins vegar leiðina til vinnings í spil-
inu, ef svo má að orði komast. Spil-
ið kom fyrir í tvímenningskeppni
HM á Lille í lok sumars. Sagnir
gengu þannig, austur gjafari og allir
á hættu:
♦ 1075
»1083
♦ 94
♦ Á10752
4 Á63
»D72
♦ Á1083
* D64
N
4 D9842
» G964
♦ 7
* KG9
Hafnarbakki
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
4 KG
»ÁK5
♦ KDG652
4 83
Austur Suður Vestur Noröur
pass 1 ♦ pass pass
li 1 grand 2 4 3 *
pass 3 ♦ dobl p/h
Eins og lesendur sjá er vinnings-
leiðin ekki til í spilinu en Villi Dam
færði sér í nyt þá staðreynd að
vörnin hefur ekki yfirsýn yfir allar
hendurnar í spilinu. Útspilið í upp-
hafi var hjarta-
tvistur, áttan i
blindum og Dam
drap níu austurs
á ás. Dam eyddi
litlum tíma í um-
hugsun og spil-
aði strax litlum
tígli á níuna í
blindum. Austur
var í vandræð-
um, vildi ógjaman eyða tigultíunni
í háspil hjá félaga og setti lítið spil.
Eftir þessa spilaleið þurfti Dam að-
eins að hitta á að setja spaðagosann
þegar spaða var spilað og fékk að
sjálfsögðu hreinan topp fyrir spilið.
ísak Örn Sigurðsson