Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Blaðsíða 30
 1 g i k h ú s Þjóöleikhúsia frumsýnir Tvo tvöfalda á Stóra sviöinu kl. 20 I kvöld. Síöast þegar fréttist voru nokkur sæti laus á þá sýningu en annaö kvöld eru örfá sæti laus. Þetta er farsi sem skartar Emi Árnasyni, Hilml Snæ og Eddu Helörúnu í aðalhlutverkum. Þingmaður I kvennaklandri er yfirskrift sýningarinnar og fjallar þetta um kvensaman þingmann (Örn) og dyggan aðstoðarmann (Hilmir) hans sem reynir að leysa hvert ruglið á fætur öðru en það tekst ekki beturtil en svo að heilt hótel er á barmi taugaáfalls. Því er lofað að þetta sé farsi af bestu gerð. Með öllum þeim misskiin- ingi og rugli sem slíkri leikritun fylgir. Þjóðleik- húsið hefur áður sýnt verk eftir höfund verks- ins, Ray Coonay. Það muna kannski einhverj- ir eftir Með vtfið t lúkunum og Sex t sama rúmi? Stminn t leikhúsinu þínu, skattgreiðandi góður, er 551-1200 ef þú vilt panta miða á herlegheitin. I kvöld mun listafélag Verzló (með setu) frum- sýna hið árlega leikrit sem sett er upp t hátíð- arsal skólans. Þetta árið varö Sköllótta söng- konan fyrir valinu í þýðingu Bjarna Benedlkts- sonar. Miðaverð aðeins 500 kr. og verður verkið líka sýnt annað kvöld. Stminn hjá nem- endafélagi Vl er 568-8488. Á sunnudaginn, og aðeins á sunnudaginn kl. 20.30, sýnir Iðnó Beðló eftlr Beckett. En sýn- ingin samanstendur af þremur einþáttum. Þetta er allt saman mjög sérstakt, t leikstjórn Þorstelns Joö og hægt aö lesa nánar um allt saman i viötali við Maríu Elilngsen (hún leikur t þessu) annars staðar t blaðinu. Stminn t Iðnó er 530-3030. Hafnarfjaröarlelkhúslð Hermóöur og Háðvör. Vírus, nýtt íslenskt leikrit, er sýnt t kvöld kl. 20, uppselt. En verkið er víst sprenghlægilegt, enda eftir Hugleiksþrtburana. Það lítur þvt allt út fyrir að þessi tölvuskopleikur verði þeim t Firðinum til sóma. Stminn er 555-0553 fyrir þá sem vilja nánari upplýsingar og kannski panta sér miða á sýningarnar sem eru laugar- daginn 21,11 og sunnudaginn 22,11. lönó heldur áfram að sýna Brecht kabarett. Næsta sýning er á sunnudaginn kl. 17 og á fimmtudag kl. 20.30. Sími 530-3030. Nemendalelkhúslö I Lindarbæ. Stjörnubekkur- inn (Rúnar úr Grease, Nanna úr Sporlaust og Stefán úr Þjóni t súpunni) heldur áfram að sýna Ivanov. Þessi bekkur leggst vel t leikhús- gesti því það er uppselt á Ivanov á sunnudag og þvt um aö gera að panta miða á sýninguna á miövikudaginn t stma 552-1971. Lelkfélag Reykjavíkur, Stóra sviðiö kl. 20. Mávahlátur á laugardag, gul kort, hvað sem það þýðir og á sunnudag eru svo græn kort. Þessi sýning er sérstaklega forvitnileg fyrir að- dáendur Kristínar Marju Baldursdóttur sem skrifaði bæði skáldsöguna, sem kom út fyrir fáeinum árum, og leikritiö sem um ræöir. Strrv inn er 568-8000 fyrir þá sem vilja panta miða eða kort, sé út t það farið. Tjarnabíó, kl. 21. Hrollvekjuleikritið Svart- klædda konan er sýnd annaö kvöld. Á þessu verki rtsa hár og maður næstum þvt öskrar úr hræðslu. Miðasalan er opin t tvo daga fyrir sýningu frá 17-20 en allan sólarhringinn ! stma 561-0280. Leikfélag Reykjavíkur. Ofanljós á Litla sviöinu kl. 20 annað kvöld. Þetta er algiört drama. Miðaldra kauöi veröur ástfanginn af yngri konu og svo framvegis. Síminn er 568-8000 fyrir þá sem vilja panta miöa. -* „Við erum allir meira og minna undan hörðum kommúngslumcc „Diskurinn kom út fyrir viku og um svipað leyti gaf gítarleikari hljómsveitarinnar, Einar Krist- ján Einarsson, út sólódisk," seg- ir Jón Skuggi á æfingu í komm- únistahúsnæðinu MÍR á Vatns- stíg. Verður Einar þá með sóló á tón- leikunum? „Við vorum að tala um að hann spilaði i anddyrinu,“ útskýrir Guðni Franzson klarínettuleik- ari. „En af hverju spilarðu bara ekki uppi á sviðinu?" spyr hann og lítur á félaga Einar. Einar missir andlitið og er nærri þvi að kaupa ruglið i Guðna en gleymir því þegar hinir fara að hlæja. Spumingin um sól- óinn deyr en áhorfendur mega þó gera ráð fyrir þvi að hann verði í það minnsta á sviðinu. Bókaútgáfan Mál og menning (útgáfustjórinn er gamall Trot- skíisti aö eigin sögn) gefur ykkur út, hvaö kemur til? „Besti díllinn," segir Jón Skuggi og glottir. „Nei, nei,“ segir Kjartan Guðnason trommari. „Já, þeir tóku okkur bara upp á sína arma,“ útskýrir Jón Skuggi vegna mótmæla Kjartans. Guðni Franzson segir þá að það hafi verið eftir tónleika sem Rús- síbanarnir héldu. En hljómsveitin fór af stað sem áhugamál og hefur vægast sagt undið upp á sig. Þió œfiö í gamla kommabœlinu MÍR? Einar gítarleikari svarar: „Já, þegar kommúnisminn féll þá feng- um við afnot af þessu húsnæði.“ „Við erum allir meira og minna undan hörðum kommúnistum," fullyrðir Guðni. „Þú getur talað fyrir sjálfan þig,“ segir Einar gítarleikari og ekki er laust við að hann vilji ekki láta bendla sig um of við gamla Sovét. Kjartan trommari segir þá frá því að þeir hafi einmitt byrjað að æfa í MÍR. Fyrsta æfmgin var haldin í einmitt þessu húsnæði, með Lenin og öllu tilheyrandi, fyrir tæpum þremur árum. Þá voru þeir að æfa fyrir eitthvert skólaball. Nú æfa þeir fyrir stór- konsert í íslensku óperunni. Hvernig tónleikar veröa þetta? Guðni: „Við munum spila allt af nýju plötunni og eitthvað af gömlu með.“ „Við spilum í örugglega einn og hálfan tíma,“ segir Jón Skuggi og er þungt hugsi. „Þetta fer annars bara eftir stemningimni," segir Guðni. Hvernig tónlist spila Rússíban- arnir? Kjartan trommari fullyrðir að um þjóðlagatónlist sé að ræða. Einar gítarleikari harðneitar því og segir: „Þetta er heims gyð- inga sömbu balkanskaga klassík sem við spilum.“ „Og svona austantjaldsmúsík," segir Guðni. „En við eigum mjög erfitt með að segja hvað þetta er vegna þess að við komum úr svo ólíkum áttum.“ Kjartan: „Við spilum líka finnska tónlist." Harmonikuleikarinn Tatu Kantomaa er einmitt fmnskur og hefur auðvitað sín áhrif á tónlist- arstefnu hljómsveitarinnar. En Tatu talar reiprennandi íslensku og var að taka flugpróf sem hann náði. Einar gítcirleikari fullyrðir að af þeim sem tóku prófið hafi hann verið eini maðurinn sem vissi hvar Kópasker er. „Við erum annars ofiisjalt bún- ir að reka trommarann," segir Guðni þegar Kjartan trommuleik- ari heyrir ekki. „Hann náði ekki nógu góðum takti og var rekinn út í nám,“ bætir Einar við og skellihlær. Félagamir taka undir og Guðni segir að gítarleikarinn sé fluttur til Skotlands og Tatu muni að öllu líkindum fljúga frá þeim á næst- unni. „Svona, svona,“ segir Einar al- varlegur. „Vertu nú ekki að segja að hljómsveitin sé að leysast upp.“ Guðni: „Jú. Þá fer hver að verða síðastur til að sjá bandið á tónleikum." Það er því ekki seinna vænna en að drífa sig upp í Mál og menn- ingu eða Óperuna og fjárfesta í ei- lífðinni. Og svo er málið að horfa á Stutt í sprrna í kvöld því þar sprella hinir eldrauðu Rússíban- ar. -MT Guðnl Franzson (klarfnetta), Einar Krist- ján Einarsson (gítar), Kjartan Guðnason (trommur), Jón Skuggi (kontrabassi), Tatu Kantomaa (harmóníka) og félagí Lenin vakir yfir Rússíbönunum sínum. Rússíbaninn heidur tón- ieika (íslensku óperunni annað kvöld klukkan 20.30. Haligrfmur Heiga- son hitar upp með rappi og einhverjir ieynigestir mæta á svæðið. Þetta er allt f tílefni útkomu Eld- dansíns en það er annar diskur Rússfbanans. Sá fýrrf var algjört „hitt“ og seldist f yfir IJögur þús- und eintökum. Enda er Rússíbanínn skipaður mönnum sem eni lang- fremstir á meðal jafn- ingja hvað hijóðfæralefk og kommúnista varðar. hverjir voru hvar Laugardagskvöldið á Vegamótum var með besta móti. Jól franski þeytti sktfum og fullt af fólki hlýddi á og fékk sér vökva á barn- um. Björk leit þarna inn ásamt Steinunni Ólínu og einnig mátti sjá í Vlggó Örn Jóns- son auglýsingamann og Agnar Tr. Le’macks útlitshönnuð. Bene-: dikt Erlingsson leikari var þarna og svo i glitti i Gísla Martein Baldursson sjónvarps-1 fréttamann. Hin pólitíska Áslaug Hulda Jónsdóttir sat þarna lika t góðra vina hópi : og miklu stuöi sem og Bang Gang gæinn i Barði. BJarni hellisbúi lét sjá sig á staðnum | kvöldiö áöur og Itka Elma Lísa og einhverjir 1 fleiri en þá hélt Herb Legowlz uppi notalegri og góðri stemningu fram á nótt. Á Sóloni Islandusi var mikið af góöu fólki og mátti meðal annars sjá þar Rúnar Frey Gísla- son og Selmu Björnsdóttur, Ingva Hrafn Ósk- arsson, formann Heimdallar, lögfræðinginn Blrgl TJörva ásamt stúlkunni sinni, Erlu Krist- ínu, og Elnar Örn Ólafsson, efnahagsráðunaut lýðveldisins. Þarna var líka helsti talsmaður fíkniefnalögleiöingar á tslandi, Gunnlaugur Jónsson sem og vinstrivinirnir Dagur B. Egg- ertsson, rithöfundur og læknanemi, og Úifar frétta- haukur. Þarna sat Itka hún Dalla Ólafsdóttlr stjórnmála- fræðinemi og spjallaði viö BJörgvln Guðmundsson, hag- fræðinema og SUS-ara. Einnig sást i Stefán Pálsson alþýöu- bandalagsmann með meiru og fyrrverandi insþectora MR, Magnús Gelr Þórðarson og Nesvininn Sveln Guðmarsson guðfræðinema. Róbert Spano heiðraði gesti staðarins með viðkomu sinni sem og Nanna Kristín Jóhannesdóttir óperusöngnemi. Þá sást til Flosa Elrtkssonar og Hrannars vinar hans. Eftir leik Njarðvíkur og KFI mættu allir leikmenn liðanna á Skuggabarinn og ekki var hægt að sjá annað en þeir væru bestu vinir utan vallar. Á Skugganum sáust einnig fyrirsæturnar Nanna Guðbergs og Llnda GK sem var umkringd af herramönnum sem vildu kynnast henni betur, Elín Reynis, Elnar Páll xValsmaður og Arnór Guðjóns i góðra vina hópi. Þarna var Itka Guð- leifur, markaverjari United? með auma öxl, Ein- ar Þór KR, Þorstelnn (Dúddi Ballerína) og Bes- In. Baldur í Gus Gus var t hörkuviðræðum við crewiö t þáttunum E! Entertainment sem hafði ekki undan að mynda fallegar íslenskar konur. Ingibjörg, innkauþastýra Hagkauþs, mætti með fullt af vinkonum og Helgl Slg sem er nýjasta fótboltahetja landsins skemmti sér konunglega. Sverrlr t Gæðamiðlun stoppaði stutt við en Pétur Ottesen, Óttar Proppé og Skjöldur með nýjan hatt dvöldu lengur. Beggi og hinir i Sól- dögg héldu áfram að fagna útkomu nýja disksins og Jói xKaffi Thomsen ásamt Eric frá Vegamótum og Birnl Jörundi nýdanska hituöu upp fyrir Kúbuferð. Daginn eftir mættu llðsmenn Rögnunnar galvaskir á Skuggann meö Slgurð Kára Krlstjánsson, nýkjörinn forseta félagsins, i broddi fylkingar. Þarna voru Itka þau Simbi kllppari, Slgurstelnn Másson, Svavar Örn og FM957 fólkið Svall og Magga V. nýkom- in úr vel heppnuðu matarboði. Dennl, fréttamaður á Stöð 2, var t hörkusamræö- um við Ingva Stein Kaffibrennslumann um opnunarttma skemmtistaða og BJörk mætti ! Rauðhettu átfitti og tók flott spor á dansgólfinu. Bjössl Stef ásamt sinni gullfallegu frú var á kantinum og þarna mátti líka sjá Krissu Hard Rock gellu og Helgu úr Grillhúsinu en þær létu fara vel um sig t nýja Arnarsetrinu á Skuggabarnum. Gus Gus maðurinn Maggi var á Kaffibarnum á föstudagskvöldið og þar mátti lika sjá Helga Bjöms, Hllml Snæ og Sóleyju á Skratz. Á laugardaginn var hrikaleg stemn- ing á Astró þegar Davld Adelson tók púlsinn á staðnum ásamt þáttar- gerðafólki frá þessari bandartsku sjónvarpsstöð sem gerði Itka allt vitlaust á Skuggabar. BJössl Stephensen, fyrrum herra Skandinavta, spjallaði við þetta lið ásamt frúnni sinni. Arna P, Arngunnur ogDíanpa Dúa mega- gellur voru þarna á svæðinu og Itka þær Eydís Hllmars og dömurnar t Sautján á Laugavegi. Halla Gullsól lét sig ekki vanta og ekki heldur þær Helga Sæunn No Name skvtsa og Kristín Johansen. Vinkonurnar Drífa og Blrna mættu svo og Olga hárgreiðslupía og Nanna Guðbergs fyrirsæta. Jóhann Ingi iþrótta- sálfræðingur var þarna og tók út mannskapinn sem og Alll í Sktfunni. Gísll barón, Gumml Gísla á B&L og Gummi Gísla, alnafni hans og um- boðsmaður Skttamórals, mættu ásamt félög- um stnum. Addl og Elnar t Móralnum leituðu aö silíkoni t privatinu og BJarkl á Hard Rock var þarna líka. Atli Oratorsforingi, Óskar Mágusar- formaður og fleiri háskólatöffarar plottuðu úti t horni á prívati. 30 f Ó k U S 13. nóvember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.