Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Blaðsíða 8
matur ARGENTÍNA ★★★ Bar- ónsstíg lla, s. 551 9555. í .Bæjarins besta steikhús I hefur dalað." Opiö ■ 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. CAFÉÓPERA ★ Lækjargötu 2, s. 522 9499. „Undarlegir stælar og takmarkahur áhugi á mat- reiöslu." Opiö frá 17.30 til 23.30. CARPE DIEM ★ Rauöarárstíg 18, s. 552 4555. „Hátt verðlag hæfir ekki tilviljanakenndri og brokkgengri matreiðslu staðarins." Opiö kl. 18-20 virka daga, 18-23 um helgar. CREOLE MEX ★★★★ Laugavegur 178, s. 553 4020. „Formúlan er líkleg til árangurs, tveir eigendur, annar í eldhúsi og hinn I sal, og fókusinn á matreiðsiuhefðum skilgreinds svæðis, í þessu tilviki suðurstrandar Banda- ríkjanna, Louisiana, Texas og Nýju-Mexíkó." Opiö 11.30-14 og 18-22 á virkum dögum en 18-23 um helgar. EINAR BEN ★★ Veltusundl 1. 5115 090. „Leggur meiri áherslu á umbúðir en innihald. Býður yfirleitt ekki upp á vondan mat og verður því seintjafnvinsæll og Fashion Café eöa Planet Hollywood." Opiö 18-22. FIÐLARINN Á ÞAKINU ★★★ Sklpagótu 14, Akureyrl, s. 462 7100 „Matreiðslan stóð ekki undir háu verði en hún hefur batnað. Þjónustan var alltaf góð en nú er of mikið treyst á lærlinga." Opiö 12.30- 14 og 18-22. HARD ROCK CAFÉ ★★ Krlnglunnl, s. 568 9888. „Staðurinn hæfir fólki, sem þolir tvöfalt verð fyrir góða hamborgara og daufa ímynd þess að vera úti að borða. Þjónustan jafn alúðleg og ágæt og fyrr." Opiö 11.30-23.30. HÓTELHOLT ★★★★★ Bergstaðastrætl 37, s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti berí mat- argerðartist af öðrum veitingastofum landsins. Þar fara saman frumlegir réttir og nærfærin mat- reiösla, sem gerirjafnvel baunir að Ijúfmeti." Opiö 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og iaugardaga. HÓTEL ÓÐINSVÉ ★★ v/Óðlnstorg, s. 552 5224. „Stundum góður matur og stundum ekki, jafnvel i einni og sömu máltíð." Opiö 12-15 og 18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu- og laugardaga. IÐNÓ ★★★ Vonarstrætl 3, s. 562 9700. „Matreiðsla, sem stundum fer sínar eigin slóð- ir, en nær sjaldan hæstu hæðum. Enginn réttur var að neinu leyti misheppnaður, en fáir minnis- stæðir." Opiö frá 12-14.30 og 18-23. ÍTALÍA ★★ Lauga- vegl 11, s. 552 4630. „Eignarhaldiö er ítalskt, kokkarnir eru ítalskir og gæða- þjónustan er hálf- ítölsk. Það, sem tæp- ast hangir I ítölskunni, er matreiðslan." Opiö 11.30-11.30. JÁTVARÐUR ★★★ Strandgötu 13, Akureyrl, 461 3050 „Skemmtilega hannaöur staður með fínlegri matreiðslu, ef sneitt er hjá fiski, svo og elskulegri þjónustu sem getur svarað spurningum um matinn." Opiö 11.30-14 og 18-22. KÍNAHÚSIÐ ★★★★ Lækjargötu 8, s. 551 1014. „Margt er það, sem dregur, matreiðsla, verðlag og andrúmsloft, sem samanlagt gera Kínahúsiö að einni af helztu matarvinjum mið- bæjarins." Opiö 11.30-14.00 og 17.30-22.00 virka daga, 16-23 laugardaga og 17-22 á surmudögum. KÍNAMÚRINN ★★ Laugavegl 126, s. 562 2258 „Kínamúrinn eitt fárra frambærilegra veit- ingahúsa hér á landi, sem kenna sig við aust- ræna matreiöslu." Opiö 11.30 til 22.30 alla daga nema sunnudaga frá 17.00 til 22.30. LAUGA-ÁS ★★★★ Laugarásvegl 1, s. 553 1620. „Franskt bistró að íslenskum hætti sem dregur til sín hverfisbúa, sem nenna ekki að elda ! kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og ferðamenn utan af landi og frá útlöndum." Opiö 11-22 og 11-21 um helgar. LÆKJARBREKKA ★★ Bankastrætl 2, s. 551 4430. „Matreiðslan rambar út og suður, góð, frambærileg eða vond eftir atvikum." Opiö mánudaga-miövikudaga 11-23.30, fimmtu- daga-sunnudaga 11-0.30. MADONNA ★★★ Rauðarárstig 27-29, s. 893 4523 „Notaleg og næstum rómantísk veitingastofa með góðri þjónustu og frambæri- legum Ítalíumat fyrir lægsta verð, sem þekkist hér á landi." Opiö 11.30-14.00 og 18.00- 22.00. Melra á næstu síöu -* Hvert sem fólk þvælist um veröldina vill það smakka eitthvað sem tilheyrir viðkomandi stað - borða eins og innfæddir. Nema þegar það er heima hjá sér. Það á alla vega við um íslendinga. Þegar þeir fara út að borða heima á klakanum fá þeir sér eitthvað franskt, ítalsk, kínverskt, mexíkóskt, indverskt, taílenskt, amerískt - jafnvel danskt - allt nema íslenskt. Fókus kannaði möguleika íslenska eldhússins hjá Sigurvini Gunnarssyni matreiðslumeistara og komst að því hvað það er sem við getum sannarlega kallað íslenskt. Niðurstaðan varð Ijúffeng: ^ Z-f r I I r r ) J 'S J _J —J —J —J n i I i- r ) r | H\' f j - i _j._ Það eru aðeins tveir réttir sem geta kallast alíslenskir og eru hvergi annars staðar til í veröld- inni. Þetta er annars vegar allur súrmatur eins og hann leggur sig og svo gamla góða skyrið. Súr- maturinn eru uppruninn hérna og allur sá verknaður. Úti í heimi tíðkaðist að salta mat, sem og hér heima, en við bjuggum oft á tíð- um við saltskort og því tóku for- feðurnir upp á því að setja mat- inn í súr. Þetta er mesta lostæti og etið enn þann dag í dag en sú neysla einskorðast við þorrann. Aðra sögu er hægt að segja um skyrið okkar sem er enn þá mjög vinsælt. Það er búið að þróa þetta hráefni til andskotans og ótrúleg- ustu varíasjónir í öllum helsu matvörubúðum. Við ættum öll að þekkja skyr. Þorrablótið Hákarlinn er íslenskur en þó til sem slíkur alls staðar í heiminum. Verkunin á honum er að hann er grafinn og kæstur (geymdur í langan tima án fyrir- hafnar). Þetta er étið á þorrablóti og þykir ekki verra að hafa ís- lenskt brennivín með. Það er að vísu eitt sem er sérstakt við íslenska hákarl- inn og það er að hann veitingahús Hákariinn er ekki ba heidur er hann g er basískur. Sem merkir að hann er nánast besta magameðal í heimi og nýtist frá- bærlega sem brjóstsviðatafla. Súri hvalurinn er orginal þar sem hann er súr. Hvalur er náttúrlega étinn af öllum nema meðlimum Greenpeace en þá er hann ekki súr. Hráefnið sjálft er hvalspik og í því er náttúrulega fita og alveg óhemjumikil orka. Það mætti því segja að vaxtar- ræktakauðar landsins ættu að Eyjalundinn er soðínn, saltaður og reyktur. dur n xs.,- btx hætta að éta orkupill- ur og éta súrsað hval- spik. Kútt- og sundmagar er mjög sérstakur rétt- ur sem skapaðist vegna nýtninnar sem stunduð var hér fyrr á öldum. Þessir magar eru loft- 1 blaðra (vöðvi) á þorsk- inum og öðrum fiski. Verkunin er að þetta er hert, soð- ið og súrsað. Mjög gott tii að narta í yfir góðri bíómynd. Hið ástkæra svið er nú étið úti mm um allt og er eitt- hvað sem við tókum með okkur frá nors- urunum um svipað leyti og pabbi Leifs Eiríkssonar var að hamast við að eigna okkur soninn. En þetta þykir enn þá fint og er jafnvel étið þótt enginn sé þorrinn. Fuglar Súrsuð og kæst egg voru stað- bundin, t.d. á Breiðafjaröareyjum og við Mývatn þar sem hægt var Mekka á Manhattan Ekki mundu mörg islenzk veit- ingahús standast samanburð, ef þau væru flutt til Manhattan. í þeim hópi væru örugglega Lista- safnið á Holti, Þrír Frakkar og Laugaás, hvert í sínum flokki verðs og gæða. Líklega einnig Tjömin og Primavera, en ekki miklu fleiri, kannski Rex og Ját- varður á Akureyri. Þótt fleiri séu góð, þá stæðust þau ekki sam- keppnina fyrir vestan, þar sem margir berjast um hituna á hverju sviði. Skemmtilegra er að fara út að borða í New York en Reykjavík, af því að fjölbreytnin er meiri i gæð- um og verði, heföum og andrúms- lofti. Raunar er borgin við Hud- son tekin við af borginni við Signu sem heimsins mesta gósen- land matgæðinga, af því að París er sérfrönsk, en Manhattan suðu- pottur heimskringlunnar allrar, þar á meðal fjarlægra Austur- landa, sem geta kennt okkur margt í matargerðarlist. í Reykjavík væri ekki markað- ur fyrir Kóreustað á borð við Hangawi, þar sem gestir sitja á sokkaleistunum á gólfinu og snæða grænmetisrétti í nánast guðrækilega austrænu umhverfi. Og hér heima er aðeins boðið upp á daufa eftirlíkingu af japönsku sushi, undursamlegum smárétt- um úr hráu sjávarfangi, svo sem fást í annarri hverri þvergötu í miðri Manhattan. Hér eru ekki vel stæðir Kóreumenn og Japanir á hverju strái til að halda slíkum stöðum uppi. Verð er ekki miklu hagstæðara en í Reykjavik. Algengt er á góð- um stöðum að þríréttað með kaffi kosti um 36 dali eða 2.500 krónur á mann, en hér færi hliðstætt verð yfir 3.000 krónur. Dýrustu staðir bandarískrar matreiðsluhefðar halda sér á 54 dala eða 3.700 króna verði, sem er lægra en hæsta verð í Reykjavík. Það eru aðeins allra dýrustu frönsku og japönsku hús- in, sem sleikja 72 dali eða 5.000 krónur á mann, svipað og allra dýrstu matsalir Reykjavíkur. Hér er ferskara sjávarfang, en þar er Qölbreytnin meiri. Hér eru menntaðri þjónar og kokkar, en stundum íhaldssamari. Vestan hafs forðast góðir kokkar fitu og feitar sósur og leggja meiri áherzlu á fersk og falleg salöt. í New York er harðlega bannað að reykja á veitingahúsum, en hér sjást víða ekki einu sinni reyk- laus svæði, heldur er tóbaksreyk leyft að spilla matarilmi um allan sal í trássi við reglugerðir. Ekki þarf að leita uppi sérstak- lega dýr veitingahús á Manhattan til að fá betra lambakjöt en okkar bragðdaufa fóðurkálskjöt, sem við ímyndum okkur gott. Og auðvitað er nautakjöt betra á góöum stöð- um vestan hafs en á hliðstæðum „Bkkí Nrt að litti upni »ér« Minhattafi tll ai fá betra lambakjðt en akkar bragð* datífa tóðurkáiikjet »am viá ftwgtdum ekkur aatt,tt stöðum hér á landi. Bandarísk steikhús eru enn sem fyrr kapít- uli út af fyrir sig. Veitingahús eru sterkur þáttur í lífi íbúa New York. Þeir borða meira en helming máltíða sinna úr mat, sem eldaður er annars staðar en heima. Þeir fara út að borða oftar en þrisvar í viku að meðaltali og borga meira en 30 dali eða 2.100 krónur í hvert sinn á mann. Þeir halda því betri aga á bransanum heldur en íslendingar, sem vilja gera annað fyrir pening- ana sína en borða fyrir þá. Hástig bandarískrar matreiðslu er á nokkrum stöðum á Manhatt- an, sem eru að skapa bandaríska klassík, leita víðar fanga en í Frans, losa sig undan franskri formfestu, létta yfirbragð og and- rúmsloft, án þess að hvika neitt frá gæðum matreiðslunnar. Þetta er önnur þróun en í Kalifomíu, sem orðin er uppspretta veitingastaða með umbúðir í stað innihalds. Topparnir eru notalegir staðir á borð við Union Square Café, Got- ham Bar & Grill og Grammercy Tavern, sem eru unaðslegri heim að sækja heldur en dýrari drauma- staðir á borð við Lucas Carton, Ta- illevent og Grand Vefour í París. Þess vegna er við hæfi að segja, að Manhattan sé að verða Mekka matargerðarlistar. Bandarískt kaffi er jafn þunnt og vont sem fyrr, en gott espresso fæst á öllum góðum veitingahús- um. Þunnt gervi-espressó úr hnappavél, sem boðið er víðast hvar í Reykjavík, hef ég ekki séð á veitingastöðum á Manhattan. Jónas Kristjánsson f Ó k U S 13. nóvember 1998 FÓKUSMYND: BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.