Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Blaðsíða 17
I Gerður Þriðja bók Gerðar Kristnýjar (fædd 1970) heitir „Eitruð epli“ og er smásagnasafn. Áður hefur hún sent frá sér Ijóðabók og skáldsögu. Eitruð epli skiptast í þrjá hluta, það sem höfundur vill kalla „venjulegar sögur“, „sögur af saumaklúbbi" og „hryllingssögur". Mikael Torfason (fæddur 1974) vakti mikla athygli í fyrra fyrir fyrstu skáld- sögu sína, „Falskur fugl“. Nú sendir hann frá sér aðra skáldsögu, „Saga af stúlku", sem fjallar um Auði Ógn, barnapíu höfundar, sem hann kryfur í kjölinn eftir að hann kemst að því að hún er ekki öll þar sem hún er séð. ; ::. I Sindri Freysson (fæddur 1970) hlaut bókmenntaverð- laun Halldórs Laxness í ár fyrir skáldsöguna „Augun í bænurn". Þar fléttast saman ástar- og glæpasaga þar sem forboðin ást er í brennideplinum. Sindri hefur áður sent frá sér smásagnasafn og Ijóðabók. Guðrún Besta bók Islandssögunnar er vonandi ÍMikael.......... „Flestir höfundar af yngri kynslóðinni eru ekki frábrugðnir fyrri kynslóðum. Þetta er það sama. Fyrir utan að þegar ekki er um períótu að ræða þá koma fyrir orð eins og tölva, smokkur og gen og eitthvað í þeim dúrnum. En það eru að sjálfsögðu undantekningar á þessu og einstaka maður hefur eitthvað að segja en það er í rauninni fáránlegt fyrir mig að meta þetta og fræðingarnir mega eiga þessar pælingar." % ennþit-óskrifuð! ður Auður Jónsdóttir (fædd 1973) sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu á næstu dögum. Bókin heitir „Stjórnlaus lukka" og fjallar um mæðgur, búsettar á Vestfjörðum. Mamman er bóhem af 68-kynslóðinni og dóttirin 18 ára fiskvinnslukona. Stelpan er svolítið að stúdera fólkið í kringum sig og velta fyrir sér lífshlaupi þess. „Þetta er heimskuleg spurning (og þá svarið) nema að svarið geti rúmast á nokkrum síðum. Þetta er nefnilega flókið og skrýtið mál. Ég hef enn ekki séð nein rök, önnur en kreddufull náttúrufegurðarsjónarmið, gegn virkjunum á hálendinu. Hvað umhverfissjónarmiðin varðar þá færi það eftir því hver rök and- stæðinganna væru. Ég er annars jafn mikið á móti því að há- lendið verði þéttbyggt og ég er á móti Vesturbænum. Ég þoli ekki þessi hrokafullu kvikindi sem keyra á bfinum sínum niður á Austurvöll til að mótmæla einhverju með rökum sem þau tíma ekki að segja okkur frá af neinu viti. Ef fólk er á móti virkjunum á hálendinu, fyrir alvöru, þá á það að vera á móti Breiðholtinu, álverinu, fiskvinnslunum og krefjast þess að þetta verði allt saman rifið. Annað er bara hálfkák og sjálfsblekking.“ „Brennu-Njálssaga er besta bók íslandssögunnar þrátt fyrir að hún sé meingölluð. Hún er þá gölluð samkvæmt ein- hverju lesendasjónarmiði sem ég hef sem lesandi á síðustu dögum tuttugustu aldar. Þá kemur á móti að uppbygging sögunnar, hvað Gunnar, Njál og svo Kára varðar, er virkilega flott og útspekúleruð." „Það eru engar smá spurningar! Er það ekki bara Biblían eða gildir þýðing ekki?“ .Peninga í vasann minn, vonandi, og þá bækur frá mér. Ég get ekki svarað fyrir aðra höfunda vegna þess að ef ég væri sáttur við það sem meginhluti þeirra skrifar þá væri ég ekki að skrifa." -9 | eri 1 ;ki J Guðrún Eva Mínervudóttir (fædd 1976) er yngsta ungskáld- ið í ár. Smásagnasafn hennar heitir „Á meðan hann horfir á þig ertu María mey“. Þær sögur sem eru á annað borð í safninu gerast í Reykjavík og eru hversdagslegar á yfirborðinu. Undir niðri kraumar þó húmor og enn dýpra er tregafull undiralda, sem sumir hafa kallað erótík, aðrir ofbeldi og enn öðrum finnst Ijúfsár lesning. „Eg las viðtal við Guðberg um daginn þar sem hann sagðist ekki vera rithöfundur heldur skáldsagnahöfundur þar sem hann hefði aldrei stuðst við neitt nema sitt eigið ímyndunar- afl. En að hans mati styðst rithöfundur við heimildir og/eða skrifar fyrir eða undir tilskipun frá einhverju félagi eða flokki. Mér fannst þetta skemmtileg pæling hjá honum og veit bara að hingað til hef ég ekki skrifað fyrir neinn nema sjálfan mig og ekki notað neinar heimildir, nema þá þær sem eru í kollinum á mér.“ „Nei, ekki frekar en ég skrifi í skugga Jónasar Hallgrímsson- ar. Laxness hefur enga merkingu fyrir mér nema nokkrar ágætis bækur sem ég hef lesið en á ekki einu sinni, ég tók þær á bókasafninu. Svo man ég eftir þessari mynd sem minnir á morðið á Kennedy. Þetta er þegar Laxinn kemur heim á einhverju skipi og heldur ræðu fyrir fólkið sem er mætt til að hylla hann af því hann fékk nóbelinn." „Eru þau merkileg? Jú, þau eru kannski það flottasta fyrir þennan venjulega bókmenntaimba sem er að skrifa bækur á íslensku. Fyrir mig prívat og persónulega þá get ég ekki ósk- að mér meir en rými til að skrifa í friði.“ I „Hrokafullum íslenskufræðingum og þá auðvitað sumum þessum hrokafullu rithöfundum. Það er þetta fólk sem mun ef fólk fer að taka mark á þeim, eyðileggja íslenskuna sem lifandi mál.“ n i „Einskis. Þess sem ég sakna er ég auðvitað sjálfur að skrifa og gefa út. Annað er mér skítsama um. Ég les hvort eð er lít- ið af samtímabókmenntum og sýnist við hafa sitt lítið af hverju frá fyrri öldum, hvorki of mikið né of lítið af því sem við þurfum.“ 13. nóvember 1998 f Ó k U S FÓKUSMYND: TEITUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.