Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Blaðsíða 28
Megi
mátturínn
vera með
George Lucas
æsir upp lystina
fyrir melra
Stjörnustríð.
George Lucas og hans fólk hefur
gert heyrinkunnugt aö fyrsta
myndin í nýrri þrennu Stjörnu-
stríðssagnabálksins komi í kvik-
myndahús í Bandaríkjunum á vor-
mánuðum en liklega ekki í Evrópu
fyrr en með haustinu.
Fyrsta myndin,
sem ber heitið „The
Phantom Menace"
(gæti útleggst „Ógn-
in óræða“), gerist
um þrjátiu árum
fyrir tíma góðkunn-
ingja okkar, Loga
geimgengils, Hans
ðla og Leiu
prinsessu. Svart-
höfði er þarna ung-
ur Jedi-riddari,
Anakin aö nafni, sem lendir í vond-
um félagsskap og hyggur á óskunda
þrátt fyrir aö vinur hans Obi-Wan
Kenobi reyni að tala um fyrir hon-
um. Mætast því stálin stinn, eða
öllu heldur glóandi geislabrandar í
mynd sem óhætt er að segja að
margir biði ofurspenntir eftir.
Lucas leikstýrir sjáifur þessum
fyrsta hluta og hefur gefið í skyn að
hann muni einnig leikstýra öðrum
og þriðja hluta. í aðalhlutverkum
eru Ewan McGregor (sem Obi-
Wan ungur), Liam Neeson,
Natalie Portman, Terence Stamp
og Pemilla August. Einnig mun
Stjörnustríðsaðdáandinn Samuel
L. Jackson koma fram í myndinni
en verða einna fyrstur til að
hrökkva upp af.
„Kitla“ (teaser) myndarinnar
mun væntanleg í kvikmyndahús
vestanhafs í lok næstu viku og
gætum við átt von á henni hing-
að innan skamms. Hún mun
ganga þannig fyrir sig að í upp-
hafi sjáum við stjömuhaf, síðan
beinist myndin niðrávið og
skyndilega rjúkum við af stað
með ljóshraða. Myndin fer í
svart og þá birtist grænn geisla-
brandur í hönd (líklega) Obi-
Wan. Hinn rauði geisli Svart-
höfða kemur óðar á móti og í
framhaldi af því birtast um tuttugu
geislabrandar hver af öðrum.
Myndin fer síðan aftur í svart og
orðin „Megi mátturinn vera með
þér“ birtast fyrir ofan „Maí 1999“.
Sjöundi áratugurinn ætlar að verða þeim í Hollywood endalaus
brunnur - eins og reyndar fleirum. Það er varla til sá ameríski
sjónvarpsþáttur frá þeim tíma sem ekki hefur ratað upp
á hvíta tjaldið. Nú er komið að þeim bresku:
ríki drottnin
Einhver vinsælasta sjónvarpss-
eria sem Bretar hafa gert var The
Avengers sem sýnd var á sjöunda
áratugnum. Aðalpersónurnar í
henni voru njósnararnir John
Steed og Emma Peel, sem voru
kaldar og djarfar persónur sem
fundu góðan hljómgrunn hjá Bret-
um á sama tíma og Bítlamir voru
að stíga sín fyrstu spor. í hlutverk-
um breska parsins voru Patrick
Macnee og Diana Rigg. John
Steed var enskur séntilmaður með
góðan húmor og góða lyst á
kampavíni. Hann barðist gegn
hinu illa sem oft var í líki þing-
manna, barnfóstra, sveitapresta
eða jafnvel ættingja. Honum til að-
stoðar í þessu heilaga stríði var
Emma Peel, glæsileg stúlka sem
kunni ýmislegt fyrir sér þegar
kom að sjálfsvamarlistinni sem
hún beitti á meðan Peel notaði
kúluhattinn sinn og regnhlífina
sem aðalvopn. Það var ekki aðeins
í breska heimsveldinu sem þættir
þessir náðu miklum vinsældum.
Þeir slógu í gegn í Bandaríkjunum
Sean Connery leikur mjög ríkan og illa
brjálaðan skoskan aöalsmann.
fjórum ámm eftir að þeir hófu
göngu sína í Bretlandi og hafa þeir
ailar götur síðan verið sýndir víða
um heim og era löndin orðið 120
sem hafa sýnt sjónvarpsserí-
una.
Nú þijátíu og fimm árum
síðar hefur verið gerð
kvikmynd sem byggð er
á þessum þáttum og
heitir myndin einfald-
lega The Avengers.
Breyttir tímar og
breytt tækni kalla á
nýjar útfærslur en John
Peel er enn með kúlu-
hattinn og regnhlífina og
Emma Peel er enn klædd
níðþröngu. I hlutverkum
þeirra eru stórstjömumar
Ralph Fiennes og Uma
Thurman og hafa þau fengið
verðugan mótherja, skoskan
aðalsmann, Sir August de
Winter, sem Sean Connery
leikur. Þau em kölluð til
þegar veðurkerfin hætta að
fara eftir duttlungum náttúr-
unnar og fara að hegða
sér undarlega, snjóbylur kem-
ur þegar hlýtt er og hitastigið
fer allan skalann frá miklum
hita niður í mikiö frost á ein-
um sólarhring. Greinilegt er
að einhver er farinn aö geta
ráðið veðurfarinu og allir
veðja á að það sé enginn annar
en Sir August de Winter og
þeir hinir sömu tapa ekki á því
veðmáli. Óhætt er að segja að
Steed og Peel fái verkefni við
hæfi þegar þau fara að kljást
við pilsklædda Skotann sem
áður fyrr þótti með snjallari
mönnum i breska utanríkis-
ráðuneytinu og var aðlaður.
Ralph Rennes leikur herramannsnjósnarann John Steed.
Með honum á myndinni er Uma Thurman í hlutverki Emmu Peel.
Leikstjóri The Avengers er
Jeremiah Chechik, sem kom
fullskapaður fram á sjónarsviðið
þegar hann sendi frá sér sína
aðra kvikmynd, Benny and Joon,
fyrir nokkrum árum þar sem
Johnny Depp fór á kostum.
Chechik hefur þó ekki getað
fylgd henni eftir og er ferill hans
skrykkjóttur. Chechik er
kanadískur, fæddur í Montreal
og var búinn að ávinna sér nafn
sem tískuljósmyndari í fremstu
röð þegar hann sneri sér að því
að gera sjónvarpsauglýsingar
upp úr 1980 með góðum árangri.
Þótti vinna hans vera byltingar-
kennd og urðu nokkrar auglýs-
ingar hans heimsfrægar. Þegar
sjónvarpsstöðin MTV var að
hefja útsendingar var hann feng-
inn til að leikstýra tónlistar-
myndböndum og vann hann með
mörgum þekktum poppgoðum.
1989 leikstýrði hann sinni fyrstu
kvikmynd, National Lampoon’s
Christmas Vacation. Nýjustu
kvikmyndir hans eru Diabolique
með Sharon Stone og Isabelle
Adjani og Tall Tale með Patrlck
Swayze og Scott Glenn.
-HK
J ’HDJí'Jj1
Síðasta handrit meistara
Kurosawa, sem féll frá i september
síðastliðnum 88 ára að aldri, fer í
tökur innan tíðar. Handritið kallast
„Eftir regnið" (Ame Agaru) og fjall-
ar um sérlundaðan samúræja og
sjúka konu hans. Kurosawa hugð-
ist leikstýra myndinni sjálfur áður
en æðri máttarvöld gripu í
taumana. Ekki fylgir sögimni hver
kemur í hans stað en upptökur
hefjast næsta vor og stendur til að
klára verkið fyrir fyrstu ártíð
meistarans. Síðasta mynd
Kurosawa var Madadayo (“Ekki
enn“) frá 1993 og er hún enn ósýnd
hér á landi. Hér með er skorað á að-
standendur næstu kvikmyndahá-
tíðar aö kippa því í liðinn.
Ralph Fiennes er eins klassískur leikari og breskir
leikarar geta orðið.
Fyrst & Dremst
Allt uppeldi Ralph Fiennes í
leiklistinni snýr að klassíkri
leiklist. Og það eru miklir leik-
hæfileikar sem hafa fært honum
frægð í kvikmyndum, því ekki hef-
ur hann sóst eftir því á einn eða
annan hátt. Má því líta á hliðar-
spor hans í The Avengers frekar
sem skemmtun (eða peningatilboð
sem ekki er hægt að neita) en al-
vöm þegar haft er í huga hvaða
hlutverk honum standa til boða og
hann hefur leikið á sviði.
Ralph Fiennes (nú skulum við
aðeins staldra við og kanna nafn
hans, því ef við snúum framburði
þess upp á íslensku þá segjum við
Reif Fæn) fæddist 22. desember
1962 í Suffolk á Englandi og er
hann elstur sex systkina. Faðir
hans er bóndi og ljósmyndari og
móðir hans ferðabókahöfundur.
í fyrstu beindist hugur Fiennes
að myndlist og innritaðist hann í
Chelsea Collage of Art and Design
í London. Ári síðar sótti hann um
skólagöngu í Royal Academy of
Dramatic (RADA) og var þar í þrjú
ár. Var hann sannkallaður stjömu-
nemandi þann tíma sem hann var
í námi og fékk mörg tilboð þegar
því lauk. Lék hann á fáum árum í
mörgum af meistaraverkum leik-
bókmenntanna, má þar nefna
Jónsmessudraum og Þrettánda-
kvöld eftir Shakespeare, og nú-
tímaverkum á borð við Sex persón-
ur í leit að höfundi og Feður og
syni. 1989 var hann ráðinn til
Royal Shakespeare Company, þar
sem hann lék næstu tvö árin í leik-
ritum Shakespeares og nú fór
frægðarsól hans að rísa.
Ralph Fiennes hafði ekki leikið
fyrir framan kvikmyndavél þegar
honum var boðið hlutverk Heat-
hcliffs í Wuthering Heights. Ekki
þótti takast vel til með þessa útgáfu
af klassíkinni og fékk Fiennes mis-
góða dóma. Einn var það þó sem
hreifst af leik hans, Steven Spiel-
Kvikmyndir Ralph Fiennes
Wuthering Heights 1992 j The Baby
oí Macon 1993 j Schindler’s List
1993 j Quiz Show 1994 j Strange
Days 1995 J The English Patient
1996 j Oscar and Lucinda 1997
J The Avengers 1998
berg, sem var að leita að hæfileika-
miklum leikara í næstu kvikmynd
sína, Schindler’s List. Fyrir leik
sinn í Schindler’s List fékk Fienn-
es Golden Globe-verðlaunin og var
tilnefndur til óskarsverðlauna.
Kvikmyndatilboðin komu nú á
færibandi til hans og valdi hann að
leika í kvikmynd Roberts Red-
fords, Quiz Show, þar lék Fiennes
Charles Van Doran, sem hafði
tekið þátt í svindli í spuminga-
þætti. Var myndin byggð á máli
sem frægt hafði orðið um öll
Bandaríkin. Þessar tvær kvik-
myndir lét Ralph Fiennes
nægja í bili og tók aftur til við
sviðsleikinn. Sló hann í gegn
sem Hamlet á Broadway árið
1995 og fékk Tony-verðlaunin sem
besti leikarinn það árið.
Þegar flestir vom búnir að sætta
sig við það að Ralph Fiennes yrði
alltaf sviðsleikari kom The Eng-
lish Patient eins og þramuský og
ýtti heldur betur undir kyntáluisí-
myndina og með þeirri mynd fór
hann í „tíu milljón dollara á kvik-
mynd“ launaflokkinn og þá er
stundum erfitt að segja nei þegar
slíkar fjárhæðir era í boði. Fienn-
es hefur þó sagt að hann muni
aldrei segja skilið við leiksviðið og
tók að sér að leika á þessu ári í
Ivanov eftir Anton Tsjekhov og
þáði laun sem aöeins era brotabrot
af því sem hann fengi fyrir að
leika í kvikmynd. Frcim undan er
aðalhlutverk í kvikmyndaútgáfu af
Eugene Onegin og rödd hans má
heyra í teiknimyndinni The Prince
of Egypt, sem frumsýnd verður um
jólin.
Ekki fer mikið fyrir Ralph
Fiennes í einkalífinu, aðeins tvær
konur er hægt að kenna við hann,
fyrrum eiginkonu hans, Alex
Kingston, og núverandi sambýlis-
konu hans, leikkonuna Francesca
Annis, sem er fimmtán áram eldri
en hann. -HK
28
f Ó k U S 13. nóvember 1998