Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 Fréttir Fyrrum starfsmaður hjá Mónu var ákærður fyrir fjárdrátt 1 sölumannsstarfi: Stórsælgætisþjófnaö- ur talinn ósannaður - dómurinn segir kaldhæönislegt aö ítrekað hiröuleysi nýttist ákærða Þrítugur karlmaður, fyrrum sölu- maður hjá Mónu, var í gær sýknaður af ákæru um að hafa tekið sælgæti af lager fyrirtækisins upp á á aðra millj- ón króna á smásöluverði og ráðstafað í eigin þágu. í dómsniðurstöðum Héraðsdóms Reykjaness segir m.a. að það kunni að teljast kaldhæðnislegt að ítrekuö van- ræksla og hirðuleysi ákærða styðji neitanir hans um að eiga sök á þeim íjárdrætti sem honum var gefmn að sök. Við ákvörðun um sýknu var einnig tekið mið af því að ekki er hægt að sýna fram á nákvæma birgðastöðu Mónu hverju sinni - og þar með hvort ákærði hefði í tiltekn- um tilvikum dregiö sér og nýtt sér vörur af sælgætislagemum. Sölumaðurinn hóf störf hjá Mónu í febrúar 1996. Hann afgreiddi sjálfur vörur út af sælgætislagemum og kom þeim fyrir i biffeið sinni án eftirlits eða skráningar annarra starfsmanna íyrirtækisins. Hann ók síðan á milli verslana og bauð ffam vörur gegn staðgreiðslu. Umboðs- og birgðaversl- unin Gripið og greitt var meðal þeirra viðskiptavina sem ákærði þjónustaði. Meginefhi ákænmnar gekk út á að sölumaðurinn hefði útbúið 18 reikn- inga á Gripið og greitt án þess að af- henda fyrirtækinu vörumar. Hann hefði ráðstafaö þeim í eigin þágu og einnig tekið við 3 prósenta sölulaun- um frá Mónu - samtals að andvirði 754 þúsund krónur, sem er án vöm- gjalds, virðisaukaskatts og að sjálf- sögðu smásöluálagningar. Að morgni 27. ágúst 1997 hafði starfsmaður í vörumóttöku Gripið og greitt samband við Mónu og kvartaði yfir vömþurrð ffá sælgætisgerðinni. Enginn hefði komið ffá Mónu frá 18. Alvarlegt slys 13 ára drengur liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavikur eftir að hann varð fyrir bfl á Gullinbrú í Grafarvogi síðdegis í gær. Drengurinn hlaut alvarlega höfuðáverka og innvortis blæðingar samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu. Honum er haldið sofandi i öndunarvél. DV-mynd E.ÓI. júlí. Móna upplýsti að sölumaður hefði fyllt 6 sinnum á lager Gripið og greitt á þessu tímabili og sýndi m.a. fram á fjóra reikninga sem sýndu móttöku ákveðins „Bj“. Síðan kom á daginn að starfsmaðurinn „Bj“ hafði verið í sumarfríi á tímabilinu og full- yrti hann að hann hefði ekki ritað nafn sitt á reikningana. Þegar málið var kært til lögreglu bar sölumaðurinn af sér allar sakir. Hann hefði hvorki falsað undirskriftir annarra né dregið sér vörur. Lögreglu- rannsókn leiddi í ljós að ekki væri hægt að sýna fram á nákvæma birgða- stöðu hjá Mónu hverju sinni þannig að þá vandaðist málið gagnvart sönnun- arfærslu á sakbominginn. Fram kom í málinu að umræddur sölumaður var DV, Sviþjóð: Forseti tslands, Ólafur Ragnar Grimsson, opnaði bókasýningu í bókaversluninni Hedengrens í Stokkhólmi á öðrum degi opinberr- ar heimsóknar sinnar til Svíþjóðar í gær. Á bókasýningunni voru kynntar kærulaus í starfi og gleymdi hreinlega að afhenda reikninga hjá Mónu þannig að þeir voru ekki bakfærðir í bókhald fyrirtækisins. Niðurstaða lögreglurannsóknarinn- ar var eirrnig á þá leið að „nær ókleift væri að sanna hver ritað hefði upp- hafsstafina „Bj“. Þess vegna hefði rit- handarrannsókn ekki farið fram. „Samkvæmt þessu og eindreginni neitun ákærða er ósannað að hann hafi falsað upphafsstafi á nefhda reikninga," segir m.a. í niðurstöðu Jónasar Jóhannssonar héraðsdómara. Þar segir ennffemur orðrétt: „Sá ljóður er á rannsókn málsins að sjálfstæð og óhlutdræg könmm fór ekki fram af hálfu lögreglu á bókhaldi Mónu annars vegar og bókhaldi BGG íslenskar bókmenntir og bókagerð. Karl Gústaf Svíakonungur sýndi íslensku bókunum mikinn áhuga og skoðaði þær vel. Ólafur Ragnar gaf Karli Gústaf geisladisk með ís- lendingasögunum og þótti konungnum merkilegt að þær kæmust fyrir á einum geisladiski. Gærdagurinn var annars að mestu hins vegar í því skyni að staðreyna hvort útprentanir úr viðskiptamanna- bókhaldi Mónu og innkaupalistum BGG gæfú sömu mynd af málinu og aðsend kærugögn frá Mónu bentu til.“ Dómurinn tók einnig mið af því að ekki hefðu fundist aðrir kaupendur af ætluðu stolnu sælgæti. Ákæruvaldið hefði heldur ekki sýnt fram á að ákærði hefði auðgast á meintu athæfi. Þannig hefðu bankareikningar hans ekki verið kannaðir. Að þessu virtu var sakbomingur- inn sýknaður og 754 þúsunda króna bótakröfu Mónu var vísað frá dómi. 75 þúsund króna málsvamalaun Loga Egilssonar, skipuðum verjanda ákærða, skulu greiðast úr rikissjóði. -Ótt helgaður vísindum og viðskiptum og heimsótti ÓMur Ragnar m.a. lyfjafyrirtækið Astra og símafyrir- tækið Ericsson. Ólafur Ragnar hélt sænsku kon- ungshjónunum veislu á Hotel Hasselbacken í gærkvöld. í dag mun forsetinn heimsækja Lund og Málmey. -GTK/RR Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gaf Karli Gústaf Svíakonungi geisladisk með íslendingasögunum á mikilli bókasýningu sem forsetinn opnaði í Stokkhólmi í gær. Með þeim á myndinni er Anna Einarsdóttir, verslunarstjóri Máls og menningar. DV-mynd Guðlaugur Tryggvi Opinber heimsókn forseta íslands í Svíþjóö: Ólafur Ragnar opnaði bókasýningu Magnús hættir Magnús Einarsson, yfirlögreglu- þjónn í Kópavogi, er að hætta störf- um hjá embættinu um áramót. Staða hans hefur verið auglýst til umsóknar. Magnús, sem verður 62 ára í upphafi næsta árs, er að hætta fyrir aldurs sakir. „Ég hefði getað hætt fyrr miðað við 95 ára regluna (aldur að viðbætt- um starfsaldri) en mér hefur bara líkað svo vel hérna í Kópavogin- um,“ sagði Magnús sem kveðst ætla að „byrja á aö taka sér frí“ þegar hann hættir um áramótin. „Síðan ætla ég að eyða einhveiju af tima mínum í Grímsnesi þar sem ég er búinn að kaupa mér land og sumar- bústað. Ætli maður reyni ekki að rækta landið eitthvað upp og svo sér maður bara til. Það getur bara vel verið að einhvern tímann komi ég aftur til einhverra lögreglustarfa tímabundið." Magnús tók sérstaklega fram að þó svo að miklar breytingar hafi átt sér stað innan lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu undanfarið væru starfslok hans á engan hátt tengd neinu slíku. „Þetta er bara ákvörðun sem ég var búinn að taka fyrir löngu,“ sagði Magnús. -Ótt KÓPWOGi LUMAÐURi Magnús Einarsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi. DV-mynd E. Ól. Stuttar fréttir i>v Tvöföld skilaboö Gmmar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræöi, segir um- mæli forseta íslands erlendis varð- andi alþjóðamál bjóða heim hætt- unni á að ísland sendi fr á sér tvöfóld skilaboö þar sem útlendingum kunni ekki alltaf að vera ljóst valda- leysi forsetaembættisins. Á ekki að tjá sig Forsetakosningamar 1996 snerast ekki um þjóðmál. Þess vegna stand- ast rök forsetans ekki um að hann sé lýðræðislega kjörinn og því eðlilegt að hann taki þátt i þjóðmálaum- ræðu, segir Jón Steinar Gunnlaugs- son hæstaréttarlögmaður við Vísi. Misskilningur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, sagði í við- tali við RÚV að blaðamaður Svenska Dagbladet hefði misskilið sig. Hann hefði ekki talað um afstöðu Þýskalands og Bandaríkjanna til Nato við manninn heldur um ákvörðun íslendinga að viðurkenna sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna fyrir sjö árum. Barn með eyðnismit íslenskt bam á leikskólaaldri hefur verið greint með HTV-veiruna. í ffétt- um Sjónvarpsins kom ffarn að þetta sé í fýrsta sinn sem bam greinist með eyðniveirana hér á landi. Bamið mun hafa smitast í móðurkviði. Mismunun Formaður verkakvennafélagsins Framtíðarinnar segir aö starfs- mönnum Búnaðarbankans hafi ver- ið mismunað í hlutafjárútboði bank- ans. Tveir félagsmenn í Framtíðinni vildu kaupa hlutabréf en var neitað þar sem þeir era ekki aðilar að samningi bankans og starfsmanna- félagsins. Sjónvarpið greindi frá. 300 milljóna hækkun Fasteignamat íbúðarhúsnæðis mun jafnaðarlega hækka um 5% frá 1. desember og fasteignamat at- vinnuhúsnæðis mn 7,5% samkvæmt heimOdum Viðskiptablaösins. Þessi hækkun mun skda sveitarfélögun- um um 300 mOljóna króna aukatekj- um af fasteignagjöldum. Vill skoða málið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir sjáifsagt að athuga hvort aðstoða eigi hjón að Miklubraut 13 við að flytja. Landlæknir hefur mælst tO þess við borgaryfirvöld að þau forði hjónun- um frá hávaðamengun sem þau hafa búið við um árabO. Eldabuskum sagt upp Starfsfólki mötuneytis og kaffi- stofu embættis lögreglustjórans í Reykjavík, 10-12 að tölu, hefúr verið sagt upp vegna fyrirhugaðs útboðs á þjónustunni. Dagur greindi frá. FBA á Veröbréfaþing Hlutabréf í Fjárfestingarbanka at- vinnulifsins veröa skráð á aðaOista Verðbréfaþings íslands á morgun, fóstudag. Síðasti greiðsludagur bréfa i nýafstöðnu útboði er 4. desember. Gjaldeyrir á Netinu Fyrirtæki i viðskiptum við Fjár- festingarbanka atvinnulifsins geta frá og með mánudeginum átt við- skipti með gjaldeyri á Netinu um heimasíðu bankans. Því er lofað aö Netviðskiptin verði ódýrari en hefð- bundin gjaldeyrisviðskipti. Sveitarfélög í mínus HaOi sveitarfélaga var um 3,5 millj- arðar króna á síðasta ári sem er verra en næstu tvö árin á undan og meiri haOi en Þjóðhagsstofhun hafði spáð. Steingrímur efstur Ævisaga Stein- grims Hermanns- sonar eftir Dag B. Eggertsson er sölu- hæsta bókin á ný- hafinni jólabóka- vertíð í bókabúða- keðju dagblaösins Dags. í öðra sæti er ævisaga Þor- valdar Guömundssonar í SOd og fisk eftir Gylfa Gröndal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.