Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 Útlönd Mannréttindasamtök fagna niöurstööu lávaröanna: Pinochet berst gegn framsali Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Rannsóknin á viðkvæmu stigi Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Henry Hyde, tjáði Bill Clinton Bandaríkjaforseta í bréfi í gær að rannsóknin í málinu sem leitt gæti til embættismissis væri komin á viðkvæmt stig. Þörf væri á meiri samvinnu frá Hvíta húsinu. Kvaðst Hyde myndu hvetja til að Hvíta húsinu yrði birt stefna hefðu fullkomin svör við 81 spumingu vegna Lewinsky-máls- ins ekki borist á mánudaginn. Hvíta húsið hafði áður tilkynnt I gær að svörin yröu send á fostu- daginn. Spurningarnar tengjast aðallega viðræðum Clintons við aðstoðarmenn sína um samband- ið við Monicu Lewinsky, fyrrver- andi lærling í Hvíta húsinu. Hafa lík Grænlendings á sýningu „Við höfum beðið um aö fá þaö staðfest að um sé að ræða Græn- lending og í framhaldi af því að fá líkið sent heim. Það er ekki hægt að hafa lík manns til sýn- is,“ segir Jonathan Motzfeldt, landstjórnarformaður á Græn- landi, við útvarp landsins. Nú á dögunum varð uppvíst að lik Grænlendings, sem dó fyrir um 200 árum, er almenningi til sýnis í Rotterdam í Hollandi. Lík- ið er sýnt sem dæmi um útlit fólks af frumstæðum þjóöum og hafa Grænlehdingar brugðist hart við þeirri niðurlægingu sem í þessu er fólgin. „Hér er um að ræða langalangaafa fólks sem nú er uppi. Eðlilega tekur það sér þetta nærri," segir Motzfeldt. -GK Mannréttindasamtök í Rómönsku Ameríku fögnuðu mjög niðurstöðu bresku lávarðadeildarinnar í gær þess efnis að Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra í Chile, nyti ekki friðhelgi. Þrír dómarar af fimm voru þeirrar skoðunar. Pin- ochet verður áfram í haldi á Bret- landi og á yfir höfði sér að verða framseldur til Spánar. Sjálfur segist einræðisherrann fyrrverandi ætla að berjast gegn framsali. „Hann mun berjast áfram fyrir því sem hann telur rétt vera,“ sagði chileski þingmaðurinn Hernan Larrain sem huggaði Pinochet á 83 ára afmælisdegi hans í gær, sama dag og úrskurðurinn féll. Argentínski friðarnóbelshafinn Adolfo Perez Esquivel sagði mikil- vægt að breska lávarðadeildin hefði ekki varpað fyrir róða mannrétt- indabaráttu undanfarinna fimmtíu ára. „Pinochet er glæpamaöur og það á að rétta yfir honum,“ sagði Perez Esquivel í samtali við fréttamann Reuters. Stjórnvöld í Chile hétu því að berjast gegn niðurstöðu lávarðanna fimm sem kváðu upp úrskurðinn. Eduardo Frei Chileforseti sagðist mundu senda mótmæli til breskra stjómvalda vegna málsins i dag. Ut- anríkisráðherra Chile hefur einnig verið sendur til Evrópu til að kynna afstöðu chileskra stjórnvalda. Pinochet verður nú að bíða í Bret- landi þar til dómstólar hafa tekið af- stöðu til framsalsbeiðni frá spænsk- um dómara sem vill sækja einræðis- herrann fyrrverandi til saka fyrir þjóðarmorð og fleiri glæpi á sautján ára stjómartíð hans. Jack Straw, innanríkisráðherra Bretlands, getur þó ákveðið að veita hinum aldna Pinochet frelsi. Hann hefur frest til 2. desember til að ákveða það. Þegar niðurstaða lávarðanna lá fyrir braust út mikil reiði meðal stuðningsmanna Pinochets heima í Chile. Um þrjú hundruð stuðnings- manna hans létu reiði sína meðal annars bitna á fréttamönnum og hrópuðu ókvæðisorð að þeim. Stuðningsmennirnir vom saman komnir í Pinochet-stofnuninni sem veitir styrki til herskólanáms í Chile. Meira en eitt hundraö útlagar frá Chile komu saman í Madrid á Spáni til að fagna. Þá sagði Mary Robin- son, mannréttindastjóri S.Þ., niður- stöðuna uppörvun fyrir alla þá sem berjast fyrir mannréttindum í heim- inum. Hann leynir sér ekki fögnuðurinn yfir úrskurði æðsta dómstóls Bretlands í gær um aö Augusto Pinochet, fyrrum ein- ræðisherra í Chile, njóti ekki friðhelgi í Bretlandi. Konurnar eru í samtökum ættingja fórnarlamba harðstjórans. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Funafold 99, þingl. eig. Gunnar Hákon Jörundsson, gerðarbeiðandi Sameinaði lífeyrissjóðurinn, mánudaginn 30. nóv- ember 1998 kl. 16.00.____________ Grundarhús 2, 4ra herb. íbúð á 1. hæð 2. íbúð frá vinstri merkt 0102, þingl. eig. Valgerður Guðmundsdóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður verkamanna og Páll H. Pálsson, mánudaginn 30. nóvem- ber 1998 kl. 15.30.______________ Grýtubakki 10, 76,9 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð m.m. ásamt geymslu í kjallara merkt 060002, þingl. eig. Sigríður Sigur- bjömsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður verkamanna, mánudaginn 30. nóv- ember 1998 kl. 17.00. Gyðufell 4, 3ja herb. íbúð á 3. hæð f miðju m.m., þingl. eig. Geir Snorrason, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verka- manna, mánudaginn 30. nóvember 1998 kl. 17.30._______________________ Gyðufell 8, 2ja herb. íbúð á 4. hæð í miðju m.m., þingl. eig. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður verkamanna, mánudaginn 30. nóv- ember 1998 kl. 18.00. Háberg 22, þingl. eig. Guðmundur Ámi Hjaltason og Vilborg Benediktsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánudaginn 30. nóvember 1998 kl. 15.00. Hverfisgata 52, 010301, 193,7 fm íbúð á 3. hæð, þingl. eig. Rósa Marta Gunnars- dóttir, gerðarbeiðendur Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar og Tollstjóraskrif- stofa, mánudaginn 30. nóvember 1998 kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eign veröur háð á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir: Ámes RE, skipaskmr. 994, þingl. eig. Ey- steinn Þórir Yngvason, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 30. nóv- ember 1998 kl. 11.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Prímakov samur við sig: Hyggur ekki á forsetaframboð Jevgení Prímakov, forsætisráð- herra Rússlands, hefur ekki skipt um skoðun: Hann ætlar ekki að bjóða sig fram til forsetaembættisins þótt hann njóti vinsælda meðal al- mennings í skoðanakönnunum eftir tveggja mánaða stjómarforystu. „Nei. Hún hefur ekkert breyst," sagði Prímakov þegar hann var spurður hvort hann hefði skipt um skoðun. Forsætisráðherrann lýsti því nýlega yfir að það yrði algjört „brjálæði" fyrir sig að bjóða sig fram í kosningunum sem eiga að fara fram um mitt árið 2000. Prímakov hefur borið hitann og þungann af stjóm landsins að und- anfómu þar sem Borís Jeltsín for- seti hefur ekki mátt sín mikils vegna heilsubrests. Forsetinn hefur nú legið á sjúkrahúsi með lungna- bólgu í á fjórða sólarhring og losnar ekkert fyrr en í næstu viku. Prímakov hefur sjálfur alltaf sagt að hann hafi ekki tekið forystuhlut- verkið að sér nema fyrir þrábeiðni Jevegení Prímakov, forsætisráð- herra Rússlands. forsetans. „Allt brjálæði hefur sín takmörk. Ég fyllti kvótann þegar ég féllst á að verða forsætisráðherra," sagði Primakov við fréttamenn. Stuttar fréttir ðv 80 létust í lestarslysi Að minnsta kosti 80 manns létu lífið og 250 slösuðust á Indlandi þegar hraðlest ók á vagna far- þegalestar sem farið höfðu út af sporinu á milli Nýju Delhi og Am- ritsar. Geta ekki borgað Yfirvöld í Rússlandi hafa til- kynnt að þau geti ekki greitt af lánum frá vestrænum bönkum sem gjaldfalla í næstu viku. Styðja Milosevic Kínverska stjómin ítrekaði í gær stuðning sinn við Júgóslavíu í Kosovodeil- unni. Stjórnin staðfesti sam- tímis vináttu sína við Slobod- an Milosevic forseta. Yfirlýs- ingin var gefin í Peking í boði fyrir sendinefnd flokks Milos- evics. Rændu börnum Fyrrverandi herforinginn Leo- poldo Galtieri getur orðið næsti argentíski herforinginn sem verð- ur ákærður vegna stulds á böm- um. Herforinginn Massera var yf- irheyrður á þriðjudag vegna ráns á bömum. Féll í krókódílalaug Nær áttræður Flórídabúi féll í krókódílalaug er hann gekk í svefni bak við hús sitt. Þegar Flórídabúinn vaknaði syntu 1 metra langir krókódílar í kring- um hann en honum tókst að halda þeim frá sér með staf. Ná- granni vaknaði við hróp og bað lögregluna um aðstoð. Mök við fórnarlamb Ein af þeim 180 sænsku stúlk- um sem tilkynntu að þær hefðu haft mök við alnæmissmitaða iranann sakar nú lögreglumann sem vann að rannsókn málsins um að hafa haft mök við sig. Iðrast einskis Anatolíj Onoprienko, sem játað hefrn- að hafa framið 52 morð, kveöst einskis iðrast. Onopri- enko, sem nú er réttað yfir í Úkraínu, kveðst elska alla menn og einnig þá sem hann myrti. Hann kveðst hafa horft í augu barnanna sem hann myrti og hafa vitaö að hann yröi að ráða þau af dögum. Afsökunin ekki nægileg Kina og Japan geta ekki undir- ritað í dag sameiginlega yfirlýs- ingu um samband sitt þar sem Kínverjar eru ekki ánægðir með afsökunarbeiðni Japana vegna stríðsaðgerða sinna í seinni heimsstyrjöldinni. Vill réttlát réttarhöld Kúrdaleiðtoginn Abdullah Öcalan kvaðst í gær fús til að koma fyrir rétt í landi þar sem hann fengi réttláta meðferð. Fundað um írak Sandy Berger, þjóðaröryggis- ráðgjafi Bills Clintons Banda- ríkjaforseta, átti í gær fund með æðstu ráðamönnum Bandarikjanna um ástandið í Irak. Ekki voru teknar mikil- vægar ákvarö- anir á fundinum. Vopnaeftirlits- menn Sameinuðu þjóðanna sneru til Bagdad í síðustu viku. Hætti við Svissferð Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, hætti í gær við heimsókn til Sviss. í staðinn reyndi forsæt- isráðherrann að fá David Levy, fyrrverandi utanrikisráðherra, til að ganga til liðs við stjómina á ný.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.