Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Blaðsíða 7
„Já, það er bannað að raka menn eins og staðan er í dag,“ seg- ir Torfl Geirmundsson hárskeri (sá sem rakaði Össur Skarphéð- insson í beinni þegcir safnað var fyrir Reykjalund) á Hárhominu. Er þá ekki hœgt að fá rakstur á stofu í dag? „Samkvæmt lögum þá verðum við að nota sköfu eða rafmagnsrak- vél og megum ekki raka með gamla góða hnífnum." Hver eru rökin? „Það er Heilbrigðiseftirlitið sem bannaði þetta og rökin em svolítið langsótt. Mér skilst að meiningin sé að þetta minnki smit, HIV og eitthvað í þeim dúr. En það er vit- leysa því við notum mjög sterka sótthreinsivökva sem em viður- kenndir og eyða veirum auðveld- lega. Þessa sömu vökva notum við á skærin og ef eitthvert vit væri í þessu hjá Heilbrigðiseftirlitinu þá myndu þeir banna okkur að klippa líka.“ Það er sem sagt búið að banna þetta forna listform sem hefur lifað með manninum siðan Egyptar opnuðu fyrstu rak- arastofuna (til em skráðar heimildir fyrir kjaftasögum á rakarastofum frá því 1800 fyrir Krist). Þetta er sérstaklega sorg- legt þar sem, samkvæmt Torfa, eft- irspurnin eftir rakstri með hnífi hefur aukist á undanfornum árum. Það var viss lægð í þessu en nú em karlar farnir að biðja um þetta og þykir það spennandi. Torfi var til dæmis með tíu manna hóp um daginn, allt karlmenn og starfs- menn fyrirtækis sem boðið var í raksiur fyrir árshátíðina. Einn ötulasti talsmaður karl- mennskunnar er Skjöldur Sigur- jónsson, annar eigandi Herrafata- verslunar Kormáks og Skjaldar. Hann er ekki þjakaður af dauðum femínistum og má þvi kalla hann sundurgerðarmann eða „dandym- an“. Þessir menn pæla mikið í föt- mn og lífsins nautnum. Þeir hafa alltaf verið til innan karlamenn- ingarinnar. Síðast voru ■**. þeir ráðandi á sjötta áratugnum og riktu þar til ‘68- kynslóðin mætti á svæðið og kon- ur rifu þennan kúltúr i sig. En nú er hann kominn upp Rolls razor-rakpakkinn hans Skjaldar. Keyptur á Spáni og alveg örugglega safngripur. aftur og að vissu leyti em þetta uppstrílaðir vinarbrauðstillar en það refíilega við þá er að þeir sækja í brunn sjötta áratugarins og em því mikil karlmenni þótt þeir séu mjúkir. „Ég safna öllu sem tengist karl- mennskunni," segir Skjöldur að- spurður um hvað heilli hann við rakstur og þá staðreynd að í búð- inni eru ýmsir munir tengdir rakstri. „Ég á eldgamla rafmagns- rakvél sem er enn í umbúðunum, með ábyrgðarskírteini og hefur aldrei verið notuð. Síðan á ég leð- urhnífa og Gillette-rakvél frá 1931. Svo er það Rolls Razor Kit. Keypti þann pakka á markaði á Spáni og það kostaði alveg heilan helling og er safngripur. Það fylgja pakkan- um strangar reglur um notkun og hvernig eigi að selja hann. Það má til dæmis ekki selja það fyrir utan Bretland og írland." En hafðirðu látið raka þig með hnifi áður en Fókus manaði þig? „Nei. Ég hafði stundum reynt þetta sjálfur, verið að snyrta í kring en kannski aldrei þorað að fara alla leið. Enda sá ég það núna að ég kunni ekki rétt vinnubrögð við þetta.“ Rakstur bannað Löggjafinn kemur í veg fyrir að fortíðarhyggjan fái að njóta sín. Karlar vilja fá að vera karlar með öllu sem því fylgir. í dag þykir merkilegt að vera karlmaður þrátt fyrir að kvengrýlur hafi reynt að troða það niður og hampað þeim sem sauma á Susuki. Breytt fyrirkomulag hjá Kvikmyndasjóði: Kvikmyndagerðarmenn eru þessa dagana að ganga frá umsókn- um sínum í Kvikmyndasjóð en skilafresturinn rennur út mánu- daginn 16. nóvember næstkomandi. Óvenjuhljótt hefur verið um um- sækjendur en þó er líklegt að þau handrit sem hlutu lokastyrk í handritsverkefni sjóðsins nú í ár verði með í pottinum. Þau eru ann- ars vegar „Regína og Pétur“, dans- og söngvamynd eftir Sjón og Mar- gréti Örnólfsdóttur og hins vegar „Villiljós", kolsvört Reykjavíkurkó- medía í fimm hlutum eftir Huldar Breiðflörð, sem jafnframt er að gefa út sína fyrstu skáldsögu, „Góð- ir íslendingar", fyrir þessi jólin. Handritsþróunarverkefni Kvik- myndasjóðs j verður haldið áfram þriðja árið í röð en að þessu sinni hefur verið ákveðið að fela sérstakri úthlutunar- nefhd að fjalla um innsend handrit. í henni munu Guöna Elíssyni er vera Guðni æt|ag a5 fjnna Væn- Elisson bók- ,eghandritásamt menntafræð- _ , .. . , _ „ . .. Sa voru Norda og mgur, Salvor ‘ , 6 Nordal ís- Stelnunnl Sig. lenskufræðingur og Steinunn Sig- urðardóttir rithöfundur. Hin hefð- bundna úthlutunamefnd mun fást við umsóknir um framleiðslu- styrki, vilyrði og aðrar umsóknir. Sú breyting hefur orðið á henni að Úlflúldur Dagsdóttir bókmennta- fræðingur hefur tekið sæti Lauf- eyjar Guðjónsdótfur, en Bjöm Vignir Sigurpálsson og Bjarni Jónsson sitja áfram. Ekki hefúr enn verið gengið frá þeirri upphæð sem sjóðurinn hefur til ráðstöfúnar að þessu sinni en síðast var um 80 milljónum veitt i styrki. Úthlutun fer væntanlega fram í seinni hluta janúarmánaðar. «« M * ]Tj M i 4 f * 1 ' ^ ^3] 13. nóvember 1998 f ó k u s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.