Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Blaðsíða 20
Þjóðvegur 61
endurheimtur
Framhald af blaðsíðu 19
Sunnudagur
13.30 , Flateyri
Olafstún 6
Ég vakna hjá gömlum félaga úr
bænum, Önundi Pálssyni. Eftir að
nýju snjóflóðavarnimar komu sér
hann ekki lengur út fjörðinn sinn. -
En það er allt í lagi ef fólki líður
betur með þetta svona. Þegar hann
frétti á Sjallanum að ég væri orðinn
blaðamaður þá sagði hann að ég
yrði að koma yfir á Flateyri og tala
við einhverja tvo gaura. Ég hafði
eitthvað heyrt af lækni i dragi í DV
og þar var annar þeirra víst kom-
inn svo ég slæ til í slúðurfrétta-
manninn áfram. Önni er annars
bara einn af þessum venjulegu
gaurum, hann vinnur í frystihús-
inu á daginn, kúttar á kvöldin,
hleypur kannski niður í félags-
heimili á hljómsveitaræfingu þess á
milli eða hýr sér til furðuleg hljóð-
færi. Hann á sprienginn, málm-
gormahljóðfæri sem „sló í gegn á
atvinnumálasýningu Vestfjarða ...“
en líka pílur ef strákamir vilja hitt-
ast á Vagninum og slappa af. Það er
sjaldan. Önni hefur líka verið sjó-
maður eins og svo margir. Það er
skiljanlegt. Á Flateyri em giska
fimmtíu manns frá öðmm löndum;
Suður-Afríkanar, Pólveijar, Svíar,
Marokkóbúi sem túlkar millum
Pólverjanna og íslendinganna ...
Svaka gaman-saman bara. Verst
bara að stundum skilur maður
færri en maður vildi á fylliríum.
Ótrúlegt samt með pólskuna, mað-
ur er búinn að hlusta á þetta svo
lengi að maður bara finnur á sér
hvað þeir em að segja. Þeir koma
bara og „pradza pradza ljúdyivú
spógatza ...“ Marek segir, Já, ís-
lenska vinna mikið ... út um glugg-
ann á rauðu lödunni sinni. Ha?
Önni lánar mér alvöruviðtalsgræju
til að spjalla við þetta trúbadora-
prestapar þama. (fótnóta 1)
Sunnudagur
16.45 Þióðvegur 64
Breiðadalur
Ég búinn að ræða við cand-
magisterana úr skóla lífsins og
minn maður er kominn að sækja
mig. Það hefur verið sól í allan dag
og þokan stígur upp af hafinu. Inn-
lögn. Við keyrum um Önundarfjörð
og tökum myndir. Minn maður seg-
ir að löggan hafi eitthvað verið að
tékka á sér fyrr um daginn, stopp-
uðu til aö tékka á skráningarskír-
teini bílsins og ökuskírteininu, létu
hann blása til að tékka hvort hann
væri fullur. Hann sem var að koma
úr vinnunni. - Og svo gefa þeir
ekki upp neina ástæðu fyrir þessu
öllu saman, það er bara eins og þeir
hafi ekkert betra að gera. Ég trúi
mínum manni tæplega. Minna má
nú vera paranojan og passasemin,
en hvað?
Ég er við stýrið á bílnum hans og
löturhægt læðist löggan á móti.
Þeir eru að kíkja á okkur, ég passa
hraðann ... En hvað? Bláu ljósin
blikka enn. Það er rútínan; þeir
tékka á skírteininu mínu og biðja
mig að koma yfir í bílinn.
(Samtalið: - Varstu að drekka?
Nei. Ert þú að keyra af því að hann
er búinn að drekka? Ha? Hver hef-
ur yfirráðarétt í bílnum? Biddu ha,
ég skil ekki, yfirráðarétt? Já, yfir-
ráðarétt ... Ég er að keyra bílinn.
Hvað varstu að gera i gær? Kemur
það þessu máli eitthvað við? Varstu
að drekka? Það var nú eitthvað lít-
ið. Hvar varstu? Hvað ertu að
meina? Hvar varstu vinur? Þú hlýt-
ur nú að vita það ... Ég reyni að
halda ró minni. Ég blæs eins og ég
get. Ekkert svona, blástu í rörið
vinur. Minn maður er farinn útúr
bílnum og liggur í grasinu að
reykja sígarettu. Löggi segir að
skilnaði: - Heyrðu segðu honum
vini þínum svo að brosa aðeins
meir ... Héma, geturðu gefið mér
ástæðu fyrir stöðvuninni herra lög-
regluþjónn ... Maður þarf nú bara
alltaf að vera að tékka ... Minn mað-
ur spyr - er þetta vegna þess að ég
er í bílnum? Eins og þú veist, vin-
ur, verður maður alltaf að vera að
tékka á svona strákum eins og þér
•••)
Það bullar og sýður á mér ...
Minn maður spyr hvort hann fái
ekki mynd af okkur félögunum.
Löggan bregst vel við enda býst
hún ekki við því að nokkur maður
þori nokkru neinsstaðar ... Við setj-
umst inn í bílinn. Þetta skýrist allt
fyrir mér, auðvitað verð ég bara að
gerast alvörublaðamaður. „The
truth is out there“. Fuck us - nú
verður hart látið mæta ...
Minn maður segir frá: Þetta byrj-
aði raunverulega um leið og ég kom
hingað. Fyrst var ég í Hnífsdal og
svo á ísafirði sjálfum, næst fór ég
til Suðureyrar og er alveg að gefast
upp á Súðavík líka ... Það er alls
ekki fólkið heldur bara það að ég
átti einhvem tímann í smávanda-
málum fyrir sunnan, félagslegt van-
hæfi og svona. Lenti stundum í
þeim þar. Og það er eins og þeir elti
mig. Þeir voru með allan pakkann á
mig fyrir sunnan maður, símaskrár
og allskonar búlsjitt þegar maður
ætlaði að kæra, þú veist, komdu aft-
ur á morgun blablabla ... Það er
svona lögregludæmi í gangi um allt
land, hertar reglur dæmi, þú veist,
og ólukkan læðist alltaf aftanað
mér sko í svartri dragt, þú skilur.
Héma á ísafirði er þetta kannski
ekki mikið verra en annars staðar -
og þó, þeir era ekki góð landkynn-
ing, greyin. Það er alltof samhljóma
álit bæjarbúa, að mínu mati, hvað
löggan er mikið eitthvað í leyni og
alltaf að tékka á engu. Flestum líð-
ur bara illa þegar þeir sjá lögguna,
hræðsla í stað öryggis, þú skilur.
Þeir hafa ekki sagt mönnum rétt til
um stöðu sína þegar afbrot hefur
verið framið og viðkomandi er
granaður, þeir sem ekki eru vel að
sér í lagalegum smáatriðum eru
þess vegna í vondum málum, þú
skilur, og svo ofsækja þeir alla þá
sem leyfa sér að mæla eitthvað á
móti vinnubrögðum þeirra. Þeir
hafa að vísu einhvem tíma verið
kærðir fyrir framgang mála, þeir
settu barn undir 16 ára bæði í
handjárn og fangelsi, eitthvað
svona dæmi ... Sýslumaöurinn hef-
ur hótað því að senda lögguna á
mann ef viðkomandi drægi ekki til
baka ummæli um hann, sem þó
vora sönn, til baka. Og þeir fylgd-
ust með einum í kíki og tóku ann-
an fullan á reiðhjóli og mættu fjór-
ir á staðinn þegar einhver datt á
handrið og braut það, þú veist,
manísk réttlætiskennd er engan
veginn réttlætanleg.
Málið er bara það að á ísafirði,
eins og allstaðar annars staðar,
verður að fara fram opinská um-
ræða um starfsemi lögreglunnar
þannig að hlutirnir komi uppá yfir-
borðið og séu ræddir, án þess að
þeir sem vekja máls á efninu þurfl
þar eftir að óttast hefndaraðgerðir
einhverra töffara sem vilja alltaf
láta þig finna fyrir því að þeir hafi
valdið. Svoleiðis löggur era alls-
staðar. Við verðum að haga okkur
eins og siðmenntað fólk og ég
meina veita þeim aðhald með um-
ræðunni. Þetta er brjálæðislegt. Fé-
lagi hans Önna, Maggi i Dallas, ætl-
ar að skutla mér í Brjánslæk í
fyrramálið. Ég er á leið i bæinn að
bjarga heiminum. Ég fann sjálfan
mig fyrir vestan. Og sólarlagið
héma maður, ekkert smámagnað
dæmi.
Mánudagur
09.30 Flateyri/Höfnin
Við Maggi í Dallas kveðjum
Önna áður en við leggjum af stað,
síðan er það Þingeyri, Hrafnseyri
Jóns Sigurðssonar og Dynjandis-
foss. Á leiðinni sjáum við tvær
kindur með fjögur hom, og sjóriim
er svo stilltur því lognið er svo
hrikalegt og fjöllin rísa svo hátt
upp í himininn og grafa sig svo
langt niður í djúpið. Ég pissa við
Dynjanda; andstæðumar á þessu
svæði svo rotandi fallegar. Ég segi
Magga frá atburðum helgarinnar;
þetta er enginn smásaga, segir
hann. - Hún er svo rosaleg að hún
gæti verið lygasaga maður. Og svo
sigli ég enn einu sinni yfir Breiða-
fjörðinn. Burt. Endurheimtur.
20
13. nóvember 1998
Við fóram tveir út á undan hin-
um til að sjá til að réttu staðimir
yrðu bókaðir og að rétta fólkið
myndi mæta,“ segir Steinarr.
„Við fóram til að verða sýnilegir
fyrir fólkið frá RCA og Arista,
sem era þau merki sem við höf-
um aðallega verið að tala við. Svo
kom bandið út og við tókum þrjú
gigg á Manhattan. Það komu út-
sendarar og leist vel á. Það gigg
sem skipti hins vegar mestu máli
kom eiginlega óvart upp í hend-
umar á okkur. Það hringdi í okk-
ur kona sem hafði fengið spólu.
Þetta er kona sem bókar á Madi-
son Square Garden og rekur auk
þess tvo svona hæ klass staði. Við
spiluðum á öðrum þeirra, „Merc-
ury Lounge", og þurftum að
fresta heimferðinni út af því
giggi, en þangað mættu allir þeir
sem skipta okkur máli í dag, t.d.
menn frá bókunarfyrirtækinu
ICM, International Creative
Management. Þeir filuðu okkur
það vel að þeir buðust til að taka
okkur að sér og skipuleggja
næstu skrefi"
Hvað er þá fram undan?
„Niðurstaðan er sú að við fórum
út aftur næsta vor, í apríl líklega, og
tökum nokkur háskólagigg, svo á að
A sunnudaginn klukkan 20.30 - og aðeins þá - verður Beðið eftir
Samuel Beckett í iðnó. Þtjú verk verða sýnd og öll fjaila þau um ferð
persónunnar út úr sjálfri sér. Það er ekkert sagt í sýningunum nema það sem
sagt hefur verið áður, þ.e.a.s. tekið upp og spilað fyrír utan það sem er lesið.
María Eiiingsen Geikur einn af þessum einþáttungum.
Leíkur með barn í maganum
„Beckett skrifar þessi verk öll
á svipuðum tíma og þau eru öll á
einhvern hátt komin út fyrir
sjálft sig,“ segir María Ellingsen
aðspurð um um hvaða verk ræð-
ir.
Fyrsti einþáttungurinn heitir
Eintalið. Hljóðritun sem flutt var
í Útvarpsleikhúsi Ríkisútvarpsins
fyrir sjö árum af Róbert Am-
finnssyni leikara (leikstjóri var
Árni Ibsen). Þessi hljóðritun
verður ílutt og Róbert leikur á ný
mælandann sem talar ekki lengur
heldur situr og hlustar á sín eigin
orð af segulbandi.
Annar einþáttungurinn, Lesar-
inn og hlustandinn, byggist
einnig upp á því að hlustandinn
sé horfinn og lesandinn situr einn
eftir og les upp úr minningabók
sinni. Ásta Arnardóttir leikkona
er í hlutverki lesarans.
í þeim þriðja er María Elling-
sen allsráðandi. Hann heitir
Vögguvísa og er honum ásamt öll-
um hinum leikstýrt af Þorsteini
Joð. En hann er mikill áhuga-
maður um Beckett og aðalspraut-
an i því að setja upp þessa sýn-
ingu.
Nú siturðu í ruggustól og hlust-
ar á sjálfa þig af segulbandi í
verkinu?
„Þetta er náttúrlega mjög sér-
stakt fyrir mig. Að lesa inn text-
ann áður en farið er með hlut-
verkið á svið. Þetta minnir mig
svolítið á að leika í kvikmynd. Þú
performerar á einum tíma og sýn-
ingin er á öðrum. Þá er engu
hægt að breyta."
Hefuröu áður leikið í einhverju
eftir Beckett?
„Nei, þetta er í fyrsta skipti. En
ég hef séð sýningar í London,
New York og svo í Stúdentaleik-
húsinu en þeir sýndu Beðið eftir
Godot fyrir örugglega tíu árum.“
En er Beckett ekki furöufugl?
„Hann virkar kannski þannig í
fyrstu en þegar ég sá Beðið eftir
Godot í London þá uppgötvaði ég
hvað hann er skemmtilegur.
Hann veit nákvæmlega hvað þarf
til að gera gott leikhús því hann
þekkir það svo vel. Það er ekkert
auka og hann leikur sér mjög
með knappleikann í forminu. í
sumum verkum er hann jafnvel
búinn að kortleggja hreyfingar
leikarans."
Hvað ertu annars aö gera þessa
dagana?
„Ég er að leika síðustu sýningu
á Síðasta bænum í dalnum. Svo
er ég að undirbúa nýja leikgerð af
Sölku Völku sem verður sýnd
næsta vetur í Hafnarfjarðarleik-
húsinu. Annars er ég komin sjö
mánuði á leið og það fer að verða
þungt að leika. En ég leik
tröllskessu í Síðasta bænum i
dalnum þannig að það passar
ágætlega." -MT