Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Blaðsíða 27
 Meet Joe Black Um er að ræða nútímaútgáfu af Death Takes a Holiday, sem gerð var árið 1934 með Frederick March í aðalhlutverki. Dauðinn, sem orð- I Still Know What You Dld last Summer. Meiri táningahryllingur. inn er leiður á hlutverki sínu, tek- ur á sig mannsmynd nýlátins manns og verður húsgestur hjá ríkum viðskiptajöfri. Dauðanum líkar vel hið jarðneska líf þar sem allt veður í peningum, góðum mat og fallegu kvenfólki. Vandamál Dauðans tekur á sig nýja mynd þegar hann verður ástfanginn af dóttur viðskiptajöfursins. í aðal- hlutverkum eru Brad Pitt, Ant- hony Hopkins, Claire Forlani, Marcia Gay Harden og Jeffrey Tambor. Leikstjóri er Martin Brest og er hann sagður ábyrgur fyrir því að myndin fór langt fram úr áætluðum kostnaði, úr 30 milljón dollurum í 60 milljón dollara eftir því sem sögusagnir segja. Brest skilaði kvikmyndinni þriggja tíma langri og fékk hana í hausinn aft- ur og hefur stytt hana niður i tvo og hálfan klukkutíma. Ef Meet Joe Black verður vinsæl þá hefur hún höfðað tU áhorfenda á sama hátt og Ghost gerði á sínum tíma. III Still Know What You Did last Summer Síðast þegar við fengum að vita hvað gerðist síðasta sumar voru tvær persónur sem lifðu af öU ósköpin. Ein þeirra var Julia James (Jennifer Love Hewitt) sem nú er komin í háskóla og er viss um að manndráparinn sem reyndi að drepa þau ÖU er aftur kominn á slóð hennar þar sem hún ásamt fé- lögum sínum er að eyða helginni á sólríkri eyju. Það sem kannski á eftir að draga úr vinsældum mynd- arinnar er að Kevin WUliamson, sem skrifaði handritið að fyrri myndinni og Scream-myndunum tveimur, neitaði að koma nálægt þessu framhaldi. Þá er bara spmri- inginn hvort nýliðinn Trey CaUaway hafi sömu hæfileika og WUliamson og hvað breski leik- stjórinn Danny Cannon geti gert Meet Joe Black. Brad Pitt og Claire Forlani. við það efni. Síðasta mynd hans, Judge Dredd, gefur ekki miklar vonir í þá áttina þannig að spá- dómar eru á þann veg að hún nái inn miklu fyrstu helgina en detti svo niður álíka og Vampírur Johns Carpenters gerðu um síð- ustu helgi. I’ll Be Home for Christmas Fyrsta jólamyndin í ár er með Jonathan Taylor Thomas (Hand- laginn heimUisfaðir) í hlutverki skólastráks sem vaknar upp nokkrum dögrnn fyrir jól í eyði- mörk í Kaliforníu, íklæddur jóla- sveinabúningi og að sjálfsögðu kominn með hvítt skegg. Þetta er verk skólafélaga hans og vilji hann vinna sér inn nýjan Porsche verð- ur hann fyrir jól að hafa upp á unnustu sinni, sem farin er með öðrum strák til New York. Á leið- innii til New York halda margir að hann sé alvöru jólasveinn og leita ráða hjá honum. Aðrir leikarar eru Gary Cole og Jessica Biel. Fjöl- skyldumynd sem höfðar sterkt tU komandi hátíðar og ef vel hefur tekist tU ætti hún að ganga bæri- lega. Leikstjóri er Arlene Sanford. Dancing at Lughnasa LítU og ódýr írsk kvikmynd sem hefur innanborðs Meryl Streep. Streep, sem eingöngu velur hlut- verk eftir handriti, var söm við sig þegar írski leikstjórinn sendi henni handritið og sagði að hún væri rétta leikkonan, en hann hefði ekki efni á að borga henni mikið. Streep leist vel á og skeUti sér tU írlands og er eina þekkta leikaranafnið í myndinni sem ger- ist í írsku sjávarþorpi árið 1936. Segir þar af funm systrum sem aU- ar eru piparkerlingar og sambandi þeirra við prest sem nýkominn er frá Afríku, breyttur maður. Mynd- in er gerð eftir verðlaunaleikriti Brians Friels. Meðleikkonur Streep eru Sophie Thompson (syst- ir Emmu), Kathy Burke (var valin besta leikkonan í Cannes fyrir leik sinn í Nil by Mouth), Catherine McCormack (Braveheart) og Brid Brennan (fékk Tony-verðlaunin fyrir leik sinn í leikritinu sem myndin er gerð eftir). Það er kannski langsótt að spá myndinni miklum vinsældum en þegar fer gott orð af henni. í fyrsta sinn á sínum leikferli réð Meryl Streep sér talþjálfara. -HK hlutverki í dag verða fjórar kvikmyndir frumsýndar í Bandaríkjunum og má búast við fyrir fram að tán- ingatryUirinn I StiH Know What Did Last Summer og nýjasta kvikmynd Brad Pitts, Meet Joe Black, beijist um vinsældirnar þó hinar tvær, I’ll Be Home for Christmas og Dancing at Lug- hnasa, geti sett strik í reikninginn og komið á óvart. Dauðan Kringlubíó Fjölskyldugildran ★★! Sumar sögur eru svo vel byggöar upp og skemmtilegar aö ekki er hægt að eyöileggja þær og þessi ágæta út- gáfa af tvíburunum sem skipta um hlutverk er skemmtileg og notaleg. -HK A Perfect Murder ★★* Ágætis afþreying sem kemur stundum skemmtilega á óvart. Laugarásbíó The Truman Show ★ ★★ The Truman Show er enn ein rós í hnappagat Peters Weirs. Hún er ekki besta kvikmynd hans bestu, virkilega góð og áleitin kvikmynd sem byggö er á snjallri hugmynd. -HK Species II ★ Þessi framhaldsmynd fellur í all- ar þær gildrur sem framhaldsmyndir eiga á hættu og viröist vera aö framhalda fleiri en einni mynd, Terminator II, Aliens, Invasion of the Body Snatchers, Xtro og Insemnoid. -úd Slldlng Doors ★★★ -úd Regnboginn There's Somethlng about Mary ★★★ Fjórir lúöar eru ástfangnir af sömu Mary. Cameron Diaz er í toppformi, Matt Dillon alveg ótrúlega skemmtilegur sem slímugur einkaspæjari og Ben Stiller er fæddur lúöi. og þrátt fyrir aö pólitísk rétthugsun sé þeim bræörum eitur í beinum er greinilegt að ekki þykir nógu PC lengur að láta lúðana tapa, likt og þeir geröu í Dumb and Dumber. Og á því tapa þeir. -úd Halloween: H20 ★★★ H20 er smart og skemmtileg án þess aö vera þessi há- paródíska hrollvekja sem Scream-myndirnar eru. Þetta er hrollvekja um og fyrir nútímaung- linga, fólk sem hefur séð öll gömlu trikkin og heimtar ný. -úd Dr. Doollttle ★★★ Phantoms ★★★ Stjörnubíó Les Mlsérables ★★★ Bille August er á heimavelli en honum lætur vel að kvikmynda miklar skáldsögur og áhorfandinn fær þaö ekki á tilfinninguna að efnið sé sótt í 1.500 síðna bók. Hér er á feröinni ágætis skemmt- un og saga sem svíkur engan. -ge meiraá www.visir.is ge en á meðal þeirra www.islandia.is/soldogg Nýja platan er komin í verslanir um land allt! 5 690713 22012 Inniheldur m.a. lagið „Villtur" sem nú hljómar á útvarpsstöðvunum. S K-I-F A N 13. nóvember 1998 f ÓkllS 27

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.