Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 Fréttir Norðurland vestra: Prófkjör fram undan hjá sam- fylkingunni DV, Akureyri: Eftir taisverö fundarhöld aö und- aníomu viröist sem samfylkingar- sinnar á Norðurlandi vestra hafi komist að þeirri niðurstööu að efnt verði til prófkjörs varðandi einhver efstu sæti á lista framboðsins við kosningamar í vor. í upphaflegum viðræðum vora fleiri hugmyndir viðraðar eins og t.d. þær að „handraða" á listann, og vit- að var að einhverjir innan Alþýðu- bandalagsins vildu fara þá leið, og krefjast um leið 1. sætisins þar sem Alþýðubandalagið fékk umtalsvert meira fylgi í síðustu kosningnum en Alþýðuflokkur, og eina þingmanninn sem samfylkingarsinnar hafa. Þar sem Ragnar Arnalds hættir þingmennsku I vor hefði sá „kanditat" öragglega orðið Anna Kristín Gunnarsdóttir frá Sauðár- króki en hún hefur þegar lýst yfir áhuga sínum á að skipa eitt af efstu sætum listans, sem og Signý Jóhann- esdóttir á Siglufirði sem einnig er Al- þýðubandalagskona. Af krata hálfu hefur Kristján Möll- er á Siglufirði lýst sig reiðubúinn í prófkjör og einnig Jón Sæmundur Sigurjónsson í heilbrigðisráðuneyt- inu og fyrrverandi þingmaður krata í kjördæminu. Þá er Steindór Har- aldsson á Skagaströnd að velta fyrir sér að fara i prófkjörið. Steindór segir að nær öraggt sé að prófkjörsleiðin verði farin. „Það er ekki formlega frágengið en stefnir allt I að svo verði. í viðræðum okkar hafa ekki verið nein átök og við ætl- um að landa þessu farsællega" segir Steindór. -gk. Unnið af fullum krafti að framboðum tveggja formannsefna Frjálslynda flokksms: Fullkomin óeining milli fylkinganna - að lokum verð ég sigurvegarinn, fullyrðir Sverrir - ekki í leðjuslag, segir Bárður „Það er nú enginn vafi á því, aö lokum verð ég sigurvegarinn. Ella væri þessu lokið,“ sagði Sverrir Hermannsson, formannsefni í Fijálslynda flokknum, í samtali við DV. Sverrir sagði að yfir sig rigndi tilkynningum um þátttöku á stofn- fundi flokksins á laugardaginn. Unnið er af fúllum krafti að fram- boðum tveggja formannsefna hins nýja Frjálslynda flokks sem stofnað- ur verður á laugardaginn í Rúg- brauðsgerðinni við Borgartún. Á skrifstofu Samtaka um þjóðareign era Bárður Halldórsson og félagar að störfum, en vestur á Einimel, heimili Sverris Hermannssonar, vinna hann og kunningjar hans að kjöri hans til formanns. Fullkomin óeining ríkir milli fylkinganna, jafnvel er engin sátt um hver feng- inn verður sem fundarstjóri á stofn- fundinum. Rætt hefur verið um hlutlausan mann og tveir í sigtinu að sagt er. Nokkuð ber á gróusögum um frambjóðenduma, einkum þó Bárð, sem gerir lítið úr slíkum sögum. Bárður sagðist ekki verða fyrir óþægindum af söguburði, sem hefði þó greinilega verið skipulagður. Hann segir engu að leyna í fiármál- um sínum. „Leðjuslagur er bara fyr- Sverrir Hermannsson - viss um sig- ur á laugardaginn. ir einhverja gamla menn, ég er ekki svoleiðis. Og við ætlum ekkert ofan í leðjuna til þeirra, þeir verða að vera þar einir,“ sagði Bárður. í söguburðinum er meðal annars tal- að mn lokaða fasteignasölu Bárðar, en hann segir að hún sé opin en hann hafi selt fyrirtækið. Bárður Halldórsson er formaður Bárður Halldórsson - talar um karla í leðjuslag. Samtaka um þjóðareign, en félagar í þeim era um 2400 manns. Bárður sagði í gær að hann ætti allt eins von á að fiöldi þeirra mundi vilja mæta til stofnfundarins. Hversu margir þeir yrðu væri erfitt að segja til um á þessari stundu. En Bárður er sigurviss, ekki síður en mótfram- bjóðandi hans. -JBP Þrír félagar fundu forvitnilega hluti: ^ Skýrsla um fullgildingu ILO-samþykkta: Island fær slæma einkunn - einungis samþykkt 2 af 26 samþykktum síðan 1980 ísland hefur einungis fullfyllt tvær samþykktir Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar, ILO, frá árinu 1980 af þeim 26 samþykktum sem gerðar hafa verið innan ILO. Þetta kemur fram i niðurstöðum samnorrænnar skýrslu sem imnin var á vegum norræna verkalýðs- sambandsins, NFS, um fullgildingu ILO-samþykkta á Norðurlöndunum á tímabilinu 1980 til 1998. ísland fær slæma einkunn í skýrslunni. í henni kemur fram að ísland er hið eina af Norðurlöndunum sem ekki hefúr fúllgilt allar 7 gnmdvallar- samþykktir ILO, m.a. samþykkt um bann við bamavinnu. í skýrsl- unni kemur enn frernur fram að ís- lensk stjómvöld uppfyfla ekki regl- ur ILO um málsmeðferð gagnvart Alþingi. Sambandsstjóm ASí hefur í kjöl- far þessarar skýrslu sent frá sér ályktun þar sem íslensk stjómvöld era gagnrýnd harðlega fyrir að fara ekki eftir reglum ILO um málsmeð- ferð. -RR Gömul hlutabréf og myndir - hlutabréfin metin á 11,3 milljónir króna samkvæmt gamla genginu Þegar krafan um gott sæti er í fyrirrúmi „Við vorum að brjóta niður vegg á háalofti Stálsmiðjunnar. Við settumst niður eftir verkið og þá sáum við ýmislegt for- vitnilegt koma í ljós. Þama vora gamlar ljósmyndir frá því fyrr á öldinni, gömul teikning frá 1803 og fiöldinn allur af gömlum hlutabréfúm. Við voru auðvitað hissa en jafnframt ánægðir að finna þessa hluti. Hlutabréfin vekja óneitanlega mestan áhugann," segir Elías Raben Unnarsson, starfsmaöur Grýtu hraðhreinsun. Elías og tveir félagar hans fúndu þessa forvitnilegu hluti við vinnu sina á mánudag. Um er að ræða gömul hlutabréf frá Stálsmiðj- unni, Flugleiðum, Hamri o.fl. fyrirtækjmn. „Við reiknuðum verðmæti hlutabréfanna saman og það nemur séuntals um 11,3 milljón- um króna en er samkvæmt gamla genginu. Bréftn era frá 1950 til 1983. Við eigum eftir að kanna þennan fúnd okkar bet- ur. Ég er að vonast til að ég sé orðinn ríkur maður eftir að hafa fundið þetta en það á eftir að koma í ljós,“ segir Elias í léttum tón. Hluti af gömlu hlutabréfunum sem Elfas Raben Unnarsson og tveir félagar hans fundu þegar þeir brutu niöur vegg í Stálsmiðjunni. DV-mynd Pjetur ....* Mí,2 HÚSGÖGN Skúlagötu 61 « S: 561 2987 VORURMEÐ ÞESSUMERKl MENGA MINNA Norræna umhverfismerkið hjálpar þér að velja þær vörur sem skaða síður umhverfið. Þannig færum við verðmæti til komandi kynslóða. UMHVERFISMERKISRÁÐ 'fÆá HOLLUSTUVERND RÍKISINS w Upplýsingar hjá Hollustuvemd ríksins ísíma 568 8848, heimasíða: www.hollver.is Bankaráðsformaður Samkomulag mun hafa tekist á milli sfiómarflokkanna um næsta bankaráð Seðlabankans. í sam- komulaginu felst meðal annars að formaður ráðsins verður Ólafur G. Einarsson, núver- andi forseti Alþing- is. Sem kunnugt er lætur Ólafur Garð- ar af þingmennsku í vor eftir langan feril. ineðal ann- ars í ríkissfióm. Sjálfstæðisflokk- urinn fær formennsk- una ekki alveg ókeypis því á móti því gefur flokkurinn eftir eitt sæti í ráðinu. Fulltrúar flokksins í banka- ráðinu era Ólafur B. Thors og Davíð Scheving Thorsteinsson. Annar þeirra, að minnsta kosti, verður þvi af feitum bitlingi. Leó Löve, varamaður Framsóknar- flokksins í ráðinu, vonast eftir aðal- sæti. Sturla ráðherra? Sæti Þorsteins Pálssonar sjáv- arútvegs- og dómsmálaráðherra losnar í vor. Sjálfstæðismenn ganga út frá því sem gefnu að flokkurinn verði áfram í ríkissfióm. Því eru margir þar sem ganga með ráðherr- ann í maganum. Þekkt er að Árni Mathiesen gerir kröfu um ráð- herraembætti í kjölfar kosninga- sigurs á Reykja- nesi. Konur ætla sér stóran hlut og hafa þá helst verið nefndar til sögunnar Sólveig Pét- ursdóttir og Sigríður Anna Þórð- ardóttir. Nú hefur nýr kandídat bæst í hópinn, Sturla Böðvarsson, þingmaður Vestlendinga. Vera kann að fleiri en einn nýr komist að því heyrst hefur að ráðherrar verði 12 á næsta Kjörtímabili í stað 10 núna. Halldór bankastjóri Seðlabankastjóri hefur enn ekki verið ráðinn eftir að Steingrímur Hermannsson lét af störfum fyrir aldurs sakir. Framsóknarflokkur- inn á stöðuna og bíður átekta. Þeir sem gerst þekkja í bankakerfinu þykj- ast vita að flokkur- inn hafi eyrna- merkt sínum manni stöðuna, manni með mikla bankareynslu, Halldóri Guð- bjamasyni. Halldór varð sem kunnugt er að taka pok- ann sinn þegar Landsbankasfiór- amir fóru í heilu lagi fyrr á árinu eftir atlögu Jóhönnu Sigurðar- dóttur að kerfinu. Hann var þó ósáttur og taldi þá Sverri og Björg- vin bera meginábyrgð á svínaríinu. Framsóknarflokkurinn getur þó ekki gengið frá ráðningu Halldórs fyrr en niðurstaða fæst í Lindar- málinu svokallaða. Ólafur á eftir Árna Sjálfstæðisflokkurinn hefúr veriö á útkikki eftir öflugum arftaka Þor- steins Pálssonar í efsta sætið á Suðurlandi. Sögusagnir hafa gengið um flutning þungavigtarmanna úr öðram kjördæmum. Á móti hefúr komið að Ámi Johnsen keppir að því ötul- lega að setjast í efsta sæti listans. Auknar líkur era á að svo fari, einkum eftir að Davíö Oddsson sótti fund hjá Áma í kjördæminu. Úr kjördæminu heyrist tO viðbótar að Ólafur Bjömsson, lögmaður á Selfossi, hafi hug á 3. sæti listans. Talið er að Ólafur gæti síðan velgt Áma undir uggum að fiórum árum liðnum. Umsjón Jónas Haraldsson ■ i*#3s?chSSe sSEs ijgg : Netfang: sandkorn @£f. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.