Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Side 40
33138117 FRETTASKOTIÐ ISÍMINN SEM ALDREI SEFUR Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö 1. 5 af 5 0 15.486.140 2. 4af 5*& ' 4 242.620 3. 4 af 5 188 8.900 4. 3 af 5 6.053 640 Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. Jokcrtolur Framsókn á Vestfjörðum: Let mig alveg í friði Kristinn H. Gunnarsson. Þrjár íkveikjur SlökkvOið og lögregla voru köUuð út á þqá staði með skömmu bUlibili þar sem ljóst var talið að um íkveikj- ur hefði verið að ræða aðfaranótt laugardagsins. Klukkan 1.55 kom út- kaU vegna mannlauss bíls við Laug- ardalshöll, gamals WUlys-sýningar- bUs. Þar haföi verið kveikt í. Lögregl- an var fljót í förum og náði að slökkva í bUnum. 14 minútum síðar kom útkall vegna ruslatunnu sem kveikt hafði verið í við Garðastræti. Þar náði lög- reglan einnig að slökkva með duft- slökkvitæki. Slökkviliðsmenn voru vart famir aftur tU bækistöðva sinna þegar annað útkaU kom, klukkan 2.47. Þá var búið að kveikja í ruslatunnu við HávaUa- götu, skammt frá Garðastræti. -Ótt REYNIR KRI5TINN RÁ V\Ð ÍHALPIÐ? 550 5555 FRJALST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1998 16 ára ók ölvaður út af 16 ára pUtur ók ölvaður og rétt- indalaus út af þjóðveginum við bæ- inn Fiskilæk, á miUi Akraness og Borgarness, í fyrrinótt. Það voru lögreglumenn sem áttu leið hjá sem fyrstir urðu varir við bUinn utan vegar. Pilturinn hafði þá hafst við talsverða stund á slysstað og var orðinn nokkuð kaldur. Hann var fluttur á sjúkrahús á Akranesi en meiðsl hans reyndust ekki alvarleg. PUturinn hafði tekið heimUisbUinn og ekið á honum þegar slysið varð. BUlinn er mikið skemmdur. -Ótt - segir Kristinn H. „Jú ætli það hafi ekki bara gengið vel hjá þeim. Þeir köUuðu ekki eftir mér og ég gerði engin boð fyrir þá,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson alþing- ismaður i gærkvöld þegar DV spurði hann hvort hann hefði litið inn á kjördæmisþing Framsóknarflokksins á Vestfjörðum um helgina. Kristinn, sem hefur verið orðað- ur við framboð á vegum Framsókn- arflokksins tU kosninga í vor, sagði að af sinni hálfu hafi aldrei staðið tU að fara fram á vegum Framsóknarflokks- ins. Hann kvaðst á sama hátt heldur ekki reikna með því að framsóknarmenn fari að ganga á eftir sér með grasið í skón- um í þeim efnum. UppstiUing verður á lista flokksins og er reiknað með að Gunnlaugur M. Sigmundsson, þingmaður flokksins, skipi það. -SÁ Ahöfn japanska togarans undirbýr að hífa einn af hinum slösuðu skipverjum um borð í þyrluna TF-LÍF í gærmorgun. Annar frá vinstri er Haukur Friðþjófsson, rannsóknarmaður frá Hafró. Hann kom fyrstur að hinum slösuðu mönnum. Tveir þeirra voru þá meðvitundarlausir. DV-mynd Auðunn Kristinsson Haukur Friðþjófsson kom fyrstur að japönsku sjómönnunum sem „lágu í hrúgu“ á þilfarinu: Hélt þeir væru dánir „Ég var inni í kortaklefa þegar brotið reið yfir. Það kom mikill skell- ur. Hnúturinn vatt sig upp stjóm- borðsmegin og sópaði mönnunum út í bakborðssíðuna. Ég hljóp út. Þegar ég kom að mönnunum lágu þeir í hrúgu hver um annan þveran. Fyrst hélt ég að sumir þeirra væru dánir. Tveir þeirra voru meðvitundarlausir," sagði Haukur Friðþjófsson, rannsókn- armaður frá Hafró, sem er um borð i japanska túnfiskveiðitogaranum sem fékk á sig brotsjó í fyrrinótt með þeim afleiðingum að sex skipveijar slösuð- ust mismikið. Haukur sagði að mjög hefði tekið á sig að upplifa þá sjón sem blasti við honum eftir að hann kom út í kjölfar brotsins: „Mér leist ekkert á þetta og fór að stumra yfir mönnunum til að hjálpa þeim. Mér datt bara i hug að eina ráð- ið væri að kalla á þyrlu. Allt lauslegt var annaðhvort mölbrotið eða hafði skolað fyrir borð. Spjót sem notuð eru til að skutla flskana voru í méli. Brot- ið kom mjög óvænt því veðrið var ekki mjög slæmt og þessir togarar eru virkilega góð sjóskip," sagði Haukur. Haukur sagðist hafa brýnt fyrir Japönunum að vera ekki fleiri en tveir við að taka á móti tengilínu þeg- ar áhöfn þyrlunnar léti hana síga nið- ur til að skapa ekki hættu. Þegar lín- an kom fyrst niður skipti engum tog- um - það spruttu fram menn úr öllum hornum og réðust á línuna. Hún slitn- aði en sem betur fer voru þeir með aðra tengilínu á þyrlunni. Síðan gekk þetta bara vel,“ sagði Haukur. Þegar DV ræddi við Hauk í gær- kvöldi sagði hann að skipstjórinn hefði ákveðið að láta skipið reka til að hvíla mannskapinn. Haukur sagði að í byrjun hefði staðið til að láta þyrluna taka fjóra menn. Hins vegar hefði verið hætt við að taka mann sem í fyrstu var talinn hafa fengið heilahristing og slæmt höfuðhögg. „Það kom í ljós að hann fékk mikið sjokk og kvartaði yfir eymslum í hálsi. Hann er í koju núna. Annar maður gengur hálfskakkur en það má segja að þetta hafi farið betur en á horfðist í fyrstu," sagði Haukur. Hann sagðist ekki reikna með að koma til hafnar fyrr en eftir um tvær vikur. -Ótt Gæslumaður leiðbeindi skipverjum á japönsku Sex Japanir slösuðust þegar brot reið yfir túnfiskveiðiskipið Hauken Maru 8 mn 100 sjómílur suðsuðaust- ur af Vík í Mýrdal í fyrrinótt. TF- LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, kom með þá þrjá sem verst voru slasaðir á Sjúkrahús Reykjavikur klukkan tíu í gærmorgun. Jakob Ólafsson flugstjóri sagði við DV að eftir að læknir hafði metið ástand hinna slösuðu, sem enginn var í lífs- hættu, hefði verið ákveðið að bíða birtingar - hifa ekki strax yfir skip- inu í myrkri í þungum sjó þar sem skipið var. Auðunn Kristinsson, stýrimaður um borð í þyrlunni, sagði að ferðin hefði verið óvenjuleg að því leyti að yfirleitt eru ekki fleiri en einn sjó- maður fluttir í sjúkraflugi þegar slys eða veikindi eiga sér stað um borð í bátum eða skipum. „Við vorum komnir yfir skipið í birtingu, run klukkan tuttugu mín- útur yfir sjö,“ sagði Auðunn. „Það voru vestan 6-7 vindstig og talsverð- ur sjór. Við ákváðum að senda ekki sigmann niður þar sem veltingur- inn var fullmikill til þess. Áhöfnin hafði verið undirbúin mjög vel til að taka á móti tengilínum og sjúkra- körfu því Egill Þórðarson, starfs- maður á stjómstöð okkar, talar japönsku. Það kom sér mjög vel. Við hífðum síðan þrjá Japani upp, þá sem voru mest slasaðir. Jap- anirnir sögðust ekki vilja senda fleiri með okkur til Reykjavíkur. Þrír aðrir um borð höfðu einnig slasast þegar brotið reið yfir. Tveir þeirra voru í koju en sá þriðji var farinn að vinna aftur." Auðunn sagði aö einn Japananna sem var fluttur til Reykjavíkur hefði verið með slæm bakmeiðsl, annar handleggsbrotinn og sá þriðji með andlitsáverka. -Ótt Veðrið á morgun: Kólnandi veður Á morgun verður norðlæg átt um norðvestanvert landið en vestlæg átt um landið sunnan- vert. Þurrt verður að mestu á Austurlandi en rigning eða slydda í öðrum landshlutum. Veður fer kólnandi. Veðrið í dag er á bls. 45. MERKILEGA MERKIVELIN brother pt-2c (slenskir stafir 5 leturstærðir 6 leturgerðir, 6, 9 og 12mm prentborðar Prentar í 2 línur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport •SUBWRY' «SUBWRVr‘ ^SUBWRY* i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.