Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Blaðsíða 29
Breska bylgjan hin fyrri: Bretar slógu í gegn á sjöunda áratugnum með nýjum tón í bíómyndum sínum, nýrri angist og kvöl, öðruvísi ástum og spennu - og síðast en ekki síst nýjum píum og gæjum. Aðaltöffari þessa tíma var Michael Caine. Lýstu tíðarandanum - eða sköpuðu hann Jú, Bretar höfðu gert nokkrar þokkalegar myndir fyrir Train- spotting (þá stórlega ofmetnu mynd) og blómatími ríkti í kvik- myndagerð þeirra ekki hvað síst á sjöunda áratugnum, þegar The Avengers riðu húsum á sjónvarpsskjám. Hér eru tíu toppar frá þessu tímabili sem allar eiga það sameiginlegt að draga sterkan dám af anda sinnar tíðar - eða öfugt; kannski mótuðu þær hann að einhverju leyti. Alfie 1966 Lelkst.: Lewis Gilbert. Aöalhlutv.: Michael Caine, Shelley Winters. Þetta er myndin sem gerði einn af meisturum „letileiksins", Michael Caine, að stjörnu, en sá leikstUl reis hvað hæst með Ro- bert Mitchum en hvað lægst með Roger Moore. Caine er hér óforbetranlegur kvennabósi af lágstétt sem lendir í sálarkrisu með lífsstíl sinn og svo mikill töffari að það hálfa væri nóg. Ewan McGregor hver? Ein af vinsælustu myndum Breta frá þessu tímabili. Far From The Madding Crowd 79^7 LelkstJ. John Schlesinger. Aöalhlutv.: Julie Christie, Terence Stamp. London svíngaði sem aldrei fyrr og ljóma stafaði af ásýnd þessara stjama. Schlesinger fékk þau til að leika í þessari harm- sögu eftir góðskáld Breta, Thomas Hardy um unga stúiku sem þarf að gera upp miUi þriggja manna (hinir voru Alan Bates og Peter Finch). Enginn varð samur á eftir og meira að segja The Kinks gátu ekki stillt sig og sömdu „Waterloo Sunset" þeim Julie og Terence tii heiðurs. Darling 1965 LelkstJ.: John Schlesinger. Aðalhlutv.: Julie Christie, Dirk Bogarde. Flókið ástalíf Julie Christie, smartheit, stælar og kaldhæðni gerðu þessa mynd að stórum smeRi á sínum tíma, enda þótti hún ná að fanga andrúmsloft sjö- unda áratugarins í Bretlandi flestum myndum betur. Christie hlaut óskar að launum og varð að stjömu. The Ipcress Rle 1965 LelkstJ.: Sidney J. Furie. Aöalhlutv.: Michael Caine. Caine leikur hér fantinn Harry Palmer sem gerist njósnari og lendir í miklum hremmingum. Afbragðs skemmtun, ekki hvað síst vegna þess hve skemmtUega illa hún hefur elst. Kallast skemmtUega á við annan þrjót, Sean Connery, sem um þær mundir lék sjálfan Bond af mikl- um móð. Caine gerði tvær mynd- ir tU viðbótar um Harry Palmer, Funeral in Berlin og The Billion DoUar Brain. A Hard Days Niqht 1964 LelkstJ.: Richard Lester. Aöalhlutv.: Bltlarnir. Hrekkjalómurinn Richard Lester hleypur um með Bítlun- um á hátindi frægðar þeirra og útkoman er stórskemmtUeg og drepfyndin. Ringo er langflottast- ur. Svo geta aUir sungið með. If 1968 LelkstJ. Lindsay Anderson. Aðalhlutv.: Malcolm McDowell. Anderson vUdi heiðra minn- ingu meistara síns, franska leik- stjórans Jean Vigo, sem aðeins gerði tvær myndir og dó ungur og við lítinn orðstír (hann kom síðar). If er hans útgáfa á mynd Vigo „NúU í hegðun" (Zero et Conduit) frá 1933, stórsnjöU og súrrealísk breiðsíða gegn stöðn- uðu gUdismati og konformisma. The Charge of the Light Brigade 1968 LelkstJ. Tony Richardson. Aðalhlutv. David Hemmings, tónessa Redgrave. Hér er miklu tjaldað tU í sögu um fómfýsi og hetjudáðir (her- sveit breska heimsveldisins anar út i opinn dauðann i Krímstríð- inu forðum), en Bretar eru sú þjóð sem þykir hvað vænst um ósigra sína. En þrátt fyrir aUan fyrirganginn og glæsUegar um- búðir toppar hún ekki mynd Michael Curtiz sem gerð var í Ameríku 36 árrnn áður með Er- rol Flynn. Saturdav Night And Sunday Morning 1960 LelkstJ. Karel Reisz. Aöalhlutv. Albert Rnney, Shiriey Anne Reld, Rachel Roberts. Ein af fyrstu myndunum sem kenndar eru við eldhúsvaskinn (“kitchen sink drama“) þar sem andrúmsloft ískalds félagslegs raunsæis svífur yfir. Finney er óþekkur strákur sem leikur sér að tveimur konum af því hann getur það. Frábærlega leikin og Finney sló í gegn. Petulia 1968 LelkstJ.: Richard Lester. Aöalhlutv.: George C. Scott, Julie Christie. Sá mistæki og oft vanmetni Richard Lester bregður sér hér tU San Fransisco og skoðar sam- band ráðviUts læknis (Scott) við furðufugl sem leikin er af Christie. Örvænting, lauslæti, óþolinmæði og þrautseigja í dýr- legum pakka. Ein af bestu mynd- um áratugarins. Repulsion 1965 Lelkstj.: Roman Polanski. Aöalhlutv.: Catherine Denevue. í sinni fyrstu mynd á ensku tekur Polanski fyrir kynferðis- lega bælda stúlku sem smám saman brotnar niður þegar hún er skUin ein eftir í íbúð systur sinnar í nokkra daga. SnjaU sál- fræðUegur tryUir sem skUur þig eftir með hroU í maganum í dá- góðan tíma. Ásgrímur Sverrisson IJOC>lC) VCKðtm upp Á IntÍKÓTTAÖA Ar'UJAil IStPÁI T íö IPLÖ AjHDAll.lSÖKYkk Á klt. 1.998. pKÁ II. MÓV, Tll Oti (Dtð /(>. MÓV. pKAOJKOm Af' UJCISTAKAkokkCHP f'KÁ kl 18.00 - V/Í.OO STÓRTÓ^LKA^ , t OQ r 13. oc; 14. MOV. B.uið.vRÍskA svemn ^ CjT O UMUKl, SIC/U RRÓS & PORKIOpopp , skitacdoraLL Revkl AVIK UR CTJÁMCiÖAC/IMM 16. MÓV. bRlðjUÍUCjlMM 17. MÓV. DAPAR sknACDÓRALl (OlÖVlktJÖACílMM 18. MOV. f?lCT5CT)T CJÖAC/1kl M lö. MÓV. f ■ JC' ðlMUAÖAC,(IR C/ AC4 kSl MS BÍTLAVlMApéLAQlö PAPAR .VlklAí sssoL /o, oc; / i. m< >v. VIKUR vors oc; bLocda Gaukurinn - huggulega brjálaður! ÉnwjkkiMb JMm&m 7,990 f/í kléh HfciwMw Zjjju JJjjjjy JjJJjjj 13. nóvember 1998 f Ókus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.